Þjóðviljinn - 04.04.1973, Síða 12
12 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Miðvikudagur 4. april. 1973
Skákkeppni stofnana
1973 lokið
Ss ......
UMSJÓN: JÓN G. BRIEM
I A-flokki tefldu 22 sveitir, og
urðu úrslit þessi:
1. Útvegsbankinn A-sveit 21 v.
2. Búnaðarbankinn 20 1/2 v.
3. Stjórnarráðið 18 v.
4. Orator 17 v.
5. -6. Skrifst. borgarverkfræðings,
Menntaskólinn v/Hamrahlið 15 v.
7.-9. Loftleiðir A-sveit, Hreyfill,
Barnaskólar Reykjavikur A-sveit
14 1/2 v.
10.-13. Orkustofnun A-sveit, Breið-
holt, Landsbankinn A-sveit,
Landssiminn A-sveit 14 v.
14-16. Veðurstofan, Rafmagns-
veitan A-sveit, Sveinsbakari 13 v.
17. Verkfræðist. Sigurðar Thor-
oddsen 12 v.
18-19. Barnaskólar Reykjavikur
B-sveit, Strætisvagnar Reykja-
vikur 11 1/2 v.
20. Borgarbilastöinn 11 v.
21. Vegamálaskrifstoían 10 v.
22. Otvegsbankinn B-sveit 7 v.
Það er tæplega hægt að segja að
úrslitin hafi komið á óvart.
Útvegsbankinn sigraði einnig i
fyrra og var sú sveit ásamt sveit
Búnaðarbankans talin sigur-
stranglegust nú.
1 sveitinni tefldu Björn Þor-
steinsson, Gunnar Gunnarsson,
Bragi Björnsson og Jóhannes
Jónsson. Bragi Björnsson vann
það glæsta afrek að sigra i öllum
skákum sinum, sjö að tölu.
Liklega eru liðsmenn Búnaðar-
bankans ekki sem ánægðastir
með að ná ekki efsta sætinu.
Fyrir siðustu umferð voru
sveitir bankanna jafnar, en i
henni fékk Búnaðarbankinn 1/2 v.
minna en útvegsbankinn.
Sveit Stjórnarráðsins sem sigr-
aði i keppninni 1971 virðist eitt-
hvað vera að gefa sig. Hún varð i
2.-3. sæti 1972 og nú i 3ja sæti.
Friðrik Ólafsson fékk þó 6 l/2v. á
fyrsta borði, gerði aðeins jafntefli
við Guðmund Sigurjónsson sem
tefldi á fyrsta borði fyrir Orator.
Sex neðstu sveitir i A-flokki
missa sæti sin þar og falla niður i
B-flokk, og 6 efstu sveitir B-flokks
flytjast upp i A-flokk. Þær eru:
1. Tryggingamiðstöðin 19 1/2 v.
2/Orkustofnun B-sveit, Unglinge-
flokkur TR, Vélsmiðjan Kvarði 18
v.
5- 6. Stjórnarráðið B-sveit, Isal A-
sveit 17 1/2 v.
A fimmtudaginn s.l. fór fram
hraðskákkeppni A-flokks og þar
tefldu að auki nokkrar sveitir sem
ekki tóku þátt i aðalkeppninni.
Sveitirnar voru 30 og tefldar 7
umferðir og tvær skákir á mann i
hverri. Tefldi þvi hver sveit 56
skákir.
Úrslit urðu þessi:
1. Búnaðarbankinn A-sveit 41 v.
2. Útvegsbankinn A-sveit 5 35 1/2
v.
3-4. Stjórnarráðið A-sveit,
Iþróttafél MH 34 1/2 v.
5. Menntaskóiinn v/Hamrahlið
(Kennarar) 33 1/2 v.
6- 7. Harpa/Gutenberg 32 v.
6-7. Heilv. Guðm. Arasonar 32 v.
8. Orkustofnun 31 1/2 v.
9-10. Orator, Barnaskólar
Reykjavikur A-sveit 30 1/2 v.
11-12. Veðurstofan, Skrifst.
borgarverkfræðings 30 v.
Skákþíngi Kópavogs lokið
t meistaraflokki urðu efstir þeir
Björn Sigurjónsson og Ingvar Ás-
mundsson með 6 v. af 8 möguleg-
um. Björn er Kópavogsbúi og.
telst hann þvi skákmeistari
Kópavogs 1973, en þeir Ingvar
munu tefla fjögurra skáka einvigi
um rétt til að tefla i landsliðs-
flokki á skákþingi tslands 1973.
I 3.-4. sæti urðu Freysteinn Þor-
bergsson og Jóhann Þórir Jóns-
son með 5 v. t 5.-6. sæti urðu Geir-
laugur Magnússon og Jónas Þor-
valdsson með 4 v.
I II. flokki varð Þórarinn
Björnsson efstur með 7 1/2 v. úr 9
skákum, og i unglingaflokki
Sverrir Árnason með 7 v. úr 8
skákum.
Hér kemur svo ein stutt og
skemmtileg skák sem tefld siðasta ólympiumóti. var á
HVtTT: RANTANEN SVART: DENMAN Sikileyjarvörn.
1. e4 c5
2. Rf3 d6
3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 a6
6. Bg5 e6
7. f4 Be7
8. Df3 Dc7
9. 0-0-0 Rbd7
10. Be2 b5
11. BxR RxB
Ef ll....gxB þá 12. Dh5 Rc5 13.
Bf3 Bb7 og 14. f5 og hvitur stend-
ur betur.
12. e5 Bb7
13. exR BxD
14. BxB Hc8
I þessari stöðu er talið betra að
leika Bxf6. Framhaldið gæti þá
orðið 15. BxH BxRd4 16. HxB d5
17. Bxd5 exB 18. Hel Kf8 19. Rxd5
Dc5 20. e3 g6 21. He5 Kg7 22. f5 og
hvitur stendur heldur betur.
15. fxB I)b6
Léki svartur l5....Dxe7
kæmi 16. Rf5 og hvitur vinnur.
16. Hhel h5
17. f5 e5
18. f6
Nú er hvitur með unnið tafl. Ef
svartur leikur 18....exR þá 19.
fxg7 Hg8 20. Rd5 og hótar bæði að
drepa drottninguna og að máta á
f6. Léki hann hins vegar
18....HxRc3 kæmi 19. fxg7 Hg8 20.
Rf5 og hvitur vinnur.
18........................... g6
19. Hxe5 dxH
20. Bc6
Nú verður svartur að drepa
biskupinn og hvitur drepur aftur
með riddara. Hótunin er þá að
leika Hd8 og máta, og við þvi er
engin vörn til. Svartur gefst upp.
Jón G. Briem.
PIERPONT-úrin
handa þeim, sem
gera kröfur um
endingu, nákvæmni
og fallegt
útlit.
Kven- oq
karl-
manns-
úr af
mörgum
gerðum
og verð-
um.
SIGURÐUR TOMASSON,
úrsmiður
Skólavörðustíg 21 sími 13445
^ INDVERSK UNDRAVERÖLD lil JJ
Nýjar vörur komnar, m.a. ilskór,
útskorin borö, vegghillur, vegg-
stjakar, könnur, vasar, borðbjöllur,
öskubakkar, skálar og mangt fleira.
Einnig reykelsi og reykelsiskerin f
miklu úrvali.
Gjöfina sem veitir varanlega ánægju
fáið þér i
JASMIN
Laugavegi 133 (við Hlemmtorg)
TEIKNARI JEAN EFFEL
— Þú skalt sækja um stöðuna. Hann er alveg dauðupp-
gefinn eftir einyrkjabaslið nú upp á siðkastið.
— Hafið þér nokkur meðmæli til starfans?