Þjóðviljinn - 30.05.1973, Side 7

Þjóðviljinn - 30.05.1973, Side 7
Miðvikudagur 30. mai 1973 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7 Kristinn E. Andrésson: Leiftrandi skáld Njörður P. Njarðvik: LESTIN TIL LUNDAR. Iðunn 1973 Þeir Hjörtur og Njörður eiga margt sameiginlegt, málfegurð ljóðsins og það að sjá Island og heiminn i einu ljósi, hafa báðir við og björt sjónarmið. Frá hvaða hlið sem á bók Njarðar er litið, ber hún skáldlist- arinnar ótviræð einkenni. Hún er auðug af myndum, sem eru jafnt skarpar sem háfleygar, og fjöl- 'margar koma skemmtilega á óvart. Njörður á skarpan hug og arnarsýn. Allt verður stórbrotið fyrir augum, likt og táknmynd af náttúru tslands i tign þess, fjöll- um og úthafi og bláma fjalla og himins. Ef ég ætti að nefna þessa dæmi yrði ég að taka mörg dæmi bókarinnar, en hún er ekki löng en þeim mun máttugri. Upphafs- ljóð hennar gefur viða og rismikla sýn: Eins og vatn i lófa er veröld min fjörður milli fjalla fjara sem birtist og hverfur sól sem ris yfir tind og týnist i skörðum myrkur sem skriður úr gjótum giljóttra fjalla sjór sem er logn og löðrandi brim fiskur flæktur i net fjöll og himinn veröld min eins og vatn i lófa. 1 XI. kvæði bregður skáldið upp skörpum og óvæntum likingum: Hvitir dagar halda á bláum nóttum köld mýkt vetrarins vefst um fætur þeirra Svo grætur landið loksins snjónum burt úr greipum vetrar gægist blár spegill birtir bláan himin blá fjöll blátt sólskin. II. flokkur, Svipstundir, hefst á kvæðinu Bókamaður. Þar er ann- að erindið: Gul ljóskeila lampans leikur við skrjáfandi blöð sem flett er fúsum höndum I fálmandi leit að orðum aö hugsun sem horfist i augu við hugans óræöa flökt að krafti hins óþekkta kalls sem kveður til dáða I kvæðinu Fiskimaður er þetta erindi: Þetta er veröldin: vatnið vonin um afla og hún og fáeinir fiskar fábreytt veröld og trygg Kvæðið Kolskeggur er örstutt, en gefið nýtt og snjallt viðhorf til hlýðni hans við lögin til saman- burðar við hetjuhug og ættjarðar- ást Gunnars bróður hans: Njörður P. Njarðvík Eg horfi ekki hliðarbrekku móti heldur stari út á Eyjasund þar skipið biður búið brátt skal haldið einörðum vilja burt á aðra slóö Eg er engin hetja hver man min orð: aldrei að niðast — III. flokkur nefnist Guðað á glugga. Þar eru kvæði erlends efnis. Eins og Hjörtur I sinni bók rennir Njöröur skörpum sjónum út um veröldina af djúpri samúð meö þeim þjóðum sem auðvaldið nlðist á og er að kvelja úr lifið. Hið fyrsta I flokknum nefnist Frelsun og hefst á þessu erindi: Það er morgunn I Song My það rignir hermönnum yfir hrlsgrjónaekrurnar þeir hafa frelsi I fórum sinum það er hart og þungt við erum hrædd við það Annað kvæði nefnist Barn I BI- afra. Þar eru þessi erindi: eitt andartak horfir hungrið inn i huga þinn úr tærðu andliti angistarfulls barns eitt andartak horfist sekt þln I augu við sekt þina. Þessi dæmi verða að nægja. Kvæöi Njarðar P. Njarövik gera hvorttveggja að hræra hjartað og lyfta huganum á flug. Þá er mér brostinn allur skilning- ur á ljóðum, ef hér er ekki stór- skáld á ferð. Þaö er fögnuður að þessum bókum báðum, Hjartar og Njarð- ar, hvorri á sinn hátt. Ljóðavinir ættu að veita þeim góöa athygli. Hrífandi fegurð Hjörtur Pálsson: DYNFARAVÍSUR. Setberg prentaöi. Reykjav. 1972. Hjörtur Pálsson sér Island og heiminn i einu ljósi. Ljóð hans eru sprottin úr is- lenzkum jarðvegi, bera keim moldar, ilm grasa og blóma. Þau spretta líka úr jarðvegi sögunnar, á sumum þeirra er þjóðvisna- blær. Og af rótum lands og sögu er tungan runnin sem flytur þau, málfegurð þessara ljóða, svo is- lenzk sem hún er, blæfögur og mild. Ég get ekki farið að taka mörg dæmi þessu til sönnunar, heldur bið menn að lesa bókina. Ég grip þó niður á einstaka staði. I kvæðinu Heima i II. flokki bók- arinnar, Milli nándar og fjarska, er upphafserindið á þessa leið: Alltaf þegar ungar rætur upp úr moldu blöðin teygja flýgur hugur heim og norður hnigur regn i gljúpan svörð. Veistu hvernig vorið kemur vefur grasi laut og þúfu Ný stjórn Meistara félags húsasmiða Aðalfundur Meistarafélags húsasmiða var haldinn þann 27. marz s.l. Stjórn félagsins var öll endurkjörin, en hana skipa: Gunnar S. Björnsson, formaður, Haraldur Sumarliðason, varafor- maður, Gestur Pálsson, ritari, Arthúr Stefánsson, gjaldkeri,og Sigurgísli Árnason, vararitari. t varastjórn voru endurkjörnir: Öskar Jónsson, Birgir Gunnarsson og Kristinn Sveinsson. 1 stjórn Meistarasambands byggingamanna var endurkjör- inn Gunnar S. Björnsson. Frá Meistarafélagi húsasmiða. meðan nóttin bláa, bjarta breiðir slæðu á sofna jörð. Eitt kvæðið heitir Blekking. Það endar á þessu erindi: Nú er vatnið á is, en farðu varlega — farðu varlega þvi isinn er veikur. Það er eins og rætist á Hirti orð Einars Benediktssonar: Með nýrri sjón yfir hauður og haf sá horfir sem blómin skilur. Skáldið hefur djúpa tilfinningu fyrir þvi sem öriagarikast er að gerast með þjóðum heims. 1 III. flokkn- um, Úr heimshornasyrpu, seg- ir hann i kvæðinu Vietnam: Raddir vorar eru kæfðar en þjáning vor talar eldtungum: loginn askan og laufstýfð trén mæla fyrir munn vorn. Annað kvæði nefnist Grikk- land: Iljörtur Pálsson Ég bið þess að eldingu ljósti niður i sölnað haustgrasið og úr öskunni risi ný von nýtt líf nýtt frelsi. Hjörtur Pálsson æðrast ekki, lætur bölsýnina hvergi ná tökum á sér. Og i einu kvæðinu sameinar hann, eins og bezt veröur á kosið, hið erlendáog innlenda sjónarmið og af þeirri sklnandi fegurð sem gefið hefur mér ástæðu til þeirrar fyrirsagnar sem ég hef á þessum ritdómi, þó að fieiri kvæði I bók- inni gefi tilefni til hins sama. Það kvæði heitir Um höf og lönd, og er hið fyrsta I III. flokki. Þrjú síð- ustu erindin eru þannig: Hvert orð sem þér að eyrum berst og hefur áhrif á lif þitt breytir heimi þeim sem öllum ber. Ef samvizka þin sefur sofnar af honum brot. En þennan heim skiljum við bezt i skuggsjá eigin þjóðar ef skynjun næm við hverri hræring bregzt og nemur vökul glampa rauðrar gléðar sem gullinskær á sérhvert auga leggst. Þótt vigöld sprengjum veröld þina girði og veki ugg um lönd þin, fjöll og sjó, er hugur þinn samt bundinn bláum firði og bleikri stjörnu i haustsins þöglu ró. Kristinn E. Andrésson Þorsteinn frá Hamri: Andvaragestir Á morgun sækja okkur heim tveir umsvifamiklir og dæmi- gerðir fulltrúar aflóga heims- veldishyggju og hrynjandi þjóöfélagskerfis, og þá er val- in stund fyrir íslendinga að gera sér grein fyrir ýmsu sem að þeim sjálfum snýr og snert- ir þessa menn. 1 sama mund höfum við áþreifanlega verið minnt á, hvernig hagsmunum okkar er borgið I tagltogi við þá kumpána og þeirra lika; og væntanlega einnig hitt, að við eigum æskilegri samfylgd og betri bakhjarl i öðrum aðilum, þeim þjóðum sem auka nú veg sinn sem hraðast á vettvangi heimsins, berjast fyrir sjálf- stæði sinu og efla vörð um auðlindir sinar jafnframt þvi að kosta kapps um að brjóta af sér viðjar hernarðar- og auðdrottnunarbandalaga á borð við þau sem þeir Nixon og Pompidou standa I forsvari fyrir og auglýsa nú helztu af- rek sin i dauðateygjunum: ó- heyrilega striðsglæpi, rán- yrkju, arðrán og umhverfis- kreppu. Kaldastriðsdulan hef- ur nú sem óðast verið að falla frá augum manna; og nú er lag til að láta ugg og ótta Nató- forkólfanna styðjast við stað- reyndir og veruleika-i ljósi þeirrar verðandi sem boðar betri tið fyrir heiminn. Aldrei fyrri höfum við haft vænlegri aðstöðu né brýnni á- stæðu til að klippa — ekki að- eins vörpur aftanúr brezkum veiðiþjófum heldur sjálfa drápsfjötra Atlantshafs- bandalagsins af islenzku þjóð- inni. Það sanngjarna álit hef- ur nú með misjafnlega sterk- um orðum stolizt fram i dags- ins ljós úr óvæntustu áttum i tilefni af siðustu viðbrögðum Breta; fregnir og umsagnir ut- anúr heimi bera vott um sam- hljóða spár i þá átt. Og utan- rikisráðherra gat ekki orða bundizt um þá andúð sem grafið hefur um sig gagnvart Atlantshafsbandalaginu þegar hann kom heim frá Póllandi i návigi við nýjustu atburði. 1 sambandi við komu Nixons og Pompidous hingað til lands hafa menn verið með óljóst tal um islenzka gestrisni. Satt er það að jafnframt þvi að hýsa fólk æðra sem lægra og af öll- um stigum, húsgangsfólk, göf- uga frændur, vildarvini og kónga, hafa Islendingar ekki vllað fyrir sér að veita vistir og skjól alls konar bölvuðu pakki — með rammislenzkum fornkveðnum fyrirvara: ég þúa guð og góða menn — en þéra andskotann og yður. Útaf fyrir sig var kannski ekki vert að gera þar undantekningu á með Nixon og Pompidou. Við stöndum illu heilli undir merkjum þessara manna, og þessir menn eru einhverjir hinir verstu ógnvaldar mann- Þorsteinn frá Hamri lifs og mannslifa sem sögur fara af, menn sem hyggjast ráðskast með smáþjóðir einsog eign sina hvenær og hvar sem þeir komast höndum undir. Hingað koma þessir menn i þeirri sælu von að kaldastriðsgrýlan gamla sé enn við þá heilsu að við litum á hernaðarbandalag sem okkar tryggasta skjól, jafnvel þótt herir þess ógni lifshagsmun- um okkar á fiskimiðunum án þess að hið svonefnda varnar- liðsem hér situr land á vegum bandalagsins hreyfi legg né lið. Af þessum sökum eru gestir þessir andvaragestir; ó- breyttur þegn smárikis vill ekki þekkja þá; hann þérar þá i minningu hins fornkveðna, sem kann að jafngilda þvi að hann bölvi þeim i hjarta sinu. En koma þeirra hingað ætti að verða mönnum hvati til góðra verka i þágu þessa lands og fólksins sem þaö byggir, hvati til að sýna þessum höfðingjum að andúð okkar á þeim og þeirra kokkabókum fylgir staðfastur vilji, sem jafnframt er vilji þess heims sem hyggur á lengra og fegurra lif. Sá heimur er meiri og markverð- ari en helsprengjuhreiðrin i sálarbúi þessara peyja. 1 hans nafni ættu þessir dagar að minna ráðamenn okkar á að uppfylla i verki þá afstöðu til Nato sem nýjasta reynsla hef- ur kennt öllu hugsandi fólki, auk hins sem þeir hafa hátið- lega lofað. Gerum ráðamönn- um okkar nú eftirminnilega ljóst, að þegar þeir ræða við erlend stórmenni af þeirri teg- und sem þarf að hafa um sig hljóðeinangraða múra og skothelt gler, sakir ótta við fólkið, þá eru þeir fyrst fyrir alvöru undir smásjá fólksins.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.