Þjóðviljinn - 05.10.1972, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.10.1972, Blaðsíða 12
UOBVIUINN Fimmtudagur 5. október 1972. Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar I simsvara Læknafélags Reykjavíkur, simi 18888. Nætur- og helgidagavarzla vikuna 30. sept. til 6. okt. er i ingólfs Apóteki og Laugarnesapóteki. A sunnu- iag er varzla aðeins i Ingólfs Apóteki. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Simi 81212. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. SKOPJE 4/10 tsland heldur enn forystu sinni i B-riðli Olympiu- skákmótsins i Skopje og hefur 19 1/2 vinning. Unnu tslendingar Indónesa með 3:1. England hefur 19 vinninga, Kanadamenn 18 1/2 og Norðmenn 18, og er keppnin þvi mjög jöfn. t A-riðli juku Júgóslavar for- skot sitt i gær með þvi að vinna Argentinu með 3:1 i sjöundu um- ferð og hafa nú 21 vinning. Ung- verjar hafa 19 vinninga og Sovét- menn 18 1/2. Aldrei rneira sprengju kast á Indókína en nú Olympíuskákmótið: íslendingar enn efstir Bréznéf til USA með vori WASHINGTON 4/10 Haft er eftir diplómötum i Washington að Brézjnéf, formaður sovézka kommúnistaflokksins, muni koma i opinbera heimsókn til Bandarikjanna með vorinu, ef að Nixon sigrar i forsetakosning- unum i haust. Enn er ekki vitað hvort Pod- gorni forseti og Kosigin forsætis- ráðherra verða með i förinni, en þeim hefur einnig verið boðið vestur. ,,Lif og list” getum við kallaö þessa mynd. Við erum enn að gera tilraun með lit I svarthvitri mynd. og vonumst til að lesendur hafi gaman af þessum tilraunum okkar. Nýjar upplýsingar um fjöldamorð WASIIINGTON 4/10. Skýrslur bandariska varnarmálaráðuneytis- ins herma, að Banda- rikjamenn hafi kastað 800 þúsund smálesum af sprengiefni á lönd Indó- kinaskaga, og er það 40 þús. smál. meira en á öllu árinu 1971. Hafa þá Bandarikin kastað meira en þrisvar sinn- um meira sprengiefni á Indókina á s.l. sjö árum en Bandamenn notuðu á öllum vigstöðvum heimsstyrjaldarinnar siðari. Bandarikjamenn hafa dembt fleiri sprengjum yfir Indókina á 21 mánuði en féllu á Þýzkaland öll striðsárin. Og Nixon hefur á valdatima sinum farið alllangt fram úr Johnson forseta i sprengjukasti. Striðsglæpir. I rannsókn sem bandarisk þing- nefnd hefur unnið að, hafa komið fram ásakanir um að bandarisk- ar sveitir, sem þátt tóku i hern- aðaraðgerðinni Phoenix, hafi i stað þess að leita uppi „hermdar- verkamenn''drepið hvern þann óbreyttan borgara, sem grunaður var eða sakaður um stuðning við Þjóðfrelsishreyfinguna. Phoenix- sveitirnar drápu um 20 þúsund manns. Algeng aðferö þeirra var aö henda mönnum út úr þyrlum. Þær misþyrmdu og fjölda fólks að sögn heimildarmanns, sem starf- aði sem njósnari á vegum Phoenix-sveitanna. Bretar semja upp á nýtt við EBE BLACKPOOL 4/10 Harold Wil - son, formanni Verkamanna- flokksins brezka tókst i dag að tryggja stuðning landsfundar flokksins við stefnuyfirlýsingu, sem felur það i sér að ef Verka- mannaflokkurinn komist til valda verði hann að taka upp á ný samninga um skilmála fyrir aðild að Efnahagsbandalaginu. Wilson lagði mikið kapp á að fá slika yfirlýsingu samþykkta og fékk hún atkvæði fulltrúa 3.407.000 manns, en á móti greiddu atkvæði fulltrúar 1.802.000. Tillaga frá vinstra armi flokks- ins, sem fól i sér að aðild að EBE yrði hafnað með öllu, var felld með naumum mun atkvæða — 3.076.000 atkvæðum gegn 2.958.000. Þá var meirihluti fulltrúa á landsfundinum hlynntur þvi, að niðurstöður viðræðna við Efna- hagsbandalagið yrðu lagðar fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um næstu áramót og færu þingkosningar fram um leið. Asíumenn í Uganda: Amin framlengir ekki frestinn KAIMPALA 4/10 Idi Amin, forseti Uganda, afneitaði i dag fréttum sem borizt höfðu frá Zaire (áður Kongo) um að hann ætlaði að framlengja frest þann sem Asiu- búar i Uganda hafa fengið til að yfirgefa landið. Fresturinn rennur út 8. nóvember. Amin kvaðst og hættur við að heimsækja Zaire og stafaði það af þvi að yfir vofði ný innrás i Ug- anda, sem .Bretland, Indland, Tanzania, Zambia og tvö önnur lönd áformuðu nú. I dag byrjuðu i Somali viðræður milli utanrikisráðherra Tanzaniu og Uganda um friðargerð milli rikjanna, en sagt er að Uganda- menn krefjist þess að Tanzanir viðurkenni að þeir hafi staðið á bak við innrásartilraun i landið i fyrra mánuði. Jörgensen tekur við embættiídag KAUPMANNAHÖFN 4/10 Anker Jörgensen, hinn nýi for- sætisráðherra Dana, tekur opinberlega við embætti á morgun, en i dag lagði stjórn Sósialdemókrataflokksins blessun sina yfir val hans til starfans, sem og val Erlings Dinesens i stöðu formanns flokksins. Jens Otto Krag, sem nú dregur sig i hlé, hefur beðið um að hann verði leystur frá nefndarstörfum á þingi og sagt, að hann muni ekki taka þar til máls. Hann mun samt sitja áfram á þingi sem full- trúi Randers. Dönsk blöð eru nokkuð á einu máli um það i dag, að Krag hafi dregið sig i hlé til að reyna að koma i veg fyrir, að sósialdemókratar misstu þá fótfestu sem þeir hafa i verka- lýðshreyfingunni. Norðmenn um Dani: Brú inn í EBE OSLO 4/l0Norsk blöð halda áfram að fjalla um úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar i leiðurum sinum. Blöð þeirra flokka eða flokksarma sem studdu aðild Noregs að EBE (einkum ihaldsblöð og blöð sósialdemókrata) láta i ljós von um að Danir muni gæta hagsmuna Norðmanna innan Efnahagsbandalagsins — og ber jafnvel á vonum um að já- yrði Dana megi nota til að lauma Noregi inn um bak- dyrnar hjá EBE þótt siðar verði. Dagbladet, sem stendur ná- lægt Vinstra flokkinum, segir hins vegar á þá leið, að Danir munu að likindum fyrst og fremst hugsa um eigin hags- muni innan EBE. Með jáyrði sinu við þátttöku hafi Danir komið i veg fyrir að Norður- löndin fimm geti framvegis komið fram á vettvangi al- þjóðastjórnmála á sameigin- legum grundvelli. Palme endurkosinn STOKKHOLMI 4/10 Olof Palme var i dag einróma endurkosinn formaðurSSénska sósialdemókrataflokksins á landsfundi flokksins. Palme kvaðst mjög glaður yfir endurkjörinu. Hann játaði að sér hefðu orðið á skyssur i þriggja ára formennskutið sinni og að hann hafi á stund- um orðið fyrir höggum, sem „ekki voru alltaf fyrir ofan beltisstað”. Pyntingar í grísku fangelsi AÞENU 4/lOGrískur stúdent, sem ásamt þrem ungum mönnum öðrum er fyrir rétti i Aþenu, hefur haldið þvi fram að hann hafi verið pyntaður i fangelsi. Nihkolas Manios heitir stúdentinn, og er hann og fé- lagar hans ákærðir fyrir að hafa sprengt nokkrar sprengj- ur i Aþenu. Hafa þeir játað þeirri ákæru, en neita að þeir hafi borið skotvopn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.