Þjóðviljinn - 03.01.1973, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 3. janúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA Í3
[66
Alistair Mair:
Það
var sumar í
sagði Simon. — Það leynir sér
ekki.
— Og ég hef unnið til þess,
sagði Peter. — Og reyndu nú að
vinna fyrir forréttindum handa
þér. Þú átt mikið eftir.
Hann naut forréttindanna til
klukkan rumlega tiu. Simon og
Susan fóru út eftir uppþvottinn i
leit að þeim litla gleðskap sem
bærinn hafði upp á að bjóða.
Elisabet dundaði i eldhúsinu og
Peter sat einn fyrir framan arin-
inn, lá og mókti þangað til siminn
vakti hann til meðvitundar. Hann
og Elisabet komu jafnsnemma
fram i anddyrið.
— Ég skal svara, sagði hann.
En hún greip simtólið.
— Láttu mig um það, sagði
hún. — Ég get kannski bjargað
þér.
Hann beið meðan hún talaði.
— Já? Ja, það er hjá honum.
Hver er þetta með leyfi? Hún
varð allt i einu hugsi á svip og leit
tilhans. — Já. Já, alveg sjálfsagt.
Biðið andartak.
Hún rétti honum simtólið og
hann greip yfir það með hendinni.
— Hver -?
— Ungfrú Fenwick, sagði
Elisabet rólega — Við skulum
vona að þú þurfir ekki að fara út.
Peter fann að hjarta hans sló
örar og hann horfði á baksvip
konu sinnar. Það hefði eitthvað
getað búið undir siðustu athuga-
semd hennar. Ef til vill var það
viljandi að hún lokaði eldhúsdyr-
unum á eftir sér, svo að hann gæti
verið i næði. Það var aldrei að
vita með Elisabetu. Umhugsunin
gerði honum órótt. Svo lyfti hann
tólinu.
Halló? Halló! Ashe læknir?
— Það er hann, sagði hann. —
Fyrirgefðu töfina.
— Ó, læknir. Mikið er ég feginn
að þú varst við. Það er út af
Jacky.
— Hvernig liður henni?
— Ja, ég held aö það sé óþarfi
að hafa neinar áhyggjur. Og ég er
ekki að fara fram á að þú komir.
Brúðkaup
Þann 2/12 voru gefin saman i
hjónaband i Kópavogskirkju af
séra Arna Pálssyni, ungfrú Aðal-
björg S. Einarsdóttir og Valgeir
Guðmundsson. Heimili þeirra er
að Álfhólsvegi 77, Kópavogi.
STUDIO GUÐMUNDAR,
Garðastræti 2, simi 20900.
En mér fannst rétt að hringja til
þin fyrr en seinna —
— Hvernig standa málin?
— Jú, þú veizt að hún átti óró-
lega nótt, bæði vegna Robins og
ýmislegs annars.
— Já, hún sagði mér það.
— Jæja en ég held að hún kviði
þvi sama. Hún hefur orðið óró-
legri eftir þvi sem liðið hefur á
kvöldið. Og nú er eins og hún sé
hrædd, og það er ólikt Jacky.
— Og þú heldur að hún sé
hrædd við aðra andvökunótt?
— Já, ég held það. Mér dettur
ekkert annað i hug.
— Hún á ekki erfiðara með
andardráttinn?
— Nei, það finnst mér ekki.
— Gott og vel, sagði Peter. —
Það er þá rétt að hún fái eitthvað
til að sofna af. En ég vil siður
koma til hennar, nema það sé
nauðsynlegt. Ef hún er kviðin
fyrir, þá bætir það ekki úr skák að
sjá mig.
— Ég er alveg sammála.
— Ég skal finna eitthvað til,
sagði Peter. Geturðu sótt það?
— Já, sagði Anne. — Ég skal
koma undir eins.
— Agætt, sagði Peter. — Ég
býst þá við þér.
— Hann lagði á og stóð
stundarkorn við simann og
honum flaug i hug að nú væri
tækifærið til að binda enda á
grunsemdir Elisabetar. Ef þær
voru þá nokkrar. Hann vissi ekki
hvaða tilefni hún gat haft til þess.
Ekkert hafði gerzt. Ekkert hafði
verið sagt. Ast hans var algert
einkamál sem enginn vissi um
nema sjálfur hann. En hjónaband,
margra ára nánar samvistir, gat
skapað innsæi sem var furðulega
næmt. Hans eigin hugsanir gætu
komið upp um hann og höfðu ef til
vill þegar gert það. Og hann vildi
sizt af öllu að Elisabet þyrfti að
búa við efasemdir og kvtða hans
vegna.
Hann gekk að skápnum þar
sem hann geymdi dálitið af
lyfjum og taldi tólf töflur af
Þann 9/12 vour gefin saman i
hjónaband i Hallgrimskirkju af
séra Ragnari Fjalar Lárussyni,
ungfrú Sólveig Jónasdóttir og
Gunnar Þórðarson. Heimili
þeirra er að Heiðargerði 108.
STUDIO GUÐMUNDAR,
Garðastræti 2, simi 20900.
Mogadon i öskjur. Hann fór með
þær til konu sinnar.
— Anne Fenwick ætlar að
sækja þetta, sagði hann. — Vilt þú
ekki fá henni það? Ég vil siður
gera það svona seint á kvöldi.
— En hún veit að þú ert heima.
— Já, en hún þarf ekkert að
tala við mig. Það þarf ekki annað
en afhenda henni töflurnar og
segja henni að systir hennar eigi
að fá tvær af þeim i kvöld og
næstu kvöld.
Elisabet sýndist hugsi andar-
tak. Siðan brosti hún.
— Allt i lagi, sagði hún. — Þá
fæ ég tækifæri til að sjá þennan
stókostlega kvenmann.
Peter kimdi.
— Já, sagði hann. — Mér datt i
hug að þér þætti það gaman.
Þer hann var farinn, tók Elisa-
bet af sér svuntuna og gekk að
speglinum sem hékk á kústa-
skápnum. Fyrst losaði hún sig við
gljáann sem komið hafði á nefið
og kinnbeinin i eldhúshitanum.
Hún málaði á sér varirnar, hag-
ræddi óstýrilátum hárlokkum og
virti fyrir sér spegilmynd sina
með sæmilegri ánægju
Það var hugsanlegt að Peter
hefði engan áhuga á Anne Fen-
wick. Það gat vel verið að áhugi
hans á þessari fjölskyldu stafaði
eingöngu af áhuga hans á ungu
konunni er var dauðadæmd Hún
var ekki búin að gera það upp
við sig. En áhugi hans var meiri
en skyldan útheimti. Það var hún
sannfærð um. Og hún hafði tví-
vegis talað við þessa ungfrú Fen-
wick i simann. I bæði skiptin sem
hún hafði heyrt þessa hljómþýðu,
eilitið hásu rödd, hafði eðlis-
ávisun sagt henni að hætta væri á
ferðum, hætta sem hún hafði ekki
fyrr horfzt i augu við i hjónáband-
inu en hætta sem hún hafði alltaí
gert ráð fyrir að kynni að skjóta
upp kollinum. Nú einsetti hún sér
að mæta þeirri hættu. En þegar
hún fór til dyra, var það karl-
maður sem stóð fyrir utan.
— Ég veit ekki hvort ég er á
réttum stað, sagði hann hikandi.
— Ég er að leyta að Ashe lækni.
Hann rýndi inn i ganginn, eins
og hann vænti þess að einhver
leyndist þar fyrir innan.
— Já, sagði Elisabet. — Hann á
heima hér.
Hann leit sem snöggvast á
hana, leit siðan af henni aftur.
— Ég er Robin Carstairs, sagði
hann. — Gæti ég fengið að tala við
lækninn?
— Sælir, herra Carstairs! Auð-
vitað! Maðurinn minn sagði mér,
að einhver kæmi að sækja lyf
handa konunni yðar. Ég er með
töflurnar tilbúnar — Hún rétti
fram öskjurnar. — Hann sagði að
hún ætti að fá tvær i kvöld og
siðan tvær á hverju kvöldi.
Hann tók hikandi við öskjunum.
— Já ... hm, þakk fyrir. En með
leyfi — gæti ég fengið að tala við
lækninn.
Elisabet var á báðum áttum.
— Ja... ég veit ekki. Hann sagði
mér bara að afhenda töflurnar.
Hann virtist ekki álita nauðsyn-
legt að talað væri við hann —
Hann leit á hana bláum bænar-
augum.
— Jú. Jú, það er nauðsynlegt.
Ef þér viljið gera svo vel. Fyrir-
gefið —
— Allt i lagi, sagði Elisabet
með hægð. — Viljið þér biða
andartak.
Peter leit snöggt við þegar hún
kom inn i stofuna.
— Það er ekki ungfrú Fenwick,
sagði hún. — Það er eiginmað-
urinn, Robin Carstairs. Og hann
vill tala við þig.
— Fjandinn sjálfur, sagði
Peter. — Segðu honum að ég sé i
baði.
— En elskan min, þú verður að
tala við hann. Þú mátt til. Ves-
lings maðurinn virðist alveg
miður sin. —
— Veslings maðurinn hótar að
stefna mér, sagði Peter. — Segðu
honum að hafa sig heim.
— Æ, láttu ekki svona! Þú
verður að tala við hann. Ég hef
aldrei séð nokkurn mann svona
vansælan.
Peter stundi og lagði bókina frá
sér.
— Allt i lagi, sagði hann. — Ég
skal tala við hann. Hann gekk að
dyrunum albúinn að berjast, en
móðurinn fór af honum þegar
hann sá framan i unga manninn.
— Gott kvöld, sagði hann. — Þér
eruð búinn að fá töflurnar?
— Já, sagði Carstairs. — Já, ég
er með þær.
MIÐVIKUDAGUR
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 ( og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Þórhallur Sigurðsson
les framhald sögunnar um
„Ferðina til tunglsins” eftir
Fritz von Basserwitz (2)
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög á milli liða. Ritningar-
lestur kl. 10.25: Séra
Kristján Róbertsson les úr
bréfum Páls postula (11).
Sáimalög kl. 10.40: Suður-
þýzki madrigalakórinn
syngur ásamt einsöngvur-
um tónverk eftir Schutz:
Gönnenwein stj. Fréttir kl.
11.00. Atriöi úr óperunni
„Meyjaskemmunni” eftir
Schubert. Erika Köth,
Rudolf Schock o.fl. syngja
með kór og hljómsveit undir
stjórn Franks Fox. Julian
Bream og Melos hljóm-
sveitin leika Gitarkonsert
eftir Giuliani.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.15 l,jáöu mér eyra. Séra
Lárus Halldórsson svarar
spurningum hlustenda.
14.30 Siódcgissagan: „Jón
Gerreksson” eftir Jón
Björnsson.Sigriður Schiöth
byrjar lestur sögunnar.
15.00 Miðdcgistónleikar:
islcn/.k tónlista. ,,Esja” —
sinfónia i f-moll eftir Karl O.
Runólfsson. Sinfóniuhljóm-
sveit tslands leikur. Bohdan
Wodiczko stj. b. Karla-
kórinn Geysir á Akureyri
syngur lög eftir ýmsa
höfunda. Arni Ingimundar-
son stjórnar.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. Til-
kynningar.
16.25 Popphorniö
17.10 Tónlistarsaga. Atli
llcimir Sveinsson scr um
þáttinn.
17.40 Litli barnatiminn. Gróa
Jónsdóttir og Þórdis
Ásgeirsdóttir sjá um
timann.
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Frcttir. Tilkynningar.
19.20 A döfinni. Kristján Bersi
Ólafsson skólastjóri
stjórnar umræðuþætti um
æviráðningu rikisstarfs-
manna.
20.00 Kvöldvakaa. Einsöngur.
Guðmundur Guðjónsson
syngur lög eftir Þórarin
Guðmundsson. Skúli
Halldórsson leikur á pianó.
b. Feigur Fa 11 andason.
Sverrir Kristjánsson sagn-
fræðingur byrjar flutning á
söguþætti sinum um Bólu-
Hjálmar. c. Iluldukorn
Jóhanna Brynjólfsdóttir les
frumsamiö ævintýr. d.
Lákakvæöi eftir Guömund
Bergþórsson. Sveinbjörn
Beinteinsson flytur. e. Jóra i
Jórukleif og Fjalla-
Margrét. Þorsteinn frá
Hamri tekur saman þáttinn
og flytur með Guðrúnu
Svövu Svavarsdóttur. f.
Villudyr. Laufey Sigurðar-
dóttir flytur stutta frásögu
eftir Helgu Soffiu
Bjarnadóttur. g. Um
islen/.ka þjóöhælti. Arni
Björnsson cand. mag. flytur
þáttinn. h. Samsöngur
Tryggvi Tryggvason og
félagar hans syngja islenzk
þjóðlög.
21.30 Aö tafli . Ingvar
Asmundsson flytur skák-
þátt.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Útvarpssagan: „Strandið”
eftir llannes Sigfússon
Erlingur E. Halldórsson
lýkur lestri sögunnar.
22.45 Nútim atónlist ,,Sýn
heilags Ágústinusar” eftir
Michael Tippett. Halldór
Haraldsson sér um þáttinn.
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Miðvikudagur
18.00 Teiknimyndir.
18.15 Chaplin.
18.35 Afmælisdagur
skcssunnar.Brúðuleikrit um
Siggu og skessuna eftir
Herdisi Egilsdóttur. Leik-
brúðulandið flytur. Aður á
dagskrá vorið 1971.
18.50 Illé.
20.00 Fréttir.
20.35 Veöur og auglýsingar.
20.30 Þotufólk. Bandariskur
teiknimyndaflokkur Eftir-
vinna. Þýðandi Jón Thor
Haraldsson.
20.55 Aldahvörf i Afriku.
Fyrsti þáttur af sex i
dönskum myndaflokki um
þjóðfélagsbreytingarnar,
sem nú eru á döfinni i
mörgum Afrikurikjum. Hér
er einkum fjallað um
Ghana, sem að mörgu leyti
er dæmigert Afrikuriki.
(Nordvision — Danska sjón-
varpið) Þýðandi og þulur
Jón O. Edwald.
21.30 Kloss höfuösmaöur,
Pólskur njósnamynda-
flokkur. i nafni lýöveldisins.
Þýðandi Þrándur
Thoroddsen.
22.25 Dagskrárlok.
\M I8LEMZKHA HUÖ1ISM1A1A
útvegar yður hljóðfœraleikara
og hljómsveitir við hverskonar lækifœri
Vinsamlnqast hringið i Z02SS inilli kl. 14-17 !