Þjóðviljinn - 09.12.1972, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.12.1972, Blaðsíða 2
2 SiÐA — ÞJÓDVILJINN Laugardagur !). desembcr 1!)72 Horn ✓ 1 síðu Um mismunun boðbera L>að fer ekkert á milli mála, aö boðberar eru mikilvægir starfs- menn i þjóðfélaginu. Innan hins margslungna kerfis sem er kring- um alla skapaða hluti er þó mis- munun gerð á mikilvægi þeirra Til dæmis hefur yfirboðberi guðs- kristni, biskupinn yfir íslandi, 73.125 krónur i mánaðarlaun samkvæmt launaflokki B5, en hins vegar hefur yfirboðberi Pósts og sima, yfirbréfberi öðru nafni, 25.483 krónur i mánaðar- laun eftir (> ára starf samkvæmt 11. launaflokki. Hin þelta er ekki eina launamis- munun sem gerð er á boðberum. Sá ágæti siður að greiða laun- þegum visitölubætur á laun er með þeim þverbresti ger, að þar ler Iram meiri mismunun en viðar annars staðar finnst innan kerfisins. Ef verðlagsþróun einhvern vissan tima yrði sú að greiða bæri 5% visilölubætur á laun, fengi boðberi guðskristninnar .3656 króna launauppbætur fyrir hvern mánuð uppfrá þvi, en boöberi Pósts og sima aðeins 1274 krónur. Mismunur 3282 krónur. Hefði verölagsþróunin hins vegar orðið sú, aö greiða ætti 10% verðlagsuppbætur fengi sá meira metni boðberinn 7312 krónur á mánuði i bætur, en sá sem minna er um vert 2548 krónur, og þá verður mismunurinn 4764 krónur. Hefði verðlagsþróunin sam- kvæmt seinna dæminu leitt til 3500 króna hækkun framfærslu- kostnaðar, skertust laun boðbera Pósts og sima um 952 krónur þrátt fyrir 2548 króna uppbætur, en boðberi fagnaðarerindisins ætti 3812 krónur umfram krónu- hækkun fram færslukostn- aðar. En i Ævinlýrinu mikla stendur: ,,Sá yðar sem á tvo kyrtla gefi annan þeim, sem engan á.” Hver skyldi nú vera boðberi slikra ævintýrasagna? Af dæmunum um boðberana sést greinilega, að visitöluupp- bætur á laun eru siður en svo trygging fyrir launalegu réttlæti, eða jöfnun á bólum til þegnanna fyrir skerðingu, sem orðið helur á umsömdu kaupi þeirra. Eins og uppbótakerli launanna er nú hátl- að, græða þeir fé á verðbólgú sem meira mega sin, en þeir sem ekki mega við að missa neitt úr aski sinum og skipa lægstu laun- aflokkana, þeir fá ekki að fullu bætta þá skerðingu sem þeir verða fyrir. bess vegna ætti það að vera til athugunar l'yrir boðbera landsins að stol'na með sér l'élag, sem ynni i anda ævintýrisins um kyrtlana, og hefði að kjörorði, ekki einvörð- ungu sömu laun fyrir sömu vinnu — heldur einnig sömu bætur l'yrir söinu skerðingii. — úþ Margar miljónir enn ókomnar til g j aldheimtunnar — I«aö er alllal dálitill liúpur iiiannu sem skuldar gjöld sin frá ári til árs, sagði (iuömundur Vignir Jósepsson gjaldlieim tu- stjóri i Keykjavik er lilaðið liafði samltand við liami. Eg hef ekki nákva-mar prci- sentutöíur um hvernig innheimt- an stendur þessa stundina, sagði (iuðmundur. en 4. des. voru úti- standandi 1330 miljónir króna af álögðum gjöldum ársins 1972 en þau námu upphaflcga um 4 mil- jörðum. Eftirstöðvar ársins 1971 voru sama dag 196 miljónir, eftirstöðv- ar ársins 1970 eru þær 79 miljón- irnar, en samtals frá eldri tima en 1970 voru útistandandi 106 miljónir 4. des. Nokkuð af þeirri uppha'ð sem ekki innheimtist er lilkomin með þeim ha'tti, að um áætluð gjöld er að ra'ða á þá menn sem ekki hafa skilað lramtölum, en þeim gjöld- um reynist oft erfitt að ná. bá eru alltaf eitthvað útistandandi vegna gjaldþrota, en skipti á gjald- þrotabúi tekur olt langan tima. (luðmundur kvað Gjaldheimt- una vera afar ihaldssama við al'- skriltir. Gjaldakröfur fyrnast á 4 árum, sé þeim ekki haldið i gildi með lögtaksaðgerðum. bað er ekki fyrr en við teljum það víst, að viðkomandi l'ær ekki neinar kaupgreiðslur og á ekki neinar eignir til. að við alskrifum ógrcidd gjöld, sagði Guðmundur að lokum. — úþ Sýna skuggsmyndir úr fyrra þorskastríði beir Eirikur Kristófersson, fyrrveraudi skipherra og Magnús Sigurðsson, fyrrverandi skóla- stjóri, iii ii n ii lialda skugga- iiiyiidasýningar viðs vegar í liorginni, þar seni Eirfkur skýrir inyndir úr þorskastrlðinu liinu fvrra. Aðgangur að þessum sýningum kostar 100 kronur og rennur ágóð- inn i Hjálparsjóð æskufólks, sem Magnús er forsvarsmaður fyrir. Hjálparsjóður æskufólks hefur starfað frá árinu 1964, en hann styrkir munaðarlaus, bækluð eða vanrækt börn, ef þau þurfa sér- stakrar hjálpar við, sem þeirra nánustu eru ekki færir um að veita einhverra orsaka vegna. Fyrsta starfsárið voru veittir styrkir til þriggja ungmenna að upphæð samtals 40 þúsund krón- ur, en i ár munu yfir 40 aðilar hljóta styrk úr sjóðnum samtals að upphæð yfir hálfa miljón króna, enda stofnfé sjóðsins orðið um 5 miljónir króna. Fyrsta myndasýning þeirra Eiriks og Magnúsar fer fram i Félagsheimili Assóknar, Hóls- vegi 17, klukkan 3 á sunnudaginn kemur. VERÐ 26.956,00. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA ^ Véladeild ARMULA 3 REYKJAVIK, SIMI 38900 SÖLU- OG SÝNINGARSTAÐIR: Liverpool, Laugavegi 18 a, Domus, Lauga- vegi 91, Gefjun, Austurstræti, Dráttarvélar, Hafnarstræti 23, Véladeild SlS, Ármúla 3 og kaupfélögin um land allt. Tökum gamlar vélar sem greiðslu upp í nýjar. #Algerlega sjálfvirkur hnappagatasaumur. Talan er sett í fótinn og vélin saumar sjálfvirkt rétta stærð af hnappagötum. # Þræðingarspor, allt frá 1/2 cm til 5 cm langt. # Sérstakur fótur fyrir köflótt efni. # Hraðastiilir á vélinni sjálfri. # Sjálfsmurð. # Sjálfvirk þræðing. Eín ég s it og sauma Einu sinni áttu þessi orð rétt á sér. En ekki lengur. Þú ert ekki ein með nýju SINGER saumavélina við höndina, SINGER 760, fullkomnari en nokkru sinni fyrr. ■ . &00*0liaWk fyrir yóAun mui $ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS — úþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.