Þjóðviljinn - 26.11.1972, Blaðsíða 5
Suniuidagur 2(>. nóvember l!)72 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 5
HEIMSGLUGGA
Kg hef ekki glápt úr mér augun
að undanförnu og misjafnt það
sem fvrir bar. Mengun. eiturlyf,
flugvélarán. hefndarmorð
o.s.frv.. kolbrjálað lif á þessu
sandkorni okkar sem i árdaga
nefndist fagra veröld. Þannig er
jólaútstillingin i heimsgluggan-
um i ár. Og i eyrum glymur: Hún
ferst, hún ferst. Æ, þvilikur léttir
að leiða okkur þá inn i heimilis-
friðinn hjá henni Guðrúnu
Simonar, ef valdamenn heimsins
hefðu þó ekki væri nema ögn af
þeirri hlýju sem Guðrún sýndi
þegnum sinum (og þeir henni) þá
væri nú annað að lifa i henni
verzlu. Og svona lika laglegir
mjáar, jafnvel Villi Brant mætti
öfunda þá af friðleikanum að
maður ekki tali um Kissinger.
Og þá er Elisabet I gengin um
garð, þó að þessi seria snerist
iullmikið um sjálfa hátignina og
minna um þá atburði sem mótuðu
sögu hennar, þá gaf hún blik inn i
timann og hirðlifið og maður hélt
áfram að horfa til enda. Missti af
Maður er nefndur Arni Óla og var
skaði þvi maðursá er margfróöur
og hefur eflaust komiö vel fyrir,
- en sá afturámóti snilldarverkið
sama kvöld þar sem Guinness
brilleraði að vanda. afbragðs
skemmtun.
Föstudaginn 17. sáum við Róð
ur Þorgeirs Þorgeirssonar —
skáld eitt sagði raunar við mig að
mvnd þessi ætti að heita óður en
ekki róður. Ég hafði séð verkið
áður og þá i litum og þótti mjög
gott. Það er ekki heiglum hent að
gera svona mynd um borð i bát,
við höfum séð dæmin um það þeg-
ar menn ætla að flauslra sliku af
og minnist þá myndarinnar um
Binna i Gröf sem var hörmung.
Þessi mynd Þorgeirs er unnin
styrkri hendi þess sem ekki gefst
upp við fyrstu raun og nær ákaf-
lega vel stemmningunni um borð
skröltinu. veltingnum, vinnunni.
mönnunum. Þorgeir hefur látið
svo ummælt að á þessa mynd
mætti lita sem hluta af stærra
verki um sjómennsku og útgerð
og er óskandi að konum gefist
tækifæri til að framkvæma það,
ég þekki engan sem ég treysti
betur til þess,
Á laugardag voru þeir aftur
með Kvöldstund i sjónvarpssal.
ltagnar Bjarnason ofl. Þessi þátt-
ur var mun lakari en sá fyrri með
þessu unga fólki. Eitt er að leggja
sig i bleyti, annað að útvatna sig..
og samt skárra en sumt það út-
lenda skemmtiefni sem okkur er
boðið. Og á eftir kvöldstundinni
kom sú gamla maddama Christie
og lék heldur en ekki á okkur sem
erum iitlir fyrir okkur i glæpasál-
fræði, það þurfti að visu mikinn
þráð i spunann framan við þenn-
an endi hjá kerlingarnorninni, en
allt fór vel að lokum. Nú og af
þessu leiðir að ér get sossum ekki
sett mig á háan hest þó að krakk-
arnir séu á glóðum yfir þvi hvern-
ig þeim Fóstbræðrum tekst að
redda sinum málum. Og siðan
meira mengunarhjal frá S.Þ. og
erum enn minnt á falivalleika
lifsinsog þvi til áréttingar upphaf
og endalok Alexanders mikla sem
ætlaði að gleypa sólina en gat það
ekki. Þvi miður sá ég ekki Hita-
bylgju nema blá endann en þó nóg
til að fá staðfestingu á þvi að leik-
urum getur þó tekizt upp þrátt
l'yrir allt.
Ég trúi það hafi verið i siðasta
Sjónauka að Sonja Diego kom
með þátt af rauðskinnum Banda-
rikjanna, en þeirhafa nokkuð iát-
ið á sér bera upp á siðkastið. Það
er lándlægt þar vestra að reyna
að draga fjöður yfir einn af ljót-
ustu glæpum sögunnar: útrým-
ingu rauðskinna og fjölþættrar
menningar þeirra áður en llvitur
kom tíl sögu. Lesarinn lauk máli
sinu með þvi að segja eitthvað á
þá leið að þrátt fyrir allt mættu
rauðskinnar vel við una, þeim
hel'ði fjölgað mjög frá aldamótum
og væru nú orðnir jafnmargir og
þeir voru er Kolumbus lann þá
i ljöru. Þetta erein lygin sem þeir
hvitu bera Iram til að Iriða sam-
vizku sina. að ibúarnir hafi verið
kringum ein miljón eða varla það
þegar þeir byrjuðu að slátra. Að
undanförnu hafa farið l'rarn mjiig
viðta'kar rannsóknir á lifi rauð-
skinna og nú er talið að i N.
Ameriku hafi þeir verið 9—12
miljónir. (Mans Hise to Civilisa-
tion. Feter Frab bl. 244)
Asi i Bæ
Okkur vantar
fólk til að bera
út blaðið
Blaðburðarfólk óskasf í
eftirfalin hverfi:
Hjarðarhaga
Skjól
Seltjarnarnes 1
Miðbæ
Hverfisgötu
Laugaveg 1
Vogahverfi 2
Sólheimar
PJOÐV/U/NN
simi 17500
Bátur á heimleið eftir Gunnlaug Scheving. Listasafn rikisins hefur nú
breytt nokkuð niðurröðun mynda sinna. í fremsta sal eru myndir sem
safnið hefur nýlega eignazt, i miðsal eru mannamyndir en i innstu mið-
sölunum eru myndir frá sjávarsíðunni. — Myndina tók ljósmyndari
Þjóðviljans.
fS LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER
<
i-
l
Od
UJ
>
<
Cd
LU
>
<
>
<
Cd
1x1
>
<
Od
IxJ
>
<
I
Cd
I
Od
ixl
>
<
HvaÖa símanúmer er þetta? — 855 22
Jú — þetta er símanúmer HREYFILS —
Þar er opið allan sólarhringinn
>f Á jarðhœð Hreyfilshússins, Crensásvegi 18 er
TEPPAHÚS LITAVERS
Glœsilegasta teppaúrval, sem LITAVER
hefur nokkru sinni boðið —
TEPPI, sem þér notið 24 tíma sólarhringsins
>f Síaukin þjónusta —
Betri þjónusta — er markmið okkar
Sjón er sögu ríkari «— því það hefur ávallt
borgað sig að líta við í LITAVERI
>f Aðeins fljúgandi teppi fást ekki hjá okkur >f
LITAVER Grensásvegi
>
<
m
70
l
s
m
70
l
>
<
m
70
l
>
<
m
70
l
-H
>
<
m
70
I
m
70
>
<
m
70
I
LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER 3