Þjóðviljinn - 09.12.1972, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.12.1972, Blaðsíða 9
Þá er ekki heldur ao vita hvaða aðrar afurðir mætti framleiða úr þörungum, oger þess að vænta að ef þetta fyrirtæki, sem hér er verið að undirbúa, kemst á laggirnar, þá verði rannsóknum og vöruþróun á þessu sviði gefinn mikill gaumur. Þetta tækifæri sem hér býðst með viðskiptum við AIL er þannig vonandi stökkpallur til mun viðtækari nýtingar sæþörunga. Tilboð fyrirtækisins opnar möguleika til að hefja starf i það stórum stil, að hægt sé að gera þær bætur á aðstöðu og koma þvi skipulagi á öflun hráefnis og úrskipun afurða, sem nauðsynlegt er til að tryggja rekstrarhagkvæmni þessarar. starfsemi. Þegar sú aðstaða er fengin geta aðrir möguleikar fylgt i kjölfarið. Framkvæmdir hins opinbera Eins og komið hefur fram þarf hið opinbera að koma upp þeirri aðstöðu á Reykhólum, sem gerir rekstur af þessari stærð mögu- legan. Þannig verður nauðsynleg vegagerð frá Reykhólum og að fyrirhuguðu verksmiðjusvæði i Karlsey undan Reykhólum. Þá þarf að byggja bryggju við Karls- ey, leggja þriggja fasa raflinu, sem annað getur orkuþörf fyrir- tækisins og bora eftir-heitu vatni og veita þvi til verksmiðjunnar. Lausleg byrjunaráætlun bendir til þess að þessar framkvæmdir kosti um 60 miljónir króna; Nú kann að vera á!:*amal livernig lfta beri á hagkvæmni svona framkvæmda af hálfu hins opinbera. Reiknað er með þvi, að fyrirtækið greiði einungis jarð - -maveituna að fullu aftur sam- kvæmt reikningi fyrir varma- notkun. Not af raflinu, höfn og vegi að henni yrðu hins vegar svo almenn, ef að likum lætur, að rikisstjórnin telur verjanlegt að i slikar framkvæmdir verði ráðizt þótt einungis verði greitt fyrir afnot af höfn i formi venjulegra hafnargjalda og kaup á raforku á þvi verði, sem gildir á þessu svæði. Mun rikisstjórnin þvi leita heimildar Alþingis til lántöku allt að 50 m. kr. til þessara opinberu framkvæmda á árinu 1973 , ef endanleg ákvörðun um byggingu verksmiðju verður tekin á grund- velli þeirra athugana, sem væntanlegt undirbúningsfyrir- tæki lætur framkvæma. Tímamörk — lokaorö Eins og fram kemur i athugasemdum með frum- varpinu eru timamörk þau, sem tilboð AIL gerir ráð fyrir, mjög naum, og er þvi tæplega ráðrúm til svo ýtarlegrar meðferðar af hálfu hins opinbera og menn hefðu e.t.v. viljað. En þar sem frekari dráttur gæti aftur eyðilagt þær viðskiptalegu forsendur, sem nú hafa skapzt til vinnslu þangs, hefur rikisstjórnin ákveðið að hraða meðferð málsins eftir föng- um, m.a. með þvi frumvarpi að undirbúningsfyrirtæki, sem hér er lagt fram. Meö stofnun sliks fyrirtækis ætti að verða unnt að framkvæma það tæknilega undirbúningsstarf, sem nauðsyn- legt er til að fá staðfestingu á rekstrargrundvelli þang- þurrkunarstöðvar og búa allt i haginn fyrir framkvæmdir ef jákvæð ákvörðun er tekin um stofnun endanlegs fyrirtækis til byggingar og rekstrar slikrar stöðvar. Með tilliti til þessara aðstæðna leggur rikisstjórnin fram frum- varp þetta og vonast eftir jákvæð- um undirtektum og skjótri af- greiðslu þingsins. ,augardagur 9. desember 1972 Þ.JÓÐVILJINN SÍÐA 9 Björgvin Sigurðsson, Stokkseyri: Samþykkt, er verður að framfylgja lljörgvin Sigurðsson A nýloknu 32. þingi A.S.Í. voru margar merkar ályktanir gerð- ar. Ein var sú samþykkt, er þar var gerð, sem vert er að vekja athygli á, en það er tillaga, er flutt var af Jóni Ingimarssyni frá Akureyri um að ekki yrði leyft að taka meira af kaupi launafólks af hverri útborgun vinnulauna, en 40% i opinber gjöld. Innheimtu opinberra gjalda af kaupi launafólks hefur verið beitt af miskunnarlausri hörku. Plr furðuleg hve löggjafinn hef- ur leyft að ganga langt i þeim efnum. Að sjálfsögðu er alltaf nokkuð undir þvi komið i hverra hönd- um innheimtan er. en margir innheimtumenn ganga að verki án allrar tillitssemi um hag og ástæður viðkomandi launþega og mun gjaldheimtan i Reykja- vik þar litla miskunn sýna. Þau lagaákvæði, er nú gilda i þessum efnum, eru algerlega óviðunandi. i minu byggðarlagi hefur i þó nokkrum tilfellum komið fyrir og hver einasti eyrir hefur verii tekinn af útborgun fjölskyldu- manna og þeir staðið uppi með bjargarlaus heimilin. er þeir á föstudögum vitjuðu launa sinna og ætluðu siðan að kaupa i helgarmatinn. en fengu kvittan- ir einar i launaumslögunum. Það hlýtur að verða öllum sanngjörnum mönnum ljóst, að hér er lengra gengið en nokkurri átt nær. 40%, innheimta af hverri útborgun er algert há- mark þess. sem leyfilegt á að vera að taka af launum i hvert skipti. enda er með slikri prósenttölu hægt að halda fu 11 - komnum skilum gagnvart þvi opinbera. Harka sú. sem einstakir inn- heimtumenn beita og leyfð er lögum samkvæmt. er til van- sa'mdar þeim. er að standa. At- vinnurekendum, sem mannleg- ar tilfinningareigai þessum efn- um og einhverja linkind vilja sýna, ef ásta'ður launþega, er hjá þeim vinna, eru slikar að erfitt sé um harkalegar inn- heimtuaðgerðir. er miskunnar- laust hótað relsiaðgerðum, lög- taki i eignum þeirra sjálfra og öðru sliku. ilér er um rangla'ti að ræða. sem brýtur gegn heil- brigðri réttla'tiskennd almenn- ings og verður að leiðrélta og það án tafar. Of lengi hefur þetta ófremdarástand varað og valdið i senn launþegum og fjöl- skyldum þeirra sárum erfið- leikum og ýmsum atvinnurek- endum erl'itl um að halda góð- um starfskröflum i þjónustu sinni. A Alþýðusambandsþingi var tillaga Jóns lngimarssonar samþykkt einróma af ellum fulltrúum i trausti þess að hér yrði ekki um pappirssamþvkkt eina að ræða. heldur fylgdu virkar aðgerðir i kjöifarið. Mistjórn A.S.Í. ber að hlutasl til um að sainþykkt þessari verði framíylgt. Klytja þírfþegar i stað tillögu um lagabreytingar á alþingi og tryggja að samþykkt alþýðu sambandsþings i þessu máli la lagagildi á yfirstandandi al- þingi. Ilér má undir engum kringumslæðum sofa á verðin- um. Málið er brýnt og aðkall- andi og launþegar um gjörvallt landið munu lylgjast mjög vel með hver framvinda þess verð- ur. Stokkseyri. 4. des. 1972. lijiirgvin Sigurðsson. bréf til blaösins EFTIR BEÐIÐ STRÆTÓ Svona bíður fólk eftir strætisvagninum á stoppi- stöð í Breiðholtinu. Myndin er tekin á dög- unum við Norðurfell. i nýbyggðum hverfum eru staurar stundum á skakk upp i loftið og verða jafn- vel staurar merktir SVR að lúta þessum- lögmál- um. 6 námshópar Norræna sumarháskólans starf- ræktir hér Sex námshópar Norræna sumarháskólans verða starfræktir hérlendis á vor- misserinu 1973 og verður haldinn undirbúnings- fundur n.k. fimmtudags- kvöld í Norræna húsinu, þar sem væntanlegir þátt- takendur geta gefið sig fram. Norræni s um a rhás kól i nn starfar i öllum háskólaborgum á Norðurlöndum, m.a. með þeim nætti, að skipulagðir eru náms- nópar til að fjalla um verkefni, sem verkefnanefnd skólans hefur valið. Höfuðmarkmið Norræna sumarháskólans er að koma á samvinnu manna, sem leggja stund á margvislegar fræði- greinar, m.a. til að ræða þau vandamál, sem sameiginleg eru fyrir fleiri en eina fræðigrein. Það er einnig tilgangur skólans að efla skilning á grundvallaratriðum visindastarfsemi, á sérkennum rannsóknaraðferða hinna ýmsu visindagreina og stöðu visinda i samfélaginu. Skólinn stendur fyrir sumar- móti ár hvert, þar sem þátt- takendur i námshópastarfinu eiga þess kost að bera saman bækur sinar. Að þessu sinni verður sumarmótið haldið i námubænum Röros i Þrændalög- um. tslandsdeild Norræna sumar- háskólans starfrækir á vor- misserinu eftirtalda námshópa: I. Ilókmenntir i þjóðfélaginu. Námshópsstjóri er Ólafur Jónsson ritstjóri, Háaleitisbraut 17, simi 83887. i námshópnum verður rætt um áhrif pólitiskra skoðana og þjóð- félagslegrar þekkingar á bók- menntamat og skoðanir manna á tilgangi bókmennta. Fjallað F'rh. á bls. 15 Kona á Eskifirði hlaut vinninginn I tilefni af 70 ára afmæli SIS og 90 ára afmælis elzta kaupfélags landsins, — K.Þ. á Húsavik — var efnt tij getraunakeppni. 1 lok noventber var dregið i siðari hluta þessarar afinælisget- raunar. Var vinningurinn ferð fyrir tvo með StS-skipi til megin- lands Evrópu. Vinninginn hlaut Anna Sigurjónsdóttir, Bleikshlið 71 i Eskifjarðarkauptúni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.