Þjóðviljinn - 01.10.1972, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 1. október 1972.
Eðvarð Sigurðsson um:
Komandi
Alþýðusambandsþing
Þróun kaupgjaldsmála
síðustu 4 ár
Næstu áfanga í baráttu
verkalýðshreyfingarinnar
Verkalýðssamtökin og
efnahagsvanda þjóðarbúsins
Ríkisvaldið og sjálfstæði
verkalýðshreyfingarinnar
Þátt almennra félagsmanna í
starfi verklýðsfélaganna
Unga fólkið og framtíð
verkalýðshreyfingarinnar
Minnisstæðasta
Alþýðusambandsþing
Arangur liðinna ára og það,
sem ekki tókst
V
J L
Kaupmáttur launa er ni
meiri en hann hefur áði
Eðvarö Sigurðsson, al-
þingismaður, er formaður
Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar og Verka-
mannasambandsi islands.
Hann á einnig sæti i mið-
stjórn Alþýðusambandsins.
Nú er framundan 32. þing
Alþýðusambandsins, en
það verður haldið í Reykja-
vík, dagana 20. — 24.
nóvember, og lýkur kjöri
fulltrúa til þingsins þann
15. október.
Til 1968 voru Alþýðusam-
bandsþing haldin annað
hvert ár, en nú á fjögurra
ára fresti.
Það er jafnan mikill at-
burður, þegar fulltrúar
36.000 félagsmanna í
verkalýðsfélögum koma
saman til allsherjarþings,
og í tilefni þingsins ræddi
Þjóðviljinn við Eðvarð um
málefni verkalýðshreyf-
ingarinnar.
Hver verða helztu mál þings-
ins?
Þetta er fyrsta þing Alþýðu-
sambandsins siðan lögum þess
var breytt, svo að 4 ár eru nú liðin
frá siðasta þingi. Þetta þing
verðu reynt að miða við þær að-
stæður, að kjörtimabilið fram-
undan er nú lengra en áður var,
en sliku varð litt við komið við
undirbúning þingsins 1968, þegar
skipulagsbreytingin var gerð.
Við undirbúning þessa þings er
reynt af hálfu miðstjórnar
Alþýðusambandsins að stefna að
þvi, að þingið geti markað höfuð-
stefnu sambandsins bæði skýrar i
einstökum málum og til lengri
tima en áður hefur verið gert.
A ársfundi sambandsstjórnar
Alþýðusambandsins (50 manna
stofnun) er haldinn var i desem-
ber s.l. voru skipaðar nefndir til
að undirbúa einstaka málaflokka
og þeim ætlað að koma drögum
að ályktunum út til sambandsfé -
laganna fyrir þing. Af mála-
flokkum má helzt nefna: Kjara-
og atvinnumálin — Vinnuvernd
og tryggingamál — Fræðslustarf-
semi samtakanna — Fjármál
Alþýðusambandsins.
Auk fastra liða og innri mála
reikna ég með að þetta verði
höfuðmál þingsins.
Undirbúningur málaflokkanna
hefur gengið misjafnlega. Vetur-
inn fór að mestu i að ljúka samn-
ingum félaganna, og sumar-
mánuðirnir vilja verða ódrjúgir
til fundarhalda. En stefnt er að
þvi, að nú og framvegis verði mál
undirbúin til sambandsþings með
meiri fyrirvara en áður var, svo
að þau geti verið til umræðu i fé -
lögunum áður en til þings kemur.
Verkafólk og
vinnustaður
I kjara- og atvinnumálunum
getur af þingsins hálfu aðeins
orðið um að ræða stefnumörkun,
hvaö útlinur snertir fyrir næsta
timabil, en á 4 árum hljóta þau
mál að snúa við okkur með ýms-
um hætti og fjarri þvi að verka-
lýðsfélögin ráði þar ein atburða-
rásinni. Þetta hefur i för með sér,
að milli þinga verður oft að
ráðslaga um þessi efni.
Varðandi vinnuvernd — vinnu-
staðinn — þá eru sifellt að opnast
betur augu manna fyrir því, að
leggja verður mikla áherzlu á og
mikla vinnu i að bæta mjög um
allan aðbúnaö á vinnustöðum.
Það er staðreynd, aö fólk dvelur á
vinnustað stóran hluta sinnar
ævi, og má segja, að þessi þáttur
sé sá hluti umhverfisvandamál-
anna, sem verkalýðshreyfingin
verður nú hvaö helzt að beita sér
að. Skyld þessu er einnig nýting
fristunda verkafólks, en i þeim
efnum hefur verkalýðshreyfingin
gert allmyndarlegt átak á siðustu
árum, hvaö snertir byggingu
orlofsheimila, en þar þurfum við
þó að gera mun betur.
Hvað um framgang málefna
verkalýðshreyfingarinnar frá
siðasta Alþýðusambandsþingi?
A þessu timabili hafa kjara-
málin verið yfirgnæfandi þáttur i
starfi verkalýðshreyfingarinnar,
og ég þori að fullyrða, að hér
hefur orðið á þessum 4 árum ein
allra mesta breyting, sem við
þekkjum.
Vörn snúið
í sókn
Litum á árslok 1968 — mikið
atvinnuleysi, stórfelld kjara-
skerðing i kjölfar gengisfellinga,
óáran, verðfall og aflabrestur.
Strax á fyrsta ári eftir þingið,
þ.e. 1969, tókst okkur að rétta
nokkuð við kaupmáttinn og i
samningunum, sem gerðir voru
það ár, sömdum við um lifeyris-
sjóðina, sem er tvimælalaust eitt
stærsta málið, sem við höfum
samið um, þegar undan eru skilin
hin beinu kaupgjaldsmál. Ef rétt
verður á haldið, eiga þessir sjóðir
eftir að verða ein mesta iyftistöng
fyrir verkalýðsfélögin og félags-
menn þeirra.
1 mailok 1970 hófust svo almenn
verkföll, sem stóðu um það bil
þrjár vikur, og lauk þeim með
samningunum 19. júni. 1 þessum
samningum tókst okkur að fá
fram 15% almenna kauphækkun,
og má segja að þá hafi tekizt að
vinna upp kjaraskerðinguna, sem
orðin var siðan 1967. Einnig var
samið um fulla visitölugreiðslu á
kaupið að nýju.
Segja má, að á árinu 1970 hafi
almenna atvinnuleysið verið að
mestu úr sögunni, en verkalýðs-
hreyfingin átti mjög drjúgan þátt
i lausn þeirra vandamála, með
þvi að knýja fram skipan
atvinnumálanefndanna og veru-
legar fjárveitingar til að koma at-
vinnulifinu á réttan kjöl að nýju.
Rétt er einnig að hafa i huga, að
á árinu 1970 hafði aðstaða at-
vinnuveganna út á við batnað
mjög vegna stóraukins afla og
hækkaðs verðlags
Siðustu almennir kjarasamn-
ingar voru svo gerðir i árslok 1971
og á þessu ári. Með þeim samn-
ingum má segja, að ný sókn sé
hafin til betri kjara, hærri kaup-
máttar. Arin á undan hafði
verkalýðshreyfingin verið i
stöðugri vörn til að hamla á móti
endurtekinni kjaraskerðingu.
Einir albeztu
samningar
Þessir siðustu kjarasamningar
voru gerðir i allt öðru pólitisku
andrúmslofti, þar sem hin nýja
rikisstjórn var nú komin til valda
og afstaða hennar til verkalýðs-
hreyfingarinnar allt önnur en við
höfðum átt við að búa á timum
viðreisnarinnar. Þessi aðstaða
gerði það að verkum, að okkur
tókst nú að ná góðum kjarasamn-
ingum án verkfallsbaráttu.
Höfuðatriði samninganna voru:
veruleg kauphækkun i áföngum,
stytting vinnuvikunnar i 40
klukkustundir og lengt orlof.
Samningarnir voru gerðir til
tveggja ára, sem áður var óþekkt
hér.
Að minu mati eru þetta einir al-
beztu samningar, sem verkalýðs-
félögin hafa gert, og ekki er neinn
efi á þvi, að kaupmáttur launanna
er nú meiri en hann hefur áður
verið.
Eitt það ánægjulegasta i þess-
um samningum var það, að með
samstilltu átaki verkalýðs-
hreyfingarinnar allrar tókst að
lyfta hinum lægst launuðu meira
en öðrum. Vonandi getur orðið
framhald á þvi, þannig að lægstu
launin hækki enn verulega.
Hver verða helztu baráttumál
verkalýðshreyfingarinnar á
næstu árum auk kaupgjalds-
málanna?
— Vissulega hljóta kjaramálin
eða kaupgjaldsmálin i þrengstu
merkingu, löngum að verða
höfuðviðfangsefni verkalýðs-
félaganna, og mestur timi og
starf trúnaðarmanna fer i að
sinna þeim. En auk þess er að
sjálfsögðu mjög margt annað,
sem fjallað er um, og væri æski-
legt, að okkur tækist að gefa
öðrum málum meira rými i starfi
okkar og að móta stefnu til lengri
tima i þeim efnum.
Ég hef hér áður minnzt á það,
sem snertir aðbúnað á
vinnustöðum — annar stór þáttur,
sem hefur verið mjög vanræktur i
islenzkri verkalýðshreyfingu, eru
fræðslumálin.
Fyrstu skref á
langri leið.
Veruleg breyting hefur þó á
orðið á siðustu 4 árum, þar sem
efnt hefur verið til allmargra
námskeiða á vegum Menningar
- og fræðslusambands alþýðu, og
einnig hefur verið um að ræða
nokkurt fræðslustarf i einstökum
verkalýðsfélögum.
í þessum efnum er þó aðeins
verið að stfga fyrstu skrefin, en
miklu meira þarf að gera.
Fræðslumálin munu koma til
kasta Alþýðusambandsþingsins,
en það er ekki nægjanlegt, að um
þau mál verði aðeins fjallað i
æðstu toppum, heldur riður á, að
virkja verkalýðsfélögin sjálf og
félagsmenn þeirra.
Ég hef ekki trú á að fræðslu-
starf geti komið að verulegum
notum, nema félögin sjálf leggi
þar hönd að verki. Það verður að
koma málum svo fyrir, að vinna
að fræðslustörfum og ýmsu fleiru
i verkalýðsfélögunum drukkni
ekki i dægurmálum hverju sinni.