Þjóðviljinn - 05.10.1972, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.10.1972, Blaðsíða 8
8.SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. október 1972. JENNY BARTHELIUS: SPEGIL- A MYND ■ Beata Lovén hafði sjálf verið eiturlyfjaneytandi, það vissi hann nú. Eitrið sem hún smyglaði inn i landið og dreifði, hafði náð henni á sitt vald. Hún hafði ekki getað forðazt það eins og Bert eða notað það i hófi eins og Beatrice. Jú, hún hafði reynt, en henni hafði mistekizt. Hún var gömul kona og lifið var henni einskis virði leng- ur. Hún vildi játa sekt sina og taka út refsingu sina og hún hafði gert Bert að trúnaðarmanni sin- um. Hún hafði lika sagt Bert frá erfðaskránni. En Bert hafði ekki verið reiðubúinn að gefa sig rétt- visinni á vald. Hann og Beatrice höfðu i sameiningu gert ævin- týralega áætlun og forlögin höfðu leitt i veg þeirra mann sem var rytjuleg og útjöskuð eftirmynd af erfingja Beötu Lovén. Af hend- ingu höfðu þau rekizt á Toni og þau höfðu náð honum svo ger- samlega á sitt vald að þau gátu fengið hann til að gera hvað sem var. Greiðslan fyrir morðið á Beötu Lovén hafði ekki farið fram i peningum. Toni hafði fengið borgun i iitlum pökkum. Mörgum litlum pökkum. Bert hafði komið þvi i kring að Beata Lovén hitti Toni nokkrum sinnum og Toni hafði komið á fund hennar i brúnum rúskinns- jakka og með umbúðir um höfuð- ið eins og hann hefði nýlega verið útskrifaður af sjúkrahúsi eftir bilslys. Hann hafði ekið litlum ljósum Fiat og hann hafði verið likur litla stráknum i húsagarðin- um. Toni hafði sagt frá dauða móður sinnar og frá lifi sinu og vinnu og draumum. Hann var ekki eins og hún hafði hugsað sér hann — lifið hafði verið harðhent við hann — en hann var eini tengi- liður hennar við liðna tið. Hún hafði treyst honum og þegar hún varð hrædd hafði hún trúað hon- um fyrir leyndarmáli sinu — nafnalistanum i holum para- disarfuglinum. Hún vissi að eng- inn nema hann vissi hvernig hægt var að opna einn fuglinn með þvi að taka höfuðið af. Nafnalistinn i fuglinum — það var hann sem þau voru öll að leita að. Toni hafði komið til að leita að honum og Beatrice hafði komið i rauða sportbilnum sinum. Bert hafði komið. En aldrei þessu vant höfðu þau unnið hvert fyrir sig. Beatrice hafði farið mannavillt eins og Beata Lovén og Mirjam og allir aðrir. Hún hafði lyft þungu flöskunni og Toni hafði fallið og höfuð hans lent á hvassri skápsbrún. Beatrice hafði flúið i ofboði og gleymt töskunni sinni, Það var hún sem Bert hafði kom- ið til að sækja, en um seinan. Þá höfðu báðir mennirnir verið fyrir i ibúðinni — annar lifs, hinn lið- inn. Lögreglan vissi nú i smáatrið- um hvernig starfseminni hafði veriðháttað. Eftir ýmsum leiðum höfðu eiturlyfin verið flutt gegn- um Evrópu frá Spáni og loks frá Danmörku til Sviþjóðar — til Málmeyjar, þar sem Bert hafði veitt þeim viðtöku og til Helsing- borgar, þar sem Beata Lovén tók við og sendi rétta boðleið til agenta i Stokkhólmi, Gautaborg, Sundsvall, Kalmar. Tiu nöfn á 31 lista dugðu lögreglunni til að leysa upp alla starfsemina, lið fyrir lið. Litil og sakleysisleg sauma- vöruverzlun i Helsingborg, aug- lýsingaskrifstofa i Málmey: veiðinet fyrir ólánsmanneskjur. Og i netinu miðju hafði Beatrice setið: tilfinningalaust og hættu- legt dýr, köngurlóarkona sem lét sér ekkert fyrir brjósti brenna. Hún hafði ekki hikað við að láta Mirjam fara sömu leið og Beötu Lovén. Nú fengi hún nægan tima til að ihuga misgjörðir sinar. Mirjam var dálítið nærsýn — það var rokkið i anddyrinu henn- ar og mennirnir voru vissulega mjög áþekkir — það var þvi ekki að undra þótt hún villtist á þeim. Strax og maðurinn var kominn inn i ibúð hennar, hafði hann þrif- ið til hennar og þrýst etergrimu upp að andliti hennar. Þegar hún vaknaði loks aftur, hafði hún ver- ið stödd i baðklefa við ströndina. Hún hafði staðið upp og komizt að þvi að dyrnar voru ólæstar, og hún hafði reikað út i myrkrið og uppgötvað að maðurinn var þar enn. Sami maðurinn hafði elt hana yfir sandinn og gripið fyrir munninn á henni — sami maður- inn, þótt hann virtist vera búinn að gleyma hvað hann hafði gert. Hún hafði haldið að hann væri geðveikur — hún hafði haldið að hann væri morðingi. Og hún þorði ekki annað en fara með honum i bilnum. Svo hafði rauði sportbill- inn komið og Beatrice var eins og frelsandi engill. En smám saman hafði Mirjam skilizt að ekki var allt með felldu og hún hafði orðið hrædd. Hún hafði reynt að kasta sér út úr biln- um þar sem hún sá mann standa við vegbrúnina. En einhver sem sat i baksætinu á bilnum hafði þrýst klút með svæfingalyfi upp að vitum hennar. Einu sinni hafði hún vaknað i ibúð sinni og gegnum móðuna og skelfinguna hafði hún séð andlit morðingjans rétt hjá sér. Hún hafði kveinkað sér og teygt út hendurnar, gripið i fötin hans... Svo hafði hún aftur fundið eter- lyktina og allt haföi horfið i hring- iðu myrkurs og ljóss sem snérist hraðar og hraðar og sogaði hana niður i svart hyldýpi á botni hringiðunnar... Þegar hún vaknaði á sjúkra- húsinu hafði maðurinn staðið við rúmið hen>' tr og hún hafði hljóð- að upp og 'irint honum frá sér. Allt þet' t hafði hann fengið að vita smí.n saman. Lengi vel hafði Mi’ am við yfirheyrslurnar staðið fajt á þvi að hún hefði sjálf skrúfað frá gashananum, en loks hafði hún gefizt upp og sagt allt af létta. Réttarhöldin höfðu verið löng og samfelld martröð. Hann and- varpaði þegar hann minntist and- litsins á Bert í réttarsalnum sið- ast, þegar dómurinn féll. Björt augun höfðu glatað bliki sinu, ljóst hárið hafði glatað skini sinu, það var eins og likaminn hefði all- ur rýrnað siðustu vikurnar. Guð sem orðið hafði að manni, glaum- gosi sem misst hafði þokka sinn, villuráfandi leikbrúða með andlit góða félagans. Augu þeirra höfðu mætzt andartak, og hann hafði óskað þess, að það væri hann sjálfur sem sæti i stúku Berts, ákærður og dæmdur. Eins og orð- ið hefði, ef hann hefði ekki hitt Mirjam nóttina sælu.... Hugurinn snerist um hið sama i sifellu. Beata Lovén — Mirjam — Beatrice — Bert — Toni. Augna- lokin sigu aftur og hann féll i þungan svefn. Skuggarnir þéttust i hornunum og sóttu fram. Þegar hann vaknaði var orðið aldimmt. Bill stanzaði á veginum fyrir ofan bústaðinn. Hann reis upp við dogg og hlustaði. Það var eins og einhver væri að koma nið- ur tröppurnar frá veginum. Hann fór fram úr rúminu, vék inn i skuggann og beið. Ætlaði þetta aldrei að taka enda? Gat hann ekki einu sinni fengið að vera i friði núna? Fótatakið nálgaðist, einhver gekk eftir veröndinni. Hann stóð kyrr, dró varla andann, beið. Skuggi féll á gólfið gegnum opnar dyrnar og hann tók viðbragð og þreif i óboðna gestinn. Hún rak upp hljóð og hann sleppti henni samstundis og vék nokkur skref aftur á bak. Hann kveikti á gaslukt og horfði lengi þögull á hana: úfið hár, stutt, beint nef, há kinnbein. Þvældur, hvitur rykfrakki, beltislaus. — Fyrirgefðu mér, sagði hún. — Fyrirgefðu að ég skyldi halda að það værir þú. Það var Toni en ekki þú sem var með — andlit morðingja. 7.00 Morgunútvarp veður- fregnir kl. 7.00 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr, dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45. Morgunlcikfimi kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðrún Guðlaugs- dóttir heldur áfram að lesa „Vetrarundrin i Múmindal” eftir Tove Janson (10) Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Popphornið kl. 10.25: Link Wray og The Doors syngja og leika Fréttir kl. 11.10. Hljóm- plötusafnið (endurtekinn þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni.Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 „Lifið og ég”, Eggert Stefánsson söngvari segir frá. Pétur Pétursson les (13) 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15. Miðdegistónleikar: Tón- list eftir Richard Strauss Margit Weber og Útvarps- hljómsveitin i Berlin leika Búrlesku i d-moll fyrir pianó og hljómsveit; Ferenc Fricsay stj. Oskar Michalik, Jílrgen Butt- kewitz og Útvarpshljóm- sveitin i Berlin leika Konsertinu fyrir klarinettu, fagott og strengjasveit; Rögner stj. Útvarpshljóm- sveitin I Briissel leikur valsa úr „Rósariddar- anum”; Franz André stj. 16.15. Veðurfregnir. Létt lög 17.00 Fréttir Tónleikar. 17.30 Saga gæðings og gamalla kunningja. Stefán As- bjarnarson segir frá (2) 18.00 Fréttir á ensku. 18.10TónIeikar, Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir.Til- kynningar. 19.30 Litið um öxl I Gnúpverja- hreppi. Loftur Guðmunds- son rithöfundur ræðir við Ólaf Jónsson i Geldingaholti og Agúst Sveinsson i Asum. 20.00 Gestur i útvarpssal: Mary MacDonald leikur á pianó tvær sónötur eftir Antonio Soler, „15 ung- verska bændasöngva"eftir Béla Bartók og „Tvær myndir frá Róm” op. 7 eftir Charles T. Griffes. 20.20 Leikrit: „Hciðvirða skækjan” eftir Jean Paul Sartre. Þýðandi: Þorsteinn O. Stephensen. Leikstjóri: Sigmundur örn Arngrims- son Persónur og leikendur: Lizzie...Þóra Friðriksdóttir, Fred...Arnar Jónsson, Negrinn...Jón Aðils, Þing- maðurinn...Baldvin Halldórsson, John...Guðjón Ingi Sigurðsson, Tveir menn...Harald G. Haralds og Randver Þorláksson. 21.20 Vettvangur; i þættinum er fjallað um skemmtanalif ungs fólks. Umsjónarmaður Sigmar Hauksson. 21.40 Tækni og visindi. Páll Theódórsson eðlisfræðingur og Guðmundur Eggertsson prófessor sjá um þáttinn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Endur- minningar Jóngeirs Jónas Árnason les úr bók sinni „Tekið i blökkina” (11) 22.35 Manstu eftirþessu? Tón- iistarþáttur i umsjá Guð- mundar Jónssonar pianó- leikara. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ENDIR. GLENS FÉLAC \Mim HUðMUSTAftMANNA #útvegar ybur hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tækifæri Vinsamlcgast hringið í 202SS milli kl. 14-17 1Í4Í^S03Í» ht INDVERSK UNDRAVERÖLD ' Nýjar vörur komnar. Nýkomið mjög mikið úrval af sérkenni- legum, handunnum austurlenzkum skrautmunum til tækifærisgjafa m.a.: Útskorin borð (margar gerðir), vegghill- ur, kertjastjakar, styttur, rúmteppi, flókamottur, könnur, vasar, skálar, ösku- bakkar, silkislæður, o.m.fl. — Einnig reykelsi og reykelsisker. Gjöfina, sem veitir varanlega ánægju, fáið þér I JASMIN, við Hlemmtorg. m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.