Þjóðviljinn - 30.05.1973, Page 4

Þjóðviljinn - 30.05.1973, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 30. mal 1973 Að leysa bráðan vanda Undanfarnar vikur og mánuði hafa allmiklar umræöur farið fram bæði i dagblöðum og i rikis- útvarpinu um sjúkrahúsmál og þá einkum borið á góma sá mikli skortur, er læknar er á sjúkraús- um starfa telja aö sé á vistunar- rými fyrir hjúkrunarsjúklinga. Nú hefur komiö út rit gefiö út af heilbrigöis- og tryggingamála- ráðuneytinu, rit sem nokkru ljósi getur varpaö á þetta mál, en ritið er tekið saman af dr. Kjartani Jóhannssyni verkfræöingi i sam- ráöi við höfund þessarar greinar. Ritiö nefnist „Vistunarrýmis- þörf heilbrigöisstofnana” og er þar reynt að gera sér grein fyrir þvi hvernig staöa islenzku þjóö- arinnar I heild er hvaö þessi mál snertir aöallega meö samanburöi viö Noröurlandaþjóöir og svo á hinn bóginn reynt aö gera sér grein fyrir stööu einstakra lands- hluta og byggöalaga I þessu sam- bandi. Hér er aö mestu leyti um sam- anburöarkönnun aö ræöa og er vert aö leggja áherzlu á þaö, hins vegar tel ég aö slikur samanburö- ur sé sjálfsagöur og mjög liklegur aö vera réttur, þvi aö skýrslur um sjúkdóma og dánarmein eru mjög hliöstæöar hjá okkur og grann- þjóöum okkar, og þunginn á heil- brigöisstofnanirnar ætti þvi aö vera mjög svipaöur hér og þar. 1 skýrslunni er slðan sett fram tillaga aö staöli fyrir vistunar- rýmisþörf miöaö viö 100 þús. ibúa og er sjúkrahúsum fyrir bráöa- sjúkdóma þar skipt i lyflækning- ar, handlækningar, kvensjúk- dóma og fæðingarhjálp, barna- lækningar, ýmsar sérgreindar lækningar svo sem háls-rnef- og eyrnalækningar, auknlækningar, geislalækningar og loks geðlækn- ingar. Hjúkrunar- og endurhæfingar- heimilum er skipt niöur i almenn hjúkrunarheimili, hjúkrunar- heimili fyrir geösjúka og sérstak- ar endurhæfingardeildir, og loks eru talin vinnu- og dvalarheimili, sem annars vegar skiptast I fá- vitahæli, sérstakar geöveilustofn- anir og drykkjusjúklingahæli og hins vegar I dvalarheimili fyrir aldraöa og öryrkja. Um skiptingu þeirrar þjónustu um landið sem staöallinn gerir ráö fyrir er siöan rætt ýtarlega og gert ráö fyrir þvi, aö hinn almenni hluti sé veittur í heima- byggö, þ.e.a.s. eftir landshlutum, þannig að er gert ráð fyrir þvi aö til heimabyggðarþjónustu teljist meginhluti almennra lyflækn- inga, handlækninga og fæöingar- hjálpar, öll almenn hjúkrunar- vistun og öll almenn dvalarheim- ilisvistun. Meö möndulþjónustu er siðan átt við sérstaka þjónustu sem aöeins er veitt á sjúkrahús- um I Reykjavik og á Akureyri, jafnframt þeirri þjónustu sem þessi sjúkrahús veita heima- byggð, og með höfuöborgarþjón- ustu er siðan átt viö ýmiss konar þjónustu, sem aöeins veröur veitt á einum staö á landinu fyrir allt landiö. Samkvæmt þessari skiptingu er gert ráð fyrir þrenns konar viö- miöunarsvæöum viö mat á vist- unarrýmisþörf svæöanna. I byggöarlögum utan Reykjavikur og Akureyrar miöast vistunar- rýmisþörfin viö heimabyggða- þjónustugreinarnar fyrir tilheyr- andi svæöi, á Akureyri miöast vistunarrýmið viö þörfina fyrir heimaþjónustu i héraöinu, þörf- ina fyrir möndulþjónustu af möndulsvæöi sjúkrahússins, og i Reykjavík miöast vistunarrýmið viö þörfina fyrir heimaþjónustu i héraöi aö viöbættri þörf fyrir möndulgreinar og þörfinni fyrir þær landsgreinar, sem taliö er að ekki eigi að vera nema á einu sjúkrahúsi. 1 framhaldi af þessum skýrsl- um er hægt aö gefa yfirlit yfir til- tækt vistunarrými og áætlaða þörf á árinu 1971 eftir þeirri svæöaskiptingu, sem aö framan hefur verið rakin. Sú athugun, sem hér hefur ver- iö gert grein'fyrir,gefur til kynna eftirfarandi: 1. Þaö skortir ekki sjúkrarými fyrir sjúklinga meö bráöa sjúkdóma likamlegs eöiis þegar litiö er á landið sem heild, enda þótt nokkur frávik séu þegar litiö er á einstök svæöi. 2. Þaö skortir ekki vistunarrými fyrir sjúklinga á almennum hjúkrunarheimilum. 3. Þaö er veruleg þörf fyrir auk- iö rými á geösjúkrahúsum. 4. Þaö er veruleg þörf fyrir aukiö rými vegna geöhjúkrunar- sjúklinga. 5. Þaö er veruleg þörf fyrir aukiö rými vegna geðsjúklinga sem þarfnast sérstakrar gæzlu og drykkjusjúklinga. 6. Þaö er verulegur skortur á vist- unarrými á dvalarheimilum fyrir aldraöa. Niöurstaöa þessarar skýrslu þykir ef til vill koma I bág viö skoðanir þeirra manna sem hafa talaö og ritaö mjög um skort á hjúkrunarrými i Reykjavik undanfarnar vikur, en sé máliö aögætt ofan I kjölinn er siöur en svo að svo sé. Skortur á vistunar- rými fyrir aldraöa hefur gert það aö verkum, aö þrýstingur aldraðs fólks inn á hjúkrunarstofnanir af öllu tagi hefur oröiö miklu meiri en annars heföi veriö og fyrir bragöiö hafa hjúkrunarstofnanir yfirfyllztog lokazt af þessum sök- um. Þessi þrýstingur leiöir svo áfram upp I sjúkrahúsakerfiö allt, þar sem hjúkrunarheimilin geta ekki sinnt þvi hlutverki sinu aö taka viö hjúkrunarsjúklingum frá sjúkrahúsunum og þannig hefur myndazt sá flöskuháls sem svo áberandi er nú i sjúkrahúsun- um i Reykjávik. Ofan á þetta hefur svo bætzt það aö heilar deildir i sjúkrahús- um á Reykjavikursvæöinu hafa staðið ónotaöar vegna starfs- fólksskorts og loks kom þaö álag sem varð á sjúkrahúsin viö það aö flytja sjúklinga af sjúkrahúsi Vestmannaeyja tii Reykjavikur og aðra þá Vestmannaeyinga sem vegna þessara flutninga þurftu á meiri aðstoö og hjálp aö halda en ef þeir heföu getað dvalizt áfram i sinum heimahúsum i Vestmanna- eyjum. Þaö er augljóst, aö hér þarf að gripa til ráöstafana sem koma i gagniö innan nokkurra mánaöa en þaö nægir ekki aö gera ráð- stafanir sem bæta úr eftir 2 eða 3 ár. Enda þótt Vestmannaeyingar af Sjúkrahúsi Vestmannaeyja og aörir sem hjúkrunarvist þurfa fái inni i Hjúkrunarheimili Reykja- vikurborgar á Grensási þá leysir þaö ekki vandann, og þaö leysir heldur ekki hinn bráða vanda aö byggja B-álmu Borgarspitalans sem hjúkrunardeild þvi sú deild gæti aldrei oröið aö gagni fyrr en á árinu 1976. Hér þarf þvi aö fara aðrar leiðir og þaö var ætlun þessarar greinar aö benda á leiöir, sem ég tel aö eigi aö fara og séu þær einu leiöir sem geti bætt úr ástandinu á þessu ári. Það er aö sjálfsögöu viöar en á Islandi sem mál af þessu tagi hafa komiö upp, bæði hvaö snertir það aö bæta úr brýnni nauðsyn hvað snertir vistun sjúklinga og einnig þaö að bæta úr brýnni hús- næöisþörf á sjúkrahúsum fyrir stoðdeildir svo sem röntgendeild- ir, rannsóknadeildir og aöra þjón- ustu af þvi tagi. Stór fyrirtæki erlendis hafa gert smiöi bráöabirgöahúsnæöis af þessu tagi aö sérgrein sinni og viröist eftir athugun Sviþjóð vera þar allmikiö á undan a.m.k. eru þeir hvaö verö og gæöi snertir samkeppnisfærir við stórfyrir- tæki á meginlandi Evrópu. Fyrir skömmu geröi ég mér ferð til Stokkhólms til þess að kynna mér þessi mál sérstaklega og var sú ferð raunar farin i sam- ráöi við bæjarstjórann i Vest- mannaeyjum, Magnús Magnús- son,og forráðamenn Rauöa Kross Islands. Þaö er skemmst frá aö segja af þessari ferö, aö hún sannfæröi mig um þaö aö við eigum að nota þá tækni og þekkingu á þessu sviði sem til er i Sviþjóö nú til þessaðleysa okkar bráöa vanda i sambandi viö sjúkrahúsmál, en viljum við siðan leysa bráða- birgöahúsnæöið af hólmi siöar þá þarf það'aö vera meö betri undir- búningi heldur en tíökazt hefur um sjúkrahúsbyggingar hér á landi til þessa. Þaö er fyrirtækiö Oresjö-Wallit AB i Sviþjóö sem er brautryðjandi á þessu sviöi i Svi- þjóö, og þetta fyrirtæki hefur þeg- ar byggt einingahús ekki aðeins einbýlishús eins og þau sem flutt verða til Islands heldur einnig barnaheimili, iþróttahús, skrif- stofuhúsnæði, rannsóknastofur, sjúkradeildir og ibúöir fyrir aldr- aöa. Hér er ekki um að ræða ein- ingahús i smáum einingum, heldur eru einingarnar stórar og hálf og heil berbergi fullbyggð og flutt á járnbrautum og skipum eins og gámar væru. A þeirri ferð minni til Sviþjóðar sem fyrr greinir skoöaði ég nokk- ur slik hús og vil nú lýsa þeim stuttlega. Við Karolinska Sjukhuset i Stokkhólmi skoöaöi ég viðbótar- byggingu sem byggö hefur veriö við geðdeildina þar. Þetta er bygging á tveimur hæöum og er byggingin 10,5x63,9 m, eða sam- tals um 1340 flatarmetrar á báö- um hæöum. I þessari byggingu er á neðri hæð göngudeild fyrir geðsjúk- linga i 2/3 hlutum hússins, eöa á u.þ.b. 400 fermetrum,og vinnu- þjálfun geðsjúklinga á 1/3 eða u.þ.b. 200 fermetrum. A efri hæð er endurhæfingardeild þ.e. leik- fimissalur og æfingaklefar ásamt bööum á um 200 fermetra rými, ritaraaöstaða og fyrirlestrasalur á um 200 fermetra rými og starfs- herbergi fyrir félagsráðgjafa, sálfræöinga og ýmiss konar ann- að starfsliö á um 200 fermetra rými. Húsnæðið ber ekki á sér svip bráðabirgöahúsnæðis, hljóöein- angrun milli herbergja er mjög góð og þaö starfslið sem ég ræddi viö var mjög ánægt með starfsað- stööu sina. Þessi deild var tengd með lokuöum gangi viö aðal- spitalann. A þaö ber að minna aö hér var um að ræöa tveggja hæða bygg- ingu og eru slíkar byggingar leyföar i Stokkhólmi meö skilyröi um stigahús á báöum endum. Riksförsákringsvarket I Svi- þjóö sem er tryggingastofnunin sænska rekur nokkur sjúkrahús fyrir hjúkrunar- og endurhæf- ingarsjúklinga og stærsta sjúkra- húsiö af þeirri tegund er i Nynás- hamn u.þ.b. 60 km suður af Stokkhólmi. Þar var á s.l. ári byggð viðbótar-bygging meö þessum hætti sem hér hefur verið nefnd og er þar rými fyrir 100 sjúklinga. Þarna er um að ræöa tveggja hæöa byggingu mjög svipaöa þeirri sem fyrr er lýst i Stokk- hólmi. 1 upphafi var gert ráð fyrir aö byggja þarna 160 sjúkrarúm og var kostnaöaráætlun um þaö 10 milj. króna sænskra. Þetta þótti dýrt og þá var fariö aö at- huga meö hvaöa móti mætti byggja á ódýrari hátt og hnigiö var að þvi ráöi aö lækka staöal þann sem upphaflega haföi veriö ákveöinn svo sem aö hafa snyrti- herbergi meö hverju herbergi, og þar aö auki var ákveöiö að fækka sjúkrarúmum niöur i 100 sem ým- ist væru á eins eða tveggja manna herbergjum. Eftir ýtarlegar athuganir sem lýst er I grein i blaðinu „Sjukhus- et” nr. 5 var ákveðiö aö taka til- boöi Wallit AB og byggja eftir þeirra aöferð. Kostngöaráætlun nam 2 milj. sænskra króna. Það er skemmst frá að segja, að pöntunin á þessu sjúkrahúsi var gerð um mánaðamótin október—nóvember 1971, en hús- næðið varö tilbúiö til að flytja inn i 1. mai 1972, eða 6 mán. eftir að ákveðiö haföi verið aö fara þessa leiö. Ég skoöaði þetta sjúkrahús, sem tengt er aðalbyggingum með lokuðum gangi. Eins og fyrr sagði er um aö ræða tveggja hæða byggingu, og eru tvær sjúkra- deildir á hvorri hæð, 25 sjúklingar á hvorri deild og ýmist einn eða tveir sjúklingar i herbergi. Hand- laug og fataskápar eru i hverju herbergi og auk þess tæki fyrir hringingu og viðtal við hjúkrun- arkonu á vaktherbergi, en þaö eru ekki snyrtingar við herberg- in. Snyrtingar- og baöherbergi eru þvi sameiginleg, en öll þannig aö sjúklingar i hjólastólum geta at- hafnað sig þar. Setustofa er ekki fyrir deildirnar, hún er i sam- eiginlegu húsnæöi aðalhússins og matur kemur að úr aöaleldhúsi. Lyfta er á milli hæöanna og var hún innifalin i þeim kostnaði sem fyrr greinir, 2 milj. króna. 011 gerð húss og innréttinga virtist hin vandaöasta svo og gerð glugga. Þaö var álit þeirra sem sýndu mér húsiö á staðnum, aö það væri mjög hentugt til þeirrar starf- semi sem þar er rekin og að kostnaðurinn viö hvert sjúkra- rúm væri a.m.k. 2svar sinnum lægri en ef byggt hefði veriö með venjulegum byggingamáta, auk þess sem tekizt hefði að fá húsiö i notkun a.m.k. 1 1/2—2 árum fyrr en ef byggt heföi verið með þvi móti. Loks fór ég og skoðaöi sérstaka hjúkrunardeild fyrir erfiöa hjúkr- unarsjúklinga, sem byggö var meö þessu móti fyrir 6 árum viö Lövenströmska Sjukhuset utan viö Stokkhólm. Þarna er um að ræöa hjúkrun- areiningu með 50 sjúklingum i tveimur deildum, þ.e. 25 sjúkling- ar á deild og voru þeir vistaöir i tveggja og fjögurra manna her- bergjum. Þessi deild var á einni hæö og auk legudeilda var sérstök litil álma fyrir endurhæfingu, læknisaöstöðu og aðstöðu fyrir annað starfsfólk. Þessi deild var i engu frábrugö- in venjulegri sjúkradeild, þar var súrefni og sog viö hver. rúm, öll rúm stóðu þannig að að þeim mátti komast frá báöum hliðum, og starfsaðstaða hjúkrunarliös var aö þvi er virtist góð. Þrátt fyrir 6 ára notkun var ekki aö sjá meira slit en gengur og gerist á sjúkrahúsum. Ég haföi ekki tækifæri til aö skoöa sérstakar deildir, svo sem rannsóknastofur eöa röntgen- deildir og þaðan af siöur aörar tegundir húsa, sem þessi fyrir- tæki hafa byggt svo sem barna- heimili, skóla og skrifstofur. Flestir segja sem svo, þegar rætt er um bráðabirgöabygging- ar, aö þaö þýöi ekki aö byggja þær vegna þess aö þær séu aldrei byggðar til bráöabirgöa, þær séu alltaf byggðar til frambúöar og vill svo oft verða. Höfuðástæöan til þess að öðru máli gegnir um byggingar af þessari tegund en aörar bráðabirgöabyggingar er sú, aö hér er um aö ræöa hús, sem ekki þarf að rifa til grunna þegar byggt er varanlega heldur er hægt að taka þau i sundur eftir einingum og flytja þau til annarra staða þar sem meiri not verða fyrir þau þá. Eftir þá tiltölulega litlu athugun, sem ég gat gert i ferðinni sem hér um ræðir, hef ég komizt að þeirri niöur- stööu, aö hér sé um að ræða mál, sem þarf að athuga mjög gaum- gæfilega og ég er þeirrar skoðun- ar aö meö þessu móti megi leysa I bili ýmiss konar vanda i heil- brigöisþjónustunni, sem ekki verður leystur meö ööru móti. Þaö sem ég tel aö hægt veröi að gera nú þegar á þessu ári og mun leysa mjög mikinn vanda a.m.k. hér á Reykjavlkursvæð- inu er eftirfarandi: 1. Flytja inn tilbúiö hjúkrunar- heimili fyrir 120 sjúklinga, og koma þvi fyrir á lóð Borgar- spitala eöa Landspitala (sunn- an llringbrautar), svo aö þjón- usta þessara sjúkrahúsa nýtist fyrir heimiliö. 2. Reisa bráðabirgðahúsnæöi viö Landspitalann fyrir Rann- sóknastofu Háskólans i meina- fræöi, sýklafræöi og veirufræöi og stæöi það hús þar til rann- sóknastofudeild sú sem Land- spitalinn og Háskólinn hyggjast byggja sameiginlega cr fuilbú- in. 3. Flutt veröi inn bráðabirgöahús- næöi, sem komiö yröi upp viö Landspítala og viö Borgarspít- ala i þvi skyni aö auka göngu- deildarþjónustu þessara sjúkrahúsa svo aö aöstaöa skapist til rannsókna á sjúk- lingum áður en þeir eru lagöir i sjúkrahús, og þannig veröi reynt aö nýta sjúkrarúm hinna dýrari spítala eingöngu fyrir þá sjúklinga sem þar þurfa nauö- synlega aö dveljast. Þær hugmyndir sem hér hafa verið raktar eru ekki settar fram sem skoðanir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins heldur á eigin ábyrgð og sama máli gegnir um þann staðal sem hér hefur veriö rætt um, um vist- unarrýmisþörf, hann hefur ekki verið staöfestur af ráðherra til notkunar við áætlanagerð enn sem komið er. Ég tel eðlilegt að fram fari nákvæm kostnaðar- áætlun um það, hvað aðgerðir af þessu tagi mundu kosta og hve langan tima tekur að koma þeim i kring, og það sé siðan borið sam- an viö þann kostnaö sem vitaö er að er viö sjúkrahúsabyggingar af þessu tagi og þann tima sem þær taka. Til aö fyrirbyggja misskilning vil ég taka skýrt fram aö ég tel aö hér sé um að ræða bráöabirgöa- ráöstafanir og að aðrar áætlanir um byggingar nýbyggingar viö sjúkrahús i Reykjavik eigi að halda áfram, en ég tel aö meö þessu móti gefist meira svigrúm til að leysa þann bráða vanda sjúklinga sem á okkur hvilir og til þess að undirbúa betur þau fram- tiðaráform, sem eru um viðbætur við þessi sjúkrahús. Rvik. 24/5 '73.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.