Þjóðviljinn - 28.11.1972, Side 8

Þjóðviljinn - 28.11.1972, Side 8
8. SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. nóvember 1972 Þær loftárásir stofnuðu lífi miljóna í hættu, en voru Bandaríkjamönnum bæði „þægilegar og ódýrar.” Þegar kvikmyndaleikkonan Jane Fonda sá verksumerki gat hún ekki annað en líkt Nixon Bandaríkjaforseta við Hitler. Handariska leikkonan Jane Fonda sá með eigin augum viðurstyggð eyðileggingar meðan hún var iheimsókni Norður-Vietnam i sumar. Þeir staðir þar sem flóðgarðar hafa aðallega verið sprengdir eru merktir með stjörnum. Ofarlega til vinstri er höfuðborgin Hanoi um- kringd varnargarði. Ef hann brysti stæði vatniö 7 metra djúpt á götum borgarinnar. Þorpsbúar hlaupa til og bera leirhnullunga á sjálfum sér til aö gera við stiflugarö eftir loftárás. Sprengjum varpað á flóðvarnargarðana Eitt af mestu hermdarverkum Bandarikjanna i Vietnam hafa verið loftárásir þeirra á stiflu- garða og önnur vatnsmiðlunar- mannvirki i neðanverðum Rauð- árdal og i óshólmum Rauðár i Norður-Vietnam. A örlitlu svæði, aðeins 15 þúsund ferkilómetrum (einum sjöunda parti Islands) búa um 10 miljónir manna á afar frjósömu landi, sem er kornforðabúr allrar þjóðarinnar. Land stendur þarna mjög lágt, og án flóðgarðanna mundi áin flæðayfirsvæðið, eyðileggja akra og sópa burt húsum. Allir geta gert sér i hugarlund hvilikt manntjón yrði við slikar að- stæður. Fréttir af þvi, að Bandarikja- menn miðuðu sprengjum sinum sérstaklega á þessa lifsnauðsyn- legu flóðgarða tóku að berast út i vor leið, en i fyrstu neituðu Bandarikjamenn að nokkuð væri til i þeim. Enda vildi hinn sið- menntaði heimur ekki trúa þvi, að þetta gæti verið satt. En Norður-Vietnamar fóru með erlenda gesti sina út á flóða- svæðin og sýndu þeim verks- ummerki. Loks gátu Bandarikja- Hér hefur sprengja fallið mitt á iágan varnargarö. menn ekki lengur neitað stað- reyndum og Nixon forseti viður- kenndi vandræðalega, 27. júli i sumar, að einhver brögð hefðu verið að þvi að sprengjur hefðu fallið á þessi mannvirki. En áfram hélt talið af hálfu Bandarikjamanna að aðeins „hernaðarlega mikilvæg skot 'mörk” yrðu fyrir árásum. Svotil allir erlendir fretta- ritarar i Hanoi voru i skoðunar- ferð 11. júli við Nam Sach- garðana, þegar bandarisk flug- vélasveit birtist og varpaði 28 sprengjum á og við varnar- garðinn. Meðal annars löskuðust flóðgáttir þar sem 6 þverár renna i Rauðá. Það er einfalt fyrir flug- mennina að hitta vatnsmiðlunar- mannvirkin. bau sjást langt að, þvi að þetta eru háir garðar og þykkir, úr leir. Það voru aðallega notaðar 1.000 punda sprengjur á þá, og það nægði að þær lentu utan i garðinum. Þá var undir- staðan orðin ótrygg og komnai sprungur i garðinn sjálfan. Of það er aldrei hægt að þétta hanr svo með nýjum leir, að jafnþéti verði. Minnsta sprunga getur leiti til þess að skarð rofni i garðinr undan áleitnu vatninu. Það var hættuminna fyrii Bandarikjamenn að beina árás um sinum á varnargarðana er borgir landsins, þvi að þar vai tekið á móti þeim með skeinu hættum loftvarnarbyssum. Er árangurinn hvað snertir morð á saklausu fólki gat orðið marg faldur. Vietnamar hafa sára reynslu al þvi, hvað það kostar að vanrækja viðhald á flóðgörðunum. Arið 1945 gáfu garðarnir eftir, þvi að litt hafði verið um þá hugsað meðan á hernámi Japana stóð. Meira en 2 miljónir manna drukknuðu. Varnargarðarnir eru flókið kerfi sem hefur verið mörg þúsund ár i uppbyggingu. En aldrei hefur þó verið unnið betur að byggingu þess og viðhaldi en siðustu 15 árin. Þá er talið að 126 miljón rúmmetrum af leir og jarðvegi hafi verið mokað upp og flutt til i þessu skyni, en það er helmingi meira en unnið var öll 100 ár franska nýlenduveldisins. A þessu ári hefur þurft að starfa óvenju mikið við stiflu- garða Rauðár. Fyrstu sex mánuði ársins er taliö að mokað hafi verið um 15 miljón rúmmetrum af jarðvegi, en það er 3svar sinn- um meira en gert var i fyrra. A ófáum stöðum hefur orðið að byggja garðana alveg frá grunni, svo laskaðir hafa þeir verið af sprengjuárásum Bandarikja- manna. En á 4 mánuðum, til 27. júli, gerðu þeir loftárásir 173 sinnum á flóðgarðana og vörpuðu á þá 243 sprengjum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.