Þjóðviljinn - 15.12.1972, Page 9

Þjóðviljinn - 15.12.1972, Page 9
Föstudagur 15. desember 1972 ÞJÓDVILJINN — StÐA 9 baekur Sóifaxi höf.: Ármann Kr. Einarsson inyndir: Einar Hákonarson Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um barnabækur GOÐ, BETRI, BEZT Hökav. Sigfúsar Eymundssonar 1972. Hér stendur mikið til. Einn þekktasti barnabókahöfundar landsins og einn fremsti ungi listamaðurinn okkar gera saman bók, sem gefin er út á þykkan, vandaðan pappir. bessu höfum við lengi beðið eftir, þetta er lofs- vert framtak. Sagan er aðallega um hest: Hún er ekki frumleg en vel gerð, einkum sá hlutinn, sem gerist á fjöllum uppi. En ég amast við klassfskri lofgerð sveitalífsins, sem fram kemur i sögunni. Þar er torfbær með blómum á þaki, þar eru börnin góð, hjálpa foreldrum sinum og bjarga folaldi upp úr skurði. Börnin i borginni hnýta hins vegar blikkdósir i tagl þess sama folalds, þegar það villist inn i þéttbýlið. Þau eru illgjörn. Við textann er annað það að athuga, að hann er dálitið væminn, eink- um undir lokin. Myndirnaf ollu mér sattaðsegja vonbrigðum, mér finnst þær ekki nógu lifandi. Til dæmis finnst mér bersýnilegt, að hesturinn á kápu- siðu stigi aldrei i vinstri framfót aftur. Ef til vill er þetta viljandi tilraun listamannsins til að nálgast teikningar barna. Ég veit bara ekki hvort börn meta þvi- likar tilraunir. Fólk skyldi alltaf vara sig á þvi að skrifa, teikna eða lesa á sérstakan hátt fyrir börn; þau skoða það oft sem litils- virðingu. Eyjan hans Múmínpabba höf.: Tove Jansson þýð.: Steinunn Briem Örn og örlygur, 1972, 210 bls. Tove Jansson er áreiðanlega frumlegasti barnabókahöfundur, sem hér hefur sézt á markaði lengi. Hún kemur svo oft svo skemmtilega á óvart, að kannski þykir einhverju barninu nóg um. En gaman er að hlusta á hláturinn, þegar börn eru að lesa bækurnar hennar, það gerir sálinni gott. Þetta eru bækur sem foreldrar og börn geta lesið og spjallað um saman, þvi Tove Jansson gætir þess að ofskýra aldrei,en hún tæpir á ótrúlegustu hlutum, sem börn (og fullorðnir ) geta endalaust velt fyrir sér. Sjálf sagði Tove i grein um bækur sinar, að i barnabókum ætti að vera leið, sem barnið fer Rowenfa Straujárn, gufustraujárn, brauðristar, brauðgrill, djúpsteikingarpottar, fondue-pottar, hárþurrkur, hárliðunarjárn og kaffivélar. Heildsölubirgðir: ^CaUdór -€.iríkóaonJ; &>• Ármúla 1 A, sími 86-114 en skilur rithöfundinn eftir. .spurningar, sem barnið svarar, ekki höfundurinn. Bók sú er hér um ræðir er sneisafull af þannig leiðum og spurningum. Mér dettur t.d. i hug veggmál- verk Múminmömmu, sem hún hverfur inn i vegna sárrar heim- þrár. Þegar heimþráin er horfin, kemst hún ekki lengur inn i myndina. Morrinn er furðuleg persóna. Múminsnáðinn gerir sér enga grein fyrir, hvers vegna hann má til með að hitta Morrann á kvöldin. En löngu áður hafði Múminmamma sagt, að Morrinn væri svona kaldur af þvi að enginn skipti sér af honum. Börnin eru sjálf látin um að tengja þetta saman, það rómar enginn hástöfum gæzku og góð- vild Múminsnáðans. Það er lika mikil skynsemi i sögunni. Hún er skrifuð af ein- stakri þekkingu á mannlegu eðli. Múminpabba langar svo til að vera verndari fjölskyldu sinnar samkvæmt hefðbundnum kokka bókum um hlutverk kynjanna. Múminmamma reynir að láta eins og hann sé það, en hann lætur ekki blekkjast. Þau verða að skipta algerlega um umhverfi, fara til óbyggðrar eyjar langt úti i hafi til að hann fái að spreyta sig. Eftir að þau leggja af stað til eyjarinnar má Múminmamma ekki gera neitt utanhúss. Hún reynir að láta sér vel lika, en athafnaleysinu unir hún þó ekki til lengdar, þvi þetta er mikil kona. Hún skilur mann sinn og fellst á duttlunga hans, eins og konur hafa gert alltof lengi, þótt hún sé i rauninni miklu hæfari til að vernda fjölskylduna en hann. Hún fær þó sina uppreisn i töfra- garðinum sinum, sem hún getur flúið til. t fyrsta sinn, sem hún hverfur, leita þau hin að henni dauðskelfd. Þegar hún er fundin, segir Múminpabbi: ,,Þú mátt ekki hræða okkur svona. Þú verður að athuga, að við erum vön að hitta þig heima þegar við komum á kvöldin.” Og Múmin- mamma andvarpar: ,,Það er nú gallinn. Maður þarf á tilbreytingu að halda stundum. Annars hætt- um við að taka hvert eftir öðru bara af gömlum vana. Finnst þér það ekki lika, elskan?” Þrátt fyrir undanlátsemi heldur hún sjálfstæði sinu óskertu. Og uppeldisaðferðir hennar mætti margur taka til eftirbreytni. Hún er stórkostlegt dæmi um móður, sém elskar barn sitt án nokkurrar eigingirni eða valdagræðgi. Boðskapur Tove er að allt verði gott, ef við erum góð hvert við annað. En hún treður þeim boð- skap ekki upp i nasirnar á lesanda, hann er vandlega fléttaður inn i söguna. Þýðingin er frábær, unnin af stakri kostgæfni og afbragðs smekk. Prentvillum er ekki orð á gerandi og annar frágangur mjög góður. Myndir Tove eru það sem e.t.v. öðru fremur gerir söguna sprelllifandi. Litlu fiskarnir höf.: Erik Christian Iiaugaard |)ýð.: Sigríður Thorlacius Iðunn, 1972, 151 hls. „Segöu mér eitthvað úr striðinu — hvernig var það að vera her- maður?” Þrátt fyrir óteljandi sögur og kvikmyndir um heims- styrjöldina siðari, vitum við, sem ekki kynntumst henni af eigin raun, sáralitið um hana. Alírasizt vitum við um lif og kjör þeirra, sem urðu fyrir barðinu á striðinu án þess að þeir ættu þált i þvi. Um fáeina af þeim ógnar- fjölda fjallar sagan Litlu fiskarn- ir. Hún gerist á Italiu árin 1943 og '44. Guido er tólf ára, munaðarlaus betlari i Napóli. Hann verður heimilislaus, ef heimili skyldi kalla, og af ótta við að lögreglan setji hann á hæli, flýr hann úr borginni. Þrátt fyrir eymd sina á hann nægan kærleika aflögu til að miskunna sig yfir tvö börn, sem likt er komið fyrir og honum, önnu, tiu ára, og Marió litla, sem er bara fjögurra ára. Sagan segir svo ferðasögu þeirra frá Napóli til Cassino. Og það er átakanleg saga, saga um óhugnanleik striðsins, hungur, klæðleysi, þjáningar og dauða. Saga um vonzku mannanna og grimmd, en einnig um gæzku þeirra. Gleði- stundirnar, sem börnin njóta við og við mynda andstæðu við sultinn og kuldann og gera ömur- leikann enn tilfinnanlegri. En þrátt fyrir allt er þetta góð saga, falleg saga og ógleymanleg. Persónur ailar eru gerðar af þvi- likri snilld, að lesandi þekkir þær og sér þær ljóslifandi fyrir sér, þótt hann viti kannski ekki hvað þær heita. Ég minnist sérstaklega þýzka liðsforingjans, sem hrakti börnin burtu frá myllunni, þótt honum þætti i rauninni vænt um þau. En þau höfðu horft á hann fremja glæp, og skömmustutil- finningin lét hann ekki i friði meðan þau voru i návist hans. Ein hugstæðasta aukapersónan er kennarinn signor Luigi, sem kallar sig Jason og þykist ganga á leifum gullna reifisins. Hug- leiðingar hans um múgæsingu eru kannski ekki stilaðar fyrir börn, en þær eru tilvaldar sem grund- völlur undir umræður við börn um þetta fyrirbæri, sem einmitt þau þurfa að vara sig svo vel á. ,,Ég man eftir ræðum Mussolinis. Ég hef hlustað á hann i Róm, staðið i mannþrönginni og öskrað, eins og allir hinir. Ég hugsaði aðeins um það, sem hann sagði, en gleymdi að hlusta eftir þvi, sem hann ekki sagði. Hann talaði um hetjuanda og veldi Italiu. Hann nefndi hvorki hungur né dauða. Hann talaði ekki um hörmungar styrjalda eða blóð hinna saklausu.” Guido segir söguna i 1. persónu, við sjáum allt með augum hans. Málfarið er helzt til hátiðlegt miðað við aldur sögumanns, en spakvizkan er ekki ótrúleg, þegar haft er i huga allt, sem Guido hefur lifað á skammri ævi. Til dæmis hefur hann komizt að eftir- farandi niðurstöðu: „Anna, við erum ekki vondt en við erum heldur ekki góð. Við erum litlir fiskar og við höfum hvorki efni á ab vera eitt né neitt...En við höf- um rétt til að lifa.” Þýðingin er mjög góð. Engar myndir eru i bókinni, en frágangur er að öðru leyti mjög góður. PIERPONT-ÚRIN handa þeim sem gera kröfur um endingu. nákvæmni og fallegt útlit. Kven- og karl- manns úr af mörgum gerðum og verð- um. HELGI GUÐMUNDSSON, úrsmiður. I.augavegi 9(». Simi 22750. IÐNÞJÓNUSTAN S.E. Sími 24911 ALHLIÐA FAGMANNSVINNA Bótagreiðslur almannatrygginganna i Reykjavík Uaugardaginn 1(5. desember verður af- greiðslan opin til kl. 5 siðdegis og verða þá greiddar allar tegundir bóta. Bótagreiðslum lýkur á þessu ári 22. þ.m. og hef jast ekki aftur fyrr en á venjulegum greiðslutima bóta i janúar. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS SKYRTAN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.