Þjóðviljinn - 15.12.1972, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. desember 1972
Skórnir á fjölskylduna fyrir jólin
eru komnir
Karlmannainniskór úr flóka og
leðri.
Töfílur, karlmanna og drengja-
stærðir
Kveninniskór og töfflur, glæsi-
legt úrval.
Kuldaskór karlmanna, mjög gott
Tréklossar, ný gerð, kvenna og barna^með hæl-
bandi, — rauðir, — bláir, — svartir.
fóstsp:ndum.
Skóverzlun Péturs Andréssonar
Laugavegil7.
Skóverzlunin Framnesvegi 2.
Af hverju
Ármannsfell?
Fólk hefur velt því mikiö
fyrir sér hvers vegna meiri-
hluti borgarst jórnar
Reykjavikur synjaöi
Byggingarsamvinnufélagi
atvinnubifreiöastjóra
(BSAB) um lóö til
byggingar f jölbýlíshúss viö
Stórageröi, þar sem BSAB
er tvimælalaust þaö
byggingarfélag sem selur
beztu fáanlegar íbúöir á
lægstu veröi.
Maður er nefndur Sveinn R.
Eyjólfsson. Sá býr að Skaftahlið 3
i Reykjavik, en bjó áður að Fells-
múla 6. Sveinn þessi er fram-
kvæmdastjóri dagblaðsins Visis.
Maður er nefndur Benedikt
Jónsson. Sá býr að Kúrlandi 11
Reykjavik, en bjó áður að
Háagerði 87 Reykjavik. Benedikt
þessi er afgreiðslustjóri dag-
blaðsins Visis, og stjórnarmaður i
útgáfustjórn Litla Visis, þ.e.a.s.
Alþýðublaðsins.
Árið 1966 stofnuðu nokkrir
„framtakssarair” menn
byggingarfélagið Armannsfell.
Tveir voru þeir Benedikt Jónsson,
þá til heimilis að Háagerði 87
Itvik, og Sveinn Eyjólfsson, þá til
heimilis að Fellsmúla 6 Rvik.
Fyrsti formaður stjórnar
Ármannsfells var Sveinn
Eyjólfsson.
Annar tveggja byggingaraðila
sem lóð fékk við Stóragerði var
einmitt Ármannsfell. En hvers
vegna þá Ármannsfell? Er nýi
borgarstjórinn að koma sér upp
málgagni? Eöa er fyrrverandi
borgarstjóri, Geir Hallgrimsson,
að kaupa sér Visi lika' Af hverju
sat Alþýðuflokksmaðurinn
Björgvin Guðmundsson hjá við
atkvæðagreiðsiur i borgarstjórn
um lóðaúthlutun?
Þessum spurningum fæst þó
öllum svarað með svari við þeirri
fyrstu þeirra: af hverju
Ármannsfell? —úþ
V erzlunarskólinn
á Golfskálahæð?
Borgarráð samþykkti á
fundi sinum 12. þessa mán-
aðar að veita Verzlunar-
skóla Islands lóð undir ný-
byggingu á Golfskálahæð-
inni, sunnan lóðar Mennta-
skólans við Hamrahlíð.
Ekki hefur endanlega vérið
ákveðið hvar byggingin skuli risa
á þessari lóð, né heldur hvers lags
bygging , að þvi er skólastjóri
Verzlunarskóla Islands sagði
blaðinu, þvi enn hefur ekkert
verið gert i byggingarmálunum
af hálfu skólayfirvalda annað en
skrifa bréf til borgaryfirvalda,
sem borgarráð samþykkti að
svara játandi.
Verzlunarskóli tslánds er nú til
húsa við Grundarstig og býr þar
við ekki þrengri kost en margir
aðrir skólar i landinu, en mun
vera tvisetinn.
Hins vegar eru margir af hin-
um opinberu skólum landsins þri-
setnir, svo vart er við þvi að
búast, að VI geti hafið byggingu
_______. & . .
SKIPAUTGCRB RIKISINS
M.s. Baldur
fer frá Reykjavik
mánudaginn 18. des.
til Snæfellsness- og
Breiðafjarðarhafna.
Vörumóttaka á föstu-
dag.
nýs húsnæðis á næstunni með fé
úr almannasjóðum,þar sem skól-
inn er einkaskóli, og rikinu standa
nýbyggingar fjölmargra annarra
skóla nær. _llh
KRÝNINGAR-
SKEIÐIN
1972
200 stk. silfur og
25 tsk. 18 karata gull,
tölusett.
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Rammagerðin
Islenzkur
heimilisiðnaður
JENS GUÐJÓNSSON
gullsmiður Laugavegi
60. Sími 12392 og
Suðurveri.
Póstsendum.