Þjóðviljinn - 15.12.1972, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 15.12.1972, Qupperneq 1
Jólabókaflóð í hámarki 300 titlar á markað Jólabókaflóðið hefur nú náö hámarki. Þessi mynd cr tekin i Bóka- búö Máls ug mcnningar aö Laugavegi 18, og á boröinu á miöju gólfi eru allar bækurnar sem komiö hafa út fyrir þessi jól, nærri :I00 að titlatölu. —S.dór. Opið til 10 annað kvöld Samkomulag hefur náöst um að hafa búðir opnar hér á höfuðborg- arsvæðinu til kl. 10 næsta laugar- dagskvöld, en loka hins vegar kl. 18 mánudag. Breytingin er fólgin i þvi, að búðum átti að loka kl. 18 annað kvöld, en hafa opið til kl. 10 á mánudagskvöld. Samkomulag þetta gerðu Verzlunarmannafé- lag Reykjavikur, kaupmanna- samtökin og borgaryfirvöld. mmmmm ERLf H 3 DLR bekur Jónas bjartsýnn um úrslit málsins Atkvæðagreiðsla um tillögu íslendinga verður á mánudag Landbelgisfunduriim i Judith Point liefur vakiö mikla athygli i bandariskum fjölmiölum á austurströndinni, en þar mættu islenzku fulltrúarnir á allshcrjar- þingi S.l>. siöastliöinn sunnudag á fundi um útfærslu fiskveiöitak- marka. og rétt strandrikja til þess aö nýta fiskimiðin. Jónas Arnason sagði Þjóðvilj- anum i gær, að fjallað hefði verið ýtarlega um þennan fund i banda- riska stórblaðinu Boston Globe, sem er sjötta stærsta blað Banda- rikjanna. Þá hefur verið sagt frá fundinum i útvarpi og sjónvarpi og vinsamlega bent á hagsmuni þess fólks er hefur atvinnu sina af fiskveiðum. Akveðið hefur verið af útvegs- mönnum og sjómönnum að halda ráðstefnu 28. desember, senni- lega á Rhode Island, og á að kalla hana Fishermen’s Forum. Þar mætir fiskveiðiráðherra Banda- rikjanna. A þessa ráðstefnu mæt- ir einnig einn af fulltrúum Islands á þingi S.Þ., sagði Jónas. Útvegsmenn og sjómenn i Judith Point hafa kjörið fulltrúa til þess að fara til Washington til þess að hafa áhrif á bandariska ráðamenn að leggja tillögu ís- lendinga og Perúmanna lið á alls- herjarþinginu. A mánudag verður gengið til atkvæða um þessa tillögu á alls- herjarþingi S.Þ. Jónas var bjart- sýnn i gær, að tillagan næði fram að ganga, og heyrzt hefur að Bandarikjamenn ætli ekki að leika sama leikinn og i 2. nefnd að reyna að skaða tillöguna með breytingatillögu. Þá er ljóst, að fulltrúi Kanada ætlar að leggja tillögunni lið i at- kvæðagreiðslunni á mánudag. Hins vegar er ekki ljóst ennþá um afstöðu frænda vorra á Norðurlöndum. Einstakir fulltrú- ar Norðurlanda á þinginu eru þó ákaflega vinsamlegir i garð ís- lendinga og óska tillögu Islend- inga og Perúmanna farsællegra lykta. HÞ 1972 Þessi hill er aöalvinniiigurinn i llappdræUi Þjóöviljans. Aðeins 10 dagar eftir A Þorláksmessu verður dregið i Happdrætti Þjóðviljans. Þvi eru allir dagar skiladagar, en tekið er á móti skilum á afgreiðslu blaðsins Skólavörðustig 19 og á skrifstofu Alþýðubandalagsins Grettisgötu 3, á báðum stöðum til klukkan 6. Þá taka umboösmenn úti á landi við skilum hver á sinum stað. GEIR GUNNARSSON: Fjárlögin munu markast af ástandi efnahagsmála „Þróun mála siöan fjárlog voru afgreidd i fyrra er sú, aö annars vegar hafa vcrið geröir kjara- samningar viö verkalýðsfclögin, sem færöu launþegum meiri kaupmáttaraukningu en átt haföi sér staö i nokkrum samningum áöur. Hinsvegar hefur á þessum tima orðið veruleg minnkun þess afla, sem mestu máli skiptir i sjávarútvcgi og fiskiönaði, þrátt fyrir aukna sókn." — A þcssa leiö komst Geir Gunnarsson, formað- ur fjárveitinganefndar m.a. að oröi um hiö almenna ástand i efnahagsmáiunum, er hann mælti fyrir áliti meirihluta fjár- veitinganefndar á fundi sameinaðs þings i gær. t ræðu sinni sagði Geir Gunnarsson, að sér væri það vissulega óljúft að 2. umræða um fjárlagafrumvarpið þyrfti að fara fram, án þess að fyrir lægi hvernig tekjuhlið frumvarpsins yrði afgreidd. Slik vinnubrögð hefðu þvi miður verið of algeng við afgreiðslu fjárlaga, og sagðist Geir sjálfur hafa tekið þátt i að gagnrýna þetta á undanförnum árum þegar þáverandi stjórnvöld áttu i hlut. En hvað sem liði ágreiningi um hin stærri pólitisku mál, ættu fulltrúar allra flokka að geta sameinazt um að gera það sem unnt væri til að auka hag- kvæmni og sparnað i starfsemi rikisins. Geir kvaðst ekki myndu ræða efnahagsmálin almennt, en kvað það staðreynd, að gera yrði ráð fyrir auknum tekjum rikissjóðs umfram þær sem fjárlagafrum- varpið gerði ráð fyrir. Staða rikissjóðs nú gerði það einnig nauðsynlegt að takmarka sem mest útgjöldin. Ef haft væri i huga að verulegur hluti rikis- utgjaldanna væri lögbundinn, leiddi það af sjálfu sér, að við nú- verandi aðstæður hefði meirihluti fjárveitinganefndar ekki talið fært að veita fé til ýmissa veiga- mikilla þátta verklegra fram- kvæmda og félagsmála i jafn rik- ummæliog nauðsyn krefði. Sagði Geir, að samkvæmt heimild i bráðabirgðalögum sem sett voru i júli s.l. hefðu fjár- veitingar á fjárlögum þessa árs til einstakra málaflokka verið lækkaðar um samanlagt 175 miljónir. Hér væri um að ræða hafnarmál, 28,6 milj., skólamál 75 milj. og heilbrigðismál 71 miljón. Sagði Geir, að við tillögugerð i þessum málaflokkum hefði verið ’tekið tillit til þessara lækkana. Þrátt fyrir það að meiri hluti nefndarinnar hefði ekki séð sér íært að ganga lengra i fjár- veitingum til verklegra fram- kvæmda en fram kæmi i tillögum mefndarinnar , hefði sérstaklega verið haft i huga að eyða ýmsum skuldahölum sem safnazt hefðu upp á viðreisnarárunum, t.d. varöandi hafnarmál og iþrótta- mannvirki, en samanlagt næmu slikar skuldir rikissjóðs við sveitarfélög og iþróttasamtök nú um 150 miljónum. Framhald á bls. 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.