Þjóðviljinn - 01.09.1972, Side 8

Þjóðviljinn - 01.09.1972, Side 8
8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 1. september 1972 SPORÖSKJULAGAÐIR TOGHLERAR FRÁ A.S. BERGENS MEKANISKE VERKSTEDER í NOREGI BETRI EN RÉTTHYRNDIR HLERAR A.S. Bergens Mekaniske Verksteder hafa smiðað toghlera i mörg ár, og árið 1959 smiðaði fyrirtækið fyrstu samstæðuna af toghlerum fyrir botn- veiðar. Þessi samstæða var vandlega prófuð af norskum siðutogara með mjög jákvæðum árangri. LÖGIMN GERIR ÞAÐ AÐ VERKUM, AÐ TROLLIÐ NÆR YFIR STÆRRA SVÆÐI Áframhaldandi viðtækar prófanir voru seinna framkvæmdar af A.S. Bergens Mekaniske Verksteder, og prófanir voru einnig gerðar i samvinnu við Skip Model Tank i Þrándheimi. Hvert einstakt atriði i smiði hinna spor- öskjulöguðu toghlera frá A.S. Bergens Mekaniske Verksteder felur i sér mikla reynslu og framfaraspor. Toghlerarnir frá A.S. Bergens Mekaniske Verksteder hafa verið vandlega prófaðir við hinar breytilegustu aðstæður og hafa sannað kosti sina fram yfir hina venjulegu rétthyrndu toghlera. Stærð Lengd Breidd Þyngd Gerð 1 2050 mm 1210 mm um 290 kg Gerð 2 2255 mm 1330 mm um 380 kg Gerð 3 2360 mm 1390 mm um 460 kg Gerð 4 2450 mm 1400 mm um 700 kg Gerð 5 3120 mm 1780 mm um 1000 kg Gerð 6 3120 mm 1780 mm um 1200 kg Gerð 7 3450 mm 1970 mm um 1400 kg AÐALUMBOÐSMENN EGGERT KRISTJÁNSSON & CO, H.F. SUNDAGÖRÐUM 4 — SÍMI 85300 Belgísk nefnd væntanleg til land- Kelgisviðræðna Aö undanförnu hafa fulltrúar islenzkra og belgiskra stjórnvalda átt meö sér viöræöur um landhelgismáliö, og hafa þær leitt til þess aö fimm manna belgisk sendinefnd er væntanleg hingaö til lands. Belg- arnir komaá sunnudaginn, og ætla þeir aö ræöa viö stjórnvöld hér um takmarkanir á veiöum innan fimmtiu milna fiskveiöilögsögunnar. Stjórn Belgiu hefur, sem kunnugt er, lagzt gegn útfærslu islenzku landhelginnar. Norrœn æskulýðsfélög vara við aðild að EBE Helsinki 31/8. A fundi fulltrúa þrjátiu og sex norrænna æsku- lýðssamtaka, sem lauk i Helsinki i dag, var samþykkt ályktun, þar sem segir aö stækkun Efnahags- bandalagsins muni hafa neikvæö áhrif á tilraunir til að tryggja frið og öryggi i Evrópu og öörum hlut- um heims. 1 ályktuninni er varab við aðild Dana og Norömanna að EBE, jafnt af öryggisástæðum sem efnahagslegum. Einungis tvö æskulýðsfélög greiddu ekki atkvæði með álykt- uninni og voru það ungmenna- samtök thaldsflokksins og Vinstriflokksins i Danmörku. SÖGULEGUR FUNDURI NORÐUR-KÓREU Seoul 31/8. Fulltrúar Rauöa Krossins i Suður-Kóreu hittu á miðvikudag kollega sina norðan landamæranna i Pyonyang, til að hefja samninga um lausn á mál- um hinna 10 miljóna Kóreubúa, scm nú búa nauöugir viijugir í sitt hvoru landinu, aðskildir frá fjöl- skyldum sinum. Báðir aöilar eru ásáttir um að vinna að áætlun, sem á að sam- eina hinar sundruðu fjölskyldur á nýjan leik, eftir tuttugu og sjö ára aöskilnað. Fulltrúar Suður-Kóreu héldu heim á leið siðdegis i dag, og næsti fundur nefndanna verður haldinn hinn 13. september i Seo- ul, höfuðborg Suður-Kóreu. Nixon og Tanaka ræðast við á Hawai Honolulu 31/8. Tanaka, forsætísráðherra Japans, kom í nótt til Honolulu á Hawai-eyjum, ogtók Nixon Bandaríkjaforseti á móti honum á flugvellinum. I dag og á morgun ræða leið- togarnir tveir saman um sambúð ríkjanna og hugs- anlegan ágreining, sem kann að hafa komið upp að undanförnu, einkum í því er varðar efnahagsmál og vöruskiptajöfnuð. Nixon sagði við móttökuna, að fundurinn myndi auka friðarlikur á Kyrrahagssvæðinu og að fund- arstaðurinn hefði drjúga tákn- ræna þýðingu, en eins og alkunna er, hófst styrjöld Bandarikja- manna og Japana með árásinni á Perluhöfn á Hawai 1941. Tanaka þakkaði Nixon ávarpið, og kvað þjóð sina myndu fara meö veiga- meira og ábyrgðarfyllra hlutverk i alþjóðamálum i framtiðinni. Kjarnasprengja kom af stað 22 jarðskjálftuni Washington 31/8. Hin umdeilda kjarnasprenging Bandarikjahers á Alutaeyjum siðastliðið haust kom af stað tuttugu og tveimur minni háttar jarðskjálftum og or- sakaði mörg hundruð höggbylgj- ur i jarðskorpunni, segir i skýrslu visindamanna um tilraunina, sem gefin var út i gær. Kjarna- sprengingin, sem var fimm megatonn að styrk, kom þó ekki af stað jafn afdrifarikum jarð- hræringum og margir óttuðust. Siðasta jarðskorpubreytingin af völdum sprengjunnar varð þremur mánuðum eftir að hún var um garö gengin. Málverkasýning í dag er opnuð kynningarsýning með nokkrum listaverkum Sigurðar Kristjáns- sonar, listmálara. Opið kl. 1—6 alla virka daga til 15. þ.m. Gjörið svo vel, ókeypis aðgangur. Sýningarsalurinn Týsgötu 3 — simi 17602. Málverkasalan.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.