Þjóðviljinn - 26.11.1972, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.11.1972, Blaðsíða 9
8. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. nóvcmber 1972 í vitund flestra er lif vita- varöarins sveipað einhverj- um ævintýrablæ. Nálægðin við náttúruöflin, útilokunin frá skarkala heimsins, þjónustan við ókunna sjó- farendur — allt bregður þetta Ijóma á vitavarðar- starfið i augum þeirra, sem sjá það úr fjarlægð, þótt hrollur fari reyndar um suma af tilhugsuninni um einangrun og einmanaleika langa vetrarmánuði, þegar nánast ekkert samband er við umheiminn vikum saman, vindurinn gnauðar og brimið ber ströndina eða hafís leggst að og lokar öll- um leiðum. En í augum Jóhanns á Horni Péturssonar er þetta allt hversdagslegt, ekki umtalsvert, daglegt líf. Ævintýri i hans augum eru fornar bækur — að fá fá- gætan grip upp í hendurn- ar, að ná saman safni frumútgáfa — það er heill- andi, það er ævintýrið sjálft. Enginn skyldi samt skilja þetta svo, að Jóhann sé á- hugalítill um störf sín og stöðu. Þvert á mótieru hon um vitavarðarstörfin hug- stæð og hann hefur staðið framarlega í félagslegri baráttu vitavarða við að fá þau metin réttilega. Jóhann vitavörftur i Horn- bjargsvita er nýbúinn að dveljast hér i bænum um tima - kom til að gangast undir aðgerð á sjúkra- húsi, en var ta-plega f'arinn að haf'a f'ótavisl l'yrr en hann var þotinn á bókauppboð. Sá atburður bæði gladdi hann og hryggði, gladdi hann af þvi að þar náði hann i kjörgrip, sem hann hefur lengi verið að cltast við, Jónas Ilallgrimsson. Irumútgáfuna, hryggði hannvegna þess, hvernig þar var á málum haldið. - fog var furðu lostinn yfir þvi alhæfi, sagði hann i viðtali við fjjóðviljann rétt áður en hann hélt af'lur vestur, að þarna á bókaupp- boðinu var verið með bækur, sem eru til á almennum bókamarkaði, eru mas. til á forlögum hér og hægt að lá þær fyrir skil og ekki neitt, svona eitt til þrjú hundruð krónur. Korsendan fyrir svona uppboðum er að þar séu f'ágætir gripir og alveg lágmark að bæk- urnar séu uppseldar. Mér finnst alveg óverjandi, að bóka- eða list- munauppboð séu rekin með þeim hætti, að viss þáttur þeirra hvili á þvi, að þangað komi menn, sem ekki hafa hugmynd um nokkurn hlut og att sé i þá hlutum, sem fróðir menn vita. að hægt er að fá hvar sem er. Þetta er ófyrirgef- anlegt siðleysi og ömurlegur and- skoti, að aldrei skuli bóla á við- leitni til að byggja upp festu i þetta, einhverja viðstöðu, sem hvilir bæði á siðrænum og menn ingarlegum gildum, heldur sé bara bfint peningasjónarmiðið látið ráða. Eða timinn, sem notaður er til að teygja kúnnana! Það er að visu ekki óeðlilegt að reyna að fá sem mest útúr hlutunum. En sá sem hefur nokkur kynni af bóka- uppboöum erlendis, veit að þess- um þætti er gefið mikið hornauga og þekkist varla, að bókauppboð séu teygð, eins og sést bezt á þvi, að bókauppboð þar með 300 bók- um taka skemmri tima en hér með 100. — Þú ert búinn að safna lengi. Verzlaðirðu ekki einhvertima lika sjálfur með bækur? HEF ALDREI ÞEKKT AÐ VERA EINMANA Á HORNI — Jú, ég átti og rak fornbóka- verzlun Guðmundar Gamaliels- sonar i mörg ár, var við þetta um áratugi og má segja að ég hafi al izt upp undir handarjaðri Guð- mundar gamla i þvi andrúms- lofti, sem hann og samtiðarmenn hans sumir höfðu skapað og var ávöxtur langrar þróunar. Þessir menn höfðu menntazt á þessu sviði úti i Danmörku, unnið að hókagerð og fengið þekkingu, sem þeir fluttu með sér heim. Fornbókaverzlun er hámenn ingarlegt fyrirbæri og leikur margt þar innf, ekki aðeins bók- fræði, heldur margir aðrir merki- legir og menntandi þættir, alhliða og ótrúlega Ijölbreyttir. Svo er það þetta ævintýri — að kaupa söfn og vera allt i einu búinn að fá einhvern fágætan grip uppf hend- urnar, það er ólýsanlegt. Kannski hljómar það sem grobb, en i rauninni er það fögnuður yfir að hafa tekizt jafn merkilegur hlut- ur: Einu sinni náði ég á einni viku saman öllum biblium sem prent- aðar hafa verið á tslandi. Ekki neita ég þvi, að ég var dálitið montinn af þvi, ég efast um að það hafi verið gert áður. Ég man, að ég seldi þær fyrir 25 þúsund krónur, þetta var árið 1949 og hann keypti þær af mér, hann Ingólfur heitinn ísólfsson. Nú voru sömu bibliur seldar fyrir hálfa miljón eða meira og sýnir það, hve bókin er góð fjárfesting ef menn hafa vit á. Hef aldrei kunnað að meta peninga En það er ekki fjárfestingin sem stjórnar mér, þvi ég hef aldrei kunnað að meta peninga, það er bókin sjálf og innihald hennar. Þegar ég kem hingað einu sinni á ári er venjan sú, að ég kaupi bækur fyrir allan þann af- gang sem ég á, bækur og aftur bækur. Það ágæta fólk, sem ég þekki, furðar sig á að ég skuli fara með þetta i bækur, en ekki fer ég á skemmtanir, ég á ekki privatbil, ég fer ekki á bari og ég fer ekki til Mallorca og ég get ekki að þvi gert, mér finnst bókin óhemju mikilvægt atriði. Ef ég á til lotningu gagnvart nokkru, þá er það gagnvart bók. Ég var lotn- ingarfullur þegar ég hafði Jónas Hallgrimsson frumútgáfuna i höndum mér, og þótt ótrúlegt þyki, er ég buinn aö vera lengi að elta hana og hef aldrei átt kost á jafn góðu eintaki. Þetta er ekki bara af þvi að bókin er gömul. Jónas Hallgrimsson er að sumu leyti hinn sami fyrir okkur i dag og hann var og þar af leiðandi er ljóðabók hans frá þeim tima okk- ur jafnmikilsvirði i dag og hún var þá. Hún svarar enn með svip- uðum hætti, að visu örlitið breytt- um miðað við breytta félagslega afstöðu mannsins, og það er mun- urinn á slikri bók og öðrum, sem úreltast. Mitt viðhorf kann að þykja skritið, en það er einfalt: Maður á kost á að eignast svona hlut, kannski tvisvar á ævinni. Þá er spurningin ekki, hvað þetta kost- ar. heldur, hvort maður eigi fyrir þvi. Peninga er maður hvort sem er alltaf að fá og alltaf með i höndunum. að visu i mismunandi mæli, og menn geta varið mis- miklu af þeim til slikra hluta. Ég hef alltaf látið bækur ganga fyrir öðru. ég man td. þegar ég kom fyrst hingað til Reykjavikur og vann hér við fyrirtæki, var orðinn skólaus og þurfti að kaupa mér skó við útborgun i vikulokin. En einhvernveginn fór það svo, að það eina sem ég hafði heim með mér voru bækur, og jafn skólaus gekk ég eftir sem áður. Einmanaleiki er skelfilegastur innan um fólk — Ég geri ráð fyrir, að þessi mikla ást þin á bókum samfara mikilli bókaeign bæti þér talsvert upp einangrunina á Horni, en segöu mér hreinskilnislega, finnurðu aldrei til einmanaleika þar eða finnst þér bara gott að vera burtu frá skarkalanum? — Þarna kemurðu að mikil- vægum þætti i sambandi við starf vitavarða á afskekktum stöðum. Þetta er auðvitað undir mann- gerðinni komið, þaö er einf alt mál. Þar að auki breytist maður- inn meira eða minna til samræm- is við þær aðstæður sem hann býr við, enginn staður er svo snauður, að með tilkomu mannsins eða dvöl á honum, spretti ekki eitt- hvert gildi úr honum i fang við- komandi. Þessari spurningu um einangrun eða einmanaleika, hvaö sem fólk á nú við, hlýt ég að svara með þvi, að mér fyndist það ákaflega skrýtin manneskja, sem væri einmana út i náttúrunni. Að visu get ég ekki sagt, að þarna sé beint um það að ræða að vera úti i náttúrunni, en það er a.m.k. verið mikiu nær henni en t.d. á þessum félagslega vettvangi hér. Ég hef aldrei þekkt það að vera einmana á svona stöðum. Hins vegar vitum við, að sé um ein- manaleika að ræða, þá er hann skelfilegastur á þessum félags- lega vettvangi, einmitt innanum fólkið. Einmanaleiki i borgum er alþekkt fyrirbrigði og ákaflega ömurlegt. En það þarf aldrei að vera einmana þarna á Horni, bæði eru verkefnin nægileg og náttúruöflin sjálf eru útaffyrir sig skemmtileg viðfangsefni, — ég er einn af þessum fiflum, sem allt af hefst i vitlausu veðri, þvi brjálaðra sem veðrið er þeim mun dýrðlegra finnst mér það. Á svona stöðum veltur mest á samkomulagi þeirra, venjulega tveggja, sem þar dveljast og gefur þá auga leið, að það er ekki komið undir öðrum aðilanum, heldur báðum. Að sjálfsögðu er mikið komið undir þvi, á hverju fólk hefuráhuga og þar má segja að bókin hefi verið mér eins og eiturlyf, þar er ég nákvæmlega eins og forfallinn eiturlyfjaneyt- andi gagnvart fiknilyfjum. En þetta á náttúrlega við um tóm- stundirnar, verkefnin eru ærið nóg i vinnutimanum — og oft utan hans. Meira en að kíkja eftir Ijósvita — Hver eru eiginlega störf vitavarða, nákvæmlega? — Það er algengt að fólk geri sér ekki nokkra grein fyrir, hvers eðlis þau eru, halda helzt að þetta sé ekki annað en það eitt að kikja eftir ljósvita. En núorðið er ljós- vitinn sjálfur ekki orðinn nema 1—2% af starfi vitavarðarins. Tökum t.d. Horn. Þar er i fyrsta lagi vatnsaflsstöð, tvær disilvél- ar, sem verður meira og minna að keyra allt árið um kring, hvern einasta tima sólarhringsins. Svo eru þarna radióvitar, sem alltaf þurfa að vera i stöð ugri gæzlu og Ijósvitinn geng ur fyrir rafmagni. Yfirleitt fjinnst fólki, að þessi blessaða tæknihljótiað leysa allt af hólmi, en sanníeikurinn er, að hún tekur kannski erfiðasta þáttinn burt, en að sama skapi verður gæzlan og timinnsemi þetta fer miklu meiri. Þar sem er t.d. gasljós bregður upp blossa á sekúndufresti og er þá loftrás i vitakeilunni, þannig að ljósið hefur engin áhrif á hita- stigið, það helzt nokkurn veginn jafnt utan og innan og glerið er yfirleitt hreint nema að setjist utaná það i hriðarveðrum. En með tilkomu rafmagnsins er sett 1000 kerta pera i vitann, sem hitar gifurlega útfrá sér. Einnig hita radióvitarnir mikið útfrá sér og af þessu leiðir, að stöðug hrím- myndun er á vitaglerin um leið og komið er frost og hefur verið úti- lokað að forðast það, svo fara verður tvisvar til fjórum sinnum Sunnudagur 26. nóvember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 á sólarhring eftir frosti og öðru veðri, tii að sprittbera glerin, svo geislinn skili þvi sem hann á að skila. Svo er auðvitað allt sem fylgir húsinu, t.d mikið frystikerfi, sem þarf aðgæzlu, og gæzla og viðhald á húsakosti og öllum eignum vita- málastjórnar á staðnum. Þjón- usta við skip er mjög mikil, þvi yfirleitt bregzt það varla, eftir að komin eru um 9 vindstig, að þá hefur stór fjöldi af skipum sam- band við Hornbjargsvita áður en farið er fyrir og er þá ekki spurt, hvaða timi sólarhringsins er. Hafísinn lamandi Undir þjónustuna við skipin heyrir lika isþjónustan, þegar svo ber undir, og getur þetta þá orðið mjög mikið álag, ekki bara vinn unnar vegna, heldur lika vegna þeirra veðurfarslegu áhrifa sem fylgja hafisnum. Mestallan tim- ann, veturna sem isinn var fylgdi honum einhver mugga, vindstigin voru þetta 2—3, ég skil- greindi þetta sem snjókomu i veð- urskeytum, en i rauninni var það einhverskonar mugga. Og þetta var ákaflega lamandi, aldrei stormur, aldrei alveg iogn, alltaf sami vindhraðinn, sama veörið, — það var eins og legðust að manni einhver þyngsli,og það eina sem rauf þau var eiginlega að geta leiðbeint skipunum i hafisn- um, þjónustan við þaú Ég get sagt þér smádæmi, sem varpar ljósi á þetta. Mig minnir að það hafi verið i febrúar 1969, að Brúarfoss kallar um sexleytið og er þá kominn á þetta svokallaða Óðinsboðasvæði, útaf og austur af Geirólfsgnúpsegist kominn i sam- og leiðbeini honum gegnum tal- stöðina eftir lænunni fyrir bjargið — og þar slapp hann. Samanlagt held ég að ég hafi leiðbeint uppundir 300 skipum þennan tima sem isinn var, þ.e. árin 1966—70, en i fyrirlestri sem ErlendurSambandsforstjórihélt i útvarp um mikilvægi þjónustu við skip i hafis kom fram, að þá kostaði það Sambandið hartnær 50 þúsund krónur aö reka hvert skip á sólarhring. Nú ef við tökum ' þetta dæmi, i fyrsta lagi, hvað er Fossinn lengi að fara kringum landið og hvað kostar það og þar við bætist flutningur, sem hann verður að sleppa ef snúið er við, þarna er á þriggja tima fresti all- an sólarhringinn, enginn dagur undanskilinn árið um kring, og er það býsna bindandi. Kannski ekki meira bindandi en vitastörfin sjálf, en þetta njörvar hvað annað og mann sjálfan um leið. Veöur- tökunni fylgja ýmsir þættir, sem eru ekki endilega mjög timafrek- ir hver um sig, en samanlagt fer i þá þó nokkur timi, ef skila á þeirri þjónustu sómasamlega Liklega hugsar fólk ekki al- mennt útí hve veðurþjónustan gripur orðið inn i hvern einasta þátt þjóðlifsins, miklu fremur en nokkurn tima áður — það fylgir allri þessari þenslu, t.d. má Vitahúsið i Látravik undir Axarfjaili. Lengra burt sést Sniiðjuvikurbjarg og fjærst Geirólfsgnúpur. (Mynd: Jör. G.) felldan is, ekki komast lengra og spyr um útlit. Ég gat ekki sagt honum nema það sem hefði verið daginn áður þvi skyggnið var svo slæmt suddaveður. Svo höldum við sambandi alla nótt- ina, en um morguninn hefur hann samband við Eimskip i Reykja- vik, segir hvernig komið sé, spyr um flugvélar, sem ekki reyndust tiltækar og er spurður á móti, hvort ég geti ekki eitthvað gert, ástandið sé slæmt, mikill flutn- ingur á Isafirði, en hitt þó ekki siður illt að tefja sig á að sigla allan hringinn kringum land ið til baka Hann neitar þvi, en á niunda timanum rofnar skyndilega til, svo ég snara tal- stöðinni á mig og fer upp á fjall. Þegár ég kem hæst á Axarfjall sé ég einmitt Brúarfoss, hvar hann er að snúa frá mikilli samfelldri isbreiðu og hrönnum, en ég sé jafnframt leið fyrir hann upp- undir Geirólfi og norður fyrir Bjargið. Svo ég kalla i hann og sný honum aftur inn i isbreiðuna ætti það að varpa ljósi á þjóð- hagslegt mikilvægi þessarar þjónustu. Vegna sjófarenda Hitt er svo annað mál, að ég varð aldrei var við nokkurt já- kvætt viðbragð frá opinberum að- ilum, hvorki vitamálastjóra, ráðuneytisstjóra né landhelgis- gæzlunni um að talin væri þörf á að þessari þjónustu væri skilaö. En ég hef það viðhorf, að ég sé þarna fyrst og fremst vegna sjó- farenda og eigi að leysa þjónustu við þá eins vel af hendi og mér er unnt. Þetta voru eins og ósjálfráð viðbrögð, mér fannst ég eiga að gera þetta. 1 annan stað hef ég aldrei sett fram eyriskröfu fyrir þessa þjónustu, sem skipti fleiri hundruð timum, né heldur hefur mér verið boðin greiðsla. En kannski sýnir þetta m.a. að nauð- synlegt er að skilgreina nánar, hver eiga að vera störf vitavarða á afskekktum stöðum. Þá er það veðurtakan, sem segja, að varla sé orðið byggt hús né annað, svo ekki sé haft sam- band við Veðurstofuna til að fá svar við þvi, hvort hægt sé að vinna verkið. En forsenda góðrar veðurspar eru góðir og nógu margir veðurtökumenn, svo sá þáttur starfsins er ekki sizt mikil- vægur. Ekki metið fullt starf — Það er greinilega nóg að gera. Hvernig stendur á þvi, að vitavarðarstarfið er ekki fullt starf? — Það er náttúrlega fyrir neð- an allar hellur. Þegar maður er ráðinn vitavörður og á ekki ann- arra kosta völ á staönum, hvar sem er á landinu, gefur auga leið, aö það ætti að meta þaö sem fullt starf. En það er aðeins á einum eða tveim stöðum á landinu, sem þetta er óbeinlinis metið sem fullt starf i 13. launaflokki. Þó er mað- ur njörvaður allan sólarhringinn árið um kring við staðinn og 'störfin eru þannig, að þau skila ekki aðeins fullkomlega þeim tima, sem liggur til grundvallar öllu kaupi, heldur miklu meiru, eins og skýrslur okkar sanna. Þar að auki er útilokað annað hvað sem aðrir vilja vera láta, en að meta sem vaktastarf svona vinnu með átta veðurtökum dreifðum yfir sólarhringinn, þar sem allir hinir starfsþættirnir leika innf, bæði samfara veður- tökunni og á milli. Við höfum fengið viðurkennda vaktavinnu 4 tima. En vaktavinnumenn al- mennt hafa 12 aukafridaga vegna sérstöðu og ég get ekki séð annað en við séum lika með sérstöðu á þessum einangruðu stöðum. Þetta mat eða vanmat á starfi okkar sýnir ljóslega, að það er útilokað, hvort sem er gagnvart vitavörðum eða öðrum starfshóp- um þessa þjóðfélags, að ætla sér að fara að meta, hvort heldur er starfið i heild eða einstaka þætti þess án samráðs við þá, sem starfa á viðkomandi vettvangi og eru i rauninni þeir einu, sem þekkja það til hlitar. Nfðzt á konunum — Aðstoðarmenn vitavarða eru venjulega konur, er það ekki. Hvernig eru þeirra kjör? — Það eru aðstoðarmenn ráðn- ir við fjóra vita i Vestmannaeyj um, Galtarvita, Hornbjargi og á Dalatanga. Oftast hefur að- stoðarmanneskjan veriö kona vitavarðarins og það hefur i raun og veru komið i veg fyrir eðlilega viðurkenningu á starfi aðstoðar- manns sem sliks, þvi kaupið hef- ur öðrum þræði verið miðað við, að það legðist við kaup vitavarð- arins og rynni allt i sömu fjöl- skylduna og hefur kaup aðstoðar- manneskju ekki veriö neitt i sam- ræmi við hennar verkefni. Þetta er auövitað alveg ófært, þvi hversvegna skyldi ekki eigin- kona manns vera jafngildur aðili til kaups eins og hver annar i þjóðfélaginu? Þetta kemur sér- staklega vel fram núna, þegar ég hef ekki lengur eiginkonu og stend andspænis þvi að verða að fá mér aðstoð — ráðskonu, þvi það væri útilokað fyrir tvo karl- menn að vera þarna saman, það tæki ég aldrei i mál. En þá kemur það i ljós, að það er auðvitað ekki hægt að fá nokkra manneskju fyr- ir þetta kaup og útkoman er að ég verð að borga úr eigin vasa fyrir ráöskonu til aö geta haldið henni. Þvi kaup aðstoðarmanneskju er aðeins miðað við 7. launaflokk. Að visu fær hún staöaruppbót, sömu prósentvis og vitavörðurinn. Þarna hefur verið niðzt á kon- unum og eiginkonustaða þeirra notfærð og þetta hefur m.a.s. versnað meö nýjum samningi sem gerður var i vetur og ekki yfirvegaður nóg. Það er talsvert um viðhaldsvinnu á svona stöð- um, sem margborgar sig að láta þá vinna, sem eru á staðnum, og er þetta þá unnið i aukavinnu. Samkvæmt öllum eldri samning- um okkar fengu bæði vitavörður og aðstoðarmaður sama kaup fyrir þessa viðhaldsvinnu, en i nýja samningnum er abstoðar- maðurinn þ.e. konan svipt þess- um rétti og á nú að taka kaup fyr- ir þessa aukavinnu samkvæmt sinum launaflokki. Þetta tel ég, að sé raunverulega brot á lands- lögum, að ekki sé greitt sama kaup fyrir sömu vinnu, hver sem vinnur hana. Kauplækkun — Það virðast ýmsir smiða- gallar á þessum samningi ykkar. Er það rétt, sem maður hefur heyrt, að kaup ykkar vitavarö- anna hafi lækkað i raun. — Á þessu stigi málsins vil ég ekki tala út um þá hluti, þvi þetta er allt i deiglunni. Það er að visu rétt, að það hafa átt sér stað mis- tök við siðustu samningagerð, en eins og málið stendur á ég erfitt með að tala út um það, ætla fyrst að sjá, hver útkoman verður. Þeir eru með þetta i höndum sér, framámenn bandalagsins og það á að vera von lagfæringa. En fáist þær ekki er ekki annarra kosta völ en fara út i miskunnarlausa baráttu. Fyrir fótgangandi feröamenn — Hornstrandir eru að verða vinsæll ferðamannastaður á sumrin, er það ekki? — Jú, fólksstraumur þangað á sumrin hefur verið mjög vaxandi, t sumar komu t.d. á vitann eitt- hvaðum 180 manns. Hornstrandir eru að mörgu leyti einn af svip- mestu og forvitnilegustu stöðum landsins, og margfalt minna landssvæði en fólk imyndar sér og auðveldara að komast þangað. Það er ekki annað en að fara i ílugvél til tsafjarðar, og þaðan flytur t.d. Pétur á Grænagarði fólk inni Jökulfirði, um tveggja tima siglingu. Leiðin úr Veiði- leysufirði i Hornvikina er ekki meira en svona þriggja tima labb i góðu og úr Lónafirði þvert yfir á vitann svona álika og er þá annar helmingurinn upp börð vel á fót- inn, hinn niður á við. Þetta er nú alltogsumt.OgúrHornsfirði yfir i Furufjörð t.d. er enn styttri ganga. Sem betur fer ekki hægt að fara þarna nokkurn skapaðan hlut nema gangandi og koma varla nokkurntima bilvegir, nema þá að upp spretti einhverjir stóriðjumöguleikar, svo von er til, að þetta svæði fái að haldast ósnortið. — Hvað finnst þér um þá hug- mynd að friða Hornstrandirnar? — Hún er kannski ekki fráleit, en ég veit þó ekki af hvaða heil- indum hún er sett fram, hvort þar Framhald af 10. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.