Þjóðviljinn - 09.12.1972, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laufíardagur !(. desember 1!I72
MALGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
(Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Kramkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Kitstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb.)
Auglýsingastjóri: lleimir Ingimarsson
Kitstjórn, afgreiðsla, auglvsingar:
Skólav.st. lí). Simi 17500 (3 linur).
Askriltarverð kr. 225.00 á mánuði.
I.ausasöluverð kr. 15.00.
Prentun: Blaðaprent b.f.
ILL VARÐ HANS FYRSTA GANGA
Geir Hallgrimsson, borgarfulltrúi, fyrr-
verandi borgarstjóri, hafði forustu fyrir
flokki sinum á siðasta vetri um að kref jast
þess að hækkanir yrðu verulegar á ýms-
um þjónustugjöldum Reykjavikurborgar.
Vegna þeirrar stefnu rikisstjórnarinnar
að halda verðlagi sem mest niðri, fengu
Sjálfstæðisflokksmenn i borgarstjórn ekki
að koma kröfum sinum fram. Tilgangur
borgarstjórans fyrrverandi með þvi að
krefjast hækkana var að sjálfsögðu að
auka á dýrtiðina og efnahagsvandann i
þjóðlifinu almennt. Þannig hlifðist Geir
Hallgrimsson ekki við að misnota aðstöðu
sina i borgarstjórn i þágu flokksins, enda
hafði hann jú lýst þvi yfir fyrir siðustu
kosningar að hann myndi starfa sem
borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins.
Nú hyggst borgarstjórnarihaldið i
Reykjavik leika sama leikinn og krefjast
hækkana langt umfram það sem ætla
mætti að borgin þyrfti til eðlilegra fram-
kvæmda og rekstrar. Heildarfram-
kvæmdafé borgarsjóðs er nú áætlað á
næsta ári um 1200 miljónir króna, og fara
um 30% tekna borgarsjóðs til eigna-
breytinga, sem er mjög hátt hlutfall
miðað við það sem áður hefur verið; yfir-
leitt hafa um 20% farið til nýrra fjár-
festinga. Og ihaldið ætlar þó greinilega
ekki að láta sér nægja að innheimta útsvör
og fasteignaskatta svo sem ráð er fyrir
gert i lögunum nýju um tekjustofna
sveitarfélaga; enn virðist vera ætlunin að
nota álagsheimildirnar til fulls. En eitt-
hvað verður að gera við peningana, og
þess vegna er búinn til óskalisti um fram-
kvæmdir sem margar hverjar eru illa
undirbúnar. Skýtur þessi stefna að öllu
leyti skökku við annan málflutning Sjálf-
stæðisflokksins gagnvart rikisstjórninni
og ekki er þessi stefna beint i samræmi við
gömlu ihaldskenninguna um að opinberir
aðilar eigi að halda að sér hendinni i fram-
kvæmdum.
111 varð þvi hin fyrsta ganga nýja
borgarstjórans á borgarstjórnarfundi i
fyrradag er hann mælti fyrir fjárhags-
áætlun borgarinnar fyrir árið 1973. Þar
boðaði hann hækkanir og hækkanir aftur.
Hann boðaði 44% hækkun á fargjöldum
strætisvagnanna, 13% hækkun á gjaldskrá
hitaveitunnar og 20% hækkun á gjaldskrá
rafmagnsveitunnar. Þessar hækkanir á að
nota til þess að stórauka framkvæmdafé
frá þvi sem verið hefur. Til dæmis er
áætlað að Rafmagnsveita Reykjavikur fái
á næsta ári 250 milj. kr. til fjárfestingar, —
fjórðung úr miljarði.
Framkvæmdum á auðvitað að dreifa á
nokkurt timabil, og það hefur ihaldið yfir-
leitt kunnað. Raunar hefur framkvæmda-
hraðinn verið allt of litill i Reykjavik,
nema þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur
verið i stjórnarandstöðu. Þá hefur boginn
verið spenntur til hins itrasta.
En borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
verða að gera sér grein fyrir þvi að þeir
eru kjörnir af fólkinu i borginni og þvi má
ekki ofbjóða með allskonar hækkunum
jafnvel allt út i hreinan óþarfa. Það er
eðlilegt að forustumenn einstakra borgar-
stofnana skuli setja fram kröfur um
itrustu fjárhagsframlög fyrir hverja
stofnun fyrir sig. En það er verkefni
kjörinna borgarfulltrúa að lita yfir
heildina og hafa hemil á þvi að ekki sé svo
geyst farið að beinlinis komi niður á
borgarbúum. Geri kjörnir borgarfulltrúar
ekki skyldu sina i þessum efnum eru þeir
að láta embættismannavaldið ganga allt
of langt: borgarfulltrúarnir verða verk-
færi forstjóra stofnana borgarinnar. Og
borgarfulltrúar voru ekki kosnir i þessu
skyni. Raunar er ljóst að hinn nýi borgar-
stjóri hefur engan myndugleik til þess að
hafa i fullu tré við þrautreynda embættis-
menn — en aðrir gætu kannski rétt honum
hjálparhönd.
Það er gamli ihaldskeimurinn af fjár-
hagsáætlun Reykjavikurborgar fyrir árið
1973. Og þar er greinilega enn ætluninin af
hálfu Sjálfstæðisflokksins að nota valda-
aðstöðu sina i borgarkerfinu i þágu
flokksins. En borgarbúar munu sem betur
fer sjá i gegnum slitna svikaduluna.
r—----- i
þingsjá þjóðviljans
l
Fjölbrautaskóli:
Sameinar skóla
á framhaldsstigi
Eagt ln'l'ur vcrif) fram á alþingi
sljóriiarfrumvarp um stofnun
fjölbrautarskóla. Mcíi frunivarpi
þcssu cr mcmilaniálaráöiiiicvtimi
oft Kcykjavikurborg bcimilaö afl
stofna til tilraunaskóla scm ncfn-
ist fjölbrautarskóli. Er skólinn
ætlafmr iicmciiduin. scm lokifi
hal'a skyldmiámi. og mun skólinn
vcita þcim liltckin rcttindi til scr-
náms i framhaldsskólum cf)a
háskóla. ennírcmur nicnntun og
þjálfiin i ynisiim starfsgrcinum.
Frumvarp svipaðs efnis var
lagt fyrir siðasta þing, en varð
ekki útrætt. t þvi frumvarpi var
skólinn nefndur ..sameinaður
framhaldsskóli.” Þetta frumvarp
er að þvi leyti frábrugðið, að nú er
gert ráð fyrir þvi að efna til slikra
skóla viðar en i Reykjavík.
Markmið tilraunaskóla af
þessu tagi er sumpart hagkvæm-
ara ytra skipulag, en þó fyrst og
fremst breytingar á hinu innra
skólastarfi. ..Jafnframt stefnir
tilraunin að þvi að gefa nem-
endum tækifæri til að velja sér
námsbraut i sem fyllstu samræmi
við þann huga og getu, sem vax-
andi þroski þeirra á framhalds-
skólaaldrinum kann að leiða i
ljós, og að hverfa frá þeirri hefð,
að nemendum sé við ákveðinn
aldur skipað i skóla þar sem þeir
eru i eitt skipti fyrir öll útilokaðir
frá tilteknum námsbrautum,”
eins og komizt er að orði i
greinargerð frumvarpsins.
Siðar segir i greinargerðinni:
„Sameining sem flestra náms-
brauta i einni skólastofnun auð-
veldar mjög flutning milli náms-
brauta og eykur þannig tækifæri
nemenda til að velja sér endan-
legan námsferil og starfsferil við
sitt hæfi.
Megineinkenni fjölbrautar-
skóla er þvi, að nemendur hans
Eftirfarandi 3 stjórnarfrum-
vörp hafa nýlega verið lögð fram
á alþingi.
Samvinna Noröurlanda i
skattamálum
Frumvarp þetta miðar að þvi
að afla rikisstjórninni heimildar
til að fullgilda,fyrir Islands hönd,
samning milli lslands, Dan-
merkur, Finnlands, Noregs og
Sviþjóðar um aðstoð i
skattamálum.
t athugasemdum við frum-
varpið segir m.a. að fyrir nokkr-
um árum hafi komið fram sú hug-
mynd að öll Norðurlöndin gerðu
með sér fjölhliða gagnkvæman
samning um aðstoö i skatta-
málum. Sérfræðingar hafi unnið
geta valiö um Ijölbreytt nám og
mismunandi námsbrautir, h.vort
heldur til undirbúnings undir
störf i hinum ýmsu greinum
alvinnulifsins eða undir áfram-
haldandi nám i sérskólum og
háskóla eða öðrum menntastofn-
unum á háskólastigi. Sem dæmi
að þessu máli og náö samkomu-
lagi sin i milli á þessu ári og hafi
samkomulagið veriö undirritað i
Stokkhólmi 9. nóv. 1972. Þess sé
vænzt að aðildarrikin fullgildi
hann á þessu ári. þannig að hann
geti tekið gildi um næstu áramót.
Umboöi verölagsnefndar
veröi framlengt
Með þessu frumvarpi er lagt til
að enn verði framlengt umboði
verðlagsnefndar sem starfað
hefur skv. lögum frá 1967, en
umboðihennar hefur verið fram-
lengt fjórum sinnum siðan með
lögum. Nú er sú breyting gerð frá
fyrri tilhögun að framlegning
umboðsins er ekki bundin við til-
tekinn tima.
ný
þingmál
Magnús Torfi ólafsson
um námsbrautir má nefna
menntaskólanám, verzlunarnám,
hússtjórnarnám, og iðn-, iðju- og
tækninám. Þótt svo sé til ætlazt,
að skólinn bjóði kennslu allt að
stúdentsprófi, er jafnframt gert
ráð fyrir skemmri námsferli, ailt
eftir eðli þess náms, er nemendur
stunda og kröfum þeirra starfa
eða sérnáms; sem þeir stefna
að.”
Lifeyrissjóöur
barnakennara
Frumvarp þetta gerir ráð fyrir
breytingu á lifeyri til eftirlifandi
maka sjóðstelaga i Lifeyrissjóði
barnakennara til samræmis við
breytingu, sem alþingi samþykkt
á siðasta þingi á lögum um
Lifeyrissjóð starfsmanna rikis-
ins.
Þingsályktunartillögur og
fyrirspurnir
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
flytur þingsályktunartillögu þar
sem skorað er á félagsmálaráð-
herra að hlutast til um að
húsnæðism álastjórn breyti
hámarki ibúðarlána Byggingar-
sjóðs rikisins úr kr. 600 þús. i 900
þús. til samræmis við breytingar
á visitölu byggingarkostnaðar.
1 greinargerð segir flutnings-
maður m.a.:
Siðan lög þessi voru samþykkt
á Alþingi hefur lánsfjárhæðin
verið óbreytt, en hins vegar orðið
miklar breytingar til hækkunar á
byggingarkostnaði. tmai 1970 var
visitala byggingarkostnaðar 439
Ekki
eining um
nafngiftina
á skóla fyrir
fóstrur
Þingmenn eru ekki á eitt sáttir
um hvaða nafn skuli velja á
„Fósturskóla Islands,” eins og
skólinn heitir samkv. frumvarpi
þvi sem nú liggur fyrir alþingi.
Siðustu daga hafa komið fram
tvær breytingartillögur varð-
andi heiti skólans:
Kagnar Arnalds leggur til að
skólinn heiti „Fóstraskóli
Islands”, og Auður Auðuns og
þrir þingmenn aðrir flytja tillögu
um að skólinn beri nafnið
„Fóstrunarskóli fslands.”
stig. Tveim árum siðar eða i mai
s.l. var þessi visitala orðin 603
stig og hafði þvi hækkað urn
37,4%. Enn hækkaði byggingar-
visitalan 1. júli s.l. í 683 stig og
var þá orðin 55,6% hærri en i mai
1970. Loks er visitala byggingar-
kostnaðar nú orðin 689 stig, og er
þar um að ræða 56,9%, hækkun,
siðan lögin um Húsnæðismála-
stofnun rikisins voru sett i mái
1970.
Guntiar Tlioroddscn beinir
þeirri fyrirspurn til menntamála-
ráðherra hvað liði undirbúningi á
framkvæmd ályktunar alþingis
þess efnis, að lagðar skuli fyrir
þetta þing tillögur um að fjárhæð,
er nemi sem næst andvirði sölu-
skatts af bókum, renni til rithöf-
unda og höfunda fræðirita sem
viðbótarritlaun.
Oddur ólafsson beinir þeim
fyrirspurnum til menntamála-
ráðherra, 1) hvað gert hafi verið
til að framkvæma ályktun
alþingis frá 16. mai '72 um
menntun fjölfatlaöra, og 2) hvort
vænta megi þess að Háskóli
Islands hefji kennslu i sjúkra-
þjáfun haustið 1973.