Þjóðviljinn - 01.10.1972, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 01.10.1972, Blaðsíða 15
Sunnudagur 1. október 1972. feJÓÐVILJINN — SÍÐA Kj. Viðtal við Jóhannes Framhald af bls. 9. reikna. Allt er unnt að mæla og reikna. Ollu er unnt að breyta i tölfræðilegar upplýsingar, sem tölvurnar eru mataðar áj þær melta tölurnar og veita siðan upplýsingar um meöaltöl, . markgildi og guð má vita hvað. betta er svo sem gott og blessað, en ég held, að mannlifið sé, sem betur fer, ekki svo einfalt, að all- ar upplýsingar um það verði skráðar á gataspjöld. En yfirvöld samfélagsins viröast þvi miður oftast ganga út frá þvi sem gefnu, að það, sem ekki er unnt að mæla, sé ekki til. Og hvað verður þá um fyrirbrigði eins og listrænt gildi Mánudagsmyndin Framhald af bls. 1. bóginn elskar hann móður sina, sem er fögur, frjálslynd og lifsglöð, ákaflega heitt. Það er afstaða drengsins til henn- ar, umhverfis sins, bræðra sinna, sem reyna að kúga hann, og kviknandi áhugi hans á sviði kynlifsins, sem Louis Malle — sem er i senn höfund- ur kvikmyndahandrits og leik- stjóri — segir frá i þessari mynd. Sjálfur hefur Malle komizt svo að orði um myndina og efni hennar, að hún ,,fjalli um reglur og eðlileg atriði á sviði siðfræði og stjórnmála, sem drengir hafa áhuga á, þegar þeir eru að vakna til vitundar um umhverfi sitt og fara að gera sér grein fyrir þvi, að ýmis verðmæti, sem þeim er innrætt að virða, eru aðeins tilbúningur og hræsni”. Þessi mynd hefur verið talin djörf i meira lagi, þvi að i henni gerist það, sem nær aldrei sézt á hvita tjaldinu — blóðskömm. Um brot sitt á þeirri bannhelgi, sem rikt hef- ur i kvikmyndum á sliki atviki i mannlegum samskiptum, segirMalle: ,,Ég legg áherzlu á, að móðurástin er að kalla af sama tagi og hin ,,venjulega” ást. Ég tel það mikilvægast i mynd minni, að ég fjalla af hreinskilni um þetta atriði og án hræsni”. En þrátt fyrir þetta er myndin ,,Sorg i hjarta” gamanmynd og sem slik hefur hún fengið mikið lof. Hér er hægt að geta fáeinna ummæla danskra blaða. Aktuelt segir: „Hér sigrar hið heilbrigða og eðlilega alls konar afbakað yfirstéttarsið- gæði”. Ekstra Bladet gaf' myndinni 5stjörnurog sagði: ,,Guðdóm- lega skemmtileg gamanmynd um kynþroskaaldurinn. Hún er i sannleika sagt mjög losta- full og i sannleika ótrúlega skemmtileg”. Loks sagði danska útvarpið i þætti um „kvikmynd vikunn- ar”: „bað er óþarfi að óttast sjónvarpið, þegar slik mynd er i boði”. Myndin verður sýnd næstu mánudaga. SAMVINNU- BANKINN eða tilfinningalegt samband viö umhverfið? Þótt einhverjar ein- staka raddir heyrist um listrænt gildi gamalla bárujárnshúsa eöa nauösyn þess, að maðurinn sé i jákvæðu tilfinningalegu sam- bandi við umhverfi sitt, virðast þær hvorki ná eyrum ráðamanna né almennings. Liklega vegna þess, að ekki er unnt aö mæla magn tilfinninganna. bvi er svo auðvelt að láta allt reka á reiðan- um og ryðja þessum gömlu bygg- ingum bara úr vegi jafnóðum og þörf er á nýjum banka eða bila- stæði. — Eitthvað hafa þessi hús ver- ið athuguð. — Jú. Eins og ég sagði áðan, gerðu Hörður Agústsson og fleiri góðir menn mjög nákvæma at- hugun á gömlum byggingum i Reykjavik og skrifuðu um það mjög ýtarlega greinargerð en hún liggur og rykfellur i Borgar- skjalasafninu. Það eru sem sagt nægar upplýsingar fyrir hendi til þess að taka ákvörðun um heild- arstefnu i varðveizlu gamalla húsa i bænum. En menn humma þetta fram af sér. Yfirvöldin virð- ast hvorki vera með né á móti gömlum húsum; þetta rekur svona stjórnlaust áfram. — Hvað er til ráða? — Ja, ég veit ekki. Ég held þó að eina færa leiðin sé að vekja al- menning til meðvitundar um um- hverfið og þau tilfinningalegu tengsl, sem maðurinn hlýtur óhjákvæmilega að vera i við iverustaði sina. Siðan verður aö fá fólk til að tjá sig um þessi mál án allrar feimni, en á þvi held ég að hafi verið mikill misbrestur. Ég held að margir séu hræddir við að opna munninn vegna ótta um, að þeir séu að tala um eitt- hvað, sem þeim kemur ekki við. Nú eru til sérfræðingar á öllum mögulegum sviðum, hver hugsar um sitt, og hinn almenni borgari er smám saman farinn að trúa þvi, að ekki sé rétt að hætta sér út i umræður um mál, sem eiga heima i höndum sérfræðinga. Mál eins og samband við um- hverfið og listrænt gildi húsa, mái sem snerta hvern einasta mann og hver einasti maður hlýtur i rauninni að hafa einhverja skoð- un á, geta lika horfið af daglegum umræðuvettvangi, vegna þess að á þvi sviði eru einnig til sér- menntaðir menn. Hinir ýmsu sérfræðingar samfé- lagsins vinna svo hver á sinu sviði, og oft virðist sambandið milli sérfræðingahópanna vera harla takmarkað. Eins og ég sagði áðan, þá er þetta mjög stórt og viðamikið mál og snertir miklu fleiri mannlifs- þætti en viðhald og verndun gam- alla húsa. — Jæja viltu segja eitthvaö að lokum, Jóhannes? — Ekki annað en þaö, að þrátt fyrir allt held ég, að almenningur sé að glæða hjá sér skilning á nauðsyn þess, að umhverfi mannsins sé ekki i æpandi mót- sögn við fegurðarsmekk hans. Til dæmis lfzt mér mjög vel á, hvað allt yfirbragð nýju ibúðarhverf- anna er miklu skemmtilegra nú eftir að menn fóru að mála húsin með liflegum litum, heldur en þegar þessi hverfi virtust vera endalaus breiða eggsléttra hvitra og grárra flata. — ó.P. Pyntingar Framhald af bls. 2. Bandarikjanna i forréttindaað- stöðu” með tilliti til hinnar miklu aðstoðar sem herforingjastjórnin fær til hers sins og lögreglu. Þvi er bætt við, að pyndingamiðstöðin Cenimar er til húsa i 6.hæð fluta- málaráðuneytisins, en i næstu herbergjum er flotamálasendi- nefnd Bandarikjanna með aðset- ur. Danmörk Framhald af bls. 1. með „sanngjörnum kjörum” (reasonable terms) ef þeir höfn- uðu aðild. En mikill meirihluti dansks útflutnings fer til EBE- landanna og Bretlands, svo að þessi yfirlýsing Mansholts • er býsna alvarlegs eðlis. Þá er óhætt að segja að úrslit- anna héðan sé beðið með mikilli óþreyju i Bretlandi, þvi að danskt NEI getur haft þar mikil áhrif. Margir Verkamannaflokksmenn telja að rikisstjórn thaldsflokks- ins geti ekki annað en visað aðild- arumsókninni aftur til umræðu i neðri deild þingsins, ef svo fer að Danir segi NEI. Málið hafi hingað til verið reifað þannig að öll þau 4 riki sem sóttu um inngöngu i EBE, verði þangað samferða. Verði tvö þeirra fyrir utan, séu forsendurnar fyrir aðild Bret- lands allt aðrar orðnar. Telja sumir jafnvel, að i þvi falli mundi stjórnin ekki eiga þingmeirihluta fyrir ákvörðun sinni um aðild. Það kann að reynast örlagarikt að Norðmenn greiddu atkvæði á undan Dönum og á þann hátt sem þeir gerðu. Alltaf varljóstað andstaðan við Efnahagsbanda- lagið var magnaðri i Noregi en Danmörku, og það kann þvi að þykja undarlegt að dönsku at- kvæðagreiðslunni skyldi valinn þessi timi. Það þvi fremur sem það var aldrei ætlun Krags eða annarra fylgismanna aðildar i Danmörku að láta niðurstöður Norðmanna hafa áhrif á sig. Krag var við þvi búinn að Danmörk færi ein Norðurlanda inn i EBE En danski forsætisráðherrann tók ekki þessa ákvörðun um tima- setningu þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar af frjálsum vilja. Upphaf- lega átti hún að fara fram i júni sl., en henni var festað þangað til i haust. Sósialdemókratar sitja nú i minnihlutastjórn i Danmörku en njóta stuönings SF-flokksins. Það var eitt siðasta verk Aksels Lar- sens, aðeins fáum vikum áður en hann lézt, að fá þvi framgengt við Jens Otto Krag, að fresta þjóðar- atkvæðagreiðslunni i Danmörku þangaö til Norðmenn væru búnir að ganga að kjörborðinu. Upphaflega var ætlun ráða- manna i Danmörku og Noregi að löndin styddu hvort annað til inn- göngu i Efnahagsbandalagið, en þetta fór á annan veg, og nú magnast andstöðuhreyfingin i Danmörku af sigri NEI-manna i Noregi. Það kann þvi svo að fara að þetta siðasta verk Aksels Larsens verði þungt á metum hvað snertir endanlega útkomu málsins i Dan- mörku. Og ef það verður til þess að Danir segi NEI við Efnahags- bandalaginu, þá er það glæsilegur endapunktur á ævistarfi þessa merka stjórnmálamanns. íþróttafélagið Gerpla, Kópavogi Vetrarstarfið hefst 2. október. Leikfimi: Rythmik — slökun — þj^ar, stúlkna- og frúa-flokkar. Áhaldaleikfimi barna: piltar og stúlkur. Kennarar Margrét Bjarnadóttir og Friðbjörn Örn Steingrimsson. Innritun i sima 41662 og 40251. Borðtennis: Byrjenda- og framhaldsflokkar. Þjálfari Olav Forberg. Badminton: Æfingar þriðjudaga og sunnudaga. Upplýsingar i sima 81423 og 42467. Eðvarð Sigurðsson Framhald af 5. siðu. ig okkar afsakanir, en unga fólkiö á hverjum tima er það sem við á að taka, og það er mikill ábyrgð- arhluti, ef verkalýðshreyfingin hefur ekki búið þaö undir þau skyldustörf, sem óhjákvæmilega liggja fyrir þvi. Hér eru fræðslumálin i viðri merkingu meginvettvangur til að skóla nýja krafta til starfa i verkalýðsfélögunum og vekja á- huga ungu kynslóðarinnar. En framtiö verkalýðshreyfingarinn- ar er undir þvi komin, að nýir kraftar séu ávallt fyrir hendi, til að halda á lofti hugsjón verka- lýðshreyfingarinnar. Hvenær sazt þú fyrst Alþýðu- sambandsþing, og hvaða þing er þér minnisstæðast? — Ég sat fyrst Alþýðusam- bandsþing 1942, og það þing var að þvi leyti merkilegt, að það var fyrsta þingið eftir skipulags- breytingu Alþýðusambandsins 1940, þegar tengsl þess við Al- þýðuflokkinn voru rofin, og allir félagar i verkalýðsfélögunum gátu i fyrsta sinn orðiö fulltrúar á þingi án tillits til stjórnmálaskoð- ana. Þetta var mikið viðburðaár, en þingið sjálft var i raun og veru meira afleiöing verka, sem áður var búið að vinna i verkalýös- hreyfingunni, heldur en hitt, að það sem slikt hefði frumkvæði að mótun nýrrar stefnu. En á þessu þingi var kosin ný forysta, þar sem róttækra afla gætti verulega. Söguleg bónorðsferð En ef ég ætti að nefna það Al- þýðusambandsþing, sem mér er minnisstæöast, þá er það þingið 1958, þegar sjálfur forsætisráð- herrann kom i bónorðsferð til verkalýðshreyfingarinnar i þeim tilgangi að fá hana til að fallast á kauphækkun. Þaö tókst ekki að fá samþykki verkalýðshreyfingarinnar til sliks, og var það siðan notað sem átylla til stjórnarslita. Þetta mun vera einn umdeildasti atburður i sögu verkalýðssamtakanna i all- marga áratugi, en ég hef aldrei verið i neinum vafa um, að verka- lýðshreyfingin gerði þá rétt. Við þær aðstæöur varð það að koma fram, að verkalýðshreyf- ingin gat ekki staöið að skerðingu á kjörum verkafólks. I þessu sambandi vil ég vitna til þess, sem ég hef hér áður sagt um af- stöðu verkalýðssamtakanna til rikisstjórna. Hvað telur þú að verkalýðs- hreyfingin hafi bezt gert, slðan þú gekkst þar til starfa, og hvar er árangur lakastur? — Þegar maður litur til baka, er þaö orðinn býsna langur timi, sem ég hef fylgzt með og verið virkur þátttakandi i starfi verka- lýðshreyfingarinnar, eða siðan 1930. Það er erfitt og ógerlegt að meta neinn einn atburð, sem þann er hæst beri, frá þessu timabili, en til að gera langt mál stutt, þá fer ekki milli mála, að á þessum 42 árum hefur orðið alger bylting á lifskjörum verkafólks, og að minu mati hefur verkalýðshreyf- ingin bæði á faglegu og pólitisku sviði verið sterkasta framvindu- aflið. Að byggja réttlátt þjóðfélag Ég ætla mér ekki þá dul, að fara að lýsa þeim kjörum, sem verkafólk i landinu bjó við um og eftir 1930 eða kjörunum, sem það býr við i dag. Hitt er svo annað mál, hvort þeir draumar, sem við bjuggum yfir á þeim árum hafi rætzt fylli- lega. Við áttum okkar drauma um nýtt tsland, allt annarrar geröar en þá var og lika annarrar gerðar en er i dag. Ég veit ekki, hvort við höfum gert okkur hærri vonir um lifs- kjör, en þau, sem við búum við nú, en þar meö er engan veginn sagt, að verkafólkiö beri meira úr býtum hlutfallslega úr þjóðar- auðnum en það geröi fyrr. Vonir okkar um umbyltingu á stjórnmálasviöinu og um að „byggja réttlátt þjóðfélag” hafa ekki rætzt i þeim mæli, sem viö væntum. Það verkefni er enn fyr- ir hendi og biður úrlausnar, ekki sizt unga fólksins. Þvi aöeins komum við hugsjón- um verkalýöshreyfingarinnar i höfn, að verkalýösstéttin leysi þetta sögulega hlutverk. kj. U mhverf isvemd Framhald af bls. 16. i litlu útvarpstæki i fréttum að Þingeyingar heföu sprengt stiflu við Mývatn. Þaö var sú frétt sem gladdi þá mest, meðan lögreglan var að saga af þeim hlekkina. Upp úr aðgerðunum við Mar- dalaforr reis mjög sterk náttúru- verndarhreyfing og hefur þeim fræöum sem að henni lúta, þ.e. vistfræðinni heldur betur vaxið fiskur um hrygg siöan. Formaður þessarar hreyfingar. Per Gaarder mun að öllum likindum koma hingaö til lands siöar i vet- ur og flytja erindi um umhverfis- vernd i þessum þáttum. Þá er og fyrirhugað að i þessum þáttum verði siöar i vetur umræður um sérislenzk vandamál i um- hverfisvernd. — S.dór FÉLAGSLÍF Laugarneskirkja Messa kl. 2 e.h. Athugiö breyttan messutima. Barna- guðþjónusta kl. 10.30. Séra Garðar Svavarsson Kirkja óháðasafnaðar- ins. Messa kl. 2 (Kirkjudagurinn) Séra Emil Björnsson. Neskirkja. Messa kl. 11. Séra Jón Thorar- ensen Fermingarmessa kl.2. Séra Frank M. Halldórsson. Bústaðakirkja. Barnasamkoma kl. 10.30. Guðþjónusta kl. 2. Afhentar verða gjafir til kirkjunnar Séra óiafur Skúlason. Félagsstarf eldri borg- ara, Langholtsveg 109-111. Mið- vikudaginn 4. okt verður opið hús frá kl. 1.30. e.h. meðal annars hefst þá bókaútlán aft- ur. Fimmtudaginn 5. okt. hefst handavinna og föndur kl. 1.30 e.h. Athugið breytta handa- vinnudaga. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18 III. hæð (lyfta) Simi 24-6-16 Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 Simi 33-9-68. Móðir okkar. AMALÍA H. SKÚLADÓTTIR andaðist laugardaginn 30. sept. Skúli Hallsson Hallur Hallsson Hulda Hallsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.