Þjóðviljinn - 10.04.1973, Side 5

Þjóðviljinn - 10.04.1973, Side 5
Þriðjudagur 10. aprfl 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Helgi Seljan, alþingismaður: í TILEFNI HRINGVEGAR Næsta ár minnumstvið 1100 ára afmælis íslandsbyggðar. Sem betur fer mun nú afráðið, að ekki skuli efnt til þeirrar vafasömu fjöldahátiðar, sem stefnt var að á Þingvöllum og hefði hæglega get- að á annan veg farið en bjart- sýnismenn álitu. Þessa afmælis er hins vegar sjálfsagt að minnast með marg- vislegum öðrum hætti m.a. með nýrri sók'n i landgræðslu- og land- verndarmálum okkar. Eitt er þó það mál, sem getur sett meiri svip á þetta merkisár en allt annað, sem getur einmitt gefið þvi nafn siðar i sögunni, fyrir annað og meira en 1100 ára afmælið eitt. Hér á ég við hringveginn svo- kallaða austur yfir Skeiðarár- sand, sem allar likur benda til, að hægt verði að opna til umferðar sumarið 1974. Allar framkvæmdir hafa frá upphafi gengið sérstaklega vel, og þeir aðilar, sem þarna vinna einkum að, Seðlabankinn og vegamálastjórn, stefna að þvi, að opnun þá verði að veruleika. Meginforsendan er þó sú, að fólkið i landinu skilji nauðsyn þessa verks og leggi þvi lið sitt i verki með þvi að ávaxta fé sitt i þágu þessara framkvæmda. Hér á ég auðvitað við happdrættis- skuldabréfin, sem nú eru öðru sinni boðin út. Það er þvi sannarlega á valdi fólksins i landinu, hvort hringvegurinn verður staðreynd á næsta ári. Allir muna, hver viðbrögð fólks voru i fyrra, þegar til þess var leitað með sölu happdrættis- skuldabréfa upp á 100 miljónir króna. Þessi bréf voru keypt á svip- stundu og viðbrögðin sýndu, að ‘lirtölumenn i þessum efnum áttu harla litinn hljómgrunn meðal almennings, og svo trúi ég, að enn muni reynast. Ekki skal ég neita þeirri miklu framför fyrir okkur Austfirðinga, sem þessi framkvæmd er i sam- Helgi Seljan göngumáium okkar og rýfur þá miklu einangrun, sem við höfum átt við að búa vetrarlangt i sam- göngum á landi. En hitt dylst vist fáum, að þetta er stórkostleg samgöngubót fyrir okkur öll og hlýtur að valda gerbreytingu á ferðamöguleikum fólks almennt. Það er sizt ofmælt, þegar sá mæti áhugamaður um þetta mál, Eysteinn Jónsson, hefur sagt, að hér yrði um hreina byltingu að ræða i samgöngumálum þjóðar- innar allrar, nú sé landið eins og tagi i samgöngulegu tilliti, en við þessa framkvæmd yrðu þar á alger umskipti. Fáar framkvæmdir munu þvi marka heilladrýgri spor i sam- göngusögu okkar og um leið stuðla meira að hagstæðri byggðaþróun en flest annað. A það hefur verið bent, hve hér sé um kostnaðarsama fram- kvæmd að ræða, sumir blöskrast jafnvel yfir óþarfa bruðli og eyðslu. Auðvitað fylgir fram- kvæmdinni mikill kostnaður, slik stórvirki verða ekki unnin án mikils fjármagns. En af þvi atriði skulu menn ekki hafa áhyggjur það fjármagn skil- ar sér rikulega aftur og það fyrr en siðar. Og að þvi mætti gjarnan huga, að þessi framkvæmd er jafndýr Keflavikurveginum, ef umreikn- að er til núgildandi verðlags. 1 fjölmiðlum hefur fram- kvæmdin sjálf verið rækilega rakin og frá henni greint, svo við það hef ég engu að bæta. En með þessu fátæklega grein- arkorni vildi ég aðeins vekja enn frekari athygli á þessari þörfu framkvæmd og um leið hvetja fólk, ekki sizt Austfirðinga, til þess að leggja málinu verðugt lið- sinni með kaupum á happdrættis- skuldabréfunum, sem nú eru boð- in til sölu. Þeim peningum er ekki aðeins vel varið, hvað snertir góða og þarfa f járfestingu, þeir eru einnig vel tryggðir fyrir framtiðina og þeir gefa einnig möguleika til þess að færa eigandanum kær- kominn vinning. Og siðast en ekki sizt er það ekki litils virði að hafa lagt sitt lóð á vogarskálina til þess, að árið 1974 verði minnisstætt i þjóðar- sögu okkar einmitt með opnun hringvegar, sem verðugs minnis- varða um djarfhuga framtak is- lenzkrar þjóðar. Sjúkraliði óskast Á röntgendeild Landspitalans er laus staða fyrir sjúkraliða (karlmann). Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkona röntgendeildar, simi 24160. ReykjaVik, 6. april 1973 Skrifstofa rikisspitalanna. Laus staða Staða deildarstjóra byggingardeildar menntamálaráðu- neytisins er laus til umsóknar. Meðal verkefna deildarinn- ar er að vinna að áætlanagerð og umsjón með undirbún- ingi skólabygginga, gerð fjárhags- og framkvæmdaáætl- ana, skipulagningu skólamála o.fl. Æskilegt er, að umsækjandi hafi háskólamenntun og reynslu á sviði áætlanagcrðar og skipulagningar. I.aun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist menntamálaráöuneytinu fyrir 2. maí 1973. Menntamálaráðuneytið, 4, april 1973. 'xííir VERÐTRYGGT HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS SKULDABRÉFB MERDTiRYGGT Þeir sem kaupa skuldabréf í hinu verðtryggða happdrættisláni ríkissjóðs eiga: Sparifé sem heldur verðgildi sínu, happdrættisbréf sem gilda í 10 ár án endurnýjunar, þátt í að Ijúka hringvegi um landið._________________ Verð hvers bréfs er 1000 kr. Að tíu árum liðnum verða þau endurgreidd me3 verðbótum sem miðast við hækkun framfærsluvísitölu þetta tímabil. Bréfin eru númeruð og gilda sem happdrættismiði. Dregið er árlega um 344 vinninga samtals að upphæð 9,1 milljón kr., fyrst 30. júní 1973. Hæstu vinningar eru tveir á 1 milljón hvor. Vinningar eru skattfrjálsir og skuldabréfin framtalsfrjáls. Happdrættislánið verður notað til að Ijúka einu erfiðasta verkefni í íslenzkri vegagerð: vega- og brúa- lagningu á Skeiðarársandi. Með opnun hringvegar um landið þjóð- hátíðaráríð 1974 hefur þjóðin sameinazt um að Ijúka verki sem lengi verður minnzt. Brúargerð er að Ijúka á tveimur af þremur stórfljótum á Skeiðarár- sandi. Unnið er þar við gerð vega og varnargarða. Síðasti áfanginn er framundan og metnaðarmál að Ijúka honum að ári. Þá fá skuldabréf í happdrættisláni ríkissjóðs nýtt gildi sem vegabréf um ísland. Einnig opnast ferðafólki nýr heimur austan sandsins. í Öræfum skartar íslenzk náttúra sínum tignarlegustu andstasSum. SEÐLABANKJ jSLANDS SÖLUSTAÐIR: Bankar, bankaútibú og sparisjóðir um allt land. Sala hefst þriðjudaginn 10. apríl.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.