Þjóðviljinn - 09.12.1972, Blaðsíða 7
Jólablaö 1972 ÞJÓÐVILJINN - StÐA 7
Athugasemdir um
íslenzkar
sjómannabækur
Eins og fyrr var um getið i
þessum pistlum eru bókaskrif á
íslandi svo til eingöngu tengd
þeim bókum, sem gera nokkurn
veginn alvarlegt tilkall til að telj-
ast til fagurbókmennta. Auk þess
er f jallað um sagnfræðirit innlend
og stundum um eitthvað af þvi
sem heitir þjóðlegur fróðleikur og
getur þýtt margt.
Aðrar bækur verða útundan —
höfundum og útgefendum sjálf-
sagt til sannrar gleði. (Oftar en
ekki hefi ég heyrt útgefendur tala
um, að mikið væri skemmtilegra
að lifa ef að gagnrýnendur hættu
sinni illu iðju. Hefur hver sér til
ágætis nokkuð). Ein helzta ástæð-
an fyrir þessu ástandi er kannski
sú, að einstakar bækur innan
hvers bókaflokks eru lygilega
svipaðar hver annarri — á þetta
ekki hvað sizt við ákveðna tegund
„kerlingabóka” eins og minnzt
var hér á laugardaginn var. Það
sýnist skynsamlegra að fjalla um
slika flokka almennt með ákveðin
dæmi i huga, en eltast við hverja
bók út af fyrir sig. Þetta er reynd-
ar mjög vanþakklátt verk. Eitt
sinn skrifaði ég langa grein um
andabækur hér i blaðið, sem var i
sjálfu sér erfitt verk, þvi andlaus-
ari og hrútleiðinlegri textar eru
ekki til, nema ef vera kynni sjö
stunda skýrslur sem gefnar eru á
sumum flokksþingum. Þar að
auki munu aðstandendur bókaút-
gáfu ekki i annan tima hafa orðið
jafn argir út af þvi, sem sett
hefur verið i þetta blað og einmitt
þessari litlu skýrslu.
bæ. Höfundur er ekki sérlega há-
tiðlegur i umtali um tilorðningu
bókarinnar. Hann ætlar blátt
áfram að breyta nokkrum greina-
drögum i „jólahangikjöt og
kannski lika kalkún ef bókarkáp-
an lukkast nógu vel”. Reyndar er
nýtni höfundar um margt aðdá-
unarverð. Bókin er 168 bls. og er
lesmálið drýgt með ýmsum hætti.
Til dæmis eru þarna einar sex
siður orðrétt endurtekning af þvi
sem sami höfundur skrifaði fyrir
tveim árum um Arinbjörn skip-
stjóra á Sigurði i bókina Menn-
irnir i brúnni, sem reyndar kom
út á sama forlagi. En þetta er vist
ekki á móti náttúrulögmálunum
eins og t.d. að reyna að éta tvisv-
ar sama hangikjötið.
Satt að segja er bókin eins og
kynningin gefur til kynna —
blaðamennska, treyst persónu-
legri reynslu höfundar, nokkuð
sundurlaus eins og verða vill um
slik skrif. Þarna eru vangaveltur
um sjávarútveg, sem eiga varla
forvitni annarra en sjómanna
sjálfra, eins og lýsing Halamiða
(eða kannski vita sjómenn þetta
allt eins vel eða betur?). Aðrar
eru liklega beinlinis ætlaðar land-
kröbbum eins og athugasemdir
GENGISFELLINGAR
ALIFSREYNSLUNNI
EFTIR ÁRNA BERGMANN
Ofveiöi.
Á ári hverju byrja útgefendur
hávært kapphlaup um það hver sé
„sjómannabókin” i ár. Hér mun
um álitlegan markað að ræða, ef
taka má mið af þvi að það má
fastlega búast við að kunningjar
manns, viðriðnir sjómennsku fái
2—4 slikar bækur á hverjum jól-
um. Sjómennskufrásagnir eiga
sér mikla forsögu og á þeim vett-
vangi hafa orðið til bækur sem
góðum tiðindum hafa sætt hjá les-
endum — við skulum minna á
Virka daga Ilagalins, i verum
Theódórs Friðrikssonar og þætti
Jónasar Árnasonar. En á siðari
árum gerist svo það sem landlægt
er á Fróni. Sæmilegar markaðs-
horfur verða til þess að ólikleg-
ustu menn fara á stjá og sækja á
sömu mið allir i einu af ofurkappi
— og er sama hvort um er að ræða
sild, mink eða bókaflokka. Út-
koman er ávallt sú sama og við
venjulega ofveiði: það gengur á
stofninn, fiskarnir smækka. „Sjó-
mannabókin” hefur vafalaust
smækkað, söguefnin rýrnað eftir
þvi sem fleiri karlar eru settir
niður fyrir framan segulbands-
fróða skribenta. Að ekki sé taíað
um þá skæravinnu að setja
saman úr blaðagreinum og öðru
prentuðu máli slysakrónikur
lengri en sjálft skammdegið.
Tvær sjómannabækur hafa ver-
ið lesnar með þennan pistil i
huga. Um borð i Sigurði eftir As-
geir Jakobsson og Einn i ólgusjó
eftir Svein Sæmundsson. Ég geri
varla ráð fyrir þvi að bókarteg-
undinni sé gert rangt til með
þessu vali, nema siður væri; hér
eru allavega menn á ferð sem
hafa drjúga þjálfun T að fara með
penna.
Kalkún fyrir jólin.
Litum þá fyrst á bók Ásgeirs
Jakobssonar, Um borð i Sigurði.
Þetta er greinasafn um dvöl fyrr-
verandi sjómanns og nú blaða-
manns og bókahöfundar um borð
i þekktu aflaskipi og á tslendinga-
slóðum i Bremerhaven og Grims-
um kjör sjómanna, sem eru út af
fyrir sig góðra gjalda verðar svo
langt sem þær ná. Höfundur
sleppur mjög létt frá lýsingum á
mannlifi um borð, og hugsar les-
andi með söknuði til betri lýsinga
á sama vettvangi á meðan. Það
er helzt i stuttri „Kvöldstemmn-
ingu” að Asgeir nær sér dálitið á
strik. Með fylgir ýmislegur
tittlingaskitur hversdagslegrar
blaðamennsku eins og frásagnir
af kökusamsætum og góðgerðum
fjallmyndarlegra islenzkra eigin-
kvenna i Grimsbæ. Vikið er að
bjór, sem er helzta baráttumál is-
lenzkra rithöfunda um þessar
mundir, eftir að Nestor þeirra
hefur afgreitt stéttabaráttuna
sem þvælu úr dauðum Þjóðverj-
um. Einnig að gleðikonum — með
vettvangslýsingum og priskúr-
ant. Um þá hluti má segja bókar-
höfundi til lofs, að hann hvorki
slefar af hálfduldri hrifningu eða
tyllir sér á háfætt siðferðishross
— hvort tveggja sést i sjómanna-
bókum. Viðhorf hans til mála eru
yfirleitt meö skárra móti. Nema
stundum hleypur einhver fjand-
inn i lifrina á honum, eins og þeg-
ar viðbrögð hans við of miklu
mengunartali brjótast fram i svo-
felldri setningu: „Heimurinn
deyr i rauninni um leið og ég og
þú”. Þetta er einmitt viðhorf sem
hefur orðið mörgum veiðimanna-
samfélögum til glötunar fullkom-
innar og tslendingum ber þvi að
kveða niður með ofstopa hvenær
sem á þvi krælir.
Skemmtun af þessari bók er
svipuð þeirri sem hafa má af
vettvagnslýsingu þjálfaðs blaða-
manns sem ekki er húmorslaus.
Erindið er helzt tengt einkar hóg-
værri áminningu til landkrabba
um kjör togarasjómanna. Fróð-
leikurinn sem einn landkrabbi les
úr bókinni er sem hér segir:
a) Nýjustu fiskleitartæki jafna
ekki mun á aflaklóm og fiskifæl-
um i skipstjórastöðum, heldur
auka hann (Þessi fróðleikur er
tvitekinn i bókinni og kemur auk
þess fram i Mennirnir i brúnni).
b) tslenzkir sjómenn nenna
ekki á mellufar lengur erlendis
vegna þess að „þær eru betri og
ódýrari heima”.
Sjö sildir.
Þá er komið að Pétri sjómanni.
Sveinn Sæmundsson hefur i
sjöttu bók sinni skráð ævisögu
Péturs Péturssonar, sem fæddur
var i efnaðri fjölskyldu á upp-
lausnarstigi, fór á sjó innan við
fermingu og sigldi á farskipum
allar götur siðan, fyrst islenzku
og svo aðallega norskum. Liklega
er þetta dæmigerðari „sjó-
mannabók” en greinasafn As-
geirs. Er sögumaður þó siður
hátiðlegur við sjálfan sig en þeir
garpar i skipstjóraskrúða, sem
margir þættireru til af. Auk þess
má búast við þvi að skrásetningin
sé i skynsamara lagi, frásögnin
greið, setningar stuttar, hátið-
leiki og skáldlegheit utan dyra.
Miklu skemmtilegust til
aflestrar er frásögn Péturs sjó-
manns affyrstu sjómennskuárum
hans. Nefnum til dæmis sildar-
vertið sem hann fer á 13 ára.
Henni lauk eítir mikil og spaugi-
leg harmkvæli á þvi að nðtin og
báðir nótabátarnir týndust, aflinn
reyndist sjö sildir. Ýmislegt er og
álitlegt i köflum um Fossana
gömlu, sem af þessari bók að
dæma voru furðu seigir við að
koma sér i strand og önnur vand-
ræði. Manni kemur til hugar, að
ekki þurfi endilega stjórnmála-
menn til að klussa öllu til and-
skotans, eins og þjóðtrú er hér á
landi. Þar gerast og skrýtlur,
tengdar imynduðum draugagangi
og öðru þvi sem fróðlegt er.
Ekki meira um það.
En bókin dofnar að mun eftir
þvi sem lengra dregur, enda þótt
Pétur sjómaður lendi reyndar i
mörgu vafstri, sem heimaalningi
þættu mikil tiðindi. Atvikin eru.
mörg og hvert öðru lik, eins og oft
vill verða i „sönnum frásögnum”.
Og þau verða i frásögunni eigin-
lega hvorki stór né smá, þótt til-
efnin séu mjög misjöfn, sem of-
sækja reyndar flestar islenzkar
minningabækur frá sjó sem landi.
Þaö þarf alltaf að þvo niður
mastrið og pæla rennusteina, hve
mjög sem mann langar i bjór.
Þarna sáum við þetta skip, hér
tókum við. timbur, þarna losuðum
við oliu, hinum megin var dýrt,
annars staðar skitbillegt, og svo
fórum við i sólbað. Endurtekn-
ingin sækir á.
Þrenns konar endurtekningar
eru áleitnastar:
a) Sögumaður bjargar málum
þegar illa stendur á (og þá er ekki
verið að draga af sér eða spyrja
um vaktir), gerir það sem örðum
bar að gera, en fær aldrei nema
skömm i hattinn fyrir.
b) Sögumaður glimir við Bakk-
us („ég var þyrstur”), og á ýms-
um stigum þeirrar viðureignar
lætur hann alls konar dólga stela
af sér með þrautseigju sem nálg-
ast íramferði heilagra manna.
c) Sögumaður fer út að
skemmta sér og hittir m.a. konur.
Þeir hlutir eru alltaf afgreiddir
með sama hætti. Tökum dæmi af
nokkrum blaðsiðum: „Ég
skemmti mér nú konunglega i
Hamborg um nóttina og er ég nú
ekkert að tiunda hvernig það
gekk íyrir sig. En auðvitað naut
maður allra þeirra lystisemda
sem hafnarborgin hafði upp á að
bjóða”. (206) ,,En stúlkurnar á
Bali. Þær.eru kapituli út af fyrir
sig, þó ekki verði nú sagt nánar
frá þvi hér” (220). „Verð ég nú að
segja eins og er að þarna (i Ban-
kok) voru dömur sem gáfu stúlk-
unum á Bali ekkert eftir"(221).
Enginn hneykslast á þvi þótt
farmenn hugsi stift til kvenna
þegar i land kemur — hins vegar
er full ástæða til að andmæla
svona leiðindaíormúlum.
Sleggjudómar.
Og enn eina islenzka synd ber
þessi bók i rikum mæli. Sögumað-
ur kemur við i mörgum höfnum,
og ætlast enginn til þess að hann
reiði fram skilgreiningar á
ástandi i hverju landi fremur en
túristarnir hraðfleygu. En land-
anum gengur bölvanlega að venja
sig af hraðri sleggjudómasmið
um borgir sem hann sækir heim.
Mælikvarðinn er alltaf mjög svip-
aður:
a) Hverl er verð á brennivini —-
og kvenfólki?
b) Er hægt að gera góð kaup við
l'ólk sem landar ráða við, eða láta
þeir sömu landar i minni pokann
i'yrir ósvifnum sölumönnum?
(„Arabaskril” eða „svikulum
Gyðingum”).
c) „Þetta þýddi ekki að bjóða
mönnum upp á heima”.
Það má auðvitað segja sem
svo, að þessi mælikvarði sé „eðli-
legur” en hann er jafnömurlegur
fyrir þvi. Það liggur við að maður
fyllist þórðargleði ylir þvi, þegar
einhver af þeim „lúsuga skril”
hefur platað sjálfumglaðan Is-
lending.
Stórt og smátt
Eins og fyrr segir er hér ekki
boðið upp á umsögn um tvær bæk-
ur — sem sjálfsagt eru, þrátt fyrir
allt, skemmtilegri en hin hátið-
legri sjómannaskrif, að ekki sé
talað um sjóslysadýrkunina. Þær
eru blátt áfram teknar sem dæmi
um algeng islenzk „lifsreynslu-
skrif”. 1 þau er týnt eitt og annað
eftir hraðfleygum duttlungum
minnisins. Stórt og smátt hverfur
i einn graut. Það sem forvitnilegt
væri er kannski afgreitt með einu
orði eða aðeins dylgjað um („ég
nefni engin nöfn”), en siöurnar
fylltar með hversdagslegustu at-
vikum i hversdagslegasta bún-
ingi. Tilefni til bókagerðar eru of-
notuð gifurlega. Það er verðfall á
lifsreynslunni, ekki siður en á
gjaldmiðli okkar elskulegum.
Meira að segja fróðleiksviðleitnin
er dottin upp fyrir. Kjarni máls-
ins er einhvers staðar utandyra. I
Einars sögu rika mátti lesa
margt skemmtilegt, enda hafði
sjálfur Þórbergur um fjallað. En
þar var á 800 siðum ekki hægt að
fá botn i það, hvernig menn verða
ríkir á tslandi. Og i sjómannabók-
unum tekst örsjaldan að stækka
kynni eða reynslu einstaklings-
ins, sögumanns, hefja hana til
viðari sýnar yfir þann veiðiskap
sem við höfum stundað af kappi
um aldir.
Samt er það svo, að svona
bókagerð er mun viðfelldnari en
til dæmis vanburða stælingar á
alþjóðlegum reyfaramynstrum.
Um þessar bækur má segja svip-
að og t.d. sparðatining úr héruð-
um — þetta er hluti af þvi sem
tengir ibúa landsins saman, fyllir
upp i eyður kunningsskapar hvers
og eins við annað fólk. Þær eru
partur af islenzkri sérvizku.
Fyrir það má þeim fyrirgefa
sumt. En ekki mikið. Þvi alla
hluti má gera misvel.
Arni Bergmann.