Þjóðviljinn - 15.12.1972, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 15.12.1972, Blaðsíða 17
Föstudagur 15. dcscmber 1972 ÞJÓÐVILJINN — S1ÐA17 55] Alistair Mair: Það var sumar í liklegt að Jacky liði betur. Hann vonaði að svo væri. En allan dag- inn var hann að velta þessu fyrir sér. Simtalið siðdegis, þegar kona bankastjórans var i miðri lýsingu á meltingarlruflunum sinum. — Ashe læknir? Röddin var hljómþýð og örlitið hás, alveg eins og hann mundi eftir henni. — Það er hann, sagði hann. — Barrie læknir sagði mér að þér hefðuð hringt. Viljiö þér biða andartak? Hann lagði höndina yfir tólið. — bað er langlinusam- tal, sagði hann við bankastjóra- frúna. — Væri yður sama þótt þér færuð fram i biðstofuna á meðan? Ég skal kalla á yður þegar ég er búinn. Hún fór fram fyrir og lét eftir sér að stynja þungan. Hann beið þar til dyrnar höfðu lokazt. — Afsakið, sagði hann. — Það var sjúklingur hjá mér. — Hafið þér alltaf jafnmikið að gera? — Eiginlega ekki, sagði Peter. — Ég er búinn að fá starfsfélaga, svo að álagið er minna. En segið mér frá systur yðar. — Þess vegna hringdi ég nú, sagði Anne. — Þau keyptu þetta hús, eins og þér hafið sjálfsagt frétt. — Já, sagði Peter. — Ég frétti það i fyrri viku. Hvenær flytja þau inn? — A mánudaginn, sagði Anne. — Og ég býst við að Robin hringi strax til yðar. En mér fannst rétt að segja yður það sem á undan er gengið. — Það er ágætt, sagði Peter. — En fyrst langar mig að spyrja, hvort komin sé sjúkdómsgrein- ing. — Það er nú það, sagði Anne. — Mig langaði til að tala um það við yður. Við vitum það ekki. — Þið vitið það ekki? — Það segir okkur enginn neitt. Læknirinn i Glasgow er hræðilega var um sig. Starfsfólkið á spítal- anum var einstaklega hjálplegt, en — — Hefur hún verið á spitala? — Nokkrum sinnum. Fyrst sem heimangöngusjúklingur. bá var hún lögð inn i hálfan mánub i rannsókn, myndatöku og þess háttar. Og siðan hefur hún verið þrisvar eða fjórum sinnum sem heimangöngusjúklingur. — Og hvað sögðu þeir? — Næstum ekki neitt. Þeir eru ótrúlega orðvarir. Þeir sögðu við Robin að hún yrði ef til vill veik lengi, að hún væri á einhverjum nýjum kúr sem myndi ganga nærri henni til viðbótar sjúk- dómnum. Þeir sögðu þetta til þess að hann útvegaði húshjálp. — Og hvað sögðu þeir við Jacky? — Tja, ekki öllu meira en þér sögðuð henni fyrir mörgum vikum. Að hún væri blóðlaus. Að þrotinn i eitlunum tæki seint við meðferð . Að hún yrði að vera þolinmóð og gæta þess að ofgera sér ekki. — Og var það allt og sumt? — Já, eiginlega. — Og þér hafið ekki getað feng- ið frekari upplýsingar? — Ég hef reynt það, sagði Anne. — Ég talaði við lækninn i Glasgow. Ég talaði við sjúkra- húslækninn. Og þeir voru báðir ósköp alúðlegir, en virtust bersýnilega gæta þess að tala ekki af sér. Og ég vona bara að þér getið sagt okkur eitthvað frekar þegar þér fáið skýrsl- urnar. — Þeir þurfa að fá heimilis- fangið mitt, sagði Peter. — Létuð þér þá hafa það? — Já, ég gerði það. Þegar ég - hitti þá siðast. Og þeir sögðust myndu skrifa yður áður en þau flyttu. — Ég hef ekkert fengið enn, saðgi Peter. — En segið mér hvernig henni liður. — Það er ekki gott að segja, sagði Anne. — Ég held að hún reyni að bera sig vel. En hún hefur horazt. Og mér finnst hún fölari. Ég er hrædd um að þetta sé allt ósköp ósljóst. En hún lítur alls ekki vel út . Og i sannleika sagt, þá hef ég áhyggjur af henni. — Og þér hafið enn þetta hug- boð, sagði Peter. — Já, sagði Anne. — Ég er hrædd um það. Hún þagði við. Svo bætti hún við i lágum hljóðum: — Hvað um yður? Hann hikaði. Ég veit það ekki, sagði hann. — Ég þarf að skoða hana aftur. En ég þarf eitthvað að byggja á, og það virðist ekki mik- ið að græða á þeim upplýsingum, sem þér hafið fengið. Meðferðin, sagði hún. — Gæti hún gefið einhverja visbendingu? — Já. Hann tók snöggt við sér. — Vissulega. Vitið þér hvaða lyf hún fær? — Ég skrifaði það hjá mér. Biðið andartak. Hann heyrði smella i lásnum á veskinu hennar, skrjáf i pappir. — Procarbazine, sagði hún.— Procarbazine hydro- cloride. Gefur það eitthvað til kynna? Peter lokaði augunum. — Já, sagði hann þungum rómi. — Hvað? — Eitt af þrennu eða fernu, sagði hann. — Og ekkert gott. Hún þagði við. Hann hélt sem snöggvast að sambandið hefði rofnað. Svo sagði hún: — Þá er bezt að ég komi. — Ekki ef það gerir hana óró- lega. — En ég ætlaði hvort sem var að koma um jólin. Þau eru á mánudag eftir viku. Ef ég legði af stað á miðvikudag, þá gæti ég verið komin til Pitford um átta- leytið. Gætuð þér hitt mig þá? Peter hugsaði sig um. — Ég er með heimsóknartima siðdegis, sagði hann. — En ég ætti að vera búinn fyrir átta. Og ég held það sé ekki rétt að við hitt- umst i Pitford. Ef systir yðar kæmist að þvi, þá fyndist henni það áreiðanlega undarlegt. — Auðvitað, sagði Anne. — Það er auðvitað öðruvisi en i London. — Hvað um Stirling? Hann kom með uppástunguna án þess að gera sér grein fyrir tilgang- inum. — Það er rólegt i miðri viku. Ég gæti hitt yður um átta- leylið á barnum á Randolph hótelinu. — Allt i lagi, sagði hún. — Og þá ættuð þér að vera búinn að fá skýrslurnar. — Satt er það. — Og þér verðið búinn að lita á hana. — Já, sagði Peter. — Þá ætti ég aö vita það sem hægt er að vita. — Og þér ætlið að segja mér það? — Já, sagði Peter. — Ég ætla að segja yður það. Hann lagði á. Hann kallaði aftur á bankastjórafrúna inn i lækningastofuna. 1 tiu mínútur leyfði hann henni að tala um meltingartruflanir sinar og áhrif þeirra á samkvæmislif hennar. En hvorki hún né næstu sjúk- lingar gátu dreift huga hans frá Jacky Carstairs og þvi sem fólst i lyfjagjöf hennar. A heimleiðinni i bil sinum reyndi hann að telja sjálfum sér trú um að þekking hans kynni að vera orðin úrelt, að lyfið kynni að vera notað i sjúk- dómstilfellum sem væru góðkynj- aðri en áður hefði tiðkazt. En það var engin sannfæring að baki GLENS Föstudagur 15. desember 7.00 Morgunútvarp'- Veður- fregnir kl. 7.00, 8,15 og 10.10 Fréttir kl. 7.20. 8.15 (og forustugr. dagbl.i, 9.00 og 10.00. Morgunbam kl. 7.45. I\íorgunleikfimi ki. 7.50 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Svanhildur Kaaber heldur áfram sögunni ...Tritill fer i kaupstaðar- lerð” eftir Robert Fisker (21. Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Kræðslu- þáttur um almannatrygg- ingar kl. 10.25: Fjallað um örorkulifeyri. Limsjónar- maður: Orn Eiðsson Morgunpoppkl. 10.45: Mark og Almond leika og syngja Fréttir kl. 11.00. Tónlist cftir Joscph llavdn: Kammersveitin i Stuttgart leikur Leikfangasinfóniu: Rolf Reinhard stj. Zdenek Bruderhans og Pavel Stephan leika saman á flautu og pianó Sónötu nr. 8 i G-dúr. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.15. Við sjóinn. Páll Ragnarsson skrifstofustjóri talar um breytingar á al- þjóða siglingalögum. (endurt.) 14.30 Siðdcgissagan: ..Göimil kynni” cftir Ingunni Jóns- dóttur. Jónas R. Jónsson á Melum les bókarlok (17) 15.00 Miðdegistónleikar: Kin- söngur og kórsöngur.Nicolai Ghjauroff syngur ariur eftir Verdi og flutt verða þekkt kórverk úr óperum. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 10.00 Fréttir. 10.15 Veðurfregnir. Tilkynningar. 10.25 Poppbornið. Örn Petersen kynnir 17.10 Lcstur úr nýjum barnabókum 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19,20 Fréttasepgill 19.35 Þingsjá. Ingólfur Kristjánsson sér um þátlinn. 20.00 Tónleikar Sinfóniu- sveitar islands- haldnir i Háskólabiói • kvöldið áður Stjórnandi: Páll P. Pálsson Einleikarar: Helga Ingólfs- dóttir semballeikari og Konstantin Krechler fiðlu- leikari.a. Sembalkonsert i E-dúr eftir Johann Sebaslian Bach. b. Fiðlu- konsert i E-dúr eftir sama tónskáld. c. Konsert fyrir hljómsveit eftir Béla Bartók. 21.25 Launsagnir miðalda. Einar Pálsson flytur þr i ð j a og siðasla erindi sitt. 22.15 Veðurlregnir. Útvarps- sagan: ..Strandið” cftir llanncs Sigfússon.Erlingur E. Halldórsson les (7) 22.45 l.ctt músik á siðkvöldi 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok Föstudagur 15. desember 1972 20.00 Frcttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.35 Varfærnir vciðimenn. Brezk kvikmynd um fugla- vernd i Kanada, en þar hef- ur veiðifélagsskapur tekið sér fyrir hendur að bæta lifsskilyrði andategundar, sem mikið er veidd. Friðuð hala verið ákveðin svæði, reynt að gera þau að sem ákjósanlegustum varplönd- um með áveitum og tilbún- um stöðuvötnum. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.05 Fóstbræður. Brezkur sakamálaflokkur i léttum tón. Ilcima cr bczt. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.00 Sjónaukinn. llmræðu- og fréttaskýringaþáttur um innlend og erlend málefni. 23.00 Ilagskrárlok FfLAC mim HLJimm #útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar Lœkifœri línsamlcqast hringið i 202SS milii kl. M-17 fju. C/ INDVEItSK UNDRAVERÖLD ^ Ljl S X Nýtt úrval austurlenzkra skrautmuna til JÓI.AG.IAFA. Hvergi meira úrval af rcykclsi og reykelsiskcrjum. ATH: OPID TIL KL. 22 ÞRIDJUDAGA OG FÖSTUDAGA. Smckklegar og fallcgar jólagjafir fáið þér i JASMÍN Laugavcgi 133 (við Hlcmm). JASMÍN, við Hlemmtorg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.