Þjóðviljinn - 03.01.1973, Síða 2

Þjóðviljinn - 03.01.1973, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 3. janúar 1973 Norskur leikari fékkGöstaEkman- verðlaunin KAUPM ANNAIIÖFN — Norski leikarinn Sverre Anker Ousdal fékk Gösta Ekman-verðlaunin, sem stjórn norræna minningar- sjóðsins um Gösta Ekman út- hlutar. Verðlaununum var úthlutað i sambandi við afmælisdag Ekmans, 28. desember. Starfsmanni bandarísks fyrirtœkis í Argentínu rœnt BUENOS AIRES — Hinum italska-fædda framleiðslustjóra fyrirtækisin^ Standard Electric Corp. eða deildar þess i Buenos Aires, Vincente Russo, var rænt þar á miðvikudaginn, og telur lögreglan að skæruliðar standi að baki ráninu. Var bill Russos stöðvaður af vörubil, þegar hann var á leið i vinnuna, og 12 menn neyddu hann og bilstjóra hans til að fara i þriðja bilinn. Slegizt um matvæli í Managua MANAGUA 30/12 Komið hefur til átak i löngum biðröðum ibúa Managua-eftir matarskömmtum. Matvæladreifing til ibúa borgarinnar, sem jarðskjálftar hafa lagt i rústir, er mjög i mol- um. Fimmtiu flugvélar koma nú daglega til Managua með mat og vistir en margir ibúanna eru mjög aðframkomnir bæöi af hungri og þorsta. Aðalfundur Bandalags kvenna i Reykjavik var haldinn helgina 4,- 5. nóvcmber sl. og þar rædd ýmis mál er snerta markmið og verk- svið.sein handalagið hefur mark- að sér, en i því eru nú 28 kvenfélög i Iteykjavik með nimlega 9000 fé- lagskonum. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi, sem forystukonur héldu á fimmtudag sl. og jafnframt, að bandalagið væri nú 55 ára, en for- maður þess er Geirþrúður Bern- höft. . Á aðalfundinum flutti Þorsteinn Sigurðsson sérkennslufulltrúi er- indi um sérkennslu afbrigðilegra barna og urðu um það miklar um- ræður. Samþykktar voru ályktan- ir um fjölmörg mál, m.a. um landhelgismálið, þar sem lögð var áherzla á, að staðið verði við markaða einhuga stefnu og lög Alþingis. Með þvi verði tryggð lögsaga Islendinga innan hinnar nýju 50 milna landhelgi, verndun fiskimiða á landgrunninu og skynsamleg nýting þeirra i þágu Islendinga. íangaaöstaða Meðal ályktana á aðalfundi Bandalags kvenna i R.vik nýlega voru yfirvöld hvött til að bæta að- stöðu fanga til vinnu, náms og tómstundaiðkana um leið og vak- in var athygli á auknum hlutfalls- legum fjölda ungra afbrota- manna á siðari árum. Fjölþætt og virkt endurhæfing- arkerfi væri nauðsynlegt til að vinna gegn þessari þróun og einn- ig var minnt á nauðsyn þess að styrkja þann þátt fangahjálpar, sem viökemur þeim, sem lokið hafa fangavist. Flensa Komið er upp nýtt inflúensuaf- brigði i Evrópu, a'ð þessu sinni ekki frá Asiu, heldur upprunnið i Englandi. Hefur flensan breiðzt talsvert út þar og um næstu lönd, en þó ekki verulega á Norður- löndunum enn. Tilraunir i Eng- landi sýna, að bólusetningarefni gegn Hong-Kong- flensunni, sem gekk þar i haust, er einnig virkt gegn nýju flensunni. Mikið byggist á hraða, svipbrigð- um, nákvæmum staðsetningum, hvers konar uppátækjum. Til- dæmis gefur formið tilefni til breytilegs, jafnvel fjarstæðu- kennds leikmáta. Það má minna á sýningu Leikfélags Reykjavik- ur á einþáttungum Dario Fo, enda þótt þessi tvö verk séu ekki að öllu leyti sambæril. 1 þessari sýningu verður litið vart nýsköp-. unar af þvi tagi, sem ég hef reynt að lýsa, sviðsetningin jaðrar stundum við að vera klunnaleg, einkum i 2. þætti, á hótelinu, og hraðinn dettur stundum niður þar sem sizt skyldi. Þessi atriði geta reyndar átt rót sina að rekja til ónógs æfingatima: það var mikill munur á, hvað leiksýningin var samfelldari og betri á frumsýn- ingu en á aðalæfingu. 1 samspili persónanna er ýmis- legt skemmtilega gert. Burðarás sýningarinnar er Gisli Halldórs- son, sem bregöur sér á vixl i gervi eiginmannsins og hótelþjónsins. Leikur Gisla var viða skemmti- legur, eins og vænta mátti, en þó virðist mér hann stundum ein- leika um of og gefa sér fullgóðan tima á kostnað sýningarinnar. Reymond, hina afbrýðisömu og nokkuð einföldu eiginkonu hans, leikur Guðrún Asmundsdóttir með mikilli og blæbrigðarikri kýmni. Camille, frændi húsbónd- ans, sem getur aðeins mælt fram sérhljóð, myndar kostulega and- stööu við umhverfi sitt i meðför- um Þorsteins Gunnarssonar. Helgi Skúlason fer lika hnyttilega með hlutverk hins blóðheita Spánverja, eiginmanns vinkon unnar. A hótelinu dvelst ástsjúk- ur Englendingur (Guðmundur Pálsson) og ræðst til atlögu við hvert pils, sem hann sér, með miklum fyrirgangi. Þau atriði, sem þessi persóna kemur við, voru vissulega hlægileg, en hefðu getað orðiö margfalt fyndnari, ef meiri rækt hefði verið lögð við þau i leikstjórninni. En hvað sem svona aðfinnslum liður, sýndi hlátur og kæti leik- húsgesta, að sýningin hefur náð tilgangi sinum, og það er full ástæða til að spá henni langra og farsælla lifdaga. Þorleifur Hauksson. Tízkuglœpur dagsins LISTAVERK AÞJ ÓFNAÐUR Guðrún Stephenscn, Guðmundur Páisson og Jón Hjartarson I hlutverkum sfnum, Eftir Georges Feydeau. Þýðing: Vigdis Finnbogadóttir. Leikmyndir og búningar: Ivan Török. Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson. Jólaleikrit Leikfélags Reykja- vikur er að þessu sinni sótt til Frakklands frá þvi um aldamót og fjallar um framhjáhöld af Bandalag kvenna 55 ára allra flóknasta tagi. Þýðingin er gerð af leikstjóranum, Vigdisi Finnbogadóttur og er á lipru leik- húsmáli, uppfull af hnyttnum til- svörum og skemmtilegum orða- leikjum. Forstjórafrú i blóma lifsins fær skyndilega áleitnar — og óneitan- lega rökstuddar — grunsemdir um, að maður hennar sé henni ó- trúr. Hún tekur þvi til sinna ráða, fær vinkonu sina til að skrifa hon- um nafnlaust ástarbréf og bjóða honum á sinn fund, en skundar sjálf á hótelið, þar sem stefnu- mótið er ákveðið. Eiginmaðurinn sendir hins vegar annan i sinn stað, en sýnir manni vinkonunnar bréfið, og hann uppblásnast af af- brýðisemi. Samtimis eiga elda- buskan og frændi eiginmannsins leynilegan ástafund á sama hóteli, og til að bæta gráu ofan á svart á eiginmaðurinn sér tvifara á hótelinu i gervi þjóns, sem þar vinnur: Ollum þessum aðilum og fleiri tij, sem of langt væri að nefna, lendir þarna saman, og úr verður ólýsanleg flækja, mis- skilningur á misskilning ofan. Höfundur hefur gert sér eins mik- inn mat úr þessum ærslum og hugsanlegt er. Leikritiö er bráð- fyndiö, og ekki varð annað séð af viðtökum leikhúsgesta en að fyndnin kæmist vel til skila. Sviðsetning farsa eins og þessa er ekki siöur vandasöm en leik- stjórn hinna alvarlegri verka. Það er sifellt verið að koma á- horfanda á óvart, öll brögð eru tiltækileg til að vekja kátinu hans. Fyrir skömmu varö mikill grátur og gnístran tanna í ítalska bænum Castelfranco, sem er skammt frá Feneyjum. Tiu þúsund ibúarstaðar- ins hafa til þessa notið góðs af þvu að i kirkju einni þar i borg var geymd stærsta mynd sem varðveitzt hefur eft- ir ítalska endurreisnar- málarann Giorgione. Fimmtíu þúsund ferða- menn lögðu leið sina ár- lega til bæjarins aðeins til að skoða þessa mynd. Nú hefur henni verið stolið. Aðeins 20 myndir eru til eftir Giorgione svo vitað sé, og þvi er ekki nema eðlilégt, að mynd þessi hafi strax komizt efst á lista Interpol, alþjóða- lögreglunnar, yfir stolin lista- verk. Listaverkaþjófnuðum hefur mjög fjölgað upp á siðkastið, og þó einkum á Italiu. Bæði er að þar er miklu að stela, og þá eru listaverk i litlum söfnum, og kirkjum fámennari byggðalaga, einatt illa varin. Lögreglu tekst mjög sjaldan að hafa hendur i hári þjóf- anna. Það heyrir til undan- tekninga sem gerðist i fyrra, að bófa einum var mútað með um 800 þúsund krónum til að segja til þjófa sem stolið höfðu madonnumynd eftir sjálfan Tizian. Þegar heimsfrægum verk- um er stolið, geta þjófarnir ekki með góðu móti losnað við I liíi n OtyCVHK-S l> AKT I.KS 1'LttS ItKfHrRt llltKS tHf t? VOS’ A-At.tto IVOtlí 0‘ AHI Madonnumynd Giorgiones, sem nýlega var stolið I Castelfranco þau — sagan um listavininn rika og sérvitra, sem er reiðu- búinn til að láta stela fyrir sig Monu Lisu og geyma hana i læstu herbergi er ekki annað en partur úr reyfara. Þjófarn- ir reyna þá annað hvort að kúga fé af þeim sem eiga um sárt að binda vegna hvarfs listaverka (ibúar Castelfranco eru t.d. reiðubúnir til að borga „hvað sem vera skaL’ fyrir að fá mynd sina aftur og þar með ferðamennina). Eða þá að þeir reyna að losna við mynd- irnar i löndum þar sem lög um listaverkaþjófnað eru rúm — t.d. ákvæði um að eigandi stol- ins verks sé saklaus og eigi Dreifibréf Interpols meö myndum af þeim 12 stolnu listaverkum sem mest er eftir spurt. rétt á skaðabótum, ef hann hefurkeypt verk ,,i góðri trú.” En mest er keypt af alls konar miðlungslistaverkum gömlum, sem hægt er að koma i verð án mikillar áhættu. 1 ýmsum tilvikum er þá um að ræða samstarf þjófa og „fínna” glæpamanna. Ekki alls fyrir löngu komst upp um slikt mál i Hannover i Þýzka- landi. Þar var höfuðpaurinn uppboöshaldarieinn.sem kom viða á söfn og i einkahús til að verðleggja myndir — og gaf siðan vinum sinum úr stétt innbrotsþjófa góð ráð og bend- ingarum það, hvaða myndum þeir ættu helzt að stela og hvernig. FLÓ Á SKINNI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.