Þjóðviljinn - 05.10.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.10.1972, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJ0ÐVILJINN Fimmtudagur 5. október 1972. DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA/ VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (3 linur). Askriftarverð kr. 225.00 á mánuði. I.ausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. NÚ VERÐUR AÐ EFLA NORRÆNT SAMSTARF Danir sögðu já. Yfirgnæfandi varð meiri- hluti þeirra sem kusu að binda Danmörku i viðjar vestur-evrópsks efnahagsbanda- lags. Af einlægni verður að vona að Dönum takist að stýra fram hjá þeim háska sem aðildin felur óhjákvæmilega i sér fyrir þá, norrænt samstarf og róttæka stjórnmálahreyfingu á Norðurlöndum. Um allan heim er litið á Norðurlöndin sem talandi dæmi um lýðræðislegt stjórnarfar. Þjóðir heimsins öfunda Norðurlöndin af lýðræðislegu stjórnarfari. Það er von. En það stafar af þvi að þar er i stjórnskipun- arreglum bannað að leggja stein i götu lýðræðislegrar starfsemi. Aftur á móti heimila reglur Efnahagsbandalagsins slikt. En vonandi sjá Danir við þeim reglum. Vist er að norrænt samstarf ætti bjartari daga hefðu Danir hafnað aðild. Jafnvist er og hitt, að hinum Norðurlanda- þjóðunum ber nú að leggja áherzlu á LANDIÐ SEM MÁ EKKI GLEYMAST Um leið og Danir greiddu atkvæði um aðild að EBE fór fram atkvæðagreiðsla um sama mál á Grænlandi. Grænlending- ar felldu að gerast aðilar að EBE með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, 7 atkvæði af hverjum 10 voru neikvæð fyrir EBE . Þessi úrslit eru mjög alvarleg áminning. Þau sýna að Danir mega ekki innlima Grænland i EBE hiklaust eins og Grænland sé aðeins hérað i Danmörku. Það er alveg vist að auðjöfrar Efnahags- bandalagsins munu gera allt sem i þeirra valdi stendur til þess að fá fótfestu á Grænlandi. Auðæfi Grænlands eru mikil þó að landsfólkið sé enn fátækt. Það væru ægileg örlög grænlenzku þjóðinni ef hún glataði einkennum sinum i þrældómi fyrir auðjöfra Evrópu. Fyrir tæpum 20 árum samþykktu Danir lög um að Grænland skyldi innlimast i Danmörku og vera hluti Danmerkur. Þessi innlimun var lögð fyrir aðrar þjóðir og Danir reyndu að afla viðurkenningar á þessum aðförum m.a. á íslandi. Alþingi íslendinga samþykkti ekki innlimun Grænlands i Danmörku og var andstaðan mjög veruleg á þingi hér. Einar Olgeirsson og Finnbogi Rútur Valemars- son sendu þá skeyti til Dag Hammarskjölds, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, þar sem aðalritaranum var til- kynnt um andstöðu íslendinga. Samein- uðu þjóðirnar hafa aldrei viðurkennt slika innlimun. Má i þvi sambandi benda á að Sameinuðu þjóðirnar hafa aldrei viður- kennt innlimun Angóla i Portúgal. Það er EINAR RÍKI FÆR FIMM BÁTA Einn hlezti áróðursstjóri Morgunblaðs- hástöfum um að allt sé að fara i kaldakol. ins i útgerðarmálum er Einar Sigurðsson, En hann trúir þvi greinilega ekki sjálfur, kallaður riki. Hann lætur nú blað sitt æpa þvi hann er nú að fá fimm nýja báta frá eflingu norræns samstarfs, ekki bara sin vegna heldur lika vegna Danmerkur. Dönum er — eins og öðrum Norðurlanda- þjóðum — nauðsyn aukins norræns sam- starfs, Dönum ekki sizt nú vegna þess hver úrslit urðu i þjóðaratkvæðagreiðsl- unni. Vonandi tekst Dönum að átta sig á þeim háska sem felst i aðild að Efnahags- bandalagi Evrópu áður en það verður um seinan — og önnur Norðurlönd verða að leggja Dönum norrænt lið, gegn auðmagni Vestur-Evrópu. þess vegna i rauninni óheimilt og i and- stöðu við alþjóðleg viðhorf að lita á Græn- land sem innlimað i Danmörku, og það er enn fráleitara að telja, að meirihluti já- manna i Danmörku gildi fyrir Grænland einnig, sem hafnaði aðild að Efnahags- bandalaginu. Norðurlöndum ber nú skylda til að taka höndum saman og beita sér af alefli gegn þvi að auðrisarnir i Efnahagsbandalaginu fái tækifæri til þess að sölsa Grænland undir sig. A Grænlandi býr þjóð sem hefur hafnað þvi, og engin önnur þjóð hefur sið- ferðilegan eða þjóðréttarlegan rétt til þess að ráðstafa auðæfum Grænlands i hendur útlendra peningafursta til langrar fram- tiðar. Slippstöðinni á Akureyri. Einar riki er þvi bjartsýnn á islenzkan sjávarútveg þótt á móti blási i bili. Og svo eru raunar flestir þrátt fyrir allt. Landbúnaðarráðherra sótti svæðisþing Dagana 18.—23 september sóttu þeir Halldór E. Sigurðsson, land- búnaðarráðherra, og Jónas Jóns- son, aðstoðarm aður land- búnaðarráðherra, 8. svæðisþing FAO fyrir Evrópu, sem haldið var i Miinchen I Þýzkalandi. FAO Þing þetta sóttu fulltrúar þeirra 27 þjóða, sem teljast til Evrópu- deildar FAO, landbúnaðarráð- herrar 10 þeirra voru mættir, þeirra á meðal J. Ertl, land- búnaðarráðherra V. Þýzkalands, sem var forseti þingsins. Áttu þeir J. Ertl og Halldór E. Sigurðs- son m.a. vinsamlegar og gagn- legar viðræður um landhelgis- málið utan dagskrár. Við almennu umræðurnar á þinginu flutti Halldór E. Sigurðsson ræðu, þar sem hann vék m.a. að landhelgismálinu. Ráðherrann ræddi um hina Framhald á 11. siðu. Vilhjálinur Bergsson heldur sýningu i dag opnar Vilhjálmur Bcrgs- son málverkasýningu i Galeri Súm, og er það niunda einka- sýning hans. Vilhjálmur Bergsson er fæddur 1937 i Grindavik, og lagði stund á myndlist i Handiða- og mynd- listaskólanum jafnframt mennta- skólanámi, en að stúdentsprófi loknu fór hann til myndlistar- náms i Kaupmannahöfn. Hann var þar tvo vetur við nám, en dvaldist alls fimm ár i Kaup- mannahöfn. Siðan var hann tvo vetur við nám i Paris, og einnig dvaldist hann um tima á Spáni. Vilhjálmur Bergsson er ákaf- lega afkastamikill málari. Hann hélt fyrstu sýningu sina i Ásmundarsal 1961 meðan hann var enn við nám, en siðan hefur hann haldið sjö sýningar, næstum þvi eina á hverju ári. Siðast sýndi hann i Galeri Súm haustið 1970. Á þessu ári er hann á starfslaunum listamanna frá rikinu. A sýningunni, sem verður opnuð i kvöld kl. 8, eru sautján málverk, og eru þau flest máluð siðastliðin tvö ár. Sýningin verður opin daglega klukkan fjörgur til tiu til 19,október. Sjálfkjörið til ASÍ þings á Akureyri Sjálfkjörið varð til ASt-þings bæði i Verkalýðsfélaginu Einingu og Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri. Fulltrúar Einingar á ASt-þingi verða Björn Jónsson, Jón Ásgeirsson , Rósberg G. Snæ- dal, Vilborg Guðjónsdóttir, Gunnar Sigtryggsson, Rut Björnsdóttir, Guðrún Björns- dóttir, Jóhann Sigurðsson, frá Hrisey, Liney Jóhannsdóttir frá i Ólafsfirði, Rúnar Þorleifsson, frá Dalvik, Loftur Meldal. Varamenn eru Freyja Eiriksdóttir, Adolf Daviðsson, Helga Gunnarsdóttir, Gunnar Björnsson, frá ólafsfirði Árni Jónsson, Friðgeir Jóhannes- son, frá Dalvik, Gústaf Jónsson, Ananias Bergsveinsson, Snæ- björn Guðbjörnsson, Auður Sigurpálsdóttir og Ingólfur Árna- son. Fulltrúar Iðju, félags verk- smiðjufólks á Akureyri, á ASl- þingi verða: Jón Ingimarsson, Hallgrimur Jónsson, Sigurður Karlsson, Þorbjörg Brynjólfs- dóttir, Höskuldur Stefánsson, Jó- hanna Tryggvadóttir og Ingiberg Jóhannesson. Varafulltrúar: Kristin Hjálmarsdóttir, Arni Ingólfsson, Indriði Hannesson, Sigþór Bjarnason. Karvel Tryggvason, Margrét Jónsdóttir og Bjarni Sigurðsson. —JI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.