Þjóðviljinn - 09.12.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 09.12.1972, Blaðsíða 13
I,;uif>ai(lagur !l. desember 1*172 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13- Q Alistair Mair: Það var sumar i Þegar leitandi varir hennar slepptu honum lausum, hélt hahn henni fast að sér og reyndi að stöðva skjálftann sem gagntók hann. Hann fann að hún brosti. — Ertu spenntur, elskan? Hún hvislaði þetta i eyra honum og fiðringur fór um hann allan — Hvað heldurðu? Rödd hans var framandi, rétt eins og fætur hans og likami. Hugurinn einn var hikandi og á báðum áttum. — Slakaðu á, hvislaði hún. — Ég get það ekki. — Komdu þá. Hún vék sér frá honum og nælonið straukst um fingurgóma hans. — Við skulum ná i sessur. Hann horfði á hana taka sess- urnarúrstólunumog leggja þær á gólfteppið framanvið arininn. Hann sá hana leggjast út af við fætur hans, hvila þar og horfa upp til hans og laust hárið féll niður á herðarnar. Hún teygði armana i átt til hans. — Komdu, hvislaði hún. Hann féll á kné hjá henni og hún vafði handleggjunum um háls honum og dró hann niður til sin. Hann seig neðar unz hann gróf varirnar i ilmandi hári hennar. — Jean, umlaði hann ráðþrota. — Jean. En óttinn var á undanhaldi. Efasemdirnar voru að fjar- lægjast. Raunveruleikinn náði ekki lengra en að veitulum faðmi hennar. Og hún brosti, brosti i daufu eldskininu og varirnar rakar eftir kossa hans. — Borgaði sig að biða? hvislaði hún. Laugardagur 9. desember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10. Eréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.10. Morguiibæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðni Kolbeinsson les söguna um ,,Valda og vini hans" eftir Ingólf Jónsson frá Prestbakka. Tiikynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Morgun- kaffiðkl. 10.25.: Páll Heiðar Jónsson og gestir hans ræða dagskrána. Einnig sagt frá veðri og l'ærð á vegum. 12.00 Ðagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13,00 úskaliig sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.40 islen/.kt mál.Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. 15.00 Stúdió .l.Jökull Jakobs- son stjórnar blönduðum þætti. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurlregnir. Stanz. Arni Þór Eymundsson og Pétur Sveinbjarnarson sjá um þáttinn. 16.45 A bókamarkaðinum Andrés Björnsson útvarps- stjóri sér um lestur úr nýjum bókum. 17.40 útvarpssaga barnanna: „Sagan lians iljalla litla” eftir Stefán Jónsson. Gisli Halldórsson leikari les (21). 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Við og fjölmiðlarnir Einar Kari Haraldsson fréttamaðursér um þáttinn. 19.40 Bækur og bókmenntir. Rætt um „Járnblómið", nýja skáldsögu Guðmundar Danielssonar. 20.00 II Ijóm plöturabb Þor- steins llannessonar 20.55 Framhaldsleikritið „Landsins lukka" eftir Guunar M. Magnúss. Attundi þáttur „Milli leigu- liðans og kóngsins”. Leik- stjóri: Brynja Benedikts- dóttir. Persónur og leik- endur: Skúli Magnússon., Sigurður Karlsson... Stein- unn kona hans., Margrét Guðmundsdóttir... Jón sonur þeirra., Friðrik Erlingsson... Hallur hjá- leigubóndi., Gisli Halldórs- son... Bogi lækningamaður., Klemenz Jónsson... Magnús Gislason lögmaður., Guðjón Ingi Sigurðsson... Pingel amtmaður., Baldvin Halldórsson... Friðrik kon- ungur V., Þorsteinn Gunnarsson... 21.40 Gömlu dausarniivKarl Groenstedt og harmoniku- hljómsveit hans leika. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurlregnir. Iianslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 9. desember 1972 17.00 Þý/.ka i sjónvarpi-i. og 4. þáttur kennslumynda- ilokksins Guten Tag. 17.30 Skákkennsla. Kennari Friðrik ólafsson. 18.00 Þingvikan. Þáltur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 18.30 iþróllir. Umsjónar- maður ómar Ragnarsson. Illé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 lleimurinn minn.Banda- riskur gamanmynda- flokkur, byggður á (eikningum og sögum eftm James Thurber. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 20.50 Kvöldstund i sjónvarps- sal. Agúst Atlason, Heigi Pétursson og ólalur Þórðarson taka á móti gestum. Meðal þeirra, sem fram koma i þættinum eru Haukur Jónsson, Sverrir Guðjónsson, Karl Sighvats- son, Gunnar Þórðarson, Haukur Mortens og Þuriður Sigurðardóttir. 21.20 A ströndinni (On the Beach). Bandarisk biómynd byggð á sögu eltir Nevil Shute. Leikstjóri Stanley Kramer. Aaðalhlutverk Ava (iardner, Gregory Peck og Fred Astaire. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Myndin. sem gerð er árið 1960, lýsir þvi ástandi, er orðið gæti af- leiðing k jarnorkustyrj- aldar. Ileimsstyrjöld helur geisað. Meginhluti jarðar- innar hefur verið lagður í rúst og lil'i þar tortimt með kjarnorkusprengjum . i Astraliu er þó allt enn með eðlilegum hætti, en eftir nokkra mánuði munu stað- vindar snúast og bera geislavirkt ryk og banvæna úrkomu suður á bóginn. 23.30 Dagskrárlok. — Já, stundi hann. — Guð minn góður, já. Elisabet lá vakandi i rökkrinu og hlustaði á rólegan andardrátt Peters. Hún hafði sofið i örmum hans stundarkorn eftir atlot þeirra og þegar hún vaknaði hafði höndin sem hann hafði legið á, verið dofin og köld. Hún dró hana varlega að sér og læddist yfir i sitt eigið rúm og siðan hafði hún verið andvaka. En það gerði ekkert til. Henni hafði alltaf fundizt notalegt að liggja vakandi eftir ástaleik og, ánægð og mett. En það gerðist ekki oft nú orðið. Og þetta hafði verið lengsta hléið til þessa, fimm vikur og milli þeirra hafði staðið varnarveggur þreytu og spennu og ofreynslu. En kvöldið i kvöld hafði verið öðru visi. Hún hafði halt hugboð um að svo yrði, frá þvi að Bob Barrie fór. Peter hafði komið brosandi inn eftir að hafa fylgt honum til dyra. Það var eins og mesta þreytan væri þegar horfin úr augum hans. Hann hafði byrjað að tala með gamla áhuganum, sem einu sinni hafði einkennt hann. Og hann hafði talað um framtiðina, en það um- ræðuefni höfðu þau lengi forðazt. Hann hafði talað um ferðalög, utanlandsferðir, miðstöðvarhitin og nýjan bil, tjöld fyrir setustofu- gluggann og gólfteppi i anddyrið, uppþvottavélar og heimilisaðstoð og hún hafði hlegið og tekið þátt i gamninu, sæl yfir þvi að hann var hamingjusamur, enn sælli yfir þvi að hann hafði samið við Barrie. Þvi að Barrie ætlaði að hefja störf eftir mánuð, mánudaginn tuttugasta nóvember. Hann átti aðeins eftir að gera núverandi vinnuveitanda sinum aðvart og Peter átti eftir að ganga frá samningsuppkasti sem siðan yrði undirritað. Nú var framtiðin ekki lengur eitthvað þrúgandi og kviðvænlegt. Hún var að verða það sem hún hefði alltaf átt að vera, eitthvað sem hægt var að undirbúa skipuleggja, vonir sem rættust, draumar sem urðu að veruleika. Og hún lá i myrkrinu og hugsaði um þennan eina mánuð og hina mánuðina sem á eftir kæmu, og hún mundi ekki eftir Simoni fyrr en það marraði i stiganum. Fyrr um kvöldið hafði hann verið henni ofarlega i huga. Hann var svo ólikur Peter. Það gat Peter aldrei skilið. Hann hafði gert sér vonir um son sem væri eins og hann sjállur á unga aldri, með sömu áhugamál, sömu fordóma, son sem væri eins konar trygging fyrir eigin ódauðleika. En það hafði hann ekki öðlazt hjá Simoni. Hún hafði vitað það árum saman, en Peter hafði lokað augunum fyrir þvi, þar til fyrir þrem árum að pilturinn hafði tekið þá ákvörðun að leggja ekki stund á læknisfræði. Það höfðu verið bitur vonbrigði fyrir föður hans, þótt hann viðurkenndi það ekki. En meö hverju ári sem leið siðan hafði munurinn orðið aug- ljósari fyrir alla aðra en Peter. Hann hafði enn haldið dauðahaldi i þá von að tengsl þeirra yrðu nánari með timanum. Elisabet vissi þetta og hún hafði fylgzt með þeim kvíðandi og beðiö þess að hjálpa honum ylir vonbrigðin sem hlylu að koma. Og i kvöld hafði hann orðið fyrir einum slik- um vonbrigðum. Hún hafði séð það i svip hans þegar hún kom að honum þegar hann var að hengja endurnar upp i búrinu. — Hvernig gekk Simoni? hafði hún spurt varfærnislega. — Engan veginn, sagði Peter. — Hann reyndi ekki einu sinni. Hann hefur engan áhuga. Hún vissi samstundis hvað i þessu fólst. — Attu við...að hann hafi ekki áhuga á fuglaveiðum? — Einmitt. — Sagði hann það? — Já, reyndar. Hann dró enga dul á afstöðu sina. Og hann gekk enn lengra. Hann lýsti þvi yfir að hann væri ekkert hrifinn af þvi að ég stundaði veiðar heldur. —- En það kemur honum ekkert við. — Það sagði ég honum lika. Hún heyrði á raddhreim hans hve særður hann var. Hún horfði á hann herða bandið að hálsi I dauðu fuglanna. — Jæja, sagði hún döpur i I bragði. — Hann er vist orðinn nógu gamall til að vita hvað hann vill. — Ég sagði honum það. — En það er lika rétt, vinur minn. Við verðum að leyfa honum að lifa sinu eigin lifi, bæði tvö. — Satt er það, sagði Peter. — Svo framarlega sem hann lætur mig i friði með mitt líf. Hann hengdi fuglana á krók og sneri sér frá. — Hvað sem þvi liður, þá ætla ég i bað áður en þessi Barrie kemúr. Og ég verð að koma mér að þvi. Og heimsókn Barries hafði bjargaö kvöldinu. Hún hafði komið inn til þeirra þegar þeir höfðu lokið við að ræða viðskiptin og þeir höfðu spjallað saman og hlegið saman eins og gamlir vinir. Hún hafði ekkert hugsað um Simon fyrr en marraði i stiga- þrepinu. Og þá fyrst áttaöi hún sig á þvi aö hann hafði ekki komið heim fyrr. Stundarkorn lá hún kyrr og hlustaði á fótatak hans á stigapallinum. Þá lyfti hún klúkkunni og rýndi i skifuna með sjálflýsandi visunum. Klukkan var þrjú. Og dansleikurinn hafði verið i bænum. Hann hafði ekki fjarlægðina sér til afsökunar. Hún lá stundarkorn enn á báðum átt- um. Siðan læddist hún hljóðlega fram úr rúminu og fleygði inni- sloppnum yfir herðarnar. Það var dimmt frammi i stiga- ganginum. Þegar hún kom lram fyrir kviknaði á ljósinu inni hjá Simoni. Hún barði hljóðlega á hálfopna hurðina. — Það er ég, hvislaði hún. Hann tók viðbragð og sneri sér við. — Ég heyrði eitthvert þrusk, sagði hún. — Ég ætlaði bara að ganga úr skugga um að það væri þú. Og hún vissi undir eins hvað gerzt hafði. Hann var rauðeygður og þrútinn. Varirnar voru bólgnar eftir kossa. Daufur varalitarklin- ingur litaði vanga hans og háls og hvitan flibbann. En það sem meira var, það sem var óskil- greinanlegra en mikilvægara, pilturinn sem stóð eins og i varnarstöðu hjá rúmi sinu með skóna i hendinni, var ekki lengur alveg sami pilturinn. — Þú kemur seint, sagði hún rólega. — Var eitthvað sérstakt sem tafði þig? - Tja..svo sem ekki. En þaö var úrhellisrigning. Ég fór inn með Jean og fékk kaffi og beið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.