Þjóðviljinn - 23.12.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 23.12.1972, Blaðsíða 13
Laugardagur 23. desember 1972 ÞJóDVILJINN — StÐA 13 ■ Alistair Mair: Það var sumar í læknir. Sem er ekki svo afleitt. Þaö gerir þig sennilega betri lækni. Hún tók eftir að hann fór hjá sér og rétti fram höndina til að snerta jakkaerni hans. — Fyrirgefðu, sagði hún. — Ég hef engan rétt til að vera svona persónuleg. — Þetta~ er allt i lagi, tautaði hann. En það var ekki i lagi. Misskiln- ingurinn var óleiðréttur. Og hon- um likaði ekki umhugsunin. — Segjum þá bara að hún treysti þér, sagði Anne. — Það skiptir miklu máli. — Er það? sagði Peter. — Ég veit ekki hvort ég er sammála. — En það hlýtur að vera —- Hann leit á hana. — Það útheimtir lygar, sagði hann. — t hvert sinn sem ég sé hana verð ég að ljúga. Það táknar blekkingar, tal um veðrið, glens og gaman, rétt eins og allt sé i bezta lagi. Alltaf þegar ég er með henni verð ég að leika hræsnara, brosa gervibros og leika hlutverk og bregðast trausti hennar með hverju orði sem ég segi. Anne opnaði munninn. — Mér skiátlaðist, sagði hún með hægð. — Það er alls ekki gott að liða þannig. — Það er alveg rétt, sagði Pet- er. — Þess vegna er þetta at- vinnusiðgæði alls ekki svo frá- leitt. Þess vegna er læknir með tilfinningar ekki annað en auli. — Og hvað um þig? aagði hún hljóðlega. — Þótt þú segðir þetta áðan, þá gætirðu ekki talað svona ef þú hefðir ekki tilfinningar. Peter leit niður i glasið sitt, sem næstum var tómt. Hún var að mildast. Hún hafði fært sig nær honum. Það vottaði fyrir hlýju i rödd hennar og svip. — Rétt er það, sagði hann. — Þess vegna finnst mér stundum sem ég sé ekki á réttri hillu. En það er ekki aðeins Jacky. Það er ekki heldur návist dauðans. Það versta er þegar æskan glatast áð- ur en hennar verður notið til fulls. Hún leit á hann gráum augun- um og það vottaði fyrir undrun i þeim. — Er æskan svona mikilvæg? — Já, sagði Peter. — Maður veit ekki hve mikilvæg hún er, fyrr en hún er glötuð. Þú átt hana enn. — Og þú? sagði hún. — Þú ert ekki svo gamall. fhac mmn huomlistarmamka úlvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar lcekifœri iinsamlogast hringið í 202SS imlli kl. 14-17 PIERPONT-ÚRIN handa þeim sem gera kröfur um endingu, nákvæmni og fallegt útlit. Kven- og karl- manns úr af mörgum geröum og verö- um. HERMANN JÓNSSON, úrsmiður, Lækjargötu 2 — Sími 19056 LAUGARDAGUR 23.desember Þorláksmessa — Nógu gamall til að vita að ég er ekki ungur, sagði Peter. — Ekki nógu gamall til að geta sætt mig við dauða manneskju eins og Jacky án þess að reiðast sjálfum mér fyrir vanmáttinn. — En þú ert ekki guð, sagði Anne. — Það kemur ekki i veg fyrir að ég óski stundum að svo væri. Hún broti og leit undan. — Nei, sagði hún. — Þú ert ein- mitt þannig maður. Hann horfði á hana bera háa glasið upp að vörunum, sá stinn brjóstin hvelfast undir hvitu peysunni þegar hún hallaði höfð- inu aftur á bak og hann gat ekki setið kyrr lengur. Hann reis á fætur. — Má ég sækja annan drykk handa þér, sagði hann. — Ég þigg hann með þökkum. — Það sama og áðan? Hún kinkaði kolli. — Já, ég held það. En helmingi minni sitrónusafa. Þegar hann kom til hennar aft- ur og glösin stóðu aftur á borðinu hjá þeim, kveikti hann sér i siga- rettu og fitlaði við kveikjarann. — Við skulum vera hagsýn, sagði hann. - Allt i lagi. — Ég hef ekki hitt manninn hennar. Hann hefur verið á teiknistofunni þegar ég hef kom- ið. Ég geri ráð fyrir að hann viti ekki hvernig málum er háttað. Og hvað gerum við i þvi? — Tja. . . það verður að segja honum það. Það er óhjákvæmi- legt. — Att þú að gera það eða ég? Hún horfði i augun á honum og hann vonaði næstum að hún sæi þar það sem hann hafði hingað til reynt að dylja. — Ég, sagði hún loks. — Það væri ekki sanngjarnt að ætlast til þess af þér lika. — Ef þú vilt það heldur, þá geri ég það, sagði Peter. — Það til- heyrir starfi minu. Og sennilega vill hann tala við mig hvort sem er. — Já, sagði Anne. — Það vill hann sjálfsagt. En það er hægt hvenær sem er. Láttu mig segja honum það fyrst. — Gott og vel, sagði Peter. — Ég er feginn þvi. Hún yppti öxlum. — Það er það minnsta sem ég get gert. Peter hristi öskuna varlega af sigarettunni. — Það er fleira sem þú getur gert, sagði hann. — Svo sem hvað? — Hve lengi ætlarðu að vera um kyrrt? — Tja, ég veit það ekki. Yfir jólin að minnsta kosti. Ef til vill fram að áramótum. Ég var ekki búin að ákveða það. — Og hve langt er siðan þú sást Jacky? — Mánuður held ég. Eða tæp- lega það. Af hverju spyrðu? — Af þvi að ég býst viö að þú sjáir breytingu á henni. — Ég á von á þvi. — Ef til vill meiri breytingu en þú gerir ráð fyrir, sagði Peter. — Hún er að komast á það stig, að hún þarf talsverða aðhlynningu. — En meðan ég er hjá henni get ég séð um það. Ég er að visu ekki sérlega húsleg kona, en ég get fært henni morgunverð i rúm- ið og allt það. — Það þarf meira til en morg- unverð i rúmið, sagði Peter þýð- lega. Hún getur alls ekki farið á fætur. Anne starði á hann. — Alls ekki? — Ekki lengur, þvi miður. — En það er skelfileg afturför. Ég á við aö sfðast þegar ég sá hana, gat hún verið á fótum. . . ja, megnið af deginum. — Ekki lengur, sagði Peter. — Og þjáist hún? Hann hristi höfuðið. — Nei, sagði hann. — Ekki enn- þá. Hún verður lafmóð við minnstu áreynslu, en meðan hún liggur kyrr, er allt i lagi. Og seinna meir kemur það i minn hlut að koma i veg fyrir að hún þjáist. Það er það eina sem ég get gert að gagni. En þú getur gert dálitið. — Hvað er það? — Vertu hér, sagði Peter hljóð- lega. — Vertu hjá henni þar til yfir lýkur og hjúkraðu henni. Hann sá undrunarsvipinn i augum hennar. — En ég er ekki lærð hjúkr- unarkona — 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.) , 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45 M orgunlcikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Herdis Egilsdóttir les tvær frumsamdar sögur um Brúðuna gömlu og Stjörn- una skæru. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Morgunkaffiðkl. 10.25: Páll Heiðar Jónsson og gestir hans ræða um jóladagskrá útvarpsins. Einnig greint frá veðurfari og ástandi vega. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 14.00 Óskalög sjúklinga Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 15.00 Jólakveðjur. Almennar kveðiur, óstaðsettar kveðj- ur og kveðjur til fólks, sem ekki býr i sama umdæmi. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Létt lög. 17.20 Útvarpssaga barna- anna: „Egill á Bakka” eftir John Lie.Bjarni Jónsson is- lenzkaði. Gunnar Valdim- arsson les (3) 17.45 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kréttir.Tilkynningar. 19.45 Jólalög. Sinfóniuhljóm- sveit íslands leikur lögin i útsetningu Jóns Þórarins- sonar, sém stjórnar flutn- _ 'ngi. 20.00 Jólakveðjur. Almennar kveðjur til fólks i sýslum landsins og kaupstöðum. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Jólakveðj- ur — framh. — Tónleikar. (23.55 Fréttir i stuttu máli) 01.00 Dagskrárlok. Laugardagur 23. desember 1972 17.00 Þýzka i sjónvarpi. Kennslumyndaflokkurinn Guten Tag. 5. og 6. þáttur. 17.30. Skákkennsla. Kennari Friðrik Ólafsson. 18.00 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 18.30 iþróttir. Illé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 llve gliið er vor æska. Brezkur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 20.50 Lampinn.Þættir úr sögu Ijóstækninnar fyrr á öldum og fram til þessa dags. (Nordvision — Finnska sjónvarpið).Þýðamli .lón O. Kdwald. Þulur; Gylfi Pálsson. 21.15 Tom Jones. Brezkur skemmtiþáttur með jólaefni ýmiss konar. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 21.55 Sambúð til reynslu. (Under the Yum Yum Tree) Bandarisk gamanmynd frá árinu 1963, byggð á leikriti eftir Lawrence Roman. Leikstjóri David Swift. Aðalhlutverk Jack Lemmon, Carol Lynley og Dean Jones. Þýðandi Gylfi Gröndal. Myndin greinir frá ungum háskólastúdentum, sem ákveða að hefja reynslusambúð i stað þess að flana beint i hónaband, eins og ungt fólk yfirleitt gerir. 23.40. Ilagskrárlok. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. LJÚSASTILLINGAR HJÓLASTILLINGAR IVIÓTDRSTILLINGAR Látið stilla i tíma. 4 Fljót og örugg þjónusta. I 13-100 IÐNÞJÓNUSTAN S.E. Sími 24911 ALHLIÐA FAGMANNSVINNA hsiiikinii or bakhjíirl IBÚNAÐARBANKINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.