Þjóðviljinn - 05.10.1972, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.10.1972, Blaðsíða 9
Miövikudagur 4. október 1972. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9. Keppnistímabilið í handknattleik er hafið Nú bíður undankeppni HM landsliðsins á nœsta ári Auk þess landsliðsferð í febrúar og landsleikir við Norðmenn hér á landi Þótt mikil átök séu ný- liðin hjá landsliðinu okkar í handknattleik biöa mörg og stór verkefni liðsins á því keppnistimabili sem nú er að hefjast. Þar má fyrst nefna ferð sem landsliðið fer til Evrópu eftir ára- mótin, tvo landsleiki við Norðmenn hér á landi og síðast en ekki sizt undan- keppni heimsmeistara- keppninnar sem fram fer á næsta ári, en úrslitakeppni HM fer fram 1974. Þeim verður því ekki til setunnar i boðið er valdir verða í landsliðiö á þessu keppnis- tímabili. Það mun þó sennilega bíða fram yfir þing HSi að ráð landsliðs- þjálfara og að gera annan þann undirbúning sem nauðsynlegur er fyrir þetta annasama keppnistímabil sem nú er framundan. Aft sjálfsögðu hlýtur þaö aö vcröa fyrsta verkefni þeirrar stjórnar sem kosin verður fyrir IISÍ á ársþinginu i lok þessa mánaöar aö skipa landsliðsnefnd og landsiiösþjálfara. Iivort heldursem sú landsliösnefnd sem nú situr segir af sér eöa ekki þá hygg ég aö flestir séu sammála um aö hún hafi ekki sýnt það i verki aö endurkjósa eigi hana og loks er aö þvi komiö aö skipta verður um landsliösþjálfara. þar eö sá sem þvi hefur sinnt er farinn til Sviþjóöar til náms. Mjög margir hafa hallazt aö þvi, aö ekki eigi aö skipa lands- liðsnefnd, heldur eigi aö fá ein- vald fyrir landsliöiö og helzt tvo þjálfara. Hvort þcssi leið veröur farin nú er ekki vitað en alia vega væri ástæöa til aö reyna hana, svo hrapallega sem það fyrirkomulag sem rikt hefur undanfarin ár hefur gcfizt. Þá er þaö hið mikla verkefni sem biöur landsliösins okkar á þessu keppnistimabili. Akveöin er ferö landsliðsins til Evrópu fljótlega eftir áramótin. Veröur ieikiö viö Dani og Þjóöverja og jafnvel I.úxembúrgara og ef til vill veröur leikiö viö fleiri þjóðir i feröinni. Þá er ákveöiö aö Norö- menn komi hingaö I vetur og leiki tvo landsleiki hér á landi og verður þaö sennilega 1 marz. I.oks er þaö svo aöalverkefniö sem er undankeppni heims- mcistarakeppninnar. Ekki er enn vitaö hvort undankeppnin fer fram næsta vctur cöa næsta haust, um þaö mun enn ckki hafa verið tekin ákvöröun hjá Alþjóöa- handknattleikssambandinu. Þaö veröur þó aö telja liklegra aö undankeppnin fari fram I vetur, þar eö aöal keppnin fer fram snemma árs 1974, sennilega I febrúar eöa marz. Þaö er þvi útlit fyrir aö ekki veröi minna um aö vera hjá landsliöinu okkar en var á siöasta keppnistimabili. Þaö veröur verkefni þcirra sem taka viö liöinu, aö koma íslenzka lands- liöinu ofar en i 11. sæti á næstu IIM en I þvi sæti hafnaöi iiöiö I Krakkaindi 1970. Ef rétt heföi verið á spööunum haldiö og liöiö heföi fengiö rétta þjálfun, þá er enginn vafi á þvi aö hægt heföi verið aö koma liöinu ofar á sfö- ustu ÓL en raun varö á, sem er endurspeglun á IIM, enda sömu liö sem þar bcrjast um cfstu sætin. Viö eigum alltof goll lands- liö, eöa réttara sagt cfnivið I svo gott landsliö, aö óþarfi er aö ná ekki betri útkomu en þctta. Liðið þarf aö fá alvöruþjálfara og menn sem geta skipt inná I leik meö heilli hugsun. —S.dór. Undankeppnin í þrí- þraut skólabarna að hefjast um allt land Hin mjög svo athyglisverða iþróttakeppni „Þriþraut skóla- barna” hefur nú farið þrisvar fram og þessa dagana fer undan- keppni hennar fram i fjóröa sinn. Keppni þessi er fyrir börn á aldrinum 11-13 ára og keppt er i 60 m hlaupi, hástökki og knattkasti (litillknöttur, 80 gr.). Siðan koma saman 6 beztu stúlkurnar og 6 beztu drengirnir úr hverjum aldursflokki, alls 36 keppendur, i júli 1973 og keppa til úrslita. Markmið þessarar keppni er að sjálfsögðu að kynna börnum á þessum aldri frjálsar iþróttir og gefa þeim kost á að fá leiðsögn i nokkrum greinum þeirra. bá er það og markmiðið að laða fram á sjónarsviðið efnivið, sem með réttri áframhaldandi tilsögn get- ur orðið uppistaða að afreksliði okkar i frjálsum iþróttum. Má geta þess til gamans i þessu sambandi að þau Lára Sveins- dóttir og Vilmundur Vilhjálmsson kynntust frjálsum iþróttum i gegnum þriþraut skólanna. Stuðningsaðilar að þessari keppni eru: Menntamálaráðu- neytið, barnablaðið Æskan, Flug- félag tslands og tþróttakennara- félag lslands. Verðlaunin fyrir sigurvegarana er flugfar með F1 til útlanda. Vaxandi þátttaka hefur verið i þessari keppni frá þvi að hún hófst skólaárið 1966/1967. Þá tóku þátt i henni 3580 keppendur, árið eftir 4083 keppendur og skólaárið 1970/1971 taka 4451 þátttakandi þátt i keppninni. Evrópukeppnin Aðeins 2 sterklið mætast í annarri umferðinni í EB (lctur þaö veriö tilviljun, aö einungis tvö af þeim liöum, sem viö köllum „sterk liö’’ mætast I 2. umferð Evrópu- keppni meistaraliöa? Annars er þaö alltaf „veikt og sterkt” sem leika saman. Getur veriö aö ekki sé dregiö heldur raöaö i 2. umferö? bessi tvö sterku lið sem mætast eru Derby frá Eng- landi og Benfica frá Portúgal. Það verður sannarlega sá leikurinn sem menn munu biða úrslita úr með hvaö mestri eftirvæntingu i 2. um- ferðinni. Annars leika þessi lið saman i 2. umferð EB meistaraliða: Beal Madrid — Arges Pitesti, Rúmeniu. Nikosia , Kýpur — Bayern Miinchen. Celtic, Skotl. — Ujpest, Ungverjal. Spartak Trnava, Tékkóslóvak. — Anderlecht, Belg. Dynamo Kiev, Sovét. — Gornik, Póli. Juventus, ítal. — Magden- burg, A-Þýzkal. Ajax, Holl. — CSKA, Búlgariu. Það skal tekið fram að liðið sem talið er upp á undan leik- ur fyrri leikinn heima. EK bikarhafar. Atletico, Spáni — Spartak Moskva. Sparta Prag, Tékkósl. — Ferencvaros, Ungverjal. Legia, Póll. — AC Milanó, ttal. Ital. Hajduk Split, Júgóslaviu — Wrexham, Wales. Rapid, Austurr. — Rapid, Rúmeniu. Carl Zeiss Jena, A-Þýzkal. — Leeds,Englandi. Cork Hivernians, Irl. — Schalke 04, V-býzkal. Hibernian, Skotl. — Besa, Albaniu. Heimsmet Þessi mynd hér til hliðar er tckin á dögunum þegar búlg- arska stúlkan Jordanka Blag- ojewa setti heimsmet i há- stökki, stökk 1,94 m scm er 2 sentimetrum hærra en eldra metið, en það átti Ilona Guscnbauer frá Austurriki og v-þýzka stúlkan Ulrika Mey- fart, sem jafnaöi það á Ól- ympiulcikunum i sumar. A Óly nt piuleikunum varð Jodanka Blagojewa önnur, stökk 1,88 m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.