Þjóðviljinn - 15.12.1972, Qupperneq 19
Föstudagur 15. desember 1972 ÍÞJöÐVILJINN — SÍÐA 19.
Brandt
Framhald af bls. 11.
gætir tilhneiginga til raunsæis hjá
kristilegum demókrötum (CDU),
en þeim mun harkalegar spyrnir
hinn ofstopafulli foringi kristi-
legra sósialista (CSU) i Bæjara-
landi, Strauss, viö fótum.
Strauss gortar af þvi að einmitt
hjá sér og öðrum álika gall-
hörðum ihaldsmanni i Hessen
hafi gætt fylgisaukningar, en alls
staðar þar sem kristilegir voru
meira hægfara i andstöðunni við
austurstefnu Brandts og boðaðar
þjóðfélagsumbætur hans hafi þeir
tapað. Um leið er S.trauss auð-
vitað að koma höggi á hinn lán-
litla leiðtoga kristilegra demó-
krata, Barzel, sem teflt var fram
sem kanslaraefni.
Yfirgangur og ráðriki Strauss
gekk svo langt, að hann hótaði þvi
að segja upp 23 ára gömlu sam-
komulagi flokkanna tveggja,
CDU og CSU, um sameiginlegan
þingflokk. Að lokum tókst þó að
bræða saman stuttaralegan og
loðinn málefnasamning, en kunn-
ugir segja að um leiö hafi verið
gert samkomulag um það i leyni,
að þingflokkurinn skuli berjast
gegn allsherjar samkomulagi
Brandts við Austur-Þýzkaland og
gegn öllum umbótum heima
fyrir. „Engar sósialiskar til-
raunir” segja fylgismenn Strauss
hinir hróðugustu. „Engin opnun
til vinstri” andvarpa hinir hóf-
samari CDU-menn og eru ekki
bjartsýnir á framtiðina.
Það á svo að heita að CDU/CSU
hangi saman eins og verið hefur.
CSU hefur ekki gert alvöru úr
þeirri hótun að stiga út fyrir
landamæri Bayerns og taka að
keppa við CDU um hylli hægri
sinnuðustu kjósendanna. En i
Austur-Westfalen hefur það
gerzt, að ungir ihaldsmenn
(Junge Union) hafa i mótmæla-
skyni við hægrimennsku CDU
boðað, að þeir muni bjóða fram
sérstaklega við sveitarstjórnar.
kosningar i marz á næsta ári, en
ekki styðja „gömlu mennina”.
Unga róttæka fólkið
eflir baráttuna
En hvað um unga fólkið innan
stjórnarliðsins? Vafalaust finnst
mörgum ungum baráttumanni
fyrir sigri Brandts, að ekki spái
það góðu að enginn verulega rót-
tækur maður var settur i samn-
ignanefndina til að semja við
frjálsa demókrata um endur-
nýjun stjórnarsamstarfsins. Og
vitað mál að FDP hugsar sér að
vera hemill á „alltof mikinn
sósialisma” á næsta kjörtimabili.
En vinstri sinnaðir þingmenn
sósialdemókrata, einir 45 að tölu
samkvæmt Spiegel.hafa ákveðið
að hafa samband sin i milli og
taka af þingfararkaupi sinu til að
halda uppi sérstakri skrifstofu og
starfsliði fyrir sig. Þeir eru taldir
standa ungsósialistum nærri.
Forystumaður ungsósialista,
Wolfgang Roth, hefur lagt
áherzlu á það, að sósialdemó-
kratar hafi ekki sigrað þrátt fyrir
hina byltingarsinnuðu jusos,
heldur að hluta til einmitt fyrir
þeirra framlag og dugnað. Og
hann segist hafa hugsað sér að ná
árangri i nokkrum helztu bar-
áttumálum ungsósialista á kjör-
timabilinu. Á meðal þeirra eru:
Settar verði reglur um það að
starfsmenn skuli hafa jafnmarga
fulltrúa i stjórnarnefnd einka-
fyrirtækja og eigendur þeirra.
Þetta atriði er mjög umdeilt, þvi
hingað til hafa frjálsir demó-
kratar bitið sig i það að eigendur
ættu aö hafa þriðjungi fleiri en
verkalýðsfélagið.
Þá leggja ungsósialistar mikla
áherzlu á iðnmenntun og verk-
menntun og opnun leiða til æðri
menntunar. Þeir krefjast umbóta
i skattamálum, þannig að beinir
skattar séu lækkaðir af lágtekjum
en færðir yfir á hærri tekjur.
Svipaðar yfirlýsingar hafa
vinstri menn i þingflokki sósial-
demókrata gefið um sin áhuga-
mál.
En Roth hefur hugsað sér að
láta ekki við það sitja sem rót-
tækir þingmenn kunna að segja
inni i þingsölum. Fáist málin ekki
fram með öðrum hætti, boðar
hann „beinar aðgerðir”, svo sem
miklar hópgöngur til Bonn úr
öllum héruðum Þýzkalands.
Þeirri stjórn sem þeir Willy
Brandt og Walter Scheel eru að
mynda þessa dagana fylgja góðar
óskir frá meirihluta þýzkrar
þjóðar, raunar ekki aðeins i
Vestur-Þýzkalandi, heldur einnig
i hinu titt gleymda systur-riki,
Austur-Þýzkalandi. Almenningur
og stjórnvöld i þvi landi eiga póli-
tik þeirra margt að þakka,
hvernig sem þakklætið verður
fram reitt. Unga fólkið og verka-
lýðshreyfingin i Vestur -
Þýzkalandi væntir sér mikils af
þessari stjórn. Ef tekst að knýja
fram atvinnulýðræði i stjórn
einkafyrirtækja með jafnræðis
fyrirkomulagi, er þar um að ræða
stórkostlega tilraun i þjóðfélags-
málum sem getur hrundið af stað
hraðfara og ófyrirséðum breyt-
ingum. Með þessari grein er einn-
ig birt linurit um þær kjara-
bætur, sem verkalýðshreyfingin
hyggst ná á kjörtimabilinu.
En ákaflega talandi dæmi um
hug þýzku þjóðarinnar i garð
hinnar nýju og áframhaldandi
samstypustjórnar er niðurstaða
úr skoðanakönnun um viðbrögð
almennings við kosningaúrslit-
unum. 56% hinna spurðu kváðust
vera ánægðir með sigur stjórn-
arinnar, en aðeins 24% sögðust
hafa orðið fyrir vonbrigðum.
h —
2. uniræða
Framhald af bls. 6.
hafnarmannvirkja i 64 milj. kr.,
og tillögur um framlög á næsta
ári miðast við, að þær hverfi þá
með öllu. |
Skömmu fyrir siðustu alþingis- j
kosningar voru tekin lán samtals I
að upphæð um 20 milj. kr. i hafna- j
bótasjóð og þeim úthlutað. Lánin
skyldu endurgreidd á árunum
1972 og 1973. Afborganir og vextir
1972 hafa verið endurgreiddir
með bráðabirgðaláni úr rikis-
sjóði, og falla þvi lánin ásamt
vöxtum til greiðslu á næsta ári.
Sú greiðsla mundi tæma sjóðinn
með öllu, miðað við framlag til
hans i fjárlagafrv., sem er áætlað
um 30% hærra en á fjárl. 1971.
Fjvn. hefur ekki tekið afstöðu til
þess, hvernig skuli fara með
þennan skuldahalann úr hinu
„blómlega búi viðreisnar”.
Vangreidd framlög iþróttasjóðs
vegna iþróttamannvirkja hafa
hrúgazt upp á undanförnum árum
og munu nema rúml. 82 milj. kr.
Þökkum innilega auðsýnda samúö við andlát og jarðarför
eiginmanns mins og föður okkar
p:iríks snjólfssonar
Brávallagötu46
Guðbjörg Eiriksdóttir
Hörður Eiriksson Eiríkur Svavar Eiriksson
ÞORKELL JÓNSSON
Bárugötu 30a Ileykjavik
sem andaðist 8. þ.m. verður jarðsunginn 16. þ.m. kl. 10.30.
Jarðsett vcrður i kirkjugarðinum viö Suðurgötu.
Fjóla Bjarnadóttir Oddbergur Eirfksson.
eftir að úthlutun úr sjóðnum hefur
farið fram á þessu ári. Fjárveit-
ing til iþróttasjóðs var á núgild-
andi fjárlögum hækkuð um 160%
frá árinu 1971, og var þess þá get-
ið, að það væri gert i þeim til-
gangi að stefna að þvi, að þróun
undanfarinna ára um stöðuga
skuldasöfnun yrði snúið við. Er
þvi nú gerð tillaga um að taka enn
frekar á þessu máli og á þann
veg, að i stað þess, að sveitarfélög
og iþróttafélög biði árum saman
og endalaust eftir greiðslu lög-
boðinna rikisframlaga, verði
samið við þau um að falla frá 20%
inneigna sinna hjá rikissjóði um
n.k. áramót gegn þvi, að eftir-
stöðvar verði greiddar að fullu á
næstu 4 árum. Við þetta er til-
laganum framlag til iþróttasjóðs
miðuð og þvi áætlaðar 16,6 milj.
kr. til greiðslu eftirstöðva, 5,3
milj. kr. til félagsstyrkja o.fl., en
3,1 milj. kr. gangi til greiðslu á
hluta rikissjóðs af framkvæmd-
um á næsta ári við þau mann-
virki, sem nú eru i byggingu og
hljóta þar með rétt samkvæmt
nýgerðri breytingu á iþróttalög-
um. Framlag til iþróttasjóðs
nemur þvi alls 25 milj. kr. samkv.
tillögu nefndarinnar og hefur þá
fimmfaldazt frá fjárlögum 1971.
Við afgreiðslu núgildandi fjár-
laga var meir komið til móts við
óskir forráðamanna rikisspit-
alanna um ráðningu starfsliðs en
gert hafði verið á undanförnum
árum, þegar óhjákvæmilegum
þörfum á þessum sviðum var svo
litt sinnt, að til vandræða horfði i
rekstri sjúkrahúsa.
1 fjárlagafrv. er gert ráð fyrir
aukningu á þjónustu á þessu sviði
i framhaldi af breytingum, sem
gerðar voru á fjárlagafrv. i fyrra
við afgreiðslu þess, og nefridin
flytur nú tillögu um breyt. á fjár-
lagafrv. á þann veg, að gert verði
ráð fyrir aukningu starfsliðs, svo
að nemur um 30 milj. kr. útgjöld-
um á næsta ári. Er hér um að
ræða um 14,8 milj. kr. vegna
vinnutimastyttingar, 7,5 milj. kr.
vegna nýrra sjúkradeilda og
nýrrar þjónustu, 7,7 milj. kr.
vegna aukinnar þjónustu i eldri
deildum. Af þessum upphæðum
falla 27.290 þús. kr. á rikissjóð.
Breytingartillögur þær, sem
fjvn. flytur sameiginlega, mundu,
ef samþykktar væru, valda
268.188 þús. kr. nettógjaldaaukn-
ingu hjá rikissjóði og yrði
greiðsluhalli rikissjóðs þá 164.242
þús. kr.
íþróttir
Framhald af bls. 11.
þar með góðan sigur og fylli-
lega sanngjarnan.
Beztu menn Fram-
liðsins að þessu sinni voru þeir
Björgvin, Sigurbergur og
Ingólfur. Axel átti einnig
sæmilegan leik framan af en
stóð sig ekki nógu vel undir
lokin.
Ármanns-hðið i heild lék
betur en það hefur gert i haust
og þeir Hörður og Vilberg
báru af i sókninni. Þá átti
Guðmundur Sigurbjörnsson
ágætan leik, sem og Björn
Jóhannsson.
Mörk Ármanns: Hörður 7,
Vilberg 7, Guðmundur 3,
Björn 3, Jón Ástv. 2 og Olfert
1.
Mörk Fram: Ingólfur 8 (6
viti), Axel 3, Sigurbergur 3,
Sveinn 3, Pétur og Björgvin 1-
Fjárlögin
Framhald af 1.
Geir sagði að aðeins ein
'öreytingartillaga værii flutt varð-
andi tekjuhlið frumvarpsins, þess
efnis að slysatryggingariðgjöld
atvinnurekenda, áhættuiðgjöld af
irillubátum og búvélum hækki
um 45 miljónir, og væri þessi
hækkun i samræmi við nýja
áætlun Tryggingarstofnunar-
innar um iögjöld til slysa-
trygginga á næsta ári.
Þessu næst gerði framsögu-
maður nánari grein fyrir
breytingartillögum nefndarinnar
varðandi f járveitingar til
einstaka maáflokka, og sagði að
ef þær yrðu samþykktar þýddi
það um 268 milj. kr. nettógjalda-
aukningu og greiðsluhalla er
næmi um 164 milj. kr. — Geir
sagði að lokum, að við 3ju um-
ræðu yrðu fluttar breytingartil-
lögur við tekjuhlið frumvarpsins,
sem tryggja myndu afgreiðslu
greiðsluhallalausra fjárlaga.
AUGLÝSING
um takmörkun á umferð
í Reykjavík,
16. — 23. desember 1972.
Ákveðið hefir verið að gera eftirfarandi
ráðstafanir vegna umferðar á timabilinu
16. — 23. desember n.k.:
I. Einstefnuakstur:
Á Vatnsstig frá Laugavegi til norðurs að
Hverfisgötu.
Á naustunum frá Tryggvagötu að Hafnar-
stræti
II. Vinstri beygja bönnuðt
1. Af Laugavegi suður Barónsstig.
2. Af Klapparstig vestur Skúlagötu.
3. Af Vitastig vestur Skúlagötu.
III. Bifreiðastöðubann á virkum dögum
kl. 10—19:
Á Skólavörðustig norðan megin götunnar,
frá Týsgötu að Njarðargötu. Frekari tak-
markanir en hér eru ákveðnar verða
settar um bifreiðastöður á Njálsgötu,
Laugavegi, Bankastræti og Austurstræti,
ef þörf krefur.
IV. Ökukennsla i miðborginni milli
Snorrabrautar og Garðastrætis er bönnuð
á framangreindu timabili.
V. Umferð bifreiða, annarra en strætis-
vagna Reykjavikur, er bönnuð um
Austurstræti, Aðalstræti og Hafnarstræti,
laugardaginn 16. desember frá kl. 20 til kl.
22 og laugardaginn 23. desember frá kl.
20.00 til kl. 24.00.
Sams konar umferðartakmörkun verður á
Laugavegi og i Bankastræti á sama tima,
ef ástæða þykir til.
Vakin skal athygli á þvi, að á
þessu auglýsta timabili geta ökumenn á
ferð um Laugaveg átt von á þvi, að
lögreglan visi þeim af Laugavegi, t.d. við
Höfðatún eða Rauðarárstig.
Ennfremur geta ökumenn búizt við þvi, að
umferð úr hliðargötum Laugavegar,
Bankastrætis og Austurstrætis verði tak-
mörkuð inn á þessar götur á vissum
timum.
Þeim tilmælum er beint til ökumanna, að
þeir forðist óþarfa akstur um Laugaveg,
Bankastræti og Austurstræti og að þeir
leggi bifreiðum sinum vel og gæti vand-
lega að trufla ekki eða tefja umferð. Þeim
tilmælum er beint til gangandi vegfar-
enda, að þeir gæti varúðar i umferðinni,
fylgi settum reglum og stuðli með þvi að
öruggri og skipulegri umferð.
VI. Gjaldskylda við stöðumæla verður
sem hér segir.:
Föstudaginn 15/12
Laugardaginn 16/12
Mánudaginn 18/12
Þriðjudaginn 19/12
Miðvikudaginn 20/12
Fimmtudaginn 21/12
Föstudaginn 22/12
Laugardaginn 23/12
Kl. 09,00-22,00
Kl. 09,00-22,00
Kl. 09,00-18,00
Kl. 09,00-22,00
Kl. 09,00-18,00
Kl. 09.00-18,00
Kl. 09,00-22,00
Kl. 09,00-24,00
Lögreglustjórinn i Reykjavik, 14 des. 1972