Þjóðviljinn - 04.04.1973, Page 15
Á bannsvæði
Framhald af bls. 1.
þvi Þjóöverjarnir aö brjóta viður-
kennda alþjóðareglu. Og ekki er
vitað til þess, aö Bretar eða bjóð-
verjar hafi hingað til véfengt
þennan rétt. Þetta hefur verið al-
gerlega ljóst i öllum okkar við-
ræðum.
Við Jón Arnalds vorum strax
sammála um að ekki kæmi til
mála að hefja viðræður við þetta
fólk, eins og málin stóðu. Að sjálf-
sögöu lá beinast við að ætla, að
með svo einstakri ósvifni, eins og
þarna var á ferðinni væri ætlunin
að spilla gjörsamlega öllum sam-
komulagsmöguleikum.
Við Jón fluttum svo öörum
nefndarmönnum þessi ótiöindi og
lýstum þvl sjónarmiði okkar, að
viðræður gætu þvi aðeins hafizt,
að allir togararnir héldu út af
svæðinu.
— Þjóöverjarnir komu nú
þarna á vettvang, og töldu að sér
væri ókunnugt um þennan atburð
á miðunum.
Við höfðum svo samband við
rikisstjórnina, eða forsætisráð-
herra fyrir hennar hönd og lýsti
hann þeirri afstöðu rikisstjórnar-
innar að sjálfsagt væri að hefja
engar viðræður meöan togararnir
héldu ekki burt af umræddu
svæði.
Varð þvi ekki af fundi. — En
okkar siðustu orð voru þau, aö þvi
aðeins kæmu viðræður til greina,
að landhelgisgæzla okkar hefði
gefið út yfirlýsingu um aö allir
togararnir væru farnir.
Klukkan 3 munu togararnir svo
hafa verið farnir að tinast út
fyrir.
Húsnæðismál
Framhald af bls. 6.
hverja stefnu, sem höfð yrði að
leiöarljósi við samningu nýrra
laga.
Aö lokum benti Ragnar þing-
mönnum á, að býsna margir
myndu fylgjast meö viðbrögðum
Alþingis i þessu máli.
Bjarni Guönason (SFV) sagðist
vilja itreka meginatriðin i ræðu
Ragnars. Bjarni er ásamt Jónasi
Arnasyni og Stefáni Gunnlaugs-
syni(A) i minni hluta allsherjar-
nefndar i þessu máli. Bjarni
ræddi þrjár leiðir, sem til greina
kæmu til að styðja fjárhagslega
við efnalitið fólk eða leigjendur.
t fyrsta lagi að veita leigjend-
um skattfriðindi i hlutfalli við
greidda húsaleigu, og myndi sá
háttur án efa stuðla að þvi, að
leiga yrði rétt upp gefin til skatts.
t öðru lagi að veita opinberan
húsaleigustyrk, en sá háttur er
viða hafður á á Norðurlöndum.
Og i þriöja lagi að hefja skipulega
byggingu leiguhúsnæðis.
En þvi miöur, sagöi Bjarni, rik-
ir hér i þessum málum lögmál
hins frjálsa markaöar.
Atkvæðagreiðslu var frestað,
enda fáir þingmenn við.
Tryggingafélög
Framhald af bls. 6.
in gjörsamlega úrelt. t greinar-
gerð nefndarinnar með laga-
frumvarpinu er þess getið, að nú-
gildandi löggjöf um trygginga-
starfsemi á Norðurlöndum hafi
verið athuguð rækilega og höfð til
Hjartans þökk fyrir hlýhug og vinsemd við andlát og jarð-
arför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
FRÚ LÁRU Ó. KOLBEINS,
Skeiðarvogi 157, Rvik.
Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarliöi Landa-
kotsspitala og öllum, sem voru henni vel I sjúkralegu
hennar.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Móðir okkar
HRÓÐNÝ JÓNSDÓTTIR
andaðist að Hrafnistu 2. april.
Jarðarförin ákveðin siðar.
Arnþrúður Jónsdóttir
Kristján Jónsson
Svava Jónsdóttir
hliðsjónar viö samningu frum-
varpsins.
Fjöldi tryggingafélaga
t greinargerö með frumvarpinu
koma fram athyglisverðar upp-
lýsingar um fjölda tryggingafé-
laga á landinu. Samkvæmt yfirliti
þar eru 19 stofnanir, sem reka
tryggingastarfsemi samkvæmt
sérstökum lögum# þar af 9 báta-
ábyrgðarfélög. Þá rekur 21 hluta-
félag, 3 gagnkvæm félög og eitt
félag á vegum bifreiðatrygginga-
félaganna vátryggingarstarf-
semi, en af hlutafélögunum er eitt
þrotabú. Þá eru skráð i firmaskrá
8 erlend félög, en starfsemi þeirra
er hverfandi og a.m.k. 4 munu
hætt starfsemi, þótt þau hafi ekki
verið afmáð úr firmaskrá enn.
Sagt er, að þetta yfirlit sé vart
tæmandi, en þeir aðilar, sem ekki
eru meðtaldir, muni að likindum
reka hverfandi starfsemi og ekki
skipta máli.
Sköpun heimsins
Framhald af bls. 9.
enda þótt fáir stjarnfræðingar
tryðu á Steady State kenninguna,
var hún ekki afsönnuð. Eina ráðið
var að halda áfram með
mælingar Ryles og Clarkes, en
Hoyle hélt þvi fram, að frávik frá
hans eigin kenningu lægju innan
við tölfræðilega óvissu þeirra
mælinga.
En nú hefur bandariski stjörnu-
fræðingurinn Maarten Schmidt
endurbætt mælingar þeirra Ryles
og Clarkes og reiknað nákvæm-
lega út frávikin. Útreikningar
Schmidts sýna, að frávik milli
athugunar á fjarlægum vetrar-
brautum og spádóma
kenningarinnar um stöðugt
ástand er 500%. En hið tölfræði-
lega frávik er aðeins 20% — og er
þessi niðurstaða bersýnilega i
andstöðu við Steady State
kenninguna.
Af þessu leiðir m.a. að hið virta
enska náttúrufræðitimarit
Nature hefur þegar birt eftirmæli
um kenningu Hoyles. Svo virðist
sem 25 ára gamalli deilu sé að
fullu lokið.
(Eftir Information)
Athugasemd
Framhald af bls. 6.
hlutfallið yrði 30% að þvi er
varðaði leikskólana. Þessi til-
laga Ragnars kom til at-
kvæðagreiðslu á mánudaginn
og var hún þá felld með 9 at-
kvæðum gegn 7, enda voru
tveir stjórnarþingmenn fjar-
verandi og tveir greiddu ekki
atkvæði.
Þetta er nauðsynlegt að
Miðvikudagur 4. april. 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
fram komi til skýringar á
fréttinni i gær — en kjarni
hennar — að tilraunir ihalds-
ins til að eyðileggja máliö
mistókust — er að sjálfsögðu
réttur.
DAS-húsið
Framhald af bls. 16.
— Hafiö þiö áður fengið
vinning hjá DAS?
Jóhann spyr konu sina: —
Jú, einu sinni fimm þúsund
króna vinning. — Viö höfum
veriðmeðfrá byrjun og eigum
5 eða 6 miða.
— Ætlið þið að flytja i
slotið?
— Það er nú ekki búið að
ráðslaga mikið, en ég á einn
dreng, sem vantar húsnæði
eins og er, og ætli maður reyni
ekki aö bjarga honum i bili að
minnsta kosti.
— Er hann einkabarn?
— Nei, við eigum sex syni.
Einn er byggingafræðingur,
annar læröi mjólkurfræöi á
sinum tima og vinnur nú hjá
tollinum, þriðji er hér heima
og býr i sama húsi og við.
Hann er bilasmiður. Sá fjórði
er vélstjóri og er á leiðinni að
sækja nýjan togara til Japans,
fimmti er bakari og starfar
hér I Borgarnesi, og sá sjötti
og yngsti er nú i Kaupmanna-
höfn að læra ritvéla- og tölvu-
viðgerðir.
— Hafið þið hjónin farið
utan?
— Einu sinni til Kaup-
mannahafnar að heimsækja
elzta strákinn okkar þegar
hann var við nám.
Jóhann vinnur nú hjá
mjólkurbúinu, við ýmsar við-
gerðir, en hann er rafsuöu-
maður að iðn, fæddur að Höfða
i Eyjafirði, en fluttist til
Borgarness áriö 1930 þar sem
hann kynntist síðar eiginkonu
sinni.
sj.
Málverkauppboð
I dag heldur Kristján Fr. Guð-
mundsson listaverkasali mál-
vérkauppboð i Súlnasal Hótel
Sögu, og hefst það klukkan 17.
A uppboðinu eru 69 númer, og
kennir þar margra grasa. Eru
það verk eftir 41 málara og þeirra
á meðal eru Kjarval, Þorvaldur
Skúlason, Jón Engilberts, Sigurð-
ur málari, Veturliði Gunnarsson
o.fl.
Verkin verða til sýnis aö Hótel
Sögu i dag.
Tiðindalaust i
Eyjum i gær
— Það er allt tiðindalaust hér i
Eyjum, sagði starfsmaður
slökkviliðsins þar, er við óvænt
náðum simasambandi i gær.
— Allar dælurnar eru komnar i
gagnið, og það er sprautað á
hraunið niður við höfnina og við
Bólstaöarhlið, sem er við Austur-
veg, og heldur kælingin hrauninu
i skefjum.
Hjá slökkviliðinu i Eyjum
starfa nú 27 menn að öllum jafn-
aöi, allt Eyjabúar, og er starf
þeirra fyrst og fremst við kæling-
una og að skoða húsin á gassvæð-
unum. 1 gær var litiö gos og ekk-
ert öskufall, og ekkert hús varð
hrauninu að bráð.
t gær komu til Eyja plastpipur
frá Reykjalundi, samtals eins
kilómetra langar. sj.
Um 5 miljónir
frá Kanada
Forsætisráðherra hefur borizt
bréf frá Canada Iceland Founda
tion ásamt ávisun að upphæð 5
25.000.00 (jafnvirði isl. kr
2.413.750.00*), sem félagið hefur
safnað i Kanada vegna náttúru
hamfaranna i Vestmannaeyjum
Fé þetta hefur verið afhent Við
lagasjóði til ráðstöfunar.
Aöur höfðu borizt $ 2.640.00 frá
þjóðræknisfélagi Islendinga i
Vesturheimi, sem hóf söfnunina
en bað Canada Icelanc
Foundationsiðan að annast fram-
hald hennar.
Samtökin hafa ákveðið að halda
áfram fjársöfnun i Kanada vegna
náttúruhamfaranna i Vest-
mannaeyjum.
PRAG 3/4 — Svoboda forseti
Tékkóslóvakiu skipaði i dag
Zdovzk Roskot sendiherra Tékka
i Noregi og tslandi. Núverandi
sendiherra sem hefur aðsetur i
Osló, Jozef Kriz, verða fengin
önnur verkefni, segir i sama
fréttaskeyti.
LONDON 1/4 — Bretar fengu i
1,-apriWgjöf frá stjórninni og
Efnahagsbandalaginu verðauka-
skatt, 10%, sem leggst á allar
vörur. Hann leysir eldri tegundir
neyzluskatta af hólmi, og segir
stjórnin að vöruverð muni ekki
hækka af þeim sökum.
MJÓR ER MIKILS^
§ SAMVINNUBANKINN
EITT MORGUNBLAÐ
ER EKKINÓG
Það eru að minnsta kosti tvær hliðar á hverju máli.
Fjögur dagblöö af fimm sem gefin eru út í landinu sýna aöeins aðra hliö málanna.
Fimmta blaöiö Þjóöviljinn sýnir hina hliðina.
Þess vegna er ekki nóg að kaupa eitt blað.
I I
I Ég undirritaður óska eftir að gerast .
■ áskrifandi að Þjóðviljanum I
Nafn..............................
I Heimili...................................... I
Sendist Þjóðviljanum,
Skólavörðustig 19, Reykjavík.
l l
KAUPIÐ EINNIG ÞJÓÐVILJANN.
MOÐVIUINN
VOPN í BARÁTTU VINNANDI FÓLKS
SÍMI 17500. -