Þjóðviljinn - 15.12.1972, Qupperneq 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. desember 1972
Föstudagur 15. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
AF STJÓRNMALUM I VESTUR-ÞÝZKALANDI UM OG EFTIR ÞINGKOSNINGAR
Góðar óskir fylgja Brandt og Scheel
Það er upplífgandi, að
meirihluti þýzkrar þjóðar
hefur valið frið og skilning
milli þjóða en snúizt gegn
þjóðahatri og stríði...
Gagnstætt því sem gerðist
um marga þingmenn létu
kjósendur ekki múta sér
með þeim miljónatugum
sem varið var til auglýs-
ingaáróðurs. Loks eru
Þjóðverjar orðnir mynd-
ugir... Þjóðin varpar önd-
inni léttar og heitir sér
,,g!eðilegum jólum"...
Svona langt erum við
leiddir. Þeir rauðu sigruðu.
Glötunin er vis. Vei þeim
sem hefur skakkt flokks-
skírteini eða ekkert. Það er
farið að hvisla um póli-
tískar fangelsanir og nauð-
ungarflutninga. Moskva á
að hafa boðizt til að láta
Síberíu í té. Rauði herinn er
viðbúinn að veita bróður-
lega aðstoð. Hvað var Hitl-
er i samanburði við það
sem nú tekur við? Þeir
kristilegu höfðu á réttu að
standa að vara þjóðina við
rauða fasismanum. En hún
átti ekki annað skilið, sjálf-
viljug gekk hún undir okið.
I síðustu frjálsu kosn-
ingunum valdi hún sósíal-
-ismann.
Þetta eru nokkrar glefsur
úr lesendabréfum í þýzka
fréttaritinu Spiegel sem
birzt hafa eftir hinn mikla
kosningasigur sósíaldemó-
krata og frjálsra demó-
krata um daginn. í síðasta
bréfinu er vísað til hins
öfgafulla andkommunista-
áróðurs sem hægri menn
beittu i kosningabarátt-
unni.
í þessari viku kemur
vestur-þýzka sam-
bandsþingið saman
i fyrsta skipti eftir kosn-
ingarnar sem haldnar
voru 19. nóvember s.l.
Þingiö sem nú kemur saman er
æði frábrugðið þvi sem Willy
Brandt sendi heim til sin i haust,
einu ári fyrir lok kjörtimabilsins.
bá var svo komið að stjórn og
stjórnarandstaða stóðu jafnt að
vigi, hvor aðili um sig með 248
þingmenn. 6 þingmenn stjórnar-
flokkanna höfðu hlaupizt undan
merkjum á kjörtimabilinu —
ýmsir þeirra voru taldir hafa
tekið við mútum frá fjársterkum
aðilum, sem fylgdu kristilegum
að málum — og það nægði til að
kippa fótunum undan stjórninni.
Sá meirihluti í þingi sem sósfal-
demókratar og frjalsir demó-
kratar lögðu af stað með eftir
kosningar 1969 var i alira naupi-
asta lagi. Má segja að sam-
steypustjórn þeirra hafi unnið
kraftaverk með ekki sterkari að-
stöðu. Þar ber utanrikismálin að
sjálfsögðu hæst: griðasáttmálinn
Það er gcfið og þegið á vixl i viðræðum um stjórnarmyndun. Waltei Scheel frá frjálsum demókrötum til vinstri og Willy Brandt fra
demókrötum til hægri.
Þeir horfa saman út i kuldann, Rainer Barzel leiðtogi CDU til vinstri,
og Franz-Josef Strauss foringi CSU til hægri.
við Sovétmenn og Pólverja og
samningsgerð við Austur-Þjóð-
verja sem jafningja. A innan-
landsvettvangi var minna
áorkað, en ýmsir telja þó, að
heföu kristilegir ihaldsmenn
haldiðum stiórnvölinn hefði verið
nokkur hætta á þróun i átt til
skerðingar á lýðræði og gengið
hefði verið á hlut verkalýðsins.
Nú hafa samstarfsfiokkarnir
eins sterka þinglega stöðu og
nokkur samsteypustjórn getur
óskað sér. Meiriíiiuti þeirra er 24
þingsæti, og verður hann ekki frá
þeim tekinn með neinum bola-
brögðum.
Sigur vinstri aiTanna
Stjórnmálasérfræðingum ber
saman um að þýzku kosningarnar
1972 hafi verið mjög sögulegar. 1
fyrsta skipti náði sósfaidemó-
krataflokkurinn þvi markmiði að
verða stærsti þingflokkur lands-
ins og með hæsta tölu atkvæða á
bak við sig. Og þetta er i fyrsta
sinn sem náðst hefur i þýzkri sögu
traustur og starfhæfur meirihluti
vinstri miðflokkahreyfingar.
Að visu vinnur sósialdemó-
krataflokkurinn aðeins 6 þing-
sætum meira nú en hann gerði
1969. En tala kjördæmakosinna
þingmanna hækkar úr 25 i hvorki
meira né minna en 152. Og sam-
starfsflokkurinn, frjálsir demö-
kratar, treystir stöðu sina mjög
verulega og vinnur 12 nýja þing-
menn. Ýmsir höfðu talið flokkinn
i þeirri hættu að falla niður fyrir
5% markið (þá er enginn þing-
maður kosinn), en honum virðist
nú langra lifdaga auöiö.
Ef litið er á þróun flokkafylgis
siðan vestur-þýzka sambandslýð-
veldið var stofnað, 1949, sést að
kristilegir demókratar (og
bræðraflokkurinn kr. sósialistar i
Bæjaralandi) ná þegar 1953 þeirri
stærð sem þeir nú hafa. En á
sama tima hafa sósialdemd-
kratar verið i stöðugri sókn.
Milliflokkar hafa þurrkazt út,
allir aðrir en frjálsir demókratar.
Flestir þeirra hafa verið borgara-
legir, og margir æði mikið hægri
sinnaðir, og þeir hafa með einum
og öörum hætti runnið inn i kristi-
lega sambandið.
Þess er ekki að dyljast að á
þessum tima hefur orðið talsverð
breyting á sósialdemókrata-
flokknum. Hann hefur hvað
stefnuskrá og úrræði i efnahags-
málum snertir fengið æ meiri
miðflokkssvip. Með Godesberg
stefnuskránni 1959 sagði flokkur-
inn skilið við marxismann, eða
Stimmenanteiie bei den jBundestagswahlen 1949-1972 in%
1949 1953 1957 1961 1965 1969 1972
BœzEmoioíus
Linuritið sýnir hlutdeild 3ja helztu flokka í Vestur-Þýzkalandi i heildar
atkvæðatölu við kosningar til sambandsþings 1949—’72. Kristilegir
(CDU/CSU> eru svartir, frjálsir demókratar (FDP) eru daufgráir, en
sósialdemókratar (SPD) dökkgráir. A milli þeirra lágu aðrir flokkar,
hvitir, cn þeir mega heita horfnir 1972.
ZUSCHLAG FÖR ARBEITNEHMER
Entwícklung des Bruttosozialprodukts und der Einkommen;
1972 bis 1977 nach der Zielprojektion des DGB
Index 1962=100
i-rm : «zj Bruttoeinkommen Æ _ aus unselbstándiger __Æ_ Arbeit ! i j 'Æ (einschiisfliicfi Arheit- Æ
So íiaix erSíCberur-g) Æ í 'Æ i_ Í24ZJÆ .
f Y/
■ 1 ! Prozent
TMO i-L- U 1972 bis 1977 j
1972
Private Bruttoeinkoraijien
aus Unternehmertátigkeit
und Vermögen
(chne Ab>cftfeibungen)
1977
■■ ! J 273,
— i 200 hi /
J\28 | i I í í Prozent 2uwachsl972 bis 1977
Verkalýðshreyfingin i Vestur-Þýzkalandi ætlar sér aukinn hlut af þjóð-
arframleiðslunni á næstu árum: Til vinstri er vöxtur þjóðarfram-
leiðslu, áætlaður 57% frá 1972 til 1977 1 miðjunni er vöxtur launavinnu-
tekna, áætlaður 65% frá 1972 til 1977. Lengst til hægri eru tekjur af at-
vinnurekstri og eign. Þær telur vestur-þýzka verkalýðssambandið aö
eigi ekki að vaxa meira en 37% á 5 árum fram til 1977. Þannig á verka-
lýðsstéttin að hagnast á vexti þjóðarframleiðslu við hallkvæmt
stjórnarfar.
þær leifar sem eftir voru. Hins
vegar er flokkurinn eftir sem áð-
ur fjöldaflokkur verkalýðsins og
sækir þangað afl sitt. Á siðustu
árum hefur vaxið upp róttæk
æskulýðshreyfing, sem er hvort
tveggja i senn, sér skipulögð og
innan flokksins. Og þar er
marxsisminn sannarlega ekki
talinn úrelt kredda. Um þriðjung-
ur fiokksmanna mun nú tilheyra
ungliðahreyfingu sósialdemó-
krata, — jusos.
Stefna sósfaldemókrata hefur á
siðustu árum verið i hægfara
umbótaátt á innanlands vett-
vangi, en i utanrikismálum hefur
áhugaefnið verið að draga úr
spennu gagnvart Austur-Evrópu.
Það þýðir i reynd að gera Þýzka-
land aftur hlutgengt á alþjóða-
vettvangi, sannfæra aðrar
Evrópuþjóðir um að þeim standi
ekki hætta af býzkalandi. 1 þvi
sambandi var nauðsynlegt að
viðurkenna rfkisr.áttarlega stöðu
Austur-Þýzkalands sem póli-
tiskan veruleika.
Að þessu sinni fór Brandt, leið-
togi sósialdemókrata, að vinna
þegar hann varð utanrikisráð-
herra i „stóru samsteypunni”
með kristilegum 1966. En veru-
legur skriður komst ekki á málið
fyrr en eftir að hann gat sjálfur
tekið forystu i nýrri stjórn,
1969. Og er fyrr að þeim ávinn-
ingum hans vikið.
Kristilegir þjóna
auðvaldinu
Með happasælli utanrikisstefnu
sinni hefur Willy Brandt orðið
eins konar þjóðartákn i landi
sinu, og hefur það vafalaust haft
ólitið að segja um sigur sam-
steypustjórnarinnar. A hinn
bóginn guldu kristilegir ein-
strengingslegrar afstöðu sinnar
gegn sáttastefnu Brandts i utan-
rikismálum. Fólk sneri við þeim
bakinu vegna þrjózku þeirra við
að viðurkenna ekki pólitiskar
staðreyndir.
En hér kom fleira til. Mörgum
blöskraði hið óstöðvandi áróðurs-
flóð sem frá kristil. kom i kosn-
ingabaráttunni, blöð þeirra, bæk-
lingar og auglýsingar. Er talið að
allur herkostnaður kristilegra
nemi um lOOmiljónum marka. Og
augu margra hafa opnazt fyrir
þvi, hver stendur straum af
þessu: iðjuhöldar og einka-
bankar. Aðeins auglýsingar,
veggspjöld og dreifirit sem ekki
voru bundin kjördæmum munu
hafa kostað kristilega um 55
miljónir marka, en af þvi hafa
flokkarnir sjálfir (þ.e. CDU og
CSU) aðeins greitt 21 miljón. Hitt
var greitt af „frjálsum fram-
lögum áhugahópa”. Til saman-
burðar má geta þess, að sóslal-
demókratar vörðu aðeins 13
miljónum marka i áróður sem
ekki var bundinn kjördæmum.
„Það er þýðingarlaust fyrir
mig að sanna kjósendum að
flokkurinn okkar gangi ekki
erinda atvinnurekenda”, sagði
einn af frambjóðendum kristi-
legra. „Þvi daginn eftir koma
heilsiðuauglýsingarnar og sanna
það gagnstæða”.
Ungsósíalistar unnu vel og
dyggilega fyrir flokk sinn, þótt
þeim þyki hann ihaldssamur i
mörgum greinum og séu stað-
ráðnir að breyta honum. Og unga
fólkið svaraði kalli. Kosninga-
aldur var lækkaður á siðasta
kjörtimabili niður i 18 ár, svo að
nú gengu 6 árgangar að kjörborð-
inu I fyrsta sinn. Og það þykir
sannað mál að tveir þriðju þeirra
hafi kosið samsteypustjórnina. Af
þessari þróun mála hafa kristi-
legir hinar mestu áhyggjur sem
vonlegt er.
Kristilegir töpuðu fylgi meðal
allra stétta þjóðfélagsins og i
hinum ólikustu hópum kjósenda.
Minnst var tapið hjá starfs-
mönnum i þjónustugreinum borg-
anna, 0,9%. Og i öllum héruðum
landsins kom fram tap hjá þeim,
nema i Bæjaralandi og i Hessen.
A báðum þeim stöðum varð
óveruleg fylgisaukning. Þetta er
sett i samband við hrun nýnaz-
istaflokksins. Einmitt i þessum
héruðum hafði hann verið sterkur
i kosningunum 1969, en hann
þurrkaðist að heita mátti út núna
(landsmeðaltal hans féll úr 4,3% i
0,6).
Þá er ekki siður athyglisverð sú
þróun sem orðið hefur á FDP,
flokki frjálsra demókrata. Hann
hefur alltaf öðru hverju frá
striðslokum verið i stjórnarsam-
starfi með kristilegum ihalds-
mönnum og sem slikur hefur
hann fyrst og fremst þjónað hags-
munum smáatvinnurekenda, sem
hafa sætt sig ágætlega við þjóðfé-
lagið eins og það er. Flokkurinn
var alltaf i þeirri hættu að molna
sundur milli stóru flokkanna
tveggja og hljóta sömu örlög og
aðrir borgaralegir milliflokkar.
Svo kom augnablik hinnar miklu
ákvörðunar 1969, og flokkurinn
ákvaðað vinna til vinstri og vera
raunverulegur miðflokkur. betta
hefur haft ákaflega friskandi
áhrif á flokkinn og stefnu hans.
Forystumaður fyrir ungsósialista
(jusos), Wolfgang Itoth.
enda segir nú forystulið hans:
Flokkurinn er ekki lengur hags-
munastreituflokkur, heldur
raunverulegur umbótaflokkur.
Fylgi hans hefur orðið miklu
staðfastara en það var. Arið 1969
var „tryggðarprósenta” hans
aðeins 40 (miðað við næstu kosn-
ingar áður) en núna var hún
komin upp i 77. Til samanburðar
má hafa að „tryggðarhlutfall”
SPD er 83%. Og nú er svo komið
að meirihluti FDP-kjósenda eru
ekki lengur smáborgarar, heldur
launafólk, rikisstarfsmenn og
iðnaðarmenn.
Stjórnarandstaðan ber
höfðinu við steininn
Eftir kosningarnar hefur
athygli manna i býzkalandi ekki
beinzt svo mjög að stjórnarflokk-
unum og samningaþófi þeirra um
myndun nýrrar rikisstjórnar,
heldur einmitt að stjórnar-
andstöðunni. Hún er auðvitað i
sárum eftir þá slæmu útreið sem
hún fékk i kosningunum, og
margir spá þvi, að kristilegir
verði „úti i kuldanum”, ekki
aðeins næstu 4 árin, heldur 8-12 ár
i það minnsta.
Það sem veldur þessum óglæsi-
legu spádómum um möguleika
kristilegra til að vinna sig upp
stafar af óhyggilegri stefnu-
mörkun þeirra. Til þess að halda
þvi að vera borgaralegur fjölda-
flokkur með möguleika á
hreinum meirihluta (eins og þeir
fengu raunar 1967), þurfa þeir að
iðka pólitiskt raunsæi i innan-
sem utanrikismálum. Það er
þeim nú fyrirmunað. Að visu
Framhald á 19. siðu.
Nýjung í menningar-
Nýjung i menning-
arlifi borgarinnar eru
bókmenntakvöldin,
sem SÚM og SÚR
(Samband ungra
myndlistarmanna og
Samband ungra rit-
höfunda) gangast fyr-
ir i sameiningu i sýn-
ingarsal SÚM innan
um málverkin, þar
sem lesið er úr nýjum
verkum ungra höf-
unda.
Önnur kynningin af þessu
tagi var i fyrrakvöld, og las þá
Þorsteinn frá Hamri úr tveim
nýjustu bókum sinum, Úlfur
Hjörvar las úr bók Þráins
Bertelssonar, Kópamaros,
Steinunn Sigurðardóttir las ný
ljóð eftir sig, Arni Larsson las
úr bók sinni Uppreisnin i gras-
inu og Vésteinn Lúðviksson úr
Gunnari og Kjartani 2. bindi.
Ekki var mannmargt þetta
kvöldið, og mun jólafiðringur
vera farinn að segja til sin i
fólki, en fyrirhugað er að
framhald verði á þessum bók-
menntakvöldum eftir áramót.
Myndirnar tók ljósm. bjóð-
viljans, A.K. Það er Vésteinn,
sem les.
Kynnir Svíum ísl. tónlist
og íslendingum sænska
— Plötukynning í Norræna húsinu á morgun
Hljómplötukynning
verður i bókasafni Nor-
ræna hússins á morgun,
Iaugardag, kl. 16,30.
Kynnir Göran Bergen-
dal frá tónlistardeild
sænska rikisútvarpsins
þá með tóndæmum og
frásögn af tónverkunum
plötur, sem sænska út-
varpið hefur gefið Nor-
ræna húsinu.
A blaðamannafundi með Göran
Bergendal, konu hans Lenu Roth,
sem hér er með honum, og bóka-
verði Norræna hússins Else Mie
Sigurðsson i gær kom fram m.a.,
að þegar tónlistarstjóri sænska
rikisútvarpsins, Magnus Enhörn-
ing, var hér á ferð i sumar vegna
norrænnar samkeppni ungra
pianóleikara, bauðst hann til að
senda Norræna húsinu úrval
hljómplatna, sem stofnun hans
hefur látið gera. Það eru þessar
plötur, sem nú eru komnar og
verða kynntar á morgun, en þær
verða siðan allar til útláns i bóka-
safni Norræna hússins.
Göran Bergendal hefur dvalizt
hér á landi i nokkrar vikur til að
viða að sér efni i safnrit um nú-
timatónlist á Norðurlöndunum,
sem Bo Wallner ritstýrir, og kem-
ur út á ensku og dönsku. A einn
kaflinn að fjalla um islenzka nú-
timatónlist og hann annast Gör-
an. Hann sagðist taka fyrir nú-
timatónlist frá og meö Jóni Leifs
og Páli ísólfssyni og halda sér við
alvarlegri tegund tónlistar, en
sjálfur kvaðst hann annars
persónulega gera öllum tegund-
um tónlistar jafn hátt undir höfði
og vera á móti þvi, þegar fólk ein-
skorðaði sig við eina tegund eins
og þegar eldra fólk vildi ekki
heyra nútimatónlist og popp-lög
eða það yngra ekki sigilda tónlist.
Göran Bergendal sagðist vinna
sem tónlistarfréttamaður, sem
ekki mætti rugla saman við gagn-
rýnendur. Hann kynnir tónlistina,
og skýrir áður en hún er flutt og
álitur það mun gagnlegra hlut-
verk en gagnrýnina, sem mótist
af smekk þeirra sem við hana fást
og snúist gjarna um of um flutn-
inginn, en ekki tónlistina sjálfa.
t sambandi við ritið um nú-
timatónlist hefur Göran rætt við
marga núlifandi tónlistarmenn
islenzka, hæði tónskáld og túlk-
endur, og eru þetta reyndar ekki
fyrstu kynni hans af islenzkri tón-
list, þvi hann kom hingað á Lista-
hátiðina sl. vor þeirra erinda að
kynna sér hana i sambandi við
4ra tima islenzka kvölddagskrá i
sænska rikisútvarpinu i nóvem-
ber sl. Var þessi dagskrá bæði um
alvarlegri nútimatónlist og um
vinsæla tónlist af léttara taginu.
Þá ritaði Göran Bergendal
grein um islenzka tónlist i vel
þekkt tónlistartimarit, sem
sænska rikisútvarpið gefur út.
Auk fjölda timaritagreina um
sænsk tónskáld hefur hann skrif-
að bækur um tónlist, og kemur
þessa dagana út bók eftir hann i
Sviþjóð „33 nútima sænsk tón-
skáld”.
Margra grasa kennir á plötu-
kynningunni á morgun, m.a.
verður kynnt þjóðleg sænsk tón-
list úr Dölunum, hljómsveitar-
verk, sænskur jazz, frönsk
barokktónlist og kaflar úr jóla-
óratoriu eftir Hilding Rosenberg.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill. —vh