Þjóðviljinn - 09.12.1972, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.12.1972, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN LaugardaKur !). desember 1972 SKILIN EFTIR . . . Teiknimyndasaga frá Kína Pao fursti er ekki fyrr kominn inn um borgarhliðið en hann er stöðvaö- ur af kvenmanni sem krýpur fyrir framan burðarstól hans og biður um réttlæti. tfann horlir á hana og er undrandi að sjá hana með blævæng- inn, sem kennari hans Wang Yen-lin átti, og sverð með merki Hallar hins gulina hliðs. Sunnudaginn 10 desember kl. 16.30 og mánudaginn 11. desember kl. 20.30 talar JAN GUMPERT frá Bibliotekstjánst í Lundi um Þjónustustöðvar fyrir bókasöfn á N orðurlöndum LITLI GLUGGLNN Jörn Birkeholm: HJÁLP Það er fíll undir rúminu mínu I miöjum Greppibæ stendur gam- alt háreist hús. Uppi á mæninum eru tveir reykháfar, sem líkjast tveim stórum kössum og á hvorum kassa litill karl.. Þegar vindurinn blæs snúa litlu karlarnir sér, eins og þeir væru mjög forvitnir og vildu fylgj- ast meö öllu, sem gerist á götum Greppibæjar. Uppi á lofti í gamla húsinu, alveg undir þykku bjálkunum, býr hr. Greppur í notalegri stofu. Þeir eru ekki margir sem geta gortað af því að hafa séö stofu hr. Grepps, en þeir sem hafa komið þar, geta boriö, að hr. Greppur býr öðruvísi en annað fólk. I miðri stofunni stendurstór, djúp- ur hægindastóll með útskornum . dýramyndum á bríkunum. En hr. Greppur situr ekki í stólnum sínum eins og annað fólk mundi gera. Hann liggur í honum með höfuðið fram af sefunni og báða fætur beint upp í loftið. ,, Ég á svo gott með að hugsa þegar ég sit svona", segir hann, þegar hann er spurður hvers vegna hann sitji ekki á venjulegan hátt í stólnum Nokkrir þátttakrnda á ráðstcfnunni. Ráðstefna INSÍ um verkalýðsmál: og um norræna samvinnu á þessu sviði. Bókavarðafélag íslands og Norræna húsið standa fyrir þessari dagskrá, sem fer fram i fyrirlestrasal Norræna hússins. Allt áhugafólk um bækur og bókasöfn eru aufúsugestir. Umræður. NORRÆNA HÚSIÐ BÓKAVARÐAFÉLAG ÍSLANDS. NORRÆNA HUSIÐ Efla þarf fræðslu um verkalýðssamtökin Það var ein af meginniöurstöðum ráð- stefnu þeirrar, sem Iðnnemasamband Islands gekkst fyrir um verkalýðs- mál um helgina 2.-3. desember i Munaöarnesi i Borgarfirði, að stórauka þyrfti alla fræðslustarf- semi um verkalýðssam- tökin og gildi þeirra, i þvi skyni að fá fieiri menn til starfa þannig að ábyrgð dreifðist á fleiri aðila. Þessi ráðstefna var haldin i samráði við Menningar- og fræðslusamband alþýðu, og hana sóttu aðallega forystumenn einstakra iðnnemafélaga og menn úr forystu sambandsins. Á ráðstefnunni voru haldnir i'jórir fyrirlestrar og urðu miklar umræður um efni þeirra. — Gunnar Guttormsson blaða- maður ræddi um nýjar leiðir i verkalýðsbaráttunni og talaði sérstaklega um atvinnulýðræði. Sigurður Lindal, prófessor, hélt fyrirlestur um ,,Löggjöf úm stéttarfélög og vinnudeilur”, og var erindi hans mjög fróðlegt. t umræðum um erindið töldu menn að herða þyrfti lögin um rétt verkafólks gagnvart vinnu- veitendum, til hagsbóta fyrir launþega. Guðmundur AgUstsson hag- fræðingur fræddi þátttakendur ráðstefnunnar um eðli visi- tölunnar og verðbólgunnar. Var erindi hans hið fróðlegasta, og kom það fram að það væri algert skilyrði fyrir verkalýðsfélögin að halda visitölutryggðu kaupi. Ólafur Hannibalsson skrif- stofustjóri ASt gerði að umræðu- efni verkalýðshreyfinguna, sögu hennar og innri mál. Eftir fyrir- lestur Ólafs urðu miklar umræður um samtökin, kosti þeirra og galla. Var meginniðurstaða um- ræðnanna sú, sem getið er hér i upphafi fréttarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.