Þjóðviljinn - 02.09.1972, Síða 9

Þjóðviljinn - 02.09.1972, Síða 9
Laugardagur 2. september 1972 ÞJ0ÐVILJINN — SIÐA 9 Kaffisala Styrktar> félags lamaðra og fatlaðra að Hótel Sögu Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra heldur árlega kaffisölu sina að Hótel Sögu á morgun, sunnudag, frá klukkan 2—6. Meðan á kaffisölunni stendur munu margir ágætir skemmti- kraftar koma fram. Má þar nefna að hljómsveit Ragnars Bjarna- sonar mun leika, Róbert Arn- finnsson syngur við undirleik Carls Billichs og Þrjú á palli koma fram. Ástæöa er til að geta þess að þeir skemmtikraftar sem fram munu koma taka ekki laun fyrir framlag sitt, en eftirláta Styrktarfélaginu launin. Fjárhagur þeirrar starfsemi sem rekin er fyrir lamaða og fatl- Róbert Arnfinnsson. aða er bágborinn, en Styrktarfélagið hefur árlega þrjár fjáröflunarleiðir, og er kaffisalan ein þeirra. Eins og áður segir verður kaffi- salan frá klukkan 14.00 — 16.00 á sunnudag. Leiðrétting á bátsnafni I viðtali við Markús Þorgeirs- son, sem birt var í blaðinu i gær, 1. september, misritaðist nafn trillu Markúsar. Trillan heitir Katrin GK 90, en ekki Kristin eins og fram kom i viðtalinu. Hlutaðeigendur eru beðnir vel- virðingar á þessu. Norrænt kennara- nemamót Dagana 1. til 6. sept. verður lialdið norrænt kennaranemamót að Laugarvatni og er það haldið á vcgum Sambands islenzkra kenn- aranema. Þátttakendur verðá 40, 7 frá Noregi, 11 frá-Sviþjóð, 5 frá Dan- mörku, 2 frá Færeyjum og 15 frá Islandi. Aðalefni mótsins veröur jarðfræði og saga tslands. Farið verður i ferðir til Gullföss og Geysis undir stjórn fræðimanna, jaröfræðinga og sagnfræðinga. Þá verða haldnir 6 fyrirlestrar á mótinu. M.a. mun Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur flytja þar fyrirlestur. Dvalið verður aö Laugarvatni og munu 3 stúlkur úr húsmæðraskólanum þar á staðn- Sœlt er að vera fátœkur Maður er nefndur Hinrik Thorarensen, og auðkenndur yngri í firmaskrá Reykjavikur, en þar er hann skráður fyrir tveimur tizkuverzl- unum í höfuðborginni, Tizkuskemmunni og Tízkuverzluninni Helenu, sem opnuð var fyrirskömmu í nýju hús- næði á horni Skólavörðu- stígs og Laugavegs. Helena er rekin af Tízkuskemmunni sam- kvæmt þeim upplýsing- um sem firmaskrá geymir. Nú,þetta er allt gott og blessað. I Skatta- og útsvarsskrá Reykjavikur segir um Hinrik Thorarensen, að honum sé gert að greiöa 106 þúsund i tekjuskatt og 69 þúsund i út- svar. Þetta þýðir að tekjur hans hafi veriö á bilinu 650 að 700 þúsundum, og frádráttur talsverður til tekjuskatts. Enn er þetta allt gott og blessað. Hér með er birt mynd af sumarhúsi, sem verið er að byggja við Þingvallavatn, nánar tiltekið i Hestvik. 1 þetta hús munu þegar vera runnar 3 miljónir króna og er það þar með orðið fokhelt. Neðsti hluti hússins mun ætlaður undir geymslur fyrir eftirtalda hluti, en þeir eru all- ir i eigu húseigandans: Blazer-jeppa, hraðbát, tvo gúmbáta, — annan af Zodiac- gerð, — og sérsmiðað hjólhýsi. Þessir hlutir komast þarna fyrir allir samtimis. Jarðrask og girðing við sumarhús þetta er áætlað að kosti 1 miljón króna, en við þetta bætist leiga á lóð. Full- gert mun þetta mannvirki kosta um þaö bil 5 miljónir króna. Eigandinn hefur hvilt sig i útlandinu hluta þess tima sem framkvæmdirnar hafa farið fram. Og einnig þetta er i bezta lagi. En það sem ekki er i lagi er, ef upp úr dúrnum kæmi, að verzlunareigandinn Hinrik, skattgreiðandinn Hinrik meö 650—700 þúsund króna árs- tekjur.og sá sem lætur byggja sér sumarhús fyrir 5 miljónir við Þingvallavatn, og greiðir til byggingarinnar 3 miljónir i ár, væri einn og sami Hinrik- inn. Þaö þyrftu skattrannsókn- armenn að athuga. ___ .. Samtök A mánudaginn var, þann 28. ágúst, var boöaö til stofnfundar um samtök exemsjúklinga á ts- landi. Höröur Ásgeirsson deildar- stjóri hefur i nokkur undanfarin ár haft i hyggju að stofna til slíkra samtaka, þar sem i nágra'nna- löndunum þykja slik samtök sjálfsögö. Höröur haföi þess vegna forgöngu um aö stofna slik samtök s.I. mánudag. Stofnfundur var auglýstur nokkrum sinnum i blöðum og út- varpi og reiknuðu þeir, sem undirbjuggu fundinn meö Herði, að fá á milli 30 og 60 manns á fundinn og þóttust þó vera nokkuð bjartsýnir. Þegar svo fundurinn skyldi hefjast voru mættir um 300 manns, og fengu ekki allir sæti, sem vildu. Þetta sýnir þá gifur- legu nauðsyn, sem er á slfkum félagsskap, og hvað þeir sjúkling- ar, sem bera exemsjúkdóma, eru i mikilli þörf fyrir hjálp. A fundinum höfðu nokkrir af viðstöddum framsögu um exem- sjúkdóma, bæði þeir, sem hafa sjúkdóminn, og þeir sem þekkja til hans frá ættingjum sinum eða vinum og öðrum skyldmennum. Þá var borin upp tillaga hvort ekki væri æskilegt að stofna sam- tök exemsjúklinga, og var það einróma samþykkt á fundinum. Megintakmark samtaka exem- sjúklinga mun veröa það, að halda uppi fræöslu fyrir exem- sjúklinga, þ.e. kynna allar nýj- ungar á sviði exemlækninga. Einnig munu samtökin beita sér um sjá um matseld fyrir hópinn. Þátttökugjald eí 2500, kr. fyrir tslendinga en erlendu gestirnir þurfa aö greiða ferðir sinar sjálfir en fá fritt uppihald hér. SIK hefur fengið styrk frá rikínu og samtökum barnai og fram- haldsskólakennara til aö standa undir kostnaði við mótiö. — S.dór Frá stofnfundi samtaka exemsjúklinga. fyrir þvi, að exemsjúkir beri minni kostnað af lækningu sjúk- dómsins, en margir exemsjúkl- ingar þurfa aö bera stórar fjár- hagsbyrðar vegna fjárútláta fyrir meööl til lækningar exemi. Félagið mun einnig beita sér fyrir þvi, aö bætt verði læknisaö- staða fyrir exemsjúka á Islandi, en það hefur komið i ljós, aö sjötta deild Landsspitalans er þegar orðin alltof litil, svo aö margir exemsjúkir, sem þurfa á læknisaðstoð og legu þar að halda, þurfa að biða i langan tima eftir plássi. Hvatt var til þess á fundinum, að ekki eingöngu þeir, sem bæru þennan sjúkdóm, væru i félaginu, heldur allir þeir sem ættu ætt- ingja eða vini með þennan sjúk- dójm, svo og allir velunnarar exemsjúkra og þeir, sem styrkja vildu þennan góöa félagsskap. t undirbúningsstjórn félagsins voru kosnir: Hörður Asgeirsson deildarstjóri, Jónas Guðmunds- son framkvæmdastjóri AA-sam- takanna og Asgeir Gunnarsson forstjóri. Stjórninni mun verða til aðstoðar Þórður Magnússon for- maður Sjúkrasamlags Kópavogs. Nixon sigur- stranglegur Washington 30/8 Niðurstöður skoöanakönnunar, sem birtar voru i Bandarikjunum i dag, sýna að hvorki meira né minna en 64% Bandarikjamanna taka Nixon fram yfir McGovern, sém fram- bjóðanda til forsetaembættisins. Ahangendur McGoverns telja um 30% þjóðarinnar, en 6% hafa enn ekki tekið afstöðu til frambjóð- endanna.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.