Þjóðviljinn - 07.04.1973, Qupperneq 5
Laugardagur 7. apríl 1973. PJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Um dýrtíðar- og verðlagsmál
Innflutningsverð vöru
hækkaði um 9,25% á
hverju ári til jafnaðar
Sjónvarp Flutningsgjöld 70% 25%
skipa 33% 15%
Afgr.gj. skipa 52% 20%
Veitingahús 22% 14%
Sement 29% 20%
veldur mestu um verðbólgu hér nú
Mikið er nú rætt um sivaxandi
dýrtið eins og vonlegt er. Vöru-
verð og þjónusta hækka stöðugt,
og enn er búizt við meiri verð-
lagshækkunum.
Það sem sérstaka athygli vekur
i umræðunum nú um dýrtiðar-
málin er þáttur ihaldsforingjanna
og foringja Alþýðuflokksins, en
þeir bera öllum öðrum fremur
ábyrgð á gangi verðlagsmálanna
i siðustu 10—12 ár.
Hér skal drepið á nokkrar stað-
reyndir um ganga verðlagsmála,
staðreyndir, sem nauðsynlegt er
fyrir alla, sem með þessum mál-
um vilja fylgjast að hafa i huga.
Dýrtíðin í tið við-
reisnarstjórnarinnar
1 valdatið viðreisnaistjórnar-
innar jókst dýrtfðin um rúmlega
10% á ári að meðaitaii. Slik dýr-
tiðaraukning var algert met mið-
að við Evrópulönd. Siðustu tæp
þrjú ár viðreisnarinnar, þ.e.a.s.
frá 1. jan. 1968 til 1. nóv. 1970, —
en þá var verðstöðvun ákveðin, —
hækkaði framfærsluvisitalan um
18,6% á ársgrundvelli.
Þannig var gangur dýrtiðar-
málanna i stjórnartið þeirra
Jóhanns Hafsteins og Gylfa Þ.
Gislasonar.
Dýrtíðarvöxturinn
síðustu 2 ár
Hækkun framfærsluvisitölunn-
ar frá 1. nóv. 1970 (þegar verð-
stöðvun var ákveðin) og til 1.
marz 1973, nemur alls 18%, eða
sem svarar 7,7% á ársgrundvelli.
Dýrtiðaraukningin er þvi miklu
minni i tið núverandi rikisstjórn-
ar en i tið viðreisnarinnar.
Hvers vegna
eykst dýrtiðin?
Nauðsynlegt er fyrir alla, sem
vilja átta sig á dýrtiðarvanda-
málinu, að gera sér grein fyrir,
3. Geymd verðlagsvandamál frá
verðstöðvunartimanum, sem
hófst 1. nóv. 1970.
4. Miklar kauphækkanir innan-
lands, aðallega i kjölfar kaup-
Reykjavíkurborg:
Krafa um hækkun Samþykkt
Itafmagnsverð 22,6% 15%
Hitaveitugjald 29,6% 20%
Gatnagerðargjöld 20% 20%
Strætisvagnagjöld44% 25%
Dagheimilagjöld 80% 0
Aðeins staðreyndir
1. Hjá viðreisnarstjórninni
óx verðbólgan um 10% á ári til
jafnaðar, og siðustu ár hennar
um 18,6% á ári.
2. Frá upphafi verð-
stöðvunar 1. nóv. 1970 og til 1.
marz s.l. hefur verðbólgan
hins vegar vaxið um 7,7% á
ársgrundvelli. t báðum til-
vikum miðað við visitölu
framfærslukostnaðar.
3. Erlent verð á innfluttum
vörum hækkaði til jafnaðar
um 9,25% milli áranna 1971 og
1972. Sem dæmi má nefna
hveiti um 50% og sykur um
45% á þessu eina ári.
4. Dýrtiðaraukning hefur á
siðustu 2 árum ekki orðið
meiri hér en I ýmsuin nálæg-
um löndum — og er það í
fyrsta skipti i áratugi, sem
slikt hefur gerzt. — T.d. hefur
verðbólga vaxið I Bretlandi
um 11 — 12% á ári siðustu 2 ár,
og um 7— 8% á ári i Vestur -
Þýzkalandi á sama tima.
5. Hér innanlands hafa
aðilar, sem fást við viðskipti
eða þjónustu, almennt sótt
fast á um að knýja fram mun
meiri verðhækkanir en ríkis-
stjórnin og verðlagsyfirvöld
hafa heimilað. 1 þessari kröfu-
gerð hefur Reykjavikurborg
og fyrirtæki nátengd Sjálf-
stæðisflokknum verið i farar-
broddi.
6. Vegna harðvitugrar. and-
stöðu rfkisstjórnarinnar gegn
margvisiegum verðhækkana-
kröfum hafa atvinnurekendur
og hverskonar milliliðir orðið
að bera bótalaust verulegan
kostnaðarauka. Þess vegna
hefur kaupmáttur launatekna
vaxiö um 20—30% siðustu 2 ár,
þrátt fyrir nokkrar verðlags-
hækkanir.
hvers vegna verðlag fer hækk-
andi. Hér skal gerð grein fyrir
þýðingarmestu ástæðunum fyrir
verðlagshækkunum s.l. 2 ár.
Þær eru þessar:
1. Miklar verðhækkanir i heiztu
viðskiptalöndum Islands.
2. Miklar gjaídeyrisbreytingar
erlendis vegna verðfalls dollar-
ans tvivegis.
Fræðsluhópur um
alþjóðamálið esperanto
hefst miðvikudaginn 11. april n.k. kl. 20.30
i fræðslusal MFA, Laugavegi 18, 3ju hæð,
og er haldinn i samstarfi við Esperant-
istafélagið Auroro i Reykjavik.
Leiðbeinandi verður Hallgrimur Sæ-
mundsson, yfirkennari. Tilkynningar um
þátttöku þurfa að berast fyrir þriðjudags-
kvöld, 10. april, á skrifstofu MFA, Lauga-
vegi 18, simar: 26425 og 26562, og eru þar
veittar allar nánari upplýsingar. Þátt-
tökugjald er kr. 450.00, með kennslugögn-
um.
PASKABASAR OG
FJÖLSKYLDUSKEMMTUN
Hringsins verður á morgun, sunnudaginn
8. april, að Hótel Sögu, Súlnasal.
Gullfallegir handunnir munir.
Fjölbreytt skemmtiatriði.
Glæsilegt skyndihappdrætti.
Allir ágóði rennur i Barnaspitalasjóð
Hringsins.
Komið og styrkið gott málefni.
gjaldssamninganna i desember
1971.
5. Gengislækkun islenzku krón-
unnar frá þvi i desember 1972
(10,7%).
Rétt er að athuga þessar ástæður
nokkrunánar. samkvæmt skýrslu
Hagrannsóknardeildar Fram-
kvæmdastofnunarinnar hækkaði
innflutningsverð að meðaltali um
9,25% á milli áranna 1971 og 1972.
Hér eru dæmi um erlendar
veröhækkanir á árinu 1972 i
veigamiklum vörutegundum:
Timbur................68%
Járn og stál..........71%
Fóðurvörur............49%
Hveiti................50%
Sykur.................45%
Kaffi.................45%
Verðlagsbreytingar hafa orðið
óvenjulega miklar i heiminum s.l.
tvö ár, m.a. annars vegna
óstöðugleika i peningamálum. 1
desembermánuöi 1971 var
Bandarikjadollar lækkaður um
tæp 8%. Hann var aftur lækkaður
um 10% I febrúar 1973. Ahrifin af
þessum breytingum á verðgildi
dollarans hafa orðið verulegar
hækkanir á verðlagi hér á landi.
Dýrtíðin í
öðrum löndum
Þvi fer f jarri að dýrtiöin aukist nú
eingöngu hér á landi. Dýrtið eykst
hratt i öllum löndum Vestur-
Evrópu.
Þannig jókst framfærslukostn-
aður i Bretlandi um 11% áriö 1971
og i 6 mánuði ársins 1972
(april—okt.) um 11,8%. Dýrtiöin i
Þýzkalandi hefur aukizt um
7—8% á ári undanfarin ár og svip-
aö er að segja um Danmörku og
flest iðnaðarlönd Vestur-Evrópu.
Kröfur um
verðhækkanir
Hér skulu nefnd nokkur dæmi
um kröfur um verðhækkanir hér
á landi að undanförnu.
Aðrir aðilar:
Krafa uni hækkun
Illjóðvarp
Samþykkt
49% 30%
Þá hefur verið farið fram á hækk-
un á álagningu heildverzlunar um
36% og smásöluverzlunar um
25%, en engar hækkanir leyfðar.
Áhrif kauphækkana
á verðlagið
Augljóst er að ekki er hægt að
hækka almennt kaupgjald i land-
inu um 20—30% i raungildi án
þess að verðlag hækki eitthvað
um leið.
Þannig er óhugsandi að verðlag
á ýmiss konar þjónustu hækki
ekki um leið og vinnulaun hækka.
Þegar laun bakara hækka og um
leið hækkar verð á hveiti og sykri,
þá hlýtur brauðverð að hækka. Og
um leið og kaup verkafólks og
iðnaðarmanna hækkar, þá hækk-
ar einnig kaup bóndans að sama
skapi samkvæmt sérstökum lög-
um. — Hækkun á kaupi bóndans
kemur hins vegar fram i hækkun
á verði landbúnaðarvara.
Fram hjá þessu verður ekki
komizt. Hækkun á launum bónd-
ans um 30% nemur t.d. um 15%
hækkun á verðlagsgrundvelli
landbúnaðarvara.
Hækkun verðlags
síðastliðin 2 ár
Sú hækkun verðlags, sem orðið
hefur s.l. 2 ár stafar þvi að lang-
samlega mestu leyti af utanað-
komandi áhrifum. — Þar ráða
mestu um:
— erlendar verðhækkanir, —
dýrtið I viðskiptalöndum — er-
lendar gengisbreytingar — inn-
lendar kauphækkanir — og gaml-
ar syndir frá viðreisnarstjórn-
inni.
Af hálfu stjórnvalda hefur verið
haldið mjög fast á verðlagsmál-
um. Atvinnurekendur og millilið-
ir hafa orðið að taka á sig mjög
verulegan hluta verðhækkan-
anna.
Og reynslan sýnir lika, að þrátt
fyrir þessi óhagstæðu ytri skilyrði
hefur verðlagið hér á landi i
fyrsta skipti i fjöldamörg ár
hækkað minna en i helztu við-
skiptalöndum okkar.
Cltvarp
íeinutæki
Gengur bæði fyrir
rafmagni
og rafhlööum
Góðurgripur,
góð gjöf
á aðeins
kr. 12.980
f j KLAPPARSTlG 26,
vtifÆcc, SÍMI 19800, RVK. OG
I N BREKKUGÖTU 9, AKUREYRI, SÍMI 21630
ht
L' IMnVFRCV ITMnD AirrDAi n ^
INDVERSKUNDRAVERÖLD
Nýjar vörur komnar, m.a. ilskór,
útskorin borð, vegghillur, vegg-
stjakar, könnur, vasar, borðbjöllur,
öskubakkar, skálar og mangt fleira.
Einnig reykelsi og reykeisiskerin I
miklu úrvali.
Gjöfina sem veitir varanlega ánægju
fáið þér í
JASMIN
Laugavegi 133 (viö Hlemmtorg)