Þjóðviljinn - 15.12.1972, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.12.1972, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. desember 1972 Frá Hagrannsóknadeild: Um þróun kaupmáttar og FTv'wv. íw m ^ K ' '' ’ ' ^ m X" l - i m m6/Sm idhelgissjóó i tilefni af útfærslu fiskveiði- lögsögunnar í 50 milur, hefur Safnarablaðið tekið að sér útgáfu á jólamerkjum til sölu á almennum markaði. Allur ágóði af sölu merkj- anna rennur i Landssöfnun Landhelgissjóðs. Merkin sem eru 24 talsins, öll samstæð, i 7 litum, eru hönnuð á Auglýsingastofunni h.f. 50 ^ptiíur miitir .Jk»l 1072 ÍmImimI Jt'.I 1072 Íslnnd Jól1072 ÍnIiiiuI Jól1072 ÍmIiiixI Jól1072 ÍinIiiiicI Jól1072 , ÍNland I Jól.1072 ÍhIiiikI Jól 1072 ÍHliind J«»l 1072 ÍHliiiid riiilur JÓl1072 ÍHlflIld ■m, .h,i v.m ÍhIiiiuI Upplag merkjanna er takmarkað: Þannig eru 1000 ótakkaðar, númeraðar arkir á eitt þús- und krónur hver örk, og 15000 takkaðar, númeraðar arkir á 240 krónur hver örk. Hvert takkað merki kostar 10 krónur. Sölustaðir: Frímerkjahúsið, Lækjargötu 6 a Frímerkjamiðstöðin, Skólavörðustig 21 og pósthúsin. Pantanir teknar i simum 26723 og 26729. mI iiira Ítoliind Jól 1ÍI72 ÍHliiud JÓI 1072 ÍHliind Jól1072 Íh1iiii(1 •lól 1072 ÍHliiud Jól 11172 Ínlfind JÓ1I972 Ínlfind Jól1072 ÍhIiukI Jól1072 ÍHlnnd Jól1072 1 hIiiikI þjóðartekna Tafla 2. Visitölur kaupmáttar launa verkamanna. 1959 = 100 Forstöðumaður hag- rannsóknadeildar fram- kvæmdastofnunar rikis- ins hefur sent blöðunum meðfylgjandi yfirlit um breytingar kaupmáttar launa og þjóðartekna 1959—1972. Þjóðviljinn hefur fyrir stuttu gert þessu efni rækileg skii, en margt athyglisvert kemur fram i yfirliti hagrann- sóknadeildarinnar. Orðrétt segir i yfirliti þessu: „Meginniðurstaða samanburðar á breyt- ingum kaupmáttar kauptaxta og tekna launþegá annars vegar og þjóðartekna á mann hins vegar samkvæmt meðfylgjandi yfirlitum er sú, að kaupmáttur á timakaupstaxta verka- fólks og iðnaðarmanna hafi aukizt mun minna en þjóðartekjur árin 1959—1970, en að þessi met hafi jafnazt að mestu á árunum 1971 og 1972.” Þessar töflur skýra sig sjálfar og bera meö sér aö kaupmáttur meöaltimakaup verkamanna óx á viöreisnarárunum um aðeins 15%, þó að þjóðartekjur á mann á föstu verðlagi yxu um 43%. (Þjóðviljinn var á sinum tima með tölur frá Hagstofu tslands, þar sem vöxtur þjóðartekna á föstu verðlagi var talinn 49% á mann á þessum árum, en ekki 43%. Sömuleiðis sýndum við dæmi um tvo kauptaxta verka- manna, þar sem fram kom 7% kaupmáttaraukning hjá öðrum taxtanum, en 20% hjá hinum, — en i þessu yfirliti verður niður- staðan 15% að meðaltali, sem vel getur verið rétt). t þessu yfirliti hagrannsókna- deildar kemur einnig fram að kaupmáttur timakaups verka- fólks og iðnaðarmanna óx um að- eins 21,6% á ellefu árum 1959—1970, eða innan við 2% á ári, en hefur hins vegar á árunum 1970—1972 vaxið um 27%, eða 13,5% til jafnaðar á ári, sem er mun meira á siðara timabilinu en nemur vexti þjóðartekna. Og kemur þá plaggið frá hag- rannsóknadeild: Breytingar kaupmáttar launa og þjóðartekna 1959 - 1972. Á tveimur meðfylgjandi töflum er að finna ýmsar tölur um kaup- mátt launa, er helzt koma til Raunverulega Raunverulega Vergar þjóöar- Meöaltimakaup greitt meðal- greitt meöal- tekjur á mann i dagvinnu timakaup i timakaup mcö á verðlagi Ar skv. samningum dagvinnu helgidagaálagi ársins 1960 1959 100,0 100,0 100,0 100,0 1960 98,1 98,1 98,1 100,0 1961 98,0 98,0 98,0 102,4 1962 97,2 99,8 102,2 110,1 1963 97,3 102,8 107,7 118,0 1964 100,2 109,4 113,2 130,0 1965 107,9 121,3 126,0 142,0 1966 117,1 131,7 138,1 151,5 1967 118,6 134,7 140,1 138,6 1968 112,2 126,3 131,5 127,4 1969 106,7 120,6 122,7 130,2 1970 115,3 130,4 132,7 143,0 1971 122,8 139,1 142,1 159,5 greina við samanburð á þróun kaupmáttar launa og tekna almennings og breytingum þjóðartekna. Á fyrra yfirlitinu (töflu 1) eru sýndar nokkrar raðir slikra talna, sem á undanförnum árum hafa verið teknar saman og birtar af Efnahagsstofnuninni og siðar hagrannsóknadeild F'ram- kvæmdastofnunar rikisins. Visitölur timakauptaxta verka- fólks og iðnaðarmanna eru sam- kvæmt mati á samningum laun- þega og vinnuveitenda, og er þar tekið tillit til grunnkaupshækk- ana, taxtatilfærslna, verðlags- uppbóta, styttingar vinnutima og breytinga á orlofi en reiknað með fastri samsetningu vinnutima millí dagvinnu og yfirvinnu. Hér er þvi um almennari mælikvarða á kauptaxtabreytingar að ræða en þegar eingöngu er miðað við einn ákveðinn taxta, sem kann að Tafla I. Visitölur kaupmáttar kauptaxta, atvinnu- og ráðstöfunartekna, einkaneyzlu og þjóðar- tekna. 1959 = 100 Kaupmáttur Kaupmáttur Kaupmáttur Kinkaneyzla Vergar timakauptaxta atvinnutekna ráðstöfunartekna á mann þjóðarl verkafólks og verka- sjó- heimilanna á verðlagi á man Ar: iönaöarmanna og iönaöarmanna meöaltekjur á mann ársins 1960 lagi ár 1959 100,0 100,00 100,0 100,0 100,0 1960 96,8 103,4 102,0 99,7 100,0 1961 98,5 106,4 102,5 97,8 102,4 1962 101.1 116,3 111,0 106,5 110,1 1963 102,6 123,9 119,3 116,1 118,0 1964 106,1 134,5 125,9 124,6 130,0 1965 114,5 155,1 145,6 131,6 142,0 1966 123,9 172,5 149,3 147,6 151,5 1967 125,6 157,1 145,1 146,6 138,6 1968 118,1 142,9 132,7 137,5 127,4 1969 111,0 136,7 122,7 127,5 130,2 1970 121,6 150,3 138,8 142,1 143,0 1971 130,1 174,4 158,8 160,6 159,5 1972 áætlunj 154.3 177,6 179,1 163,9 á verð- ins 1960 breytast öðruvisi en meðaltalið, meira eða minna. Visitölur at- vinnutekna kvæntra verka-, sjó- og iðnaðarmanna eru samkvæmt árlegu úrtaki úr skattframtölum og sýna þær breytingar á heildar- launatekjum (og aflahlut sjó- manna) framteljenda sjálfra án tekna annarra fjölskyldumeð- lima. Hér koma þvi fram auk áhrifa taxtabreytinga og fisk- verðsbreytinga áhrif atvinnu- ástands og aflabragða, t.d. breyt- ingar yfirborgana og yfirvinnu, en nokkurt. samband hlýtur ætið að vera milli breytingar heildar- vinnustundafjölda og þjóðar- tekna. A þessu yfirliti eru enn- fremur sýndar áætlaðar breyt- ingar kaupmáttar ráðstöfunar- tekna á mann, þ.e. heildartekna einstaklinga að frádregnum bein- um sköttum, og einkaneyzlu á mann á verðlagi ársins 1960. Samkvæmt þessum tölum juk- ust þjóðartekjur á mann um 43% frá árinu 1959 til 1970, og er þá miðað við nýjustu tölur bæði árin. Fram til ársins 1966höfðu þjóðar- tekjur á mann hins vegar aukizt um 51,5% en lækkuðu siðan næstu tvö árin og náðu ekki fyrra há- marki fyrr en á árinu 1971. A árunum 1959 til 1970 jókst kaup- máttur timakauptaxta verkafólks og iðnaðarmanna um 21,6% m.v. visitölu framfræslukostnaðar eða mun minna en þjóðartekjur. Kaupmáttur atvinnutekna verka- , sjó- og iðnaðarmanna jókst hins vegar um rúmlega 50% á sama timabili eða nokkru meira en þjóðartekjur. Kaupmáttur ráð- stöfunartekna heimilinna var nær 39% meiri 1970 en árið 1959 og einkaneyzla 42% meiri að magni þannig að hluti einkaneyzlu i þjóðartekjum var nálægt þvi hinn sami bæði árin. Um kaupmátt timakauptaxta, atvinnutekna, ráðstöfunartekna og einkaneyzlu gildir hið sama og um þjóðar- tekjur, að frá hámarki áranna 1966/67 rýrnaði kaupmáttur og minnkaði einkaneyzla næstu árin og náðu ekki fyrra hámarki aftur fyrr en á árinu 1971. Fyrir árið 1972 er um áætlaðar tölur að ræða. Siðara yfirlitið (tafla 2) sýnir visitölur kaupmáttar launa verkamanna samkvæmt Frétta- bréfum og öðrum gögnum Kjararannsóknarnefndar um meðaltimakaup verkamanna á undanförnum árum og visast til Fréttabréfsins um nánari skýr- ingar á hinum einstöku dálkum. Allar kaupmáttartölur i töflu 2 eru miðaðar við visitölu fram- færslukostnaðar. Samanburður á þróun kaupmáttar verkamanna- íauna og breytingum þjóðartekna samkvæmt þessu yfirliti gefur nokkuð lakari niðurstöðu fyrir verkamenn en áður var sagt um verkafólk, iðnaðarmenn og sjó- menn til samans. Kaupmáttar- aukning samningsbundins tima- kaups verkamanna er áætluð rúmlega I5%árin 1959 til 1970 en kaupmáttur raunverulega greidds dagvinnukaups eykst á sama tima um rúm 30% og gefur þetta visbendingu um launaskrið á timabilinu. Greitt meðaltima- kaup verkamanna með helgi- dagaálagi er tæplega 33% hærra að kaupmætti árið 1970 en 1959 og er það nokkuð minni aukning en varð á kaupmætti atvinnutekna verka-, sjó- og iðnaðarmanna til samans á þessum árum. Meginniðurstaða samanburðar á breytingum kaupmáttar kaup- taxta og tekna launþega annars vegar og þjóðartekna á mann hins vegar samkvæmt meðfylgj- andi yfirlitum er sú, að kaup- máttur timakauptaxta verkafólks cg iðnaðarmannna hafi aukizt mun minna en þjóðartekjur árin 1959 til 1970, en að þessi met hafi jafnazt að mestu á árunum 1971 og 1972. Á hinn bóginn hefur kaupmáttur tekna launþega breytzt mjög i hátt við breytingu þjóðartekna á árunum 1959-1971 og sennilega nokkuð umfram aukningu þjóðartekna á árinu 1972. Bara dætur Danskir flugmenn kvarta nú yfir þvi, að þeir eignist bara dætur. Getur það stafað af þvi, að við erum alltaf svona hátt uppi? spyrja þeir og hafa farið fram á, að þetta verði rannsakað visindalega. Búið er að senda spurningaeyðu- blöð til allra danskra flugfjöl- skyldna, sem eiga að gefa upplýsingar um tölu dætra og sona. Komi i ljós, að flug- mennirnir hafi rétt fyrir sér og dætur séu i óeðlilegum meiri- hluta, verður málið rannsakað frá læknisfræðilegu sjónar- miði. Læknar stinga annars upp á, að langar fjarvistir flugmannanna frá heimilum sinum sé orsök þess, að það fæðast fleiri stúlkubörn en drengir i þessúm fjölskyldum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.