Þjóðviljinn - 16.08.1972, Síða 6

Þjóðviljinn - 16.08.1972, Síða 6
6. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN MiöviKudagur 16. ágúst 1972 Miövikudagur 16. ágúst 1972 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 7. F j ölsky lduheimili, skólaheimili, vistheimili og vöggustofur í Rvík i ársskýrslu Félags málastofnunar borgarinnar fyrir síðasta ár er að finna fróðlegar upplýsingar. Þjóðviljinn birtir hér kafla úr ársskýrslunni um þessar stofnanir. Reykjavíkurborg rak árið 1971 eftirtalin vistheimili: Vöggustofu Thorvaldsens- félagsins Heimili þetta er vöggustofa fyrir 19 börn á aldrinum 0—2 ára og vistheimili fyrir 14 börn á aldrinum 2—6 ára. Á árinu var enn fremur starfrækt deild fyrir 7 örvita. Árið 1971 voru dvalar- dagar 7.312 og dvöldu þar að meðaltali 20 börn á dag. A örvita- deild voru dvalardagar 2.562 og dvöldu þar að meðaltali 7, 3 börn. Ariö 1970 voru dvalardagar sam- tals 6.195 Barnaheimilíð í Reykjahlíð Vistheimili fyrir 13 börn, 7 ára og eldri. Árið 1971 voru dvalar- dagar 4.013 og dvöldu þar að meðallali 11 börn á dag. Árið 1970 voru dvalardagar 4.749. Fjölskylduheimili að Skála Kjölskylduheimili fyrir 7 börn. Árið 1971 voru dvalardagar 2.340 og dvöldu þar að meðaltali 6,4 börn á dag. Árið 1970 voru dvalar- dagar 2.555. Upptökuheimili við Dal- braut Upptökuheimili fyrir börn á aldrinum 3—12 ára. Arið 1971 voru dvalardagar 5.1H8 og dvöldu þar að meðaltali 14,2 börn á dag. Árið 1970 voru dvalardagar 5.724. Fjölskylduheimili, Ásvallagötu 14 Fjölskylduheimili ætlað 7 börn- um. Árið 1971 voru dvalardagar 2.161 og dvöldu þar að meðaltali 5.9 börn. Arið 1970 voru dvalar- dagar 2.190. Skólaheimili, Tjarnargötu 35 Skólaheimili ætlað 7—9 drengjum að 15 ára aldri. Árið 1971 voru dvalardagar 1.225 og dvöldu þar að meðaltali yfir vetrarmánuðina 5,1 drengir á dag. Árið 1970 voru dvalardagar 1.032. Mæðraheimili, Sólvalla- götu 10 Mæðraheimili ætlað 6 stúlkum. Árið 1971 voru dvalardagar 593, en heimilið var tekið i notkun á árinu. Fóstrunarkerfið Arið 1971 stiirfuðu 12 einka- heimili i fóstrunarkerfinu og dvöldu þarsamlals 20 biirn i 1.858 dvalardaga. Sumardvöl utan Reykja- vikur Árið 1971 fóru 144 börn 106 Ijölskyldna til sumardvalar i sveit á vegum Fólagsmálastofn- unar Heykjavikurborgar. Dvöldu börnin á 68 heimilum i samtals 10.871 dvalardag. Vistun á einkaheimilum Árið 1971 dvöldu, á vegum Félagsmálastofnunar Reykja- vikurborgar, 10 öryrkjar á 4 einkaheimilum i samtals 719 dvalardaga. Knnlremur 179 börn á 111 einkaheimilum i samtals 34.739 dvalardaga. Bandarísk landafrœði Oftersagt að allir hlutir eða öll mál hafi tvær hliðar, eftir þvi hvernig litið er á og hvaða skoðanir menn hafa. Þannig segja menn: ,,bað er nú til sannleikur og sannleikur”. Einnig mætti segja að til væri landafræði og landafræði: I bandariskri landafræði handa æöri skólum eftir James og Davis frá árinu 1962 stendur m.a.: „ísland varð sjálfstætt lýð- veldi árið 1944. Fjárhagur landsins er undir fé, er Banda- rikin eyða i herstöðvar og við- hald þeirra á þessum hernaðarlega stað, kominn. En þrátt lyrir þessa tekjulind, búa Islendingar ekki við jafn- góð lifskjör og Danir. Og hvað mun gerast ef herstöðvarnar verða lagðar niður?” Ætli miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins og ritstjórn Morgun- blaðsins hafi lesið þessa bók? Einn fegursti útsýnisstaður Reykjavíkur gerður að ógeðslegum sorphaug. © Hefur Reykjavíkurborg margbrotið lög um umhverfisvernd? Eru umhverfisverndarlögin aðeins samin að láta brjóta þau? Séð úr fjörunni uppað bakkanum fyrir neðan Ártúnshöfðann. Olæsileg sjón eða hitt þó heldur. óþverra. Þar ægir saman plast - ilátum sorpi bilflökum, ónýtum húsgögnum, steýpuafgöngum, járnarusli, glerilátum og brot- um, spýtnarusli o. fl. o.fl. Það má vera, að þarna sé verið að hugsa um uppfyllingu. En þó svo væri þá er fjaran svo sóða- leg að engu tali tekur, en hana fylla þeir ekki upp. Það er einn- ig óafsakanlegt, ef fylla á upp fyrir framan bakkana, að láta þetta ógeðslega rusl liggja þarna ár eftir ár, þvi að mikið af ruslinu hefur legið þarna i ein tvö ár. Þá eru það öskuhaugarnir svo kölluðu uppi i Gufunesi. Þeir eru að sjálfsögðu einhver ljótasti bletturinn á umhverfi borgar- innar og ekki nóg með það, held- ur fýkur óþverrinn frá þeim um nágrennið. Mikið fer niður i fjöruna og berst siðan um allar fjörur i nágrenni borgarinnar. Það sagði mér kennari, sem vinnur með vinnuflokki ungl- inga uppi i Saltvik viö umhverf- ishreinsum þar efra, að fjaran þar fyrir neðan fylltist af rusli jafnóðum og hún væri hreinsuö. Hann sagði að flokkur hans þar efra hefði litiö annað gert i sum- ar en að hreinsa óþverra úr fjör- unni, hlaða honum i kesti og kveikja i ruslinu. Þetta er vissu- lega þarft og þakkarvert starf. „Hrein torg — fögur borg” Einskisvert slagorð eða er það úr gildi fallið? Plastilát umvafin plastdúk i fjörunni. Á hverju sumri komast af stað meiri og minni umræður á opin- berum vettvangi um sóðaskap okkar Islendinga gagnvart nátt- úru landsins. bað er ekkert eðli- legra en að þessar umræður komist af stað eftir að menn, sem láta sig umhverfisvernd einhverju skipta, hafa ferðzt um landið. Sannleikurinn er sá að umgengni ferðafólks er til há- borinnar skammar. En það sem meira er og ef til vill afsakar umgengni ferðafólks er að opin- berir aðilar láta sig þetta mál enn minna varða. Úti á landi eru þeir staöir telj- andi á fingrum sér sem hafa komið upp aöstöðu fyrir ferða- menn sem ekki dvelja á hótel- um. beir staðir sem þetta hafa gert, hafa þá um leið komið upp sorpilátum á þeim stöðum sem ferðamönnum er ætlað að tjalda á og þar er sóðaskapur ferða- fólks algerlega óafsakanlegur en hann er vissulega fyrir hend- ir. En á öllum öðrum stöðum, þar sem aðstaðan er ekki fyrir hendi lendir hreinlátasta fólk i vandræöum hvað þá sóöarnir. Það eru bæði kaupstaðir, kaup- tún og aðrir staðirsem ferðafólk sækir sem eru undir þessa sök seldir. En maður littu þér nær, segir ef til vill einhver ibúi úti á landi við mann búsettan i Reykjavik, og er það engin furða. Sennilega eru fjörur og aðrir útjaðrar Reykjavikur stærsti sorphaugur landsins. Það fer vart milli mála að Reykjavikurborg er einhver mesti liigbrjótur um umhverfisvernd sem fyrir linnst á landinu. Meira að segja legurstu útsýnisstaðir borgar- innar eru stærstu sorphaugarnir og má þar nefna Ártúnshöfðann. I-andslagsfegurð er alltaf um- deilanleg og það sem einum finnst fallegt finnst öðrum ekki fallegt o.s.frv. Þó hygg ég að þeir séu ekki margir staðirnir i Reykjavik þar sem útsýni er fegurra en frá Ártúnshöfðanum. En hvernig er umhverfisvernd háttað á þessum fagra staö? Hún er vægast sagt hryllileg. Þarna er i fjörunni stærsti sorp- haugur landsins. Allt frá geym- um Sementsverksmiðju rikisins á tanganum og inni Grafarvog er fjaran og bakkarnir fullir af En þetta er eins og að moka i botnlausa tunnu, sagði kennar- inn. Við hreinsum fjöruna en næsta morgun er hún orðin full al tur. Og það sem þangar rekur er nær eingöngu rusl af ösku- haugum Reykjavikurborgar. Mest ber á hvers konar plast - iíátum,ogsagði kennarinn að þvilik kynstur af slikum ilátum ræki þar á fjörur að hann hefði vart trúað þvi að óreyndu. Það er þvi engin furða þótt maður haldi að auglýsingaplögg þau sem hengd voru upp i Reykjavik og báru slagorðin ,,Hrein torg, fögur borg” hafi verið búin til og uppsett af tómri sýndarmennsku. Þótt Ártúns- höfðinn og Gufunesið hafi hér verið tekið sem dæmi, mætti nefna mörg fleiri dæmi úr Reykjavik um ótrúlegan sóða- skap. Meðan slikur sóðaskapur i sjálfri höfuðborginni er látinn afskiptalaus af þeim sem sjá eiga um að lög um umhverfis- vernd séu haldin, er varla von á að almenningur taki lögin al- varlega og fari eftir þeim. — S.dór. Þaö eru ekki aðeins upp- lýsingar um vansköttun há- tekju-manna sem okkur berast hingað í blaðið, heldur einnig upplýsingar um ofsköttun, en þar er aðallega um að ræða ellilíf- eyris- og bótaþega. Eitt daémi um ofsköttun barstokkur úr Hafnarfirði í gær um manneskju sem þegið hefur bætur frá sjúkrasamlagi, sem bærinn lagði útsvar á. Stúlka ein úr Hafnarfirði Útsvar lagt á bœtur frá sjúkrasamlagi 17 ára 1970, hafði verið sjúklingur meira og minna allt frá fæðingu vegna hjartagalla. Árið 1970 fór hún til upp- skurðar til Englands og kom heim síðustu daga þess árs. Stúlkan var síðan viðloðandi sjúkrahús 7 fyrstu mánuði ársins 1971, en útskrifaðist í byrjun ágúst. Frá sjúkrasamlaginu fékk stúlkan bætur fyrir þessa 7 mánuði, og auk þess fékk hún greiddar nokkrar bætur fyrir árið næst á und- an, þannig að greiðslurnar urðu nokkuð hærri en nem- ur 7 mánaða bótum. Um miðjan ágúst fékk stúlkan vinnu, svo hún var vinnandi 4 og 1/2 mánuð af árinu. Tekjur hennar síðasta ár urðu því 130 þúsund og um helmingur þeirra bætur úr sjúkrasamlagi. Tekjuskattur til rikisins varð enginn við álagning- una nú, en hins vegar er henni gert að greiða 9.700 krónur í útsvartil bæjarins. Þegar stúlkan byrjaði að vinna var þegar hafizt handa af vélmennum kerf- isinsvið að heimta af henni fyrirframgreiðslur upp í væntanleg gjöld til ríkis- ins, en áður hafði hún ekki greitt skatta til ríkisins og slík fyrirframgreiðsla því ólögleg, þar sem hún var ekki ákveðin í samráði við greiðanda. Þegar skattseðl unum hafði verið dreift og í Ijós kom að stúlkan átti ekki að greiða neitt í rikissjóð, fór hún fram á að fá féð endur- greitt með sömu vöxtum og ríkið tekur af vanskilafé. Að sjálfsögðu fékk hún greitt til baka það sem af henni hafði verið tekið en enga vexti. Af útsvari stúlkunnar, 9700 krónum, sem tekið er af 130 þúsund króna tekjum, er augljóst að meirihluti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, sem skipaður er krötum, framsóknar- mönnum og óháðum borg- urum, hefur ekki notfært sér þær heimildir sem gefn- ar eru i skattalögunum til að undanþiggja bætur sjúkrasamlagsins útsvarsá- lagningu. Blaðið reyndi að ná sam- bandi við ábyrga menn á skrifstofum Hafnar- f jarðarbæjar til að grennsl- ast fyrir um það hvort hér væri um að ræða einangrað fyrirbæri eða hvort undan- þáguheimildinhafi yfirleitt alls ekki verið notuð, en tókst ekki, því ýmist voru hinir ábyrgu veikir, i fríi, eða nýkomnir úr fríi, og þorðu ekki fyrir sitt litla líf aðseg ja af eða á um málið, þannig að frekari upplýs- ingar um álagningarkúnst- ir bæjarstjórnarinnar i Firðinum verða að bíða betri tima. En óneitanlega væri það undarlegt ef meirihluti bæjarstjórnar undir leið- sögn umhyggjusamra Al- þýðuflokksmanna, legði á slíkar bætur sömu daga og málgagnið þeirra hrópar dag frá degi yfir sköttun rikisins á öldruðum og bótaþegum. Hvað sem um það má seg ja, er þó Ijóst, að hafn- firzkir gjaldendur ættu að huga að skattseðlunum sinum og sinna og athuga hvort bæjarstjórnin gerir öllum skylt að greiða út- svaraf bótum hverju nafni sem nefnast, og kæra til skattstjóra ef lagt er á bæt- urnar og geyma bak við eyrað hver hugur stjórn- enda bæjarins er og muna mismuninn milli upphróp- ana þeirra og gerða. — úþ

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.