Þjóðviljinn - 03.01.1973, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 03.01.1973, Qupperneq 1
Glæsilegur Víetnamfundur Róleg áramót um allt land TOGURUNUM STUGGAÐ BURT Svo virðist sem áramóta- gleðin hafi alls staðar farið vel fram og stórslysalaust, að undanskildu slysinu á Akureyri, sem annars stað- ar er sagt frá hér í blaðinu. Lögreglan i Reykjavik sagði gamlárskvöld að þessu sinni hafa verið með rólegasta móti og engin stórslys hefðu orðið svo henni væri kunnugt um. Hins vegar hefði verið all erilssamt eins og alltaf á þessu kvöldi. Alls voru yfir 30 brennur i Reykjavik á gamlárskvöld og fór allt vel fram við þær og mikill mannfjöldi var viðstadduri Langir fundir voru i yfirnefnd vegna fiskverðsins siðustu dagana fyrir gamlárskvöld. Lauk fundi í yfirnefnd kl. 19 að kvöldi 30. desember. Var þá ákveðið, að almennt fiskverð skyldi hækka um 9% að meðaltali á timabilinu frá 1. janúar til 31. mai. Gengið verður frá verði ein- stakra fisktegunda á fundi I yfir- nefnd i dag. Þá er einnig eftir að fjalla um fiskverðið á stjórnar- fundi verðjöfnunarsjóðs, sagöi Sveinn Finnsson, framkvæmda- stjóri Verðlagsráðs sjávarút- vegsins. Ekki er ennþá búið að ganga frá verði á bræðsluloðnu á næstu vertið. Verður það gert sérstak- lega og er hægt að gera ráð fyrir Annars staðar er svipaða sögu að segja. Allt gekk stórslysalaust fyrir sig. 1 Hafnarfirði sagði lög- reglan að mikil ölvun hefði verið á götum bæjarins og eins var i Vestmannaeyjum að sögn lög- reglunnar þar. Aftur á móti var ölvun með. minnsta móti á Akur- eyri og kvöldiö allt hið rólegasta að sögn lögreglunnar. A slysavarðstofunni i Reykja- vik var okkur tjáð að mikið hefði verið að gera á gamlárskvöld og nýársnótt eins og vant er. Bar þar mest á meiðslum vegna bruna eða sprenginga. Ekkert af þvi mun þó hafa verið alvarlegs eðlis utan eitt brunatilfelli. —S.dór. meiri hækkun á þvi vegna hækkunar á mjöli og lýsi á heims- markaöi. Hefur ansjósuveiði Perúmanna brugðizt að þessu sinni. Hin almenna fiskverðshækkun, sem samþykkt var á fundi yfir- nefndar daginn fyrir gamlárs- kvöld, var samþykkt með at- kvæðum fulltrúa fiskkaupenda og oddamanns á móti atkvæðum fulltrúa fiskseljenda. 1 yfirnefnd eiga nú sæti odda- maður Jón Sigurðsson, hag- rannsóknarstjóri, Eyjólfur Isfeld frá Sölumiðstöö hraðfrysti- húsanna og Arni Benediktsson frá SIS frystihúsunum, Kristján Ragnarsson, formaður L.l.Ú. og Jón Sigurðsson, formaður Sjó- mannasambands lslands. Mótmælafundurinn á gamlársdag gegn viliimann- legum ioftárásum Banda- rikjamanna á Vietnam var einn sá allra fjölmennasti sem ;hér hefur nokkru sinni verið haidinn vegna eriendra at- burða. Hvert sæti i Háskóla- biói var skipað, einnig var setið á gólfinu i ölium göngum og troðiö i tröppur svo sem frekast mátti verða. Ekki færri en 1500 hafa setið fundinn, en margir uröu frá að hverfa. Máli ræðumannanna 5 var frábærlega vel tekið og ályktun samþykkt i fundarlok með öllum greiddum atkvæð- um gegn einu. Þjóðviljinn mun birta ailar ræöurnar frá þessum glæsi- iega fundi og birtum við áopnu I dag ræðu Magnúsar Kjartanssonar ráöherra og Þórarins Þórarinssonar, for- manns utanrikismálanefndar alþingis. Ályktun fundarins „Almennur fundur haldinn i Háskólabiói á gamlaársdag 1972 fordæmir harðlega hinar glæpsamlegu loftárásir Bandarikjamanna á Alþýðu- lýðveldið Vietnam. Fundurinn lýsir yfir fullri samstöðu með vietnömsku þjóðinni i frelsisbaráttu hennar og hvetur alla islendinga til að fordæma árásarstrið Bandarikjamanna Indó-Kina. Fundurinn fagnar yfirlýsingu islenzku rikis- stjórnarinnar um viöur- kenningu á stjórn Alþýöulýð- veldisins Vietnam. Jafnframt skorar fundurinn á islcnzku rikisstjórnina að viðurkenna bráöabirgða- byltingastjórnina i Suður- Vietnam og veita þjóðfrelsis- öflunum I Vietnam efnahags- legan stuðning”. Núna i árslok taldi Landhelgis- gæzlan 43 brezka og vestur-þýzks togara að veiðum hér viö land. Voru 8 togarar innan 50 mílna markanna, aðallega vestur- þýzkir, og náði varöskip að stugga þeim út fyrir, aðfararnótt gamlársdags. Aðrir útlendir togarar voru ekki aö veiðum hér viö land. A sama tima i fyrra voru hér 76 útlendir togarar að veiðum. Þar Það slys vildi til á Akureyri á gamlárskvöld, að blys sprakk i höndum skipverja á Arnarfellinu með þeim afleiðingum aö maður- inn skaddaöist mikið i andliti og i auga og varð að nema augað á brott. Arnarfellið var eina skipið er var i höfn á Akureyri á gamlárs- kvöld og voru skipverjar að fagna nýju ári og kveðja það gamla með af 49 brezkir togarar á móti 25 brezkum togurum núna i árslok, þá voru 23 vestur-þýzkir togarar að veiðum i fyrra á móti 18 vestur-þýzkum togurum núna. 4 belgiskir togarar voru að veiðum i fyrra, en nú er enginn belgiskur togari við veiðar hér. t árslok 1970 voru 67 útlendir togarar viö veiðar hér við land. Þar af 28 brezkir, 38 vestur-þýzkir og 1 belgiskur. g.m. flugeldaskotum eins og aðrir. Til að skjóta blysunum á loft notuðu þeir sérstaka byssu og höfðu skot- ið úr henni 3 blysum, er það f jórða sprakk einhverra hluta vegna. Var strax farið með manninn á sjúkrahúsið þar sem gert var að sárum hans og eins og áður sagði hafði auga mannsins skaddazt það mikið að nema varö það á brott. —S.dór. Samið um nýtt fiskverð fyrir áramót 9% HÆKKUN Stórslys á Akureyri Happdrœtti Þjóðviljans Númerin birt um nœstu helgi — Gerið skil

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.