Þjóðviljinn - 01.10.1972, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.10.1972, Blaðsíða 9
Sunnudagur 1. októbcr 1972. ÞJÓÐVIL.IINN — SÍÐA 9 „Venjulegt” bárujárnshús. Einföld er falleg hlutföll. Þetta hús er reyndar ekki dæmigert islenzkt bárujárnshús, en því verð- ur ekki neitað, að það er mjög fallegt. heildarsýn yfir lifheim sjávarins, fræðzt um ákveðna þætti i þessum lifheimi eða bara dáðst að fegúrð eöa einkennilegu útliti ákveðinna fisktegunda. í upphafi hringferðarinnar er reynt að sýna hafið sem heild með likönum, kvikmyndum og öðru þess háttar. Gagnverkandi áhrif strauma og veðurs eru skýrð, og á ýmislegan hátt reynt að veita upplýsingar um hafið sem stærsta hluta yfirborðs jarðar. Þegar lengra er haldið, eru tempruðu beltin tekin sérstaklega fyrir. Þetta helgast af staðsetn- ingu safnsins i Skotlandi, en einn- ig af þvi, að i tempruðu beltunum er fiskmergðin mest, þó að teg- undafjöldinn sé meiri i hitabelt- inu. Tegundirnar i tempraða belt- inu eru lika helztu nytjafiskarnir. Næst eru Norðursjónum gerð skil. Gefnar eru upplýsingar um liffræði, haffræði og jarðfræði Norðursjávarins. t Norðursjón- um kristallast nú þau umhverfis- vandamál, sem eru sérstaklega tengd sambýli manns og sjávar, og liklega skiptir það höfuðmáli fyrir umhverfisvernd, hvaða af- staða verður nú tekin til mengun- ar, ofveiði og oliuvinnslu i Norðursjó. Vitaskuld er safninu ætlaður staður við sjó, og i fjörunni hugsa ég mér eina deild safnsins. Þar er annars vegar fjörupollur með ómenguðum sjó og lifi i eðlilegu jafnvægi, en hins vegar fjaran eins og hún er nú við Skotlands- strendur, lifverur tiltölulega fáar og allt uppfullt með oliu, plast og annað rusl. t lok hringferðarinnar geri ég ráð fyrir deild, er sýni notkun mannsins á sjónum, siglingar, fiskveiðar og annað. — Telurðu að slíkt safn verði byggt á islandi i náinni framtið? — Það er alveg ljóst, að slikt safn getur aldrei borið sig fjár- hagslega hér á landi. Safnið sem ég teiknaði er lika of stórt i snið- um, leyfilegur áætlaður kostnað- ur var þrjár miljónir sterlings- pund. Þrátt fyrir það ætti að vera unnt að reisa hér einhvers konar hafsafn, og reyndar tel ég bráð- nauðsynlegt, að það sé gert. Slikt safn er óhemju öflugt fræðslu- tæki, og þvi væri ekki óeðlilegt, að bygging þess væri i nánum tengslum við byggingu skóla- húsa. Það er ekki vanzalaust, hve Islendingar vita i rauninni litið um hafið, öll þeirra tilvera bygg- ist þó á þvi. Og mér er spurn: Vita sjómenn nútimans i raun mikið meira um lifið neðansjávar en forfeður þeirra, sem fleyttu sér á trjábolum og renndu fyrir fisk i vogum og vikum? Ég tel, að sú vit- neskja hafi ekki aukizt i réttu hlutfalli við aukna veiðitækni. Dæmi um breytingar á bárujárnshúsum. Að ofan: Breytt notkun. ibúðarhús verður verzlunarhús. Að neðan: Breyttir lifnaðarhættir Ibú- anna. — En hvernig var þetta verkefni tengt bárujárnshúsun- um? — Nú, það var ferðastyrkurinn, sem ég fékk vegna þess, að læri- feðrum minum leizt vel á lausn þessa verkefnis hjá mér, og svo það, að ég vildi gjarnan snúa mér að einhverju, sem er náið okkur tslendingum og jafnvel hvers- dagslegt, eftir að hafa i langan tima verið með hugann bundinn við verkefni, sem að sumu leyti virðist svo fjarlægt tslandi. Þegar ég segi fjarlægt á ég auðvitað ekki við hugmyndina sjálfa, held- ur stærðina og hinn gifurlega háa byggingakostnað. Ég vil enn benda á, hvað hug- myndin að sliku hafsafni, sem sýnir eðlilegt neðansjávarlif og tengsl þess við manninn, er gjör- ólik fiskasýningu. En hvað viðvikur bárujárns- húsunum, vil ég taka það fram, að athugun min er alls ekki nein frumrannsókn á byggingastil. 1 Borgarskjalasafninu liggur óhemju magn upplýsinga um þessi hús. Búið er að skrásetja þau, safna saman ýmsum bygg- ingatæknilegum upplýsingum um þau og athuga listrænt gildi þeirra og núverandi ástand. Þarna á saíninu hggur sem sagt mjög góð greinargerð og lýs- ing á þessum húsum, en þvi mið- ur hafa borgaryfirvöldin ekki nýtt hana til þess að taka afstöðu til þessara gömlu húsa. Hvað á að i viðtalinu ræðir Jóhannes Kjarval meðal annars um gömlu húsin við Tjörnina og i Þingholtunum. Þessi fallega teikning er frá um hverfi Tjarnarinnar. Hana l teiknaði sovézki listamað-A urinn Sverinský, sem/ hélt sýningu i Reykjaviký^ fvrir nokkrum vikum. varðveita og hvað á að fara? Það er ljóst, að þau geta ekki öll staðið um tima og eilifð, sizt i núverandi ástandi, og þvi verða einhver þeirra að vikja. Það er þvi nauð- synlegt, að yfirvöldin taki ákvörðun i þessu máli, og ég fæ ekki betur séð, en nægar upplýs- ingar séu fyrir hendi til að byggja þá ákvörðun á. Ef engin ákvörðun er tekin, er viðbúið að flest hús- anna grotni niður. Það er þá al- gjörlega háð tilviljun, hvað eftir stendur, og þvi ekki gott að segja fyrir um það, hvaða hús það verð- ur, sem þeir dragnast með upp i Árbæ; eins viðbúið, að það verði eitthvert hús, sem hefur mjög takmarkað byggingarsögulegt eða listrænt gildi miðað við mörg hús, sem nú standa. Til að ekki sé um misskilning að ræða, tek ég það fram, að ég er ekki á þeirri skoðun, að flytja eigi öll bárujárnshús i Arbæjarsafnið. Þau hús, sem eru þess virði, eiga að standa þar sem þau eru nú. — Þú talaðir um það áðan, Jó- lianncs, að by ggingastill bárujárnshúsanna væri nokkuð sérstæður. — Já, eins og ég sagði áðan, er bárujárn ekki algengt byggingar- efni erlendis; þó er eitthvað af bárujárnshúsum á vesturströnd Noregs og i Færeyjum. Upphaflega kemur bárujárnið hingað um 1880 og er þá notað sem þakklæðning, en skömmu siðar er farið að nota það sem vatnsklæðningu á veggi. Báru- járnshúsin eru þá byggingar- fræðilega eins og timburhúsin. En smám saman breytist ýmislegt i hönnun húsanna og miðast þá viö þetta nýja byggingarefni. Þetta á sérstaklega við um frágang á hornum, gluggum og þakskeggi. Húsin fá á sig sérstæðan blæ, sem er yfirleitt einstaklega vinalegur og skemmtilegur. Þróunin i bygg- ingu húsanna virðist þvi fara eftir sjálfsta^ðum brautum hér á landi, og þvi má segja að þau séu alveg einstæðar byggingarsögulegar heimildir fyrir Islendinga. Bárujárnshúsin urðu brátt rikj- andi i nýbyggingum og voru það allt til þess tima, er stei'risteypa verður algeng. Hér i Reykjavik eru enn til húsaþyrpingar og jafn- vel heilar götur, er sýna vel bygg- ingastilinn á þessum árum. Reyndar veita þessi hús ekki aðeins byggingarfræðilegar upp- lýsingar. Úr þeim má einnig lesa nokkuð um þjóðfélagsgerð þessa tima. Litum bara á Tjarnargöt- una og svo aftur Þingholtin. Hús- in i Tjarnargötunni voru reist af miklum efnum, þar bjuggu emb- ættismenn og stórlaxar. Húsin eru mörg hver feykistór, og viða er mikið lagt i skraut. 1 Þingholt- unum voru aftur á móti flest hús- anna byggð af vanefnum. Þau eru smá, standa þétt og skreytingum er öllum i hóf stiilt. Þarna bjuggu þeir, sem ekki gátu notið lifsins gæða á sama hátt og þeir, er drógu að sér bezta bitann i kök- unni. Þetta er i rauninni mjög sam- bærilegt við annars vegar Arnar- nesið og hins vegar Breiðholt, ef maður tekur dæmi af nýbygging- um i dag. — Einhverjum breytingum hafa bárujárnshúsin tekið á þessu timabili, eða hvað? Jú, það má sjá ákveðnar breytingar, t.d. hærri kjallara og lægri þök. Þetta er mjög áberandi á sumum húsum. Menn hafa byggt vel manngenga kjallara úr steini, þar sem var miklu hærra til lofts en i kjöllurum elztu hús- anna. Ofan á þessa kjallara hafa menn siðan reist hús og haft þau i sömu hlutföllum og gömlu timburhúsin. Heildarútlitið verð- ur allhjákátlegt og stingur i aug- un. Hlutföllin i byggingunni skemmast, þegar það stendur á svona háum kjallara. Nú, sum hús hafa mjög skemmtileg heildarhlutföll, þrátt fyrir háan kjallara. Annað er það, að oft hafa menn lækkað risið, eða öllu heldur hækkað veggina. Auðvitað er þetta gert til að fá aukið pláss á loftinu. — llvað geturðu sagt um listrænt gildi húsanna? — Listrænt gildi er alltaf teygjanlegt hugtak; þó held ég, að flestir geti sætzt á ákveðin atriði i þvi sambandi. I fyrsta lagi vil ég benda á muninn, sem er á bárujárnsklæddum fleti og renni- sléttum máluðum steinsteypu- fleti. Bárujárnið brýtur ljósið og skapar þannig ákveðna hrynj- andi. Þetta mýkir allar linur hússins. Stórir óbrotnir fletir orka fráhrindandi á menn, það er eins og þeir geri manneskjuna svo smáa og litilfjörlega miðað við bygginguna, en þá er illa farið, þvi að húsin eru jú byggð sem mannabústaðir. Hlutföllin i þessum gömlu hús- um eru oft mjög skemmtileg. Það er dálitið einkenniiegt að hugsa til, þess, að þessi hús eru algjörlega hönnuð af islenzkum handverks- mönnum, sem oftast nær voru mjög litið menntaðir i þeim skiln- ingi, sem við leggjum i orðið menntun nú á timum langskóla- náms. Þessir menn hafa haft svo rika tilfinningu fyrir þeim efni- viði, er þeir unnu úr, að sjálfkrafa skapast i höndum þeirra listræn hlutföll og fallegt samspil ljóss og skugga. Nú leggja menn stund á margra ára nám til að ná leikni i svona listrænni sköpun. — Hvcrnig heldur þú að standi á áhugaleysi opinberra aðila á þcssuin húsum? — Það eru ekki aðeins opinber- ir aðilar, sem eru skeytingarlaus- ir i umgengni við þessar bygg- ingasögulegu minjar. Blinda almennings á fegurð umhverfis- ins er stór þáttur i þessu skeyt- ingarleysi. Menn ganga fram hjá þessum húsum dag eftir dag án þess að veita þeim nokkra sér- staka athygli. Hrökkva svo kannski upp við það, að búið er að setja upp verzlun i húsinu, breyta þvi og þar með afskræma það og kæfa alla fegurð, er bjó i þvi. Þá fyrst skynja þeir, hve mikil hlýja var áður i byggingunni. Nú svo er annað, og það er miklu stærra mál og erfiðara að henda reiður á þvi. Við lifum á timum sérhæfingar og rafmagns- Frh. á bls. 15 íss: íííí: "5 M

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.