Þjóðviljinn - 01.10.1972, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.10.1972, Blaðsíða 2
2.S1ÐA — ÞJÓÐyiLJINN Sunnudagur 1. október 1972. HRUN Sál mín er umvafin trylltum tónum takmarkalausum trylltum tónum. Mig langar að hrópa hrópa svo hátt, að heimurinn hrynji í þúsund mola. Til hvers eraðæpa öskra og góla, því hvar eru takmörk illsku __ og naturs. Hvar ertu guð góður og grimmur, hvar liggur þinn vegur með lýsandi Ijós. Veiztu bara að heimurinn sjálfur erekkert nema, sori og grimmd Björk Ben. Misþyrmingar undir banda- riskri yernd Brasiliska herforingjastjórnin beitir pynding- um í œ ríkara mœli, en tilverugrundvöllur hennar er vernd og aðstoð Bandaríkjanna Einhver ýtarlegasta skýrsla sem Amnesty Int- ernational, alþjóðasamtök um sakaruppgjöf, hefur gefið út, fjallar um pynd- ingar í Brasilíu, og er þvi haldið fram og beiting þeirra sé orðin regla þar í landi. Orsakirnar eru rakt- ar til stjórnarfarsins, en í Brasilíu hefur ólýðræðisleg herforingjastjórn verið við völd siðan 1964. Misþyrmingar á handteknu fólki og harðræði við fanga hafi i fyrstu eftir valdatöku herforingj- anna frekar heyrt til undantekn- inga, en hafi siðan sifellt ágerzt, eftir þvi sem ástandið i landinu versnar i réttarfarslegum og póli- tiskum efnum. Amnesty-skýrslan nefnir nö.fn á 1.081 persónu sem hafi verið pynduð og tilgreinir vitnisburð fjölmargra. Þá fylgir listi um 472 pyndingameistara i sérstöku ein- taki sem sent er brasilisku stjórn- inni. Verður hann ekki birtur fyrr en brasilisku stjórninni hefur gef- iztkostur á að bera fram skýring- ar og bæta úr ástandinu. Þá er frá þvi skýrt að þúsundir pólitiskra fanga hafi nú verið að biða réttarhalds i meira en þrjú ár. A grundvelli yfirlýsinga frá sjónarvottum, lögfræðingum, blaðamönnum, prestum og föng- um, er skýrt frá þvi hvernig fólk hefur verið lamið, gefið raflost, einkum i kynfæri, fært á aftöku- pall i tilraunaskyni og kvalið með enn öðrum hætti. Konu er nauðg- að frammi fyrir manni sinum, börn pynduð i augsýn foreldra, og vitni verjenda látin sæta harð- ræðum. Slikar aðferðir geru nú orðnar daglegt brauð i svo aö segja öllum fangelsum landsins, þrátt fyrir það, að kyrrð er i landinu og engin vopnuð barátta i gangi gegn stjórnvöldum. Ein aðal pyndinga- miöstöðin er Cenimar, upplýs- ingaskrifstofa flotans i Rio de Janeiro. I skýrslunni er gerö sú athugas, að „Brasilia telji sig fylgiriki Frh. á bls. 15 Borgarbíll frá Mazda Þessi laglegi smábill er smiðaður hjá Mazda verk- smiðjunum i Japan og er eink- um hugsaður til heimabrúks þar sem umferðarvandamálin eru geigvænleg og þörf fyrir litla og lipra bila. Billinn er um 3 metra langur, 1.3 m á breidd og hefur 2 strokka vatnskældan mótor, 359 ccm. Erlendir kaupmenn hafa sýnt þessum bil mikinn áhuga m.a. Danir en þeir vilja hafa i honum 1000 ccm mótor. Blóðbaðið í umferðinni 30% ibúa Danmerkur munu einhverntima á ævinni verða fyrir smávægilegu eða stór- vægiiegu slysi af völdum um- ferðar og 1.5% mun láta lifið. Þetta kemur fram i grein sem birtist nýlega i dönsku timariti og er áætlunin byggð á skýrsl- um lögreglunnar. Varðandi dauðsföil i um- ferðinni stendur Danmörk ver að vigi en Sviþjóð, sem stafar af þvi að Sviar hafa sérstakt eftirlit með bilum sem eru 2ja ára og eldri og þeir hafa einnig sérstakt umferðaröryggis- ráðuneyti. Sviar verja tiltölu- lega miklu meira fé til varnar- ráðstafana i umferðinni en Danir. Hvergi er hættulegra að ferðast en á vegum Danmerk- ur segir i greininni. A hverju ári koma um 50 þúsund manns undir læknishendur vegna umferðarslysa og um 1200 manns láta lifið. Jæja, þetta er þá siðasti möguleikinn fyrir þig að standast prófið. 11111 Síiííiíi: Swedish Polar Water Fyrir norkkum árum hefði fólk skellt upp úr ef einhver hefði látið sér detta i hug að selja venjulegt vatn. En nú er svo komið i löndum Mið- og Suður-Evrópu, að þar fæst varla ómengað drykkjarvatn. Sviar eru meðal þeirra sem ætla að gera góðan bissness i sölu á vatni, og þar hefur verið stofnað fyrirtæki er nefnist Swedish Polar Water sem hef- ur reist áfyllingarverksmiðju nyrst i Sviþjóð. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að selja yfir milljón litra af vatni i pappa- öskjum, þyrstum meginlands- búum. Lasergeisli í göngustöfum fyrir blinda Sænskt fyrirtæki hefur framleitt nýja gerð af göngu- stöfum fyrir blint fólk. 1 . stafnum en komið fyrir Lasergeislatæki, sem „sér” allar hindranir sem kunna að vera i vegi hins blinda manns. Þegar hindrun er framundan sendir tækið frá sér boð og um leið koma varnaðarhljóð. Hvað hét nú afturkonan min ? JVej, vi elsker” Nú syngja þeir i Noregi nej, vi elsker dette landet Á austurþýzkum skíðum í Grœnlandi Það er mun meira af austur- þýzkum varningi i dönskum verzlunum en almenningur gerir sér grein fyrir, segir i dönsku fjármálabl. Og það er ekki vist að Bandarikjamenn i herstöðinni i Thule geri sér grein fyrir, að þegar þeir kaupa skiði innflutt frá Dan- mörku þá eru þeir um leið að styrkja kommúnistana i A- Þýzkalandi i sessi. Og svo elskan min óska ég þér árangursrikrar krossferðar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.