Þjóðviljinn - 26.11.1972, Blaðsíða 10
10. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. nóvember 1072
að dálitlu ef um það var að ræða,
að refur legðist á fé. En þetta
hefur gjörbreytzt og furðulegt að
þetta atriði skuli ekki hafa verið
endurskoðað, þvi ég er sannfærð-
ur um, að þær upphæðir sem
veittar eru til útrýmingar tófunni
JASMIN, við Hlemmtorg.
liggur aðeins að baki hvöt að
verja svæðið eða hin að komast
yfir land og eiga það þegar rikið
kaupir. Ég veit heldur ekki, hvort
nokkur nauðsyn er að friða þarna,
þvi ég vil trúa, að a.m.k. þessir
menn úr Sléttuhreppi sem and-
mæltu tillögunni, séu menn til að
varðveita og halda landinu ó-
snortnu. Auðvitað er ómetanlegt
að eiga þetta svæði sem vin, en ég
tel enga hættu af ferðamönnum
þarna, þar sem ekki er hægt að
eyðileggja neitt með þjótandi bil-
um og fólk verður að labba um i
rólegheitum.
í sambandi við ferðamennina
hefur mér verið að detta annað i
hug. Þarna eru nokkrar ár og
alltaf töluverður silungur i þeim
þegar fram á sumarið kemur.
Þær mætti gjarnan rækta upp að
einhverju leyti bara fyrir ferða-
menn. Hugsaðu þér, hvað það
væri elskulegt að geta átt blett á
landinu, þar sem mönnum væri
frjálst að renna færi og fá sér i
soðið meðan á ferðinni stæði —
auðvitað til að borða á staðnum,
en ekki til að taka með sér. Af
þeirri reynslu sem ég hef af
ferðafólki þarna noröurfrá væri
þvi alveg treystandi i þessu efni.
Hitt er annað, með fullri virðingu
fyrir öllum vinum minum við
Djúpið, þá gildir hjá sumum þar
ekkert annað en hrossaþjófa-
mórallinn einn i sambandi við sil-
ungsárnar.
Allt drepiö
— Verðið þið eitthvað vör við
dýr i námunda við vitann?
— Refurinn var eina villta dýr-
ið sem um var að ræða á landi og
var ógrynni af honum öll fyrri ár-
in fram að 1968. Þá kom oft fyrir á
veturna að þeir komu ofan i tún
og einu sinni man ég að við horfð-
um á tvo refi, sennilega yrðlinga
frá sumrinu áður, leika sér fyrir
framan gluggann með kjaftleik-
um og klóri. Einn morguninn sat
hvit tófa við neðstu tröppuna þeg-
ar konan kom út. Það kom varla
fyrir sá dagur, að maður sæi ekki
tófu bregða fyrir og það verö ég
að segja, að mér fannst það
margfalt meira virði að vita tóf-
una svona óraga og örugga ná-
lægt sér en að fá 750 krónur fyrir
skott.
En nú virðist tófan alveg horfin.
Henni fækkaði strax hafisárin, en
svo tóku sig lika til tveir greifar
þarna við Djúpiö, ráðnir refaeyð-
ingamenn hjá hreppnum, og fóru
sumar eftir sumar, tindu upp
hvert einasta greni og drápu
hvert kvikindi og siðan hef ég
ekki séð eina einust.u tófu.
— Var það nauðsynlegt? Er
nokkur með fé þarna?
Nei. Þar að auki held ég, að
forsenda i lögum til tófudráps
hafi upphaflega verið að megin-
fjármunir tslendinga lágu i
sauðfé og gal þá náttúrlega mun-
ÍNDVERSK UNDRAVERÖLD \ lil
Nýjar vörur komnar.
Vorum að taka upp mjög mikiö úrval af
sérkennilcgum austurlenzkum skraut-
munum til tækifærisgjafa.
Margs konar indverskur fatnaður; blússur,
kjólar, mussur, kirtlar og fleira. Einnig
Thai- silki i samkvæmiskjóla. Margar
nýjar gerðir af reykelsi og reykelsis-
kerjum.
Ef áætlunin
stenzt
Óvænt útgjöld hafa oft gert náms-
mönnum leiðan grikk. Margir hafa orðið
að verða sér úti um starf jafnhliða nám-
inu, ef til vill á versta tíma námsársins.
Áætlanir geta brugðizt.
Nú eiga aðstandendur námsmanna
auðveldar með að veita þeim aðstoð, ef
þörf krefur. Með hinu nýja sparilánakerfi
Landsbankans er hægt að koma sér upp
varasjóði með reglubundnum sparnaði,
og eftir umsaminn tíma er hægt að taka
út innstæðuna, ásamt vöxtum, og fá lán
til viðbótar.
Varasjóðinn má geyma, því lántöku-
rétturinn er ótimabundinn. Þér getið
gripið til innstæðunnar, og fengið lán á
einfaldan og fljótlegan hátt, þegar þér
þurfið á að halda.
Reglubundinn sparnaður og reglu-
semi í viðskiptum eru einu skilyrði
Landsbankans.
Kynnið yður sparilánakerfi Lands-
bankans. Biðjið bankann um bæklinginn
um Sparilán.
ILXST-D=XLúNi''I_SLI
Hornbjarg. Ilæsti tindurinn er Káiftindur, Jörundur heitir sá til vinstri. (Mynd: Jör.G.)
eru miklu hærri en næmi þeim
skaða sem tófan mundi valda þótt
hún væri látin afskiptalaus. Ef
nauðsyn krefur er lika nóg af
veiðimönnum, sem vilja sýna
garpskap sinn með byssunni.
Rikisstjórnin getur þá bara aug-
lýst þetta sem sport og lagt niður
allar verðlaunaveitingar.
— Hvað um sel?
— Það er gifurlega mikið af
honum. P’yrstu árin skaut ég eitt-
hvað þrjá seli, en siðan hef ég
ekki getað það. Ég hef enga þröf
fyrir hann, við borðum hann ekki,
og ég get ómögulega fengið mig
til að skjóta sel bara af þvi að ein-
hver biður um skinnin. Enda er
svo komið, að ég get gengið alveg
að þeim i vörinni.
Kannski eru þaö þessir þættir,
þetta eðlilega og óraga lif i kring-
um mann og þessi ósnortna nátt-
úra, sem heldur i mann öðrum
þræði; þetta er svo margfalt
meira virði en margt annað sem
verið er að sækjast eftir.
Sakna bara
fagurra kvenna
— Saknarðu þess þá aldrei að
sjá ekki fleira fólk á veturna?
— Ekki nema fagurra kvenna,
það er helzt það. En sakna fólks!
Ég hef átt heima bæði hér i
Reykjavik og annarstaðar i
þéttdýli i áratugi og þegar ég
kem hingað fæ ég ekki séð að það
spretti fram það mikilvæga gildi i
sambandi við fólk, að það sé endi-
lega til að sakna þess. Auðvitað er
elskulegt að hitta ágæta vini og
merkilegar manneskjur, en venj-
an er nú sú, að svona 96—97
prósent af þeim tima sem fólk
eyðir hvert i annað sé verið að
mala um yfirleitt ekki nokkurn
hlut.
— Saknarðu þá ekki einhvers
úr menningarlifinu?
— Það er aftur annað mál.
Vitaskuld geri ég það, en við það
verður að sætta sig. Þarna er ekki
kostur nema á bókinni og útvarpi,
reyndar hefur varla verið hægt að
njóta útvarps allt fram á siðustu
tima vegna hlustunarskilyrða.
— En sjónvarpið?
— Það hefur ekki verið fram að
þessu, en i sumar kom maður frá
Landssimanum og vegna tilkomu
breyttrar stöðvar á Blönduós-
svæðinu fannst nú geisli rétt fyrir
framan stofugluggann. En mér
skilst að aðstaða til að nýta þenn-
an möguleika komi til að kosta
ekki undir 150—180 þúsundum,
sem er nokkuð dýrt fyrir vita-
vörð, sem enginn veit hvað verð-
ur lengi á sama stað. Enda ætti
eiginlega að vera sjálfgert að
vitamálastjórnin kæmi upp að-
stöðunni, þvi það er áreiðanlegt
að á svona stað væri sjónvarp vel
þegið, bæði nú og siðar. Ekki
vegna þess, að sjónvarpið sé al-
mennt með svo merkilegt efni, en
jafnvel þættir, sem menn mundu
varla lita við hér i Reykjavik
væru stórum mikilvægari á svona
stað, bara vegna fábreytninnar.
— Sjáið þið aldrei neitt fólk á
vetrum. Koma ekki skip með
vistir og slikt?
— Jú, landhelgisgæzlan sér um
þjónustu við þessa afskekktu
vitastaði og þeirra menn eru þeir
einu sem maður sér frá þvi svona
i septemberbyrjun til mailoka.
Þeir hafa engar fastar ferðir né
áætlun, en koma þegar nauðsyn
krefur og stundum ef þeir eiga
leið um. Þótt hvert mannsbarn á
Islandi og áreiðanlega allur flot-
inn viti hvar varðskipin eru stödd
hverju sinni, þá vita vitaverðirnir
það ekki, og er það skaði, þvi ef
við vissum fyrirfram hvenær þeir
ættu leið framhjá væri hægt að
láta taka ýmsa hluti og skjóta
þeim upp i leiðinni i stað þess að
gera sérstaka dýra ferð kannski
fyrir eitthvað smávegis. Með
þessu móti mætti fækka beinum
ferðum — það ætti að vera hægt
að setja upp einhverja ákveðna
formúlu fyrir talstöðvarsam-
bandinu.
Samt...
— Þú ert búinn að vera á Horni
i tólf ár. Ætlarðu að vera mikið
lengur? -
— Vera eða vera ekki. Þótt ég
sakni ekki beinlinis fólks, þá hef-
ur það komið fyrir mig, þegar
skip hefur farið fyrir, að ég hef
allur hafizt, einmitt af þvi að þar
hef ég fundið návist fólks og
kannski er þetta þrátt fyrir allt
erfiðasti þátturinn i starfinu. En
eiginlega sé ég ekkert þvi til fyr-
irstöðu að vera áfram. Mér hafa
ekki birzt nein einkenni þess, að
ég sé á förum. — vh
Banki allm landsmanna