Þjóðviljinn - 09.12.1972, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.12.1972, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. desember 1972 Ræða Magnúsar Kjartanssonar iðnaðarráðherra á alþingi um fyrirhugaða þangvinnslu að Reykhólum: Hagkvæm nýting náttúru- auðlinda án spillingar umhverfis Inngangur Með frumvarpi þvi, sem rikis- stjórnin leggur hér fram um stoínun fyrirtækis til undir- búnings þörungavinnslu á Reyk hólum er stigið merkilegt spor i áttina til hagkvæmrar nýtingar islenzkra náttúruauðlinda til eflingar islenzku þjóðlifi i breið- um skilningi. Með þvi eru til lykta leiddar athuganir, sem staðið hafa, með nokkrum hvildum þó, i yfir tuttugu ár, eða jafnvel mun lengur ef fyrstu tilraunir til vinnslu eru taldar með. Að þessu hafa unnið ýmsar stofnanir, félög og einstaklingar , sumir hverjir af einstakri bjartsýni og þraut- seigju. Má þar sérsiaklega nefna Sigurð V. Hallsson, efnaverk- fræðing, sem hvað lengst hefur unnið að málinu sérfræðilega, svo og Orkumálastjóra, sem um hrið koslaði þessar rannsóknir og Rannsóknaráð rikisins, sem annazt helur meðferð málsins fyrir hönd hins opinbera hin sið- ari ár en þar hefur dr. Vilhjálmur Lúðviksson haft forustu siðustu árin og beitt við það þekkingu sinni, dugnaði og raunsæi. Heimamenn i Reykhólasveit og nágrenni hafa einnig sýnt þessu máli mikinn áhuga og hafa stutt það með ráðum og dáð. Þeim,sem ekki þekkja til, kann að þykja þetla lilil eftirtekja af svo löngu starfi, sem svo margir aðilar hafa ljáð lið, en sannleikur- inn er sá, að ekki þarl' einungis ötult starf, heldur lika heppni og sérstakar aðstæður á ákveðnum liina til að hið flókna samband milli hráefnis orkulinda, vinnu- lækni, afurða, markaðs og markaðsverðs, standi þannig, að forscndurséu til framkvæmda og arðbærrar framleiðslu. — Þessar Ibi seiidui' virðasl mi fyrir hendi, og það la'kifæri viljuin við gripa — þvi er þetta fruinvarp liér komið. Á það skal minnt hér, að hug- myndin , sem frumvarpið miðast sérstaklega við gerir ráð fyrir starfrækslu þangþurrkunar- sliiðvar, þótt rannsóknir seinni ára hafi aðallega beinzt að nýtingu þara. Viðskiptalegar forsendur lil vinnslu þara brugðust hins vegar, þegar til átti að laka, en þess i stað opnuðust markaðir fyrir þang Á grundvelli þeirrar almennu þekkingar sem aflazt haíði, svo og með tækni- legri aðstoð frá skozku fyrirtæki, Alginate Industries , Ltd. (AIL), sem óskar el'tir kaupum á þang- mjöli héðan, hefur verið gerð áætlun, sem gefur til kynna, að rekstur geti orðið hagkvæmur i þangviiiiislu llagkvæm nýting auftlinria landshluti er svo sérstaklega fátækur af og sem háir honum svo mikið. i Ijórða lagi er hér stefnt að fyrirtæki, sem hagnýtir aðrar auðlindir þessa svæðis en áður voru nýttar, á þann veg sem væntanlega hvorki leiðir lil rán- yrkju eða útrýmingar náttúru- auðlegðar né spillingu þess um- hverfis, sem þvi er ætlaður staður i. i limnila lagier hér um aö ræða fyrirtæki af þeirri stærð, sem við gelum sjállir ráðið við, þótt upp- bygging þess yrði i náinni sam- vinnu við væntanlega erlenda við- skiptaaðila og með tæknilegum stuðningi þeirra. Þannig sýnist mér, að i þessari Iramkvæmd sameinist mörg þjóðhagslega æskileg sjónarmið, sem flestir flokkar eru sammála um, þ.e. arðsemissjónarmið, svo og þjóðhagsleg , atvinnuleg, byggðaþróunarleg, vistfræðileg og hagpólitisk sjónarmið. Ilugræn atriði 1 athugasemdum með frum- varpinu er skýrt frá helztu niður- slöðum tæknilegra og hagrænna athugana á þangþurrkunarstöö sem Rannsóknaráð rikisins hefur látið gera. Þar er gert ráð fyrir, að verksmiðja sem i upphafi geti Iramleitt 4000 tonn af þangmjöli á 7 mánaða starfstima, kosti um 128 miljónir i stofnkostnað og geti framleitt þangmjöl með þeirri hagkvæmni, að miðað við til- boðsverð, sem liggur fyrir stað- fest i fylgskjali II með frum- varpinu, er áætlað að um 10% endurheimta af stofnlé fáist áður en skattar og vaxta-greiðslur fyrirta'kisins eru reiknuð. Þetta mat á arðsemi er e.t.v. ekki einhlitt og kann að þykja i lægri mörkum i samanburði við sum áhættufyrirtæki. Þess ber þó að gæla að hér er einungis miðað við byrjunarstærð 4000 tonn á ári, en viljayfirlýsingin frá hinu skozka lyrirtæki sýnir að árleg aukning viðskipta getur numið 1500 t. unz framleiðslan hefur náð 10.000 tonnum á ári, a.m.k. Slikri stærðaraukningu fylgir jafníramt veruleg aukning á hagkvæmni . Einnig skal á það bent, að áætlun- in er talin varleg, og þau verðtil- boð, sem fengizt hafa og þær hug- myndir, sem gerðar hafa verið siðan áðurgreind áætlun var gerð, benda til að nokkur lækkun geti orðið bæði á stoínkostnaði og rekstrarkostnaði frá þvi, sem gert var ráð fyrir. Þannig virðist vissulega vera eftir nokkru að slæðast fjárhagslega og ber á þessum grundvelli að halda ótrautt áfram frekari könnun og undirbúningi að stofnun fyrir- tækis ef svo fer sem horfir. betur nýtt i fjölmennara plássi en þar er nú. Landrými i eigu rikis er þar nægilegt og mætti taka það til skipulagningar ef með þyrfti. Oflun þangs og flutning á því til verksmiðju mætti stunda úr eyj- um og af öðrum stöðum á þessu svæði, og gæti fyrirtækið þannig styrkt búsetu viðar en á Reyk- hólum. T.d. mætti hugsa sér Flatey i þvi sambandi. Kramtiðarmöguleikar Þótt núverandi áætlanir miðist við 4000 tonna ársframleiðslu af þangmjöli, og fyrir liggi spár um framleiðsluaukningu upp i 10.000 tonn á ári. eru engar likur til að vinnsla þörunga við Breiðafjörð og jafnvel viðar stöðvist við það mark. Hér er fyrst og fremst verið að ryðja brautina. Þótt ekki liggi fyrir neinar tölur um hugsanlega þanguppskeru af Breiðafjarðarsvæðinu, og þær tölur geta ekki orðið til fyrr en reynsla hefur fengizt af þang- öflunaraðferðum og áhrifum þeirra á endurvöxt þangs, þá má þó búast við þvi, að heildarupp- skerumagnið geti orðið meira en þessu nemur. Þvi er einnig æski- legtað athuga aðra markaði fyrir þangmjöl en hið skozka fyrirtæki býður uppá. Má i þvi sambandi geta um mjög hagstæða þróun, sem er að verða i notkun þang- mjöls sem áburðarefnis i lifræna áburðarblöndu fyrir garðyrkju- búskap i Bandarikjunum. Hér er um að ræða ákveðna þróun i átt til notkunar alhliða lifrænna áburðarefna i stað einhæfra „kemiskra” áburðarefna, sem annars tiðkast mest. Þá má einnig benda á, að enda þótt hinar margvislegu forsendur þörungavinnslunnar hafi nú loks kristallazt i þvi að gera þangþurrkun hagkvæma, er þó engan veginn loku fyrir það skotið, að hinn rétti rammi verði ekki lika fundinn fyrir nýtingu annarra þörungategunda. Þari og þangmjöl til manneldis eru t.d. vel hugsanlegar afurðir, sem hagkvæmt gæti verið að vinna, sérstaklega með aðstoð jarðhita, þótt ekki yrði það i jafn stórum mæli og þangþurrkunin er áætluð. Þangmjöl það, sem selja á til Alginate Industries, Ltd., er hráefni til framleiðslu á alginsölt- um, sem notuð eru i margs konar nútima iönaði, þar sem hafa þarf áhrif á flæðieiginleika og áferð vökva og hlaupkenndra eða deig- kenndra efna. Spurningin vaknar þvi, hvort ekki sé hægt að fram- leiða alginsöltin hérlendis. Nánari könnun á þessu atriði sýnir þó, að slikt yrði ekki hag- kvæmt á þessu stigi af eftir- farandi ástæðum: 1. Til að halda velli á algin- mörkuðum, þar sem mjög hörð samkeppni rikir, þarf að hafa á boðstólnum mikinn fjölda mis- munandi gerða af alginsöltum. Slikur fjöldi gerða fæst ekki nema með blöndun margra tegunda af þörungum, úr fjar- Magnús Kjartansson, iðnaðar- ráðherra lægum heimsálfum og með mjög nákvæmum og leyndar- vernduðum aðferðum. AIL framleiðir t.d. yfir 200 mis- mundandi gerðir. Til að fylgjast með rekstrinum og þróa ný not hefur skozka fyrir- tækið 40 þjálfaða efnafræðinga og tæknilega aðstoðarmenn i þjónustu sinni. 2. Til framleiðslu alginsalta þarf mikið magn af sóda og kalsiumklóriði, sem yrði að flytja inn og væri það óhagstætt fyrir samkeppnisaðstöðu hér- lendis. Ekki er þó þessi möguleiki algjörlega útilokaður, þvi ef farið yrði að framleiða kalsiumklórið sem aukaefni i saltverksmiöju á Reykjanesi og e.t.v. siðar sóda sem aukaefni i magnesium- verksmiðju samkvæmt sjóefna- vinnsluhugmyndunum, þá gætu myndazt hagrænar forsendur til framleiðslu hálfunninna algin- salta, sem siðan yrðu notuð til endanlegrar framleiðslu og blöndunar i verksmiðjum Alginate Industries, Ltd. i Skotlandi. Það hjálpar hér til, að gifurlegt vatnsmagn þarf til þessarar framleiðslu og mun til- tækilegt vatnsmagn verulega takmarka stækkunargetu hins skozka fyrirtækis á núverandi framleiðslustöðum og gæti það þá reynzt hagkvæmt að hafa hluta vinnslunnar hér á íslandi i náinni samvinnu við það fyrirtæki Ég sagði i upphafi að hér væri um að ræða hagkvæma nýtingu islenzkra auðlinda til eflingar isienzku þjóðlifi i breiðri merkingu: i fyrsta lagi eru hér lögð drög að starfsemi, sem allar fyrir- liggjandi upplýsingar benda til að geti orðið arðbært fyrirtæki, sem á grundvelli innlends hráefnis, orkulinda og vinnu, skapar útflutningsverðmæti, sem nema allt að 140 miljónum króna þegar fullri stærð er náð i öðru lagi er með fyrirtæki þessu stefnt að uppbyggingu at- vinnu á svæði, sem hefur öðrum svæðum fremur verið afskipt um atvinnuþróun og efnahagsupp- býggingu. i þriðja lagi gæti með þeim opinberu framkvæmdum, sem rekstri þessum verða að fylgja, þ.e. hafnargerð, vegagerð og eflingu raforkukerfis, myndazt grundvöllur fyrir frekari upp- byggingu atvinnulifs og ekki sizt þjónustustarfsemi, sem þessi Hyfígriaþróunar- atriói Það þarf varla að fara mörgum orðum um það hversu hagkvæm þessi framkvæmd yrði i þessari mynd, sem hún nú er. fyrir þróun byggðar á þessu landssvæði. Hér yrði brotið nýtt blað i atvinnu- og efnahagslifi þessa svæðis og vinnuafli beint inn á svið, sem ekki hefur i för með sér frekari spennu til offramleiðslu, sem vissulega er tilhneigingin hjá nú- verandi aðalatvinnugreininni á þessi svæði. Jafnframt er stuðlað að bættri aðstöðu fyrir annað at- hafnalifá svæðinu og ber sérstak- lega að minna á þá þýðingu, sem ný höfn við norðanverðan Breiða- fjörð gæti haft i þessu sambandi. Reykhólar eru að mörgu leyti vel fallnir til uppbyggingar þétt- býliskjarna. Þeir eru sæmilega miðsvæðis, þar er jarðhiti nógur og þar er nú verið að ljúka við fyrsta áfanga veglegrar skóla- byggingar, sem vissulega yrði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.