Þjóðviljinn - 24.05.1973, Síða 9

Þjóðviljinn - 24.05.1973, Síða 9
Fimmtudagur 24. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Sjóminjasafn í Viðey? Landhelgisbáturinn af Ingjaldssandi til sýnis á Þjóðminjasafnstúninu — Þegar maður sér hvað aðrir hafa gert I þessum efnum, eins og td. Norðmenn og Færeyingar, er ekki laust við að maður beri kinn- roða fyrir okkar hönd, því þótt ailtaf sé verið að tala um, að við eigum allt okkar undir sjónum, hefur gömlum bátum og öðrum sjóminjum lltill sómi verið sýndur. Þannig fórust Þór Magnússyni þjóðminjaverði ma. orð i stuttu viðtali við Þjóðviljann er hann veitti móttöku landhelgisbátnum fræga vestan úr Dýrafirði i fyrra- dag. Eins og sagt var frá i blaðinu i gær er þetta báturinn, sem þeir Hannes Hafstein og fimm Dýr- firðingar fóru út að brezka land- helgisbrjótnum Royalist á Dýrafirði fyrir 75 árum, og Bret- arnir hvolfdu með þeim afleiðingum, að þrir mannanna fórust. — Það var Lúðvík Krist- jánsson, sem fræddi safnið á þvi að þessi frægi bátur væri enn til og mas. i notkun, og var þá ákveðið, að safnið reyndi að eignast hann, sagði Þór. Hann mun hafa verið nýr eða nýlegur, þegar atburirnir gerðust 1898, en hlaut ekkert sérstakt nafn, var bara kallaður Meiragarðs- báturinn. Siðar komst hann i eigu Jóns V. Jónssonar á Sæbóli á Ing- jaldssandi og var þá kallaður Ing- jaldur. Jón notaði bátinn alla sina búskapartið, en breytti honum nokkuð, borðhækkaði hann og setti i hann vél. Jón á Sæbóli brá búskap i fyrra, og samdi Þjóðminjasafnið þá við hann um kaup á bátnum og fékk hann til að breyta honum aftur i sitt uprunalega horf, enda þekkti Jón manna bezt, hvernig báturinn hafði verið. Landhelgisgæzlan hefur einnig haft mikinn áhuga á, að bátnum yrði bjargað,og bauðst til að flytja hann suður. Þór sagði ennfremur, að lagið á bátnum væri likast breiðfirzka bátalaginu, þar sem bátar væru hringtogaðir, með bognu stefni Báturinn sögufrægi úr Dýrafirði um borð I Arvakri við komuna til Reykjavíkur. Þeir sem við hann standa eru frá vinstri Lúðvik Krist- jánsson fræðimaður, Þór Magnússon þjóðminjavörður, Höskuidur Skarphéöinsson skipherra og Pétur Sigurðsson forstjóri Landheigisgæzi- unnar. (Ljósm. Þjóðv. A.K.) langt aftur eftir kjölnum og boginn skut. Þjóðminjasafnið á annan bát með mjög greinilegu breiðfirzku lagi, hákarlaskipið Ófeig, sem geymt er að Reykjum við Hrútafjörð. Það liggur við að hvert byggðarlag hafi haft sitt bátalag, sagði Þór, td. var sérstakt báta- lag við Djúp, og á safnið einn bát frá Æðey með þessu gamla vest- firzka lagi. í Vestmannaeyjum og Landeyjunum var sérstakt lag, miðað við sandströndina, þeir bátar voru breiðir og grunnir með bein stefni. Þá var sérstakt lag við Suðurnes, og safnið á einn bát með Engeyjarlaginu svonefnda. Það kom fram, að bátarnir, sem Þjóðminjasafnið á, eru geymdir hér og þar, ,að Reykjum, i helli við Dyrhólaey, og úti i Viðey. Landhelgis- báturinn úr Dýrafirði hefur nú verið settur upp á túnblettinum við Þjóðminjasafnið, þar sem hann verður til sýnis fyrst um sinn, en ekki er vitað, hvar honum verður siðan komið fyrir. — Við höfum mikinn augastaö á Viðey, sagði Þór, þar eru úti- hús, sem safnið á ekki, en langar að reyna að eignast. Það þyrfti amk. að reyna að koma þar upp bátageymslu. En til að koma upp bátasafni, eins og æskilegast væri, þarf stórt húsnæöi. Aðrar fiskveiðiþjóðir hafa komið upp slikum söfnum, td. eru i Noregi tvö mjög falleg bátasöfn og Fær- eyingar hafa lika komið sér upp sliku safni. Það er ekki laust við að maður beri kinnroða, þegar maður sér hvað aðrir hafa gert i þessum efnum, en við höfum aldrei komið upp báta- né sjó- minjasafni, þótt alltaf sé verið að tala um, hve mikið við eigum undir sjónum. Það hefur oft verið talað um stofnun sjóminjasafns með bátum og öðrum hlutum, sem til- heyra fiskveiðum, og það fara að verða siðustu forvöð að bjarga bátum fyrir slikt safn. -vh KVIKMYNDAHÁTIÐÍN í CANNES Brezkur Birtingur vekur góöa athygli Malcolm McDowell er Birtingur hinn nýi. Um þessar mundir er haldin hin árlega kvikmyndahátið i Cannes i Frakklandi. Einna mesta athygli hefur þar vakið kvikmynd eftir Lindsay Anderson, sem fékk fyrstu verðlaun i Cannes 1969 fyrir mynd sina ,,If” — gerist hún, eins og menn muna i stybbu brezks einkaskóla, sem um aldur hefur framleitt stjórn- endur heimsveldis, og lýkur á „hugsanlegri” uppreisn. Hin nýja mynd Andersons heitir ,,0 Lucky Man”, eða Hamingjahrólfur. — Þar er af grimmu hugarflugi og með góðum húmor gert gys að hinu brezka „kerfi”. Þetta er löng mynd, sýningartimi er þrjár stundir. En enginn verður til að kvarta — Anderson býr yfir nógu af ögrandi hugmyndum og list- rænu hugviti til að halda mönnum vakandi og vel það. Hinn bezti heimur Frakkar kalla myndina „Ekki verður á betra heim kosið” og er það orðalag úr Birtingi Voltaires, sem lenti i hrikalegri löðrungum örlaganna en flestir menn, en hélt fast við sina trú á lukkuna á næsta götuhorni. Aðalper- sónan er einmitt einskonar enskur Birtingur i samtiman- um, sem af bjartsýni leitar sér fjár og frægðar i heldur slæmum heimi. Hann er trú- gjarn kaffisölumaður — enginn mótbyr getur slegið á djarfar vonir hans eða þurrkað burt hans gleðibros. Hvernig sem á honum er niðzt, hann móðgaður, fangelsaður, rúinn veraldar auði — alltaf skýtur honum upp aftur, skæl- brosandi. Hann gengur i gegnum margvisleg ævintýri hvert öðru hrapallegra — kynnist ómennskum visindatilraun- um, undirbúningi fyrir kjarnorkustrið, efnahagslegri nýlendustefnu, misrétti fyrir dómstólum, félagslegri mis- munun. En hvar sem hann frómur flækist, er hann jafn viss um að allt sé i eins góðu lagi og með nokkru móti er hægt að ætlast til. Andersón tekur dæmi af Voltaire og bregður upp miklu mannamyndasafni, sem i meðferð hans likist reviu með góðum broddi. Malcolm McDowell leikur sölumanninn — þekktur maður bæði úr „If” og sem hinn ungi glæpon úr Clockwork Orange. Hann er jafnan ringlaður sakleysingi en um leið fjölhæfur með af- birgðum við hinar ýmsu að- stæður. Franskar og bandariskar ástir Kvikmyndarýnir Herald Tribune segir, að eftir svo snjalla og meinfyndna mynd sé dapurlegt að horfa á það framlag Frakka sem nefnist „Mamman og melian” eftir Jean Eustache. Er það sögð firna langdregin mynd, full meö meiningarlausar sam- ræður. Þar segir frá efnuðum ungum iðjuleysingja, sem er einstaklega leiðinlegur og frá- hrindandi persóna. Eyðir hann tima sinum i tvær konur, önnur er vændiskona úr hverfinu en hin er innflutt hjúkrunarkona. Þetta fólk gerir hitt öðru hverju, en kýs þó heldur að tala um það með miklu kappi. Bandarikjamaðurinn Arthur Barron kemur til Cannes með mynd sem „Jeremy” heitir. Þar er ber- sýnilega verið að elta þær vin- sældir sem Love Story hlaut. Myndin er full af tilfinninga- semi og skammast sin ekkert fyrir, en er samt talin miklu manneskjulegri en fyrir- myndin. Myndin segir frá ást- um menntskælinga — ungs tónhneigðs manns og ungrar stúlku frá Miðvesturrikjunum sem kemur til New York þegar bisness föður hennar flyzt þangað. Með aðalhlut- verkin fara þau Bobby Benson og Glynnis O’Connor. Þetta er ekki merk mynd segir gagn- rýnandinn, en hefur yfir sér vissan friskleik og töfra.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.