Þjóðviljinn - 03.01.1973, Síða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur :í. janúar 19711
NAMSFLOKKARNIR
Kópavogi
Innritun i sima 42404 alla daga kl. 2-10.
Sendisveinn
Karl eða kona óskast til sendiferða nú
þegar.
Skipaútgerð Rikisins
Auglýsing
um niðurfellingu reglugerðar um um-
ferðargjald.
Frá og með 1. janúar 1973 fellur úr gildi reglugerð um
innheimtu umferöargjalds af bifreiðum og öðrum öku-
tækjum sem aka um Reykjanesbraut, nr. 80 23. marz 1966,
með breytingu nr. 100 16. mai 1968.
Þetta tilkynnist öllum þeim sem hluteiga aðmáli.
Samgöngumálaráðuneytið,
22. desember 1972.
SPRUNGUVIÐGERÐIR -
ÞAKRENNUR -
Lekur húsið? — Lekur rennan?
Við sjáum um viðhaldið. Reynið
viðskiptin.
Vilhjálmur Húnfjörð. Slmi 50-3-11.
Stúlka óskast
á heimili islenzkrar konu i Englandi, að gæta 2ja barna.
Nánari upplýsingar i sima 40591.
Frá
Sjálfsbjörg Reykjavík
Spilum i Lindarbæ miðvikudaginn 3. jan.
kl. 8.30.
Fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Nefndin.
Y inningsnúmerin:
R- 13959 Hornet SST
X- 686 Peugeot 304
R- 25869 Datsun 1200
Ó- 205 VW 1300
Happdrætti S t y r k t a r f é 1 a g s
vangefinna.
Magnús Magnússon
Fáein kveðjuorð
Um áramótin 1905—’06 voru
verkamenn i Reykjavik að undir-
búa stofnun verkamannafélags.
Stofnfundurinn var haldinn 26.
janúar 1906 og félaginu þá gefið
nafnið Dagsbrún. Vel má hugsa
sér, að i nafngiftinni hafi endur-
speglazt vonir þessara snauðu og
réttindalausu manna um að nýr
dagur væri að risa. A stofnfundi
Dagsbrúnar höfðu 384 verkamenn
skrifað undir stofnskrá félagsins.
Miðað við stærð Reykjavikur þá
má telja að hópurinn, sem stóð að
stofnun Dagsbrúnar hafi verið all
stór og sýnir hve þörfin fyrir
myndun félagsins var brýn.
Magnús Magnússon, siðast til
heimilis að Langholtsvegi 75, var
einn i hópi stofnenda Dagsbrúnar,
en hann lézt á jólanótt, 25. des. s.l.
i hárrielli. Með Magnúsi Magnús-
syni eru allir stofnendur Dags-
brúnar horfnir af sviðinu, hann
lifði þeirra lengst og átti að baki
67 ára sögu i félagi okkar.
Eins og flestir verkamenn i
Reykjavik um og eftir aldamótin
var Magnús Magnússon aöfluttur
úr sveit. Hann fæddist 12. mai
1879 að Brjánsnesi i Grimsnesi og
ólst þar upp. Til Reykjavikur
fluttist hann 1903 og kvæntist hér
ári siðar Kristbjörgu Sveinsdótt-
ur frá Kárastöðum i Þingvalla-
sveit. Konu sina missti Magnús
árið 1962 eftir 58 ára samvistir.
Eina dóttir áttu þau hjón,
Magneu, en ólu einnig upp fóstur-
son, Jón Guðmundsson, og eru
þau bæði á lifi.
Fyrst eftir komu sina til
Reykjavikur stundaði Magnús
eyrarvinnu, sem i þá daga var
ákaflega stopul, en nokkru siðar
Magnús Magnússon
eignaðist hann hest og vagn og
gerðist keyrari. Vinnudagurinn
hófst þá kl. 6 að morgni og þá
þurfti Magnús að hafa hugað að
hesti og vera mættur til vinnu, en
vinnu lauk i fyrsta lagi kl. 6 að
kvöldi. Oft reyndi Magnús þó að
drýgja tekjur sinar með keyrslu
einnig á kvöldin og voru þvi ekki
margar hvildarstundir frá erfiðu
starfi. Magnús var við keyrara-
starfið fram undir 1920, en var þá
hjá Landsverzluninni um skeið
eða þar til hún var lögð niður, en
þá fór hann i hafnarvinnu til Eim-
skips og var hjá þvi félagi þar til
hann lét af störfum um 1950, þá
orðin sjötugur. Magnús sagði mér
eitt sinn að hann hafi orðið að
hætta störfum sökum giktar, er
þjáði hann eftir langa og strit-
sama starfsævi. Með hvildinni
hvarf giktin og má segja að
Magnús hafi lengst af siöan verið
við góða heilsu miöað við aldur.
Mörg hin siðari ár dvaldi Magnús
á heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar, Helga Helgasonar, og átti
hjá þeim eins gott ævikvöld og á
var kosið.
Ég þekkti Magnús Magnússon
ekki að marki nema siðustu 20 ár-
in. Hann var að minni hyggju hlé-
drægur og seintekinn, en þeir sem
náðu vináttu hans kynntust ljúf-
um og einlægum manni. Magnús
var meðalmaður á vöxt en bar sig
vel og var nánast höfðinglegur i
fasi. Hann notaði tómstundir
gjarnan til lesturs, einkum eftir
að hann lét af störfum, hann var
fróður vel og fylgdist með dægur-
málum. Hann hafði frábæra sjón
og er mér minnisstætt, er stjórn
Dagsbrúnar flutti honum vélritað
ávarp á niræðisafmæli hans las
hann það hiklaust án gleraugna.
Við Dagsbrúnarmenn kveðjum
i dag hinztu kveðju þennan ágæta
félaga. Hann lifði og lagði hönd að
verki eins merkasta timabils Is-
landssögunnar. Um það mætti
rita langt mál, en verður ekki
gert hér.
Magnúsi Magnússyni og öðrum
stofnendum Dagsbrúnar, sem á
undan honum eru gengnir, skuld-
um við mikið þakklæti. Litill vott-
ur þessa þakklætis og virðingar
var Magnúsi sýndur með þvi að
hann var heiðursfélagi Dags-
brúnar og hafði verið sæmdur
heiðursmerki félagsins úr gulli.
En minningu frumherjanna höld-
um við bezt i heiðri með þvi að
starfa að málefnum félags okkar
og allrar verkalýðsstéttarinnar i
'þeirraanda. Eðvarð Sigurðsson'
Klara Halldórsdóttir
Kveðjuorð
I dag fer fram frá Fossvogs-
kirkju útför Klöru Halldórs-
dóttur, húsmóður að Hamrahlið 9.
Klara var fædd 14. september
1917 i Reykjavik. Hún var dóttir
hjónanna Halldórs Jónssonar
kaupmanns frá Kalastaðakoti á
Hvalfjarðarströnd og Guðmundu
Guðmundsdóttur er ættuð var úr
Dýrafirði. Auk Klöru áttu þau
hjón tvær dætur og einn son.
Æskuárin liðu i hópi foreldra og
systkina og að skólanámi loknu
hóf hún vinnu við verksmiðju-
störf.
Arið 1939 giftist Klara Ingólfi
Sveinssyni lögregluþjóni. Var
með þeim hjónum mikið jafnræði,
bæði myndarleg i sjón og raun,
dugmikil og samhent. Þeim varð
þriggja barna auðið. Elztur er
Halldór flugmaður hjá Loftleið-
um, þá Þorsteinn örn vélvirkja-
nemi og yngst Rósa auglýsinga-
teiknari og leikkona. Þau hjón
urðu fyrir þeirri þungbæru raun
að Þorsteinn örn féll frá aðeins 18
ára gamall árið 1964. Má nærri
geta hvilikur missir það var
foreldrum og systkinum að sjá á
bak Þorsteini sem svo miklar
vonir voru við tengdar. En harm
sinn báru þau af þeirri stillingu og
æðruleysi sem einkenndi dagfar
þeirra allt.
Þau Ingólfur og Klara stofnuðu
fyrst heimili að Mimisvegi 6.
Þegar hið svonefnda smáibúða-
hverfi var skipulagt og tekið til
úthlutunar 1951-1952 urðu þau þar
'meðal fyrstu landnemanna.
Reistu þau sér þá smekklegt og
vandað einbýlishús að Heiðar-
gerði 38 og unnu sjálf öllum
stundum að byggingu þess eins og
þá var siður. Heimilið i Heiðarg.
38 bar listfengi og smekkvisi
Klöru fagurt vitni hvort sem á
það var litið utan húss eða innan.
Innan húss mátti lita listfengar
hannyrðir hennar og fagran
blóma- og trjágarð ræktaði hún
utan húss og hlúði þar að við-
kvæmum gróðri öll sumur af alúð
og nærfærni. Voru þau hjónin
mjög samhent við að byggja upp
þetta hlýlega heimili og þar nutu
Klara Halldórsdóttir
þau og börn þeirra margra góðra
stunda sem ég veit að Ingólfur og
börnin minnast nú með þakklæti
og trega.
Milli frumbyggjanna i Heiðar-
gerði tókst yfirleitt strax góður
kunningsskapur eða náin vinátta
sem vel hefur enzt gegnum árin.
Ingólfur og Klara voru mjög vel
látin af nágrönnunum. Þau voru
jafnan hressileg og hlý i viðmóti.
Ég kom oft á heimili þeirra og
naut þar vinsemdar og gestrisni
sem geymd er i þakklátum huga.
Börnin i hverfinu voru mjög hænd
að Klöru enda kunni hún vel að
umgangast þau af skilningi og
nærfærni. Var hennar og þeirra
beggja mjög saknað er þau höfðu
bústaðaskifti fyrir fáum árum og
fluttust að Hamrahlið 9. Varð þá
færra um samfundi en áður eins
og gerast vill i fjölmenni borgar-
lifsins þegar annir eru nægar og
menn mikla fyrir sér vegalengdir
sem þó raunverulega engar eru.
Klara Halldórsdóttir var ágæt-
lega greind. Hún hafði mikinn og
lifandi áhuga á tónlist og áttu þau
Ingólfur bæði sameiginlegar
unaösstundir á þvi sviöi. Börnin
hafa erft þennan áhuga
foreldranna i rikum mæli.
Halldór er áhugamaður um tón-
list og Rósa hefur ásamt föður
sinum fengizt nokkuð við laga-
smiði eins og mörgum mun
kunnugt.
Heimilið var hið helga vé Klöru
og þvi og börnunum helgaði hún
starfskrafta sina. Þar átti hún
sinar hamingjustundir. Og mikill
sólargeisli reyndist henni dóttir-
dóttirin unga sem bætzt hafði i
fjölskylduna og var sannkallað
yndi hennar og eftirlæti.
Þótt heilsa Klöru væri ekki
sterk siðustu árin lét hún litt á sjá
og mætti erfiðleikum og van-
heilsu með dugnaði og kjarki.
Meðal annars stundaði hún reglu-
lega sundstaði borgarinnar árum
saman og lét ekki veðurfar eða
annað aftra sér. 1 sundið sótti hún
styrk og heilsugjafa sem án efa
hefur fært henni aukna starfs-
krafta og lengt lif hennar, þótt
enginn megi að lokum sköpum
renna.
Nú þegar leiðir skiljast kveð ég
Klöru Halldórsdóttur með þakk-
læti og virðingu. Ég veit að ég
mæli fyrir munn margra gamalla
kunningja hennar og nágranna
þegar ég bið henni blessunar á
ókunnum leiðum. Hennar er sárt
saknað af vinum og ættingjum.
En mestur er missir vinar mins,
Ingólfs Sveinssonar og barnanna
og að þeim er að vonum sárastur
harmur kveðinn við fráfall
ágætrar eiginkonu og umhyggju-
samrar móður. En minningin um
Klöru er þeim dýrmæt eign og
harmbót á erfiðri skilnaðarstund
og ókomnum timum. Ég færi
Ingólfi, börnunum og öðrum, sem
um sárt eiga að binda við fráfall
Klöru, innilegar samúðar-
kveðjur.
Guðmundur Vigfússon.
. Kópavogsapótek
Opið öll kvöld til kl. 7,
nema laugardaga^ tií
kl. 2; sunnudaga milli
kl. 1 og 3. •
Slmi 40102.