Þjóðviljinn - 04.04.1973, Page 3
Miðvikudagur 4. april. 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Ferðast um með málverk
og eftirprentanir
Nýting landsins rædd
á 2ja daga ráðstefnu
— leiddir saman fulltrúar ýmissa sjónarmiða
25 erindi varöandi skipu-
lag landnýtingar á islandi
verða flutt á ráðstefnu,
sem haldin verður að Hótel
Loftleiðum, Kristalssal, á
föstudag og laugardag n.k.
og boðað er til af Land-
vernd, landgræðslu- og
náttúruverndarsamtökum
islands í samvinnu við
\Búnaðarfélag islands,
Náttúruverndarráð, Sam-
band íslenzkra sveitarfé-
laga, Skipulagsstjórn ríkis-
ins og Landnýtingar- og
landgræðslunefnd.
Ráðstefnuna sækja um 130 full-
trúar stofnana og félaga úr öllum
landshlutum og er tilgangur
hennar að leiða saman fulltrúa
frá sem flestum aðilum, sem á
einhvern hátt gera tilkall til
landsins og gæða þess, og með
starfsemi sinni hafa áhrif á eðli
landsins og framtiðarviðgang, að
þvierfram kemur i fréttatilkynn-
ingu frá Landvernd. Reynt verð-
ur að fá yfirlit um hin ýmsu sjón-
armið varðandi nýtingu lands og
ræða möguleika á samræmingu
þeirra. Einnig verður rætt um
nauðsyn skipulagslegra og fé-
lagslegra aðgerða til að:
1) tryggja skynsamlega
nýtingu landsins,
2) fyrirbyggja spjöll á landi
vegna mannlegrar starfsemi,
3) bæta þau sár er hlotizt hafa
af völdum óbliðrar náttúru, eða
vegna búsetu i landinu.
Teknir verða til umræðu flestir
þeir þættir er snerta samskipti
þjóðarinnar og landsins, bæði
hinir hefðbundnu, svo sem land-
búnaður, svo og þeir þættir nú-
tima þjóðfélags, sem fyrirsjáan-
lega þurfa á auknu landrými að
halda i framtiðinni. Má þar til
nefna aukna byggð á þéttbýlis-
svæðum og mannvirkjagerð utan
þéttbýlis, svo sem bygging vega,
hafna, orkuvera, svo og einnig
vaxandi þörf á landi til útilifs,
iþrótta, ferðalaga, ferðamanna-
þjónustu o.fl. Þá verður reynt að
gera sér grein fyrir á hvern hátt
skynsamleg landnýting og nátt-
úruvernd geta bezt farið saman.
Framkvæmdastjóri ráðstefn-
unnar er Haukur Hafstað, en með
honum hafa starfað i undir-
búningsnefnd þeir Vilhjálmur
Lúðviksson, Ingvi Þorsteinsson,
Arni Reynisson, Unnar Stefáns-
son, Magnús G. Björnsson, Jónas
Jónsson og Agnar Guðnason.
Hákon Guðmundsson setur ráð-
stefnuna kl. 9 á föstudag, en siðan
flytja erindi Páll Lindal, Páll
Bergþórsson, Þorleifur Einars-
son og Ingvi Þorsteinsson. Sið-
degis hafa framsögu þeir Gunnar
Guðbjartsson, Óttar Geirsson,
Sveinn Runólfsson, Hákon
Bjarnason, Sigurður Sigurðsson,
Gunnar Bjarnason, Jakob
Björnsson og Snæbjörn Jónsson.
Siðari dag ráðstefnunnar flytja
framsöguerindi Hjörleifur Gutt-
ormsson, Vilhjálmur Lúðviksson,
Árni Reynissón, Brynjólfur
Ingólfsson, Stefán Már Stefáns-
son, Asgeir Bjarnason, Gestur
Ólafsson, Bjarni Einarsson, Jón-
as Jónsson, Magnús G. Björns-
son, Ragnar Arnalds og Eysteinn
Jónsson.
Fundarstjórar fyrri daginn
verða Zóphonias Pálsson, Pálmi
Jónsson og Ellert Schram, en sið-
ari daginn Benedikt Gröndal,
Steinunn Finnbogadóttir og Stein-
grimur Hermannsson.
I árslok 1971 skipaði landbún-
aðarráðherra sjö manna nefnd til
að vinna að gerð heildaráætlunar
um landgræðslu og gróðurvernd,
svo og alhliða skipulagningu á
notkun landgæða. Með skipun
þessarar nefndar var af hálfu
rikisvaldsins tekin ákvörðun um
að minnast 11 hundruð ára
byggðar i landinu með stórátaki á
þessu sviði.
Það verkefni sem hér um ræðir
er mjög viðamikið og mun marg-
brotnara og vandasamara en
flestir gerðu sér grein fyrir, og
segir i fréttatilkynningunni að
Landvernd og þeir aðilar aðrir,
sem standa að ráðstefnunni um
landnýtingu, vilji leggja sitt af
mökum til að þetta starf verði
sem árangursrikast. Telja þessir
aðilar, að ráðstefna sem fjallar
um skipulag landnýtingar á
breiðum grundvelli geti orðið
gagnleg til að samræma aðgerðir
allra þeirra sem að þessum mál-
um vinna.
Veitingahúsaeigendur
hafa lýst verkbanni á fé-
lagsmenn i Félagi fram-
reiðslumanna þar eð þeir
vilji ekki fallast á nýjan
uppgjörsmáta við veitinga-
húsin.
Voru því veitingahús
lokuð i fyrrakvöld, og
ekkert benti til að lyktir
fengjust í málinu í gær þar
eð það verður dómfest fyrir
Félagsdómi i dag og hafa
því veitingahúsin að líkind-
um verið lokuð í gær.
I samningum þeim sem i gildi
eru milli framreiðslumanna og
veitingahúsa er sagt, að þóknun
til framreiðslumanna skuli vera
15% miðað við verð veitinga til
almennings.
Veitingahúsamenn vilja nú
skilja þessi ákvæði samningsins
svo, að 15% þóknun til fram-
reiðslumanna skuli ekki koma'
ofan á söluskattinn.
Þvi er það að veitingahúsa-
eigendur krefjast þess nú af
framreiðslumönnum, að þeir taki
UPP nýja háttu við uppgjör við
veitingahúsin og reikni álag sitt á
það verð sem á veitingunum er
MANAGUA 1/4 — I nótt kom
öflugur jarðskjálfti f höfuðborg
Mið-Ámerikurikisins Nicaragua
og hrundi fjöldi húsa. Borgin er
hvort sem er að talsverðu leyti i
rúst eftir jarðskjálftana miklu i
desember sem kostuðu 30 þúsund
manns lifið.
PRAG 2/4 — Gustav Husák,
mesti valdamaður
Tékkóslóvakiu, fór ásamt sveit
manna til Kúbu i dag, þar sem
hann mun dveljast nokkra daga i
boði Castros.
Baldvin Arnason sýnir þrjár
myndir i glugga Málarans þessa
daga og kennir þær við
natúriskan súrrealisma.
Baldvin ferðaðist i fyrra um
Færeyjar, seldi eigin myndir og
eftirprentanir af islenzkum lista-
verkum. Hann málaði einnig þar i
eyjunum. Nú er hann á förum til
áður en söluskattur kemur þar
ofan á. Þýðir þetta uppátæki 11%
rýrnun á kjörum framreiðslu-
manna.
Samningar þeir sem i gildi eru
milli framreiðslumanna og
veitingahúsaeigenda gilda til 1.
nóvember i haust, og telja fram-
reiðslumenn þvi, að verið sé að
rjúfa gerða samninga, en auk
þeirrar skýlausu greinar um upp-
Noregs, ætlar að ferðast þar um
og selja eigin myndir og eftir-
prentanir, og vonast til að við-
tökur verði ekki siðri þar en hjá
Færeyingum. Þetta er i senn
skemmtiferðalag og starf og þá
um leið kynningarstarf. Ég hefi
einnig boðizt til að dreifa Vest-
mannaeyjakortum þar i Noregi,
sagði Baldvin.
gjör framreiðslumanna við
veitingahúsin er sagt er frá hér
að framan, segir i 4. grein
samninganna, að veitingahúsa-
eigendur skuldbindi sig til að taka
ekki upp ný vinnubrögð á
samningstimanum sem skert
gætu laun framreiðslumanna.
Hversu lengi veitingahúsaeig-
endur standa að verkbanni sinu
er enn óvist. — úþ.
í norskt sjónvarp
S.l. mánudagsmorgun fóru tvö börn frá Vestmannaeyjum til
Oslóar til þess að koma þar fram I barnatima sjónvarps og
útvarps tii aðstoöar fjársöfnun I Noregi vegna fyrirhugaðrar
sumardvaia barna frá Vestmannaeyjum i Noregi. Börnin heita
Vilhjálmur Garðarsson og Arnfríður Einarsdóttir. Þau eru 12
ára gömul, og eru væntanieg heim aftur n.k. fimmtudag.
Noregsferðir barna frá Vestmannaeyjum hefjast um miðjan
júnimánuð n.k., og lýkur þeim ibyrjun september. tslenzku flug-
félögin gcfa „Norsk- isiandsk samband” helming flugfara.
Ung afrekskona
Þessi unga stúlka, Kristin Hjördis Leosdóttir, útskrifaðist úr
Hjúkrunarskóla Islands 10. marz siðastiiðinn, og fékk við það
tækifæri vcrðlaunapening úr bronsi, sem veittur er af stjórn
Minningarsjóðs Katrinar Thoroddsen fyrir framúskarandi góða
frammistöðu við hjúkrunarnám, bæði verklegt og bóklegt.
Kristin Hjördis hefur nú ráöið sig að nýjustu deild Land-
spitalans, endurhæfingardeildinni.
Hjúkrunarskóli tslands útskrifar á þcssu ári 44 hjúkrunarkonur,
og munu þær siöustu ljúka skyldum sinum við skólann 23. mal.
Landhelgin 2. apríl
Verkbann í veitingahúsum
Veitingahúsaeigendur ganga á gerða samninga