Þjóðviljinn - 01.09.1972, Page 3
Föstudagur 1. september 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Nafnlausir og númerslausir
brutu íslenzka landhelgi
Klukkutíma eftir að
landhelgin var færð út i 50
milur um eittleytið í nótt
voru 30—40 brezkir togarar
að veiðum út af Kögrinu.
Flestir þessir togarar höfðu
breytt yfir nafn og númer
og voru ókennilegir en is-
lenzkir sjómenn gizkuðu á
að þeir væru brezkir —
þekktu enda suma þeirra.
Talið er að nú séu innan is-
lenzku 50 milna landhelg-
innar um 65 brezkir togarar
Miðstjórn Aiþýðubanda-
lagsins kom saman til
fundar í gærkvöld og þá var
gerð samhljóða eftirfar-
andi samþykkt í tilefni af
útfærslu landhelginnar.
Fundur haldinn i mi&stjórn
Alþýöubandalagsins 31. ágúst
1972 fagnar stækkun fiskveiöi-
landhelginnar i 50 milur, sem
tekur gildi á miðnætti i nótt, og
lýsir ánægju sinni meö samstöðu
þjóöarinnar um þá stefnu,
sem mörkuö hefir veriö i málinu.
og einhverjir vestur-þýzkir.
Litlar fréttir var að hafa af
miöunum i gærkvöld og i nótt.
Þegar Þjóöviljinn fór i prentun
um eittleytiö höföu engin tiöindi
gerzt á miðunum innan 50 miln-
anna önnur en þau sem vitað var
um fyrirfram: Að brezkir togarar
voru tugum saman i hópum innan
landhelginnar og vestur-þýzkir
togarar voru einnig allmargir að
þvi er taliö var. Enginn aöili gat
veitt neinar heildarupplýsingar
um ástandiö á miðunum upp úr
miönættinu og verður ekki fyrr en
i dag Ijóst hvort til tiðinda hefur
dregið.
Reynslan hefur þegar sýnt, að
sú ákvörðun, sem rikisstjórnin
tók, um að útfærslan skyldi taka
gildi eigi siðar en 1. sept. á þessu
ári og að landhelgissamningun-
um við Breta og Vestur-Þjóðverja
skyldi sagt upp, var rétt.
Frestun á stækkun landhelg-
innar og bið eftir alþjóðahaf-
réttarráðstefnunni hefði stór-
aukið ofveiði og stefnt málinu i
tvisýnu.
Landhelgissamningarnir frá
árinu 1961 heföu einnig, að öllu
óbreyttu, komiö i veg fyrir
stækkunina, enda hafa þeir
Fréttamaður Þjóöviljans náöi
þó sambandi við skipstjórann á
Guðbjarti Kristjánssyni 1S, Grét-
ar Þórðarson, eftir miðnætti i
nótt. Hann sagði meðal annars:
„Það munu vera 40 brezkir tog-
arar út af Kögrinu. Við sigldum
eftir 12 miina iinunni i dag og sá-
um þá allmörg þessara skipa og
voru flest þeirra með málað yfir;
eða á annan hátt hulin, nafn og
númer.
Við höfum veriö að hlusta á
Bretana i talstöðinni. Þeir eru aö
hafa orð á þvi að þeir viti litiö
hvað þeir eigi af sér að gera viö
nýjar aðstæður.
samningar verið helzta haldreipi
hörðustu andstæðinga okkar i
landhelgismálinu pg rji.eð tilvisun
til þeirra hafa Bretar og Vestur-
Þjóðverjar kært okkur fyrir
alþjóðadómstólnum.
Framundan getur orðið löng og
hörð barátta við ýmsa erlenda
aðila, fyrir fullri viðurkenningu á
hinni nýju landhelgi. Tvær þjóðir
hóta að brjóta islenzk lög og halda
áfram fiskveiðum innan 50 milna
markanna. Þær hafa báðar reynt
að beita lslendinga þvingunum i
viðskiptasamningum og frá þeim
heyrast ýmsar raddir um refsi-
ráðstafanir gagnvart okkur.
Einn vestur-þýzkur togari, sem
við heyrðum til, hugðist færa sig
út fyrir 50 milurnar. Annars höf-
um við ekki orðið varir viö vestur-
þýzka togara hér um slóöir.
Brezku togararnir út af Kögr-
inu voru aö veiðum í nótt, og
fengu reytingsafla.”
Þá hafði blaðið samband við
nokkra aðra skipstjóra á mið-
únum umhverfis landið og segir
hér frá viöhorfum þeirra. Viðtölin
voru yfirleitt tekin símleiðis undir
miðnættið i gærkvöld .
Andvari VE var á togveiðum 3-
6milurundan Ingólfshöf&a, þegar
blaöið hafði samband við skip-
Ofbeldi og hótanir munu ekki
gagna þessum þjóðum, heldur
einungis verða til þess að þrýsta
öllum lslendingum enn fastar
saman og til þess að hvetja alla
landsmenn til að styðja islenzk
stjórnvöld i baráitunni fyrir
fullnaðrarsigri i þessu lifshags-
munamáli þjóðarinnar.
Miðstjórn Alþýðubandalagsins
hvetur alla landsmenn, hvar i
flokki og hvar i stétt sem þeir
standa, til órofa samstöðu i þeirri
baráttu sem nú er hafin fyrir
stækkun fiskveiðilandhelginnar
viö Island.
stjórann i gærkvöld. Sagði hann
að engir erlendir togarar væru i
námunda við þá. A miöunum með
Andvara voru 15-20 togbátar.
,,Það er ekki annað að heyra en
menn séu hinir ánægðustu með
útfærsluna, og maður verður
bara að vona hiö bezta um fram-
vindu mála,” sagði skipstjórinn.
Þorvaldur Arnason, skipstjóri á
Asþóri RE, sagði fréttamanni
Þjóðviljans að hann hefði séð
mikið af brezkum togurum út af
Þistilfirðinum i fyrradag. Brezku
togararnir voru réttvisandi
noröur af Hraunhafnartanga.
Einar Hálfdánarson skipstjóri
á Sólrúnu IS kvaðst hafa séð 8
brezka togara i gærkvöld rétt
utan við 12 milna mörkin. Þeir
voru allir á leið austur fyrir Horn,
taldi Einar. Hann sagði að brezku
togararnir hefðu veriö ómerktir.
Arsæll Egilsson á Tálknfirðingi
kvaðst ekkert verða var við
erlend skip. Sagðist vera á
grálúðuveiðum við Kolbeinsey og
hefði litið veiðzt. Þetta er að
verða búið, sagði Arsæll.
Sæmilegt veður var á miðunum
umhverfis landið i nótt að þvi er
spáð var.
Sem fyrr segir var litlar fréttir
að fá. Kom þar bæði til að lokað
hafði verið fyrir möguleika allra
fjölmiðla til þess að komast út
með varðskipum og svo hitt að
morgunblöðin fara það senmma i
prentun að ekki eru tök á að biða
eftir neinu heildaryfirliti.
Framhald á bls. 19
Landhelgis-
blað
Þjóðviljans
Þjóðviljinn gefur i dag út
sérstakt stækkað blaö i tilefni
landhelginnar. Forsiöa blaðs-
ins er prýdd mynd eftir Ingi-
berg Hannesson. Myndin er
gerð fyrir Þjóöviljann sér-
staklega i tilefni dagsins, 1.
september 1972. A forsiðum
blaðanna sem komu út eftir
landhelgisútfærsluna 1958 var
lögð áherzla á aö segja frá
þeim brotum sem framin voru
gegn islenzkri landhelgi. Að
þessu sinni vill ritstjórn Þjóð-
viljans leggja áherzlu á það
jákvæða á forsiðu sinni
við landhelgisútfærsluna.
Af efni landhelgisblaösins
vill Þjóðviljinn nefna sérstak-
lega:
Lúðvik Jósepsson sjávarút-
vegsráðherra skrifar grein
um landhelgismálið. Lúðvik
hefur sem ráðherra og sér-
fræðingur i sjávarútvegs-
málum haft forustu fyrir
landsmönnum i landhelgis-
málinu. Hann undirritaði
reglugerðina um útfærslu
landhelginnar úr 4 milum i 12
1958 og siöan þá reglugerð sem
nú er grundvöllurinn aö út-
færslu landhelginnar.
Ingvar Hallgrimsson, for-
stjóri Hafrannsóknarstofn-
unarinnar, ritar grein i land-
helgisblaðið þar sem hann
fjallar meðal annars um of-
nýtingarhættu fiskistofnanna.
Ingvar hefur verið mjög
virkur i umræðunni um land-
helgismálið og meðal annars
hafa ummæli hans um smá-
fiskadráp Breta á tslands-
miðum vakið mjög mikla
athygli erlendis, eins og sagt
hefur verið frá hér i blaðinu.
Margs konar upplýsingar er
enn fremur að finna um land-
helgismál, fiskveiðar, afstöðu
rikja til landhelgismála og
margt fleira.
Forsiðumyndina á blaði II
tók Sigurjón Jóhannsson.
ÞETTA ER NYJA LANDHELGIN
Samþykkt miðstjórnar Alþýðubandalagsins:
Fyrir fullnaðarsigri
í landhelgismálinu