Þjóðviljinn - 10.04.1973, Síða 13

Þjóðviljinn - 10.04.1973, Síða 13
Þriftjudagur 10. apríl 1973. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 13 Hann lét þá lesa simskeytið. Thornburg blistraði, þegar hann 3á hve hátt lausnargjaldið var, og Vecchio roðnaði af reiði. — Þessi bölvuð svin, tautaði hann. — Þeir láta sér ekkert fyrir brjósti brenna. Hub einn hafði ekkert um þetta að segja. Hann las sim- skeytið þegjandi og fékk Andy það aftur. — Rock, þú veizt betur en ég hvernig efnahagur minn er, sagði Andy. — A ég hundrað þúsund? Vecchio setti stút á munninn. — Ég gizka á — já — sennilega. Að visu ekki i reiðufé, en... — Hve fljótt er hægt að útvega það? — Það veit ég ekki. Megnið af þessu er i fasteignum, hiutabréf- um og verðbréfum. Það tekur sinn tima að koma þvi i verð, að minnsta kosti rétt verð. Maður verður að hafa augun hjá sér. Skákþraut Þessi staða kom upp i skák þeirra Fairhurst og Reshewsky i Hastings 1938. Reshewsky sem var með svart sá ekki aö hann gat mátað i 7 leikjum. Hvernig fer hann að þvi? Lausn á dæmi no 21. 1. Bd3ef svartur leikur RxH þá kemur 2. Rh5 gxR 3. Bxh7 og hvit- ur mátar. Ef svartur leikur HxR kemur 2. Rh5 og hvitur mátar eins og áður! Lausn á síðustu krossgátu 1 = F, 2 = L,3 = A, 4 = K, 5 = R, 6 = 1, 7 = H, 8 = J, 9=0, 10 = N, 11 = S, 12 = V, 13 = fi, 14 = 0, 15 = Á, 16 = M, 17 = T, 18 = t, 19=0, 20 = U, 21 = E, 22 = G, 23 = D, 14 = Æ, 25= P, 26 = Y, 27 = 0. — Við höfum engan tima til þess. Geturðu útvegað peningana fyrir annað kvöld? Vecchio þurrkaði lófana á buxunum. — Ég hef aldrei reynt neitt slikt fyrr. Mér dettur i hug, að það væri ekki nema sanngjarnt að fjármálastjóri Lissu útvegaði helminginn, svo að þú þyrftir ekki að leggja þá alla fram. Þetta gerir þig allslausan Andy, og þú 14 yrðir aux pess skuldugur upp fyrir eyru. — Það skiptir engu máli. Það er Drew sem á i hlut. — Ég veit það, en með tilliti til... — Ég skipa þér hér með að selja það sem þú getur og fá lánað það sem á vantar. Útvegaðu peningana, þótt ég verði skuld- ugur til æviloka. Andy hækkaði róminn. — Og gerðu þetta i skyndi. — Já, já, sagði Vecchio. — Ég fer með morgunlestinni héðan og byrja strax að ganga i skrokk á fólki. En það er kraftaverk sem þú heimtar af mér. — Já, það er nú einmitt það. Ég bið um kraftaverk. Augnaráð Vecchios varð fjar- rænt; hann var farinn að ihuga hina ýmsu möguleika. — Ég verð að kynna mér þetta frá sjónar- horni skattayfirvaldanna. Það hljóta að vera einhver rað til að afskrifa þetta sem persónulegt tap... Hann fór burt og var enn að tauta fyrir munni sér. Þrátt fyrir sýnilega tregðu Vecchinos, vissi Andy að hann myndi útvega peningana. Spurningin var aðeins: tækist honum það i tima? Ræningjarnir höfðu sett frest — annað kvöld — og þótt þessi frestur kynni að verða teygjan- legur, myndi sérhver töf aðeins auka á þá hættu að þeir gerðu eitthvað i fljótræði. Þeir gætu ákveðið að stytta Drew aldur til öryggis. Andy sneri sér að Thornburg. — Ed, ég vil að þú segir við Skoiman að ég ætli að syngja á morgun eins og ráð var fyrir gert. En þó aðeins einu sinni og eins seint og unnt er. — Það verður i lagi. Skolman verður ánægður með það sem hann getur fengið. Og þegar við segjum honum ástæðuna... — Þú segir hvorki honum né neinum öðrum nokkurn skapaðan hlut. Thornburg benti á simskeytið. — Hvað um þessa vögguvisu? Hún er ekki á söngskránni þinni. — Eiginlega er hún það. Við Fox höfum verið að vinna að henni fyrir nýju plötuna mina. — Það er mjög athyglisvert, sagði Hub hljóðlega. Hann hafði staðið við dyrnar, gleymdur eins og húsgagn i bakgrunninum. Nú litu þeir á hann. — Það er reyndar furðulegt, að þeir skuli einmitt velja það lag. Það er eins og þeir hafi vitneskju úr innsta hring. Fram að þessu hafði Andy hugsað um ræningjana sem ,,þá” andlitslausa og framandi. Honum brá i brún þegar Hub gaf i skyn, að ,,þeir” gætu verið einhverjir nátengdir honum. Hann svaraði ósjálfrátt: — Það er óhugsandi. — Hve margir vissu, að þú varst að æfa þetta lag? — Það veit ég ekki'. Fox að sjálfsögðu og Lou — og auðvitað Lanny lika... Og sennilega hljóm- sveitin. Andy hristi höfuðið. — Það var ekkert leyndarmál. Hver sem var hefði getað komizt að þvi. — Já, það getur verið tilviljun. En efinn hafði fest rætur i huga hans. Meðan Andy stóð þarna þögull reyndi hann að finna i félagahópnum andlit einhvers, sem gæti verið fjandmaður. Það tókst ekki. Hann þekkti þá alla svo vel. Þeir voru allir hafnir yfir grun. Hann sagði reiðilega: — Það hlýtur að vera tilviljun. Enginn af okkar mönnum myndi gera annað eins. — Það segirðu satt, Andy, sagði Thornburg. — Guð veit að þú átt eintóma vini meðal okkar. Hub sagði ekkert. Thornburg bætti við: — Og fyrst við erum að tala um vini, á ég þá að sækja blaðamennina? — Ég fer fram. Það er fljót- legra. Hub opnaði dyrnar og Andy gekk fram á ganginn. Blaða- mennirnir höfðu dreift sér, sumir voru setztir á gólfið, aðrir himdu upp við veggina og létu sér sár- leiðast. Koma Andys hafði sömu áhrif og hringing i vekjara- klukku. Þeir ruddust að honum og allir i senn reyndu að vekja athygli hans. — Rólegir,piltar, sagði Thorn- burg aðvarandi. — Einn i einu. Gefið manninum tækifæri. t þögninni sem fylgdi á eftir, sagði Andy: — Mér þykir leitt, að þið hafið þurft að biða svona lengi, en ég hef ekki getað talað við ykkur fyrr. Ég veit að þið hafið verið að vonast eftir yfirlýs- ingu frá mér og hér kemur hún. Við Lissa erum bæði harmi lostin yfir þvi sem gerzt hefur. Frú Ruick var ekki aðeins i þjónustu okkar, heldur einnig vinkona. Lögreglan er að rannsaka málið og ég efast ekki um að henni tekst að upplýsa þennan hræðilega harmleik. Þegar hann þagnaði, spurði einn blaðamannanna hárri röddu: — Hvað um barnið? — Ég hef ekkert um það að segja. — Nema hvað, tautaði einhver. — Við vorum að frétta að kraf- izt hefði verið lausnargjalds. Ætlið þér að greiða það? Andy valdi orð sin af natni. — Það eru vissar spurningar, sem ég get ekki svarað að svo stöddu. Mér þykir það leitt. Þeir voru ekki reiðubúnir að taka synjun hans með geðprýði. Þreytandi biðtiminn hafði gert þá fjandsamlega og spurningar þeirra voru frekjulegar. Af hverju hafði Drews ekki verið al- mennilega gætt? Hafði hann*heit- ið verðlaunum ef ræningjarnir fyndust? Hvern grunaði hann? Af hverju var Lissa i felum? Var það satt, að hún kenndi Andy um það sem hafði gerzt? (Hann velti fyrir sér, hvar þeir hefðu heyrt það). Hvaða samband hafði verið milli látnu konunnar og Tods Bake? Andy fann að hann roðnaði og svaraði stuttaralega: — Ég hef ekkert að segja i sambandi við son minn. Ég vildi óska að þið vilduð sýna dálitla tillitssemi. — Tillitssemi á að vera gagn- kvæm. Það felst i orðinu. Thorburg sagði sefandi: — Við skulum semja frið. Andý vill hjálpa ykkur eftir beztu getu, en þetta er mjög viðkvæmt mál. — Þér ætlið þá að semja við ræningjana, greip einn frétta- maðurinn fram i. — Hvað fara þeir fram á mikiö? Hún hvislaði aö Andy: — Viltu losna við þá, herra Paxton? Þriöjudagur 10. april 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00. 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbænkl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45. Benedikt Arnkelsson les sögur úr Bibliunni (2). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Við sjóinn kl. 10.05. Dr. Jónas Bjarnason flytur fyrra erindi sitt um fiskirækt i sjó (áður útv. i júni i fyrra). Morgunpopp kl. 10.45: Deep Purple syngja og leika. Fréttir kl. 11.00. Hljómplöturabb (endurt. þáttur Þ.H.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikúr létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Frá sérskólum i Reykja- vik, XVI: Hjúkrunarskóli tslands. Anna Snorradóttir talar viö Þorbjörgu Jóns- dóttur skólastjóra. 15.00 Miðdcgistónleikar. John Ogdon leikur á pianó Sónötu nr. 1 i d-moll op. 28 eftir Rakmaninoff. Osian Ellis og Sinfóniuhljómsveit Lundúna leika Hörpukon- sert nr. 74 eftir Gliére, Richard Bonynge stj. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Til- kynningar. 16.25 Popphornið. 17.10 Frainburðarkennsla i þýzku, spænsku og esperanto. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Júlli og Dúfa” eftir Jón Sveinsson. Freysteinn Gunnarsson islenzkaði. Hjalti Rögnvaldsson byrjar lesturinn. 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttasepgill. 19.35 Umhverfismál. Hjör- leifur Guttormsson lif- fræðingur talar um fræðslu um umhverfisvernd. 19.50 Barnið og samfélagið. Asgeir Sigurgestsson sál- fræðinemi talar um börn og f jölmiðla. 20.00 Lög unga fólksins. Sig- urður Garðarsson kynnir. 20.50 Iþróttir. Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.10 Strengjakvartett nr. 4 eftir Béla Bartok. Végh- kvartettinn leikur. 21.35 Hvað er mystlsk reynsla. Sigvaldi Hjálmarsson flytur erindi. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (42) 22.25 Rannsóknir og fræði.Jón Hnefill Aðalsteinsson fil. lic. talar við Helgu Kress cand. mag. 22.45 Harmonikulög. Conny Sahm og Erling Gröndstedt leika. 23.00 A hljóðbergi. Rófuþjofarnir, rússnesk þjóðsaga. Morris Carnovský les i enskri þýðingu eftir Amabel William-Ellis. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þriöjudagur lO.apríl A að halda þjóðhátíð á Þingvöllum? nefnist umræðuþáttur sem Guðjón Einarsson stýrir f sjónvarpi f kvöld. Þjóðhátiðarhald á Þingvöllum hefur vcrið m jög umdcildur hlutur að undanförnu og óteljandi félagasamtök hafa samþykkt yfirlýsingar með og þó aðallega á móti slfkum tiltcktum. Það iná þvf búast við fjörugum umræðum f kvöld.en i þættinum koma fram bæði talsmenn og andstæðingar fjöldasamkomuhalds á Þingvöllum. Þátturinn hefst að afloknum Ashton klukkan 21.25. 20.00 Fréttir, 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Ashton-fjölskyldan. 48. þáttur. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Efni 47. þáttar: John Porter hefur fengið ákafan áhuga á stjórnmál- um og vinnur nú öllum stundum á kosningaskrif- stofu Verkamannaflokks- ins. Þar vinnur Marjorie kennslukona lika, og brátt tekur að gæta nokkurrar af- brýðisemi hjá Margréti. Davið er óánægður með starf sitt, en er þó ákveðinn að þrauka, unz annað betra býðst. Edwin er leiður á lif- inu og getur ekki fyrirgefið Tony Briggs, að hann skyldi styðja föður sinn og sam- þykkja sölu prentsmiðjunn- ar. 21.25 Á að halda þjóðhátið á Þingvöllum? Umræöuþátt- ur i sjónvarpssal, þar sem talsmenn og andstæðingar fjöldasamkomu á Þingvöll- um næsta sumar bera sam- an bækur sinar. Umræðum stýrir Guðjón Einarsson. 22.05 Hann Gagarin okkar. Sovézk mynd, gerð i tilefni alþjóðageimferðadagsins 12. april, en þann dag árið 1961 fór Júri Gagarin fyrst- ur manna út i geiminn. Þýð- ing myndarinnar er gerð á vegum sovézka sendiráðs- ins. 22.35 Dagskrárlok. AUGLÝSINGASÍMINN ER 17500. ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.