Þjóðviljinn - 01.10.1972, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.10.1972, Blaðsíða 16
vowium Sunnudagur 1. október 1972. Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknaféiags Reykjavikur, slmi 18888. Nætur- og helgidagavarzla vikuna 30. sept. til 6. okt. er i ingólfs Apóteki og Laugarnesapóteki. A sunnu- dag er varzla aöeins i Ingólfs 4póteki. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Simi 81212. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Aðild Danmerkur að EBE — Undirbúningur þjóðaratkvœða- greiðslunnar kominn á lokastig Einfaldur meirihluti NEI-manna nægir til að hafna aðild, þó þannig að atkvæði þeirra séu minnst 30% af fjölda kjósenda á kjörskrá. Kosningaaldur hefst við 20 ár. Búizt er við að NEI-menn upp- skeri aldrei minna en 40% at- kvæða — ef þeir fá þá ekki meiri- hluta — en i þinginu voru aðeins 34 þingmenn andvigir inngöngu i EBE við atkvæðagreiðslu 8. september sl. 141 þingmaður greiddi þá atkvæði með aðild. Atfylgi minnst 150 þingmanna þarf til að samþykkja — án þjóðaratkvæðagreiðslu — lög sem fela i sér fullveldisskerðingu. bað er þvi ljóst að andstaðan meðal þjóðarinnar er mörgum sinnum meiri en meðal hinna þjóðkjörnu fulltrúa á þinginu. Danska blaðið Politiken birti i dag niðurstöður skoðanakönnun- ar, sem blaðið hafði gert með simhringinum. Samkvæmt henni áttu 55% kjósenda að fylgja aðild, en 38% að vera henni andvigir. Norska fre'ttastofan NTB bendir á, að siikar kannanir muni vera gerðar i miklum flýti og geti vart talizt áreiðanlegar. 130 fulltrúar sitja á landsfundi SFV í Reykjavík Landsfundur SFV var settur i fyrrakvöld i ráðstefnusal Hótel Loftleiða og geröi það Hannibal Baldimarsson formaður SFV. Fundinn sitja 130 fulltrúar 15 félaga og 12 héraðsnefnda um allt land. Þar af eru 32 fulltrúar frá Reykjavik, 7 úr Kópavogi og 4 frá Hafnarfirði og Garðahreppi. Af Vestfjörðum sitja fundinn 25 fulltrúar, þar af 12 frá tsafirði og 5 frá Bolunearvik. bá koma 12 fulltrúar frá Akureyri og 4 frá Húsavik. Umhverfisverndarþættir í hljóðvarpinu í vetur KAUPMANNAHÖFN 30/9. — Undirbúningur undir þjóöa ratkvæöa- greiðsluna um aöild Dan- merkur að Efnahags- bandalaginu er nú kominn á síöasta stig. Þetta er tí- unda þjóða ratkvæða- greiðslan í sögu landsins, en sú fyrsta sem sker úr um það, hvort skerða skuli full- veldi þjóðarinnar í eigin málefnum. 1 kvöld verða kappræður milli fulltrúa flokkanna i útvarpi og sjónvarpi, og væntanlegar eru miklar kröfugöngur nú um helg- ina. Úrslit i atkvæðagreiðslunni eru bindandi fyrir framgang málsins. Úr brúökaupsveizlu i likhúsinu. Frá vinstri Bessi Bjarnason, Hákon Waage, Krlingur Gislason, Róbert Arnfinnsson, Edda bórarinsdóttir, Benedikt Arnason, bórhallur Sigurðsson. Túskildingsópera Brechts frum- sýnd í vikunni Nú standa æfingar hvað hæst á Túskildingsóperu Brechts i Þjóðleikhúsinu. Verður óperan frumsýnd i næstu viku. Ljósmyndari Þjóðviljans fylgdist með æfingu i fyrrakvöld, og þá var meðfylgjandi mynd tekin. 48 fórust HÖFÐABORG 30/9 — Mikið járn- brautarslys varð i Suður-Afriku i nótt, þegar farþegalest rann af teinum og stakkst niður i skurð fyrir utan borgina Malmesbury. Að minnstakosti 48 fórust og 150 slösuðust — allir af kyni inn- fæddra Afrikumanna. Ræða um til- lögu Sadats BEIRUT 30/9 - Leiðtogar palestfnsku skæruliðahreyfingar- innar munu fljótlega koma sam- an til fundar og ræða þá tillögu Sadats Egyptalandsforseta að komið verði á fót útlagastjórn Palestinu-Araba. Miklu meiri andstaða hjá þjóð en þingi 0 I umsjá Stefáns Jónssonar dagskrárfulltrúa Það hefur verið ákveðið, að hljóðvarpið flytji i vetur 15 minútna þætti á þriðju- dögum um umhverfisvernd og koma þeir í beinu fram- haldi af þáttum um nátt- úruvernd sem hljóðvarpið flutti i sumar. Stefán Jóns- son, dagskrárfulltrúi, mun hafa umsjón með þessum þáttum en Sigmund Kvaloy dýrafræðingur, sem kennir ökofilosofi við Oslóarhá- skóla, hefur samið nokkur erindi fyrir hljóðvarpið sem flutt verða í þessum þátt- um. Þættirnir byrja annan þriðjudag í október og hef j- ast kl. 19.45. Okofilosofi, sem Sigmund kenn- ir við Oslóarháskóla, þýöa menn hér vistheimspeki, að þvi er Stefán Jónsson sagði okkur i gær. Sigmund Kvaloy hefur einu sinni- komið til Islands. Það var fyrir nokkrum árum að hann fékk styrk til að ljúka doktorsritgerð við Colombiaháskólann i Ameriku. Hann fór vestur til New York til að leita uppi hæfilega i- búð handa konu sinni og börnum i sæmilegu umhverfi. Þetta var i júli þegar heitast var þarna fyrir vestan og honum leið óskaplega illa i menguðu andrúmslofti New York-borgar. Hann fann hvergi húsnæði sem hann vildi hafa konu sina og börn i og honum fannst fólkið vera vont hvert við annað. I staðinn fyrir að undirrita samning um að vera 5 ár við Colombia-haskólann snéri hann til Noregs aftur með Loftleiðavél. Hann kom við á Keflavikurflug- velli. Og um leið og vélin var opn- uð hljóp hann út og i gegnum toll- skoðun og allt húsið, uppá grjót- hól sem þar var úti skammt frá, og þar stóð hann i 3 tima meðan vélin stóð við og andaði i út- synningsgarra. Þar sór hann þess eið aö eyða aldrei framar svo miklu sem sólarhring i stórborg framar. Svofór hann heim til Noregs, staðráðinn i að leggja fyrir sig vistfræði, sem hann og gerði. Sigmund Kvaloy var einn af þeim sem skipulagði aðgerðirnar við Mardalafoss, þegar náttúru- verndarmenn hlekkjuðu sig við bergið til að varna þvi að fossinn yrði eyðilagður. Þar sem þeir sátu þarna hlekkjaðir heyrðu þeir Frh. á bls. 15 Af Austurlandi sitja fundinn 7 fulltrúar, 14 af Suðurlandi og 3 af Suðurnesjum. Fundarstjórar voru kjörnir þrir við upphaf fundar i fyrrakvöld. Teitur Þorleifsson, Herdis Ólafs- dóttir og Ingólfur Þorkelsson og fundarritari Björn Björnsson frá Akureyri. bá flutti Hannibal Valdimars- son, formaður samtakanna ýtar- lega ræðu um stjórnmálaviðhorf- iö. Kom Hannibal viða við, greindi meðal annars frá efndum loforða i stjórnarsáttmálanum, sem heyrðu undir ráðuneyti hans, stöðu þjóðarbúsins og um sam- einingarmálið. I gærmorgun hófst landsfund- urinn um kl. 9 og fóru þá fram umræður um drög að stjórnmála- ályktun og tillögu um samein- ingarmál, lagabreytingar, blaða- útgáfu reikninga SFV og kosning nefnda. Landsfundinum á að ljúka i kvöld og þá afgreidd álit nefnda. Asgeir Hjartarson hœttir að skrifa um leiklist í blaðið Ásgeir Hjartarson lætur nú af störfum sem leikdómari Þjóðviljans. Skrifa hans um leikhúsmál munu vafalaust margir sakna. Hann hefur i 24 ár og liðlega það skrifað alla leikdóma i Þjóðviljann og hef- ur á þessum árum alið upp góðan hóp leikhúsmanna — og lesenda Þjóðviljans. Fullyrða má að Þjóðviljinn hefur eig- nazt fjöldan allan af tryggum og ágætum lesendum með skrifum Ásgeirs Hjartarsonar um leikhús og leikrit. Asgeir skrifaði um leikrit i bjóðviljann 19. mai 1948. Við- fangsefnið i það skiptið var Rosmersholm, eftir Ibsen, sem norska þjóöleikhúsiö sýndi. Æ siðan hefur Asgeir skrifað um leikhúsi Þjóðvilj- ann. A þessum langa tima hef- ur margt breytzt og þá ekki sizt I leikhúslifi borgarinnar. Það hefur þanizt út — ,,á breiddina en ekki eins á hæð- ina” eins og Ásgeir hefur orð- að það sjálfur. Þeir menn eru margir sem af hugsjónaástæðum hafa lagt Þjóðviljanum lið á umliðnum árum og áratugum. Einn þeirra er Asgeir Hjartarson, sem aldrei hefur spurt að verklaunum fyrir leikdóma sina. Aðalatriðið hefurverið lifsnautn leikhússins. Asgeir hefur starfað við Landsbókasafnið siðan 1946. Það hefur veriö hans aðalstarf og verður enn. Siðustu árin hefur hann átt við lasleika að striða. Af þeirri ástæðu kýs hann nú að leggja niður skrif um leikrit og leik- hús. Þjóðviljinn veit að honum verður aldrei fullþakkað, en heillaóskir blaðsins og tryggra lesenda Asgeirs fylgja honum. Stjórnmálasam- band á næstunni BONN 30/9 — Vestur-Þýzka- land og Kina luku samningavið- ræðum á föstudaginn sem miðuðu að þvi að rikin taki upp stjórn- málasamband á næstunni. 4 létust - 25 særðust BELFAST 30/9 — Fjórir menn létust og 25 særðust I óeirðum i Norður-lrlandi á föstudaginn. Búizt er við áframhaldandi ókyrrð fyrir helgina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.