Þjóðviljinn - 28.11.1972, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 28.11.1972, Qupperneq 4
4 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. nóvember 1972 Hús dagsins: Tjarnargata 40 Staldrið við á morgungöngu i glaðasólskini og virðið fyrir ykkur útskornar vindskeiðar á húsinu á horni Tjarnargötu og Skothúsvegar. Þessi form má sjá úthöggvin i sand- stein i Danmörku á þeim tima sem húsið var byggt (1908) en hér er það skorið i tré. Þessi fallegu form snúa út á við en ekki inn á við og eru þvi með nokkrum hætti almenningseign. Um eitt skeið lá við borð að þetta hús drabbaðist niður, en hefur nú verið gert upp og hefur enginn haft á orði siðan að óprýði væri að þvi. Rekstur frystihússins á Þórshöfn gengur vel Þegar herstöðin var lögð niður fór atvinnulífið að blómgast á ný í plássinu Gott atvinnuástand hefur verið á Þórshöfn a þessu ári og er starf- rækt hér blómleg útgerð — þá hefur verið góð nýting á frysti- húsinu. Er búið að vinna hér 3 þúsund tonn af fiski á árinu, sagði Pálmi Ólafson oddviti i viðtali við Þjóðviljann. Hérna stunda um 25 bátar róðra og eru einir 15 dekkbátar 45 til 50 tonna. Dekkbátarnir voru á linu i fyrravetur, þá voru þeir á nóta- veiði i sumar og siðan á snurvoð i haust. Þá byrja þeir aftur á linu i byrjun desember. Þetta úthald hefur skapað frystihúsinu nægt hráefni og er 80% af þvi þorskur og að meirihluta i fyrsta verð- ílokki. Hér nyrðra veiðist oft i marz og april rigaþorskur i net. Hraðfrystihúsið hér var byggt árið 1950 og er staðsett nokkuð langt frá höfninni. Nú stendur til að byggja nýtt frystihús niður við höfnina og er gert ráð fyrir að það geti unnið úr 4 þúsund tonnum af fiski. Er það talin heppileg stærð miðað við byggðarlagið hér og skapar um 40 til 50 manns atvinnu. Gert er ráð fyrir að byggingarkostnaður verði um 50 miljónir kr. Agætis nýting var á frysti- húsinu á Þórshöfn siðastliðið ár og nýlegir og góðir bátar hafa verið keyptir til staðarins. Bjartsýni rikir nú um atvinnulif Þórshafnarbúa og liggur það nú ekki lengur undir fargi her- stöðvarinnar. Þegar hún var lögð niður árið 1969 fóru þorpsbúar að huga betur að sjálfstæðum at- vinnurekstri og efldu útgerðina i plássinu. Við spurðum Pálma um skóla- hald á Þórshöfn. Eitt hundrað nemendur eru i barna- og unglingaskólanum. Byrjaði skólinn 1. október. Allir kennarar eru réttindafólk og eru 4 talsins. Á siðastliðnu ári fluttu 9 fjöl- skyldur til Þórshafnar. Hefur hreppsnefndin nú ákveðið að ráðast i byggingu 5 nýrra húsa til þess að mæta fólksfjölguninni. Eru mikil umskipti orðin hér i þorpinu borið saman við ástandið fyrir 3 árum, þegar allt var hér i eymd og volæði. Herstöðin á Heiðafjalli hafði óbein áhrif á framkvæmdadug fólksins hér. Atvinnufyrirtækin dröbbuðust niður og þegar her- stöðin var lögð niður fóru menn að nuga að úrræðum. Þannig lá beint við að efla útgerðina vegna hinna ágætu fiskimiða hér fyrir utan. Mikil uppgrip voru hér hjá fólki, þegar herstöðin var byggð upp á sjötta áratugnum. Siðan tók við los á fólki og það for burtu héðan, — ekkert var við ið vera heima fyrir og atvinnulifið lamað. STYRKUR til háskólanáms í Sviss Svissnesk stjórnvöid bjóða fram styrk handa tsiendingi til háskólanáms i Sviss háskólaárið 1973-74. Ætlazt er til þess, að umsækjendur hafi lokið kandfdatsprófi eða séu komnir langt áleiðis i háskólanámi. Þeir, sem þegar hafa verið mörg ár i starfi, eða eru eidri en 35 ára, koma að öðru jöfnu ekki til greina við styrkveitingu. Styrkfjárhæð- in nemur 650 frönkum á mánuði fyrir stúdenta, en allt að 800 frönkum fyrir kandidata. Auk þess hlýtur styrkþegi nokkra f járhæð til bókakaupa og er undanþeginn kennslu- gjöldum. — Þarsem kennsla i svissneskum háskólum fer annaðhvort fram á frönsku eða þýzku, er nauðsynlegt, að umsækjendur hafi nægilega þekkingu á öðru hvoru þessara tungumála. Þurfa þeir aðvera undir þaðbúnir, að á það verði reynt með prófi. Umsóknum um styrk þennan skal komiö til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, eigi siðar en 22. desember n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i menntamálaráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 23. nóvember 1972. SJÚKRAHÚS SKAGFIRÐINGA SAUÐÁRKRÓKI ÓSKAR AÐ RÁÐA s júkraþj álf ara Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til varaformanns stjórnar sjúkrahússins, Friðriks J. Friðrikssonar, héraðslæknis, Sauðár- króki. BREIÐHOLTSBUAR Söngfólk vantar i kirkjukór Breiðholts- safnaðar. Vinsamlegast hafið samband við organleikarann, Daniel Jónasson, i sima 30584, næstu daga frá kl. 17-20. RANNSÓKNASTOFNUN FISKIÐNAÐARINS óskar eftir stúlku til simavörzlu og almennra skrifstofu- starfa. RANNSÓKNASTOFNUN FISK- IÐNAÐARINS SKÚLAGÖTU 4, SÍMI 20240.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.