Þjóðviljinn - 15.12.1972, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. desember 1972
55
mörk
í 60
mín-
útna
hinna
varnarlausu
liða Víkings
ogKR
Að þaö skuli hafa verið
skoruö 55 mörk i 60 mín-
útna leik segir ef til vill
meira en mörg orð um
hve hörmulega lélegar
varnir þessara liða, KR
og Víkings, voru. Þessi
leikur er gott dæmi um
þá lýsingu sem við höf-
um gefið á Vikings-lið-
inu. Mjög góður sóknar-
leikur sem skilar 32
mörkum/ en nær engin
vörn sem fær á sig 23
mörk gegn jafn slöku liði
og KR-liðið var að þessu
sinni. Þegarþesser gætt,
að fjölmargar sóknarlot-
urbeggja liðanna fóru út
um þúfur, en samt voru
skoruð 55 mörk i leikn-
um, þá sýnir það hvers
konar skrípaleikur þarna
fór fram. Hver sóknar-
lota hefur ekki staðið
meira en nokkrar
sekúndur, þá hafði
myndazt gat í annarri
hvorri vörninni og skoti
hleypt af. Og þótt ótrú-
iegt megi virðast, þá
vörðu markverðirnir alls
ekki illa, en varnir voru
ekki til.
ÞaB hefur lika komið i ljós i
leikjum gegn sterkari liðun-
um, eins og Fram og Val, að
Vikingur ræður ekkert við
þau, þótt ekki vanti að liðið
skori mörk. Gegn Val skor
aði liðið heil 19 mörk, en það
fékk bara á sig 27, og gegn
Fram skoraði það 18, en fékk á
sig 21 mark. Það liggur i aug-
um uppi, að það á að vera nóg
fyrir lið að skora 18 til 20 mörk
i leik til að sigra. Og það er
meira en litið að i vörninni ef
svo er ekki. Lið með slika vörn
getur ekki vonazt eftir sigri i
heilu móti, ekki að minnsta
kosti i alvöru.
V • m 1 K f jKKfW ' - s
1 imtwM’tt11
H f 111
r^v 1
Kinar Magnússon, „risinn” I Vikingsliðinu, var óvenju ógnandi i leiknum við KR og skoraöi 11 mörk. Ef Einar ógnar er erfitt að verjast
honum, enda er maðurinn nær 2 m. að hæð, léttur og sterkur.
Það horfir nú orðið alvar-
lega fyrir KR-liðinu eftir 5
tapleiki i röð og ekki sizt eftir
að Armann hefur náð sér i 2
stig. Það er alveg sama sagan
með KR og Viking, liðiö er al-
gerlega varnarlaust, en það
getur skorað, þótt það hafi
ekki jafn mörgum góðum
skyttum á að skipa og Viking-
ur. Hið eina sem getur bjargað
KR frá falli úr þessu, er að það
taki sig verulega á i varnar-
leiknum, leggi alla áherzlu á
að styrkja vörnina.
Ef við litum á gang þessa
leiks, þá var það nú svo að
maður var varla búinn að
skrifa niður eitt markið þegar
annað var komið, eða þá i það
minnsta markskot. Vikingar
leiddu allan leikinn en munur-
inn var aldrei mikill fyrr en
undir lokin að KR-liðið gafst
hreinlega upp.
Þegar 19 minútur voru liðn-
ar af leik var staðan 10:8 Vik-
ingi i vil og hún var 14:12, þeg-
ar 1 minúta var eftir og 15:12 i
leikhléi. Sem sagt 27 mörk á
30 minútum.
Eftir 10 minútur af siðari
hálfleik var staðan 20:17 og
eftir 15 minútur 22:19. Þegar
um það bil 10 minútur voru til
leiksloka var staðan 25:20, en
þá hrundi KR-liðið algerlega
niður. Lokaminúturnar voru
svo hrein martröð fyrir KR-
inga, þegar Vikingar skoruðu
hvert markið á fætur öðru, án
þess að KR-ingar fengju svar-
að fyrir sig. Lokatölurnar
urðu svo 32:23 sigur Vikings.
Stórskyttur Vikings, með
Einar Magnússon i broddi
fylkingar, áttu ekki i nokkrum
erfiðleikum með að skora hjá
hinni hörmulegu lélegu vörn
KR. Jafnvel ágæt markvarzla
Ivars Gissurarsonar dugði
skammt, þegar vörnin hleypti
öllu i gegn. Stefán Halldórsson
hefur vakið mikla athygli i
siðustu leikjum Vikings fyrir
góðan sóknarleik og það varð
engin breyting á þvi nú. Þá
áttu þeir Guðjón og Páll
Björgvinsson einnig ágætan
leik i sókninni. Um vörn var
ekki að ræða hjá Vikingi.
I KR-liðinu voru það helzt
þeir Haukur Ottesgn og Birn-
irnir Pétursson og Blöndal
sem eitthvað kvað að i sókn-
inni.
Mörk Vikings: Einar 11 (6
viti), Guðjón 5, Stefán 4, Ólaf-
ur 4, Viggó 3, Páll 3, Jón og
Sigfús 1 mark hvor.
Mörk KR: Björn P. 6, Steinar
4, Haukur 3, Björn Bl. 3, Geir,
Bjarni og Karl 2 mörk hver og
Bogi 1 mark.
Jólamót í innan-
hússknattspyrnu
fyrir þá yngstu
Knattspyrnuráð Reykjavik-
ur hefur ákveðið að gangast
fyrir jólamðti i innanhúss-
knattspyrnu fyrir 4. og 5. fl.
pilta og fer það fram á sunnu-
daginn kemur i Laugardals-
Markahlutfall gildir i riðlum.
Leiktimi: 2x5 minútur.
5. FLOKKUR.
1. FLOKKUR.
1. Þróttur - K.R. Kl. 6.15
2. Fram-Í.R. Kl. 6.30
3. Valur-Ármann Kl. 6.45
4. Fylkir - Vikingur Kl. 7.00
5. Þróttur-Fram Kl. 7.15
hölíinni og hefst kl. 14.30. l. Vikingur- Í.R. Kl. 2.30 6. K.R.Í.R. Kl. 7.30
Þetta er mjög skemmtileg 2. Armann - Fylkir Kl. 2.43 8. Armann - v íkmgur Kl. 8.15
nýbreytni og það fer ekkert 3. K.R.-Þróttur Kl. 2.56 9. Þróttur - l.R. KI.8.HÓ
milii mála að þarna verður 4. Fram - Valur Kl. 3.09 10. K.R.-Fram Kl. 8.30
um jafna og skemmtilcga 5. Viklngur — 11. Valur-Vikingur Kl. 8.45
keppni að ræða og fátt er Armann Kl, 3.22 12. Armann - Fylkir Kl. 9.00
skemmtilegra en að horfa á 6. í.R. - Fylkir Kl. 3.35 13. Leikur um 7. sæti Kl. 9.15
unga pilta leika innanhúss- 7. K.R. - Fram Kl. 3.48 14. Leikur um 5. sæti Kl. 9.30
knattspyrnu. 8. Þróttur - Valur Kl. 4.01 15. Leikur um 3. sæti Kl. 9.45
Keppt verður i tveim riðl- 9. Vikingur - Fylkir Kl. 4.14 16. úrslit Kl. 10.00
um og hefur þegar veriö 10. í.R.-Ármann Kl. 4.27 a-riðill: b-riðill:
dregið i riðla. 11. K.R.-Valur Kl. 4.40 ÞRÓTTUR VALUR
a-riðill: b-riðill: 12. Þróttur-Fram Kl. 4.53 K.R. ARMANN
VÍKINGUR K.R. 13. Leikur um 7. sæti Kl. 5.10 FRAM FYLKIR
Í.R. ÞRÓTTUR 14. Leikur um 5. sæti Kl. 5.23 Í.R. VÍKINGUR
ARMANN FRAM 15. Leikur um 3. sæti Kl. 5.36 Markahlutfall gildir • i riðlum.
FYLKIR VALUR 16. úrslit Kl. 5.50 Leiktimi: 2x6 minútur.
Staðan eftir leiki Vikings og
KR og Fram og Armanns er
þessi:
FH 4 4 0 0 73:67 8
Valur 4 3 0 1 90:65 6
1R 4301 79:67 6
Vikingur 5 3 0 2 112:102 6
Fram 5 3 0 2 98:91 6
Haukar 4 1 0 3 75:77 2
Ármann 5 1 0 4 81:108 2
KR 5 0 0 5 83:114
Markhæstu menn.
Ingólfur Óskarss. Fram 33
Einar Magnúss. Vikingi 31
GeirHallsteinss. FH 30
Vilberg Sigtryggss. Arm. 27
Bergur Guðnason Val 25
Haukur Ottesen KR 25
Brynjólfur Markúss. IR 25
Ólafur ólafss Haukum 22
Guðjón Magnúss. Vik 19
Hörður Kristinss. Árm. 17
ÓlafurH, Jónss. Val 15
Björgvin Björginss. Fram 15
Páll Björgvinss.Viking 14
Sigurbergur Sigsteins.
Fram 13
I Ingólfur Óskarsson er nú
I markbæstur i 1. deild.
staðan