Þjóðviljinn - 30.05.1973, Side 9

Þjóðviljinn - 30.05.1973, Side 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 30. mai 1973 Miðvikudagur 30. mai 1973 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 9 AKLUBBURINN ESHEFUR \ A litla bátinn má cinnig setja segl og stýri HS Svona báta smiða krakkarnir sjálfir á einum vetri. Skeggi Guðmundsson er starfsmaöur klúbbsins. Hans hlutverk er að vera sifellt á ferð um Fossvoginn og veita aðstoð ef illa fer. Bátaleiga fyrir fulloröna fólkiö Siglingaklúbbar Æsku- lýðsráða Reykjavíkur og Kópavogs hafa löngum notið mikilla vinsælda. Fleiri hundruð krakkar safnast saman í Fossvogin- um þegar sól hækkar á lofti og yfir hundrað bátar af öllum gerðum fara um voginn þveran og endilang- an. Siglunes, siglingaklúbbur Kópavogsbæjar, er nú að hefja sitt 11. sumarstarf. Blaðamönnum var af því tilefni boðið að kikja á starfsemina og sjá þær miklu breytingar sem gerð- ar hafa verið á aðbúnaði klúbbsins. I sumar verður fólki gef- inn kostur á að sigla á bát- um klúbbsins gegn vægu gjaldi. Verður það væntan- lega um helgar og er ástæða til að hvetja fólk til að notfæra sér þetta tæki- færi. Siglinga- og róðrarklúbburinn Siglunes starfar á vegum Tóm- stundaráðs Kópavogs. Hann var stofnaður árið 1962 af Æskulýðs- ráði Kópavogs en það hefur nú verið lagt niður og á grunni þess voru reist tvö ný ráð sem starfa i nánum tengslum hvort við annað. Það eru Tómstundaráð og Fé- lagsmálaráð Kópavogs. Markmið Sigluness er að efna til róðra og siglinga með ungu fólki og kenna þvi meðferð og smiði báta. Klúbburinn heíur lengi haft það að markmiði sinu að búa út hentuga lendingaraðst. báta i Fossvoginum og nú hefur stórt átak verið gert i þvi máli. Einnig hefur nú verið gerð rúm- góð bátageymsla. Bátakostur klúbbsins hefur stækkað jafnt og þétt undanfarin ár og nú er svo komið, að tæplega 40 bátar eru i eigu klúbbsins af ýmsum særðum og gerðum. Auk þess eru 5 14 feta seglbátar af G.P. gerð i smiðum og verða þrir þeirra teknir i notkun innan skamms. bá hefur unglingunum einnig verið gefinn kostur á að smiða sina eigin báta i húsi klúbbsins og hefur Ingi Guð- mundsson, bátasmiður, leiðbeint þeim jafnframt þvi sem hann hef- ur annazt smiði G.P. bátanna. Siglunes á nú orðið vandað hús- næði, þar sem er rúmgóður salur til bátasmiði og lagfæringa, eld- hús og setustofa þar sem klúbbfé- lagar geta fengið sér hressingu milli þess sem þeir sigla og róa um Fossvoginn. Bátaleiga fyrir almenning Sú nýbreytni verður tekin upp i sumar að gefa almenningi kost á Bj örgunarbáturinn. siglinga- og róðrarferðum um helgar. Bátakostur Sigluness verður notaður i það og einnig munu einstakir klúbbfélagar væntanlega leyfa afnot af sinum bátum. Siglingaklúbbur Reykja- vikur hefur reynt þetta og gafst vel. Fyrir bragðið breytist opnunar- timi klúbbsins töluvert frá þvi sem verið hefur. Engin klúbb- starfsemi verður um helgar en opið verður sem hér segir. 9-10 ára mánudaga og fimmtu- daga kl. 2-4. 11-12 ára mánud., þriðjud., fimmtud. og föstud. kl. 4-6. 13 ára og eldri sömu daga kl. 7.30-10.00. Auk þess verður farið i sjó- stangaveiði á vegum klúbbsins á miðvikudögum eins og undanfar- in ár. Margir velunnarar klúbbsins hafa lagt honum lið að undan- förnu. Bæjaryfirvöld Kópavogs hafa sýnt skilning á málefnum æskunnar hvað þetta snertir og fyrir rausnarlegt fjárframlag þeirra hefur nú verið stórbætt Íendingaraðstaða i Fossvoginum. Siglingar eru enda vinsælar og slagar fjöldi þátttakenda hátt upp ihina eljusömu knattspyrnumenn i Kópavogi. Fjöldi siglara i Siglu- nesi undanfarin ár hefur verið um 400. Samstarf skozkra og íslenzkra siglara Arloga koma til Kópavogs fé- lagarfcr siglingaklúbb i Glasgow. 1 ár Miunu þeir koma 1. júli og munu Kópavogsmenn að venju endurgjalda heimsóknina siðar i sama mánuði. Sigurjón Hillariusson, kennari, hefurfrá upphafi átt veg og vanda að uppbyggingu klúbbsins, og er hann ennþá starfsmaður hans. Núverandi forstöðumaður Siglu- ness er Guttormur Ólafsson, framkvæmdastjóri Tómstunda- ráðs Kópavogs. Ný skipan félags- mála í Kópavogi Fyrir ári siðan var Æskulýðs- ráð Kópavogs lagt niður og við- tækar breytingar gerðar á félags- málastarfi bæjarins. Þá hófst starfsemi Félags- málastofnunar Kópavogs og hef- ur hún með höndum framkvæmd félagsmálastarfs kaupstaðarins. Starfsemi stofnunarinnar skiptist þannig milli hinna tveggja ráða er áður er getið: A. Félagsmálaráö: 1. Aðstoð við aldraða. 2. Afengis- og eiturlyfjavarnir. 3. Barnaheimili og leikvellir. 4. Barna- og unglingavernd. 5. Framfærsla. 6. Heimilishjálp. 7. Húsnæðismál. 8. Almennar upplýsingar og ráð- gjöf. B. Tómstundaráð: 1. íþróttamál. 2. Skólagarðar. 3. Tómstundastarf eldri bæjar- búa. 4. Vinnuskóli. 5. Æskulýðsmál. Félagsmálastofnun Kópavogs er til húsa að Alfhólsvegi 32. —Myndir-tcxti: GSP „Landgræðsla- landhelgismál sveitanna” Gljáfaxi tekur viö nýju hlutverki Kins og fram hefur komið i fréttum gaf Flugfélag tslands landgræðslu rikisins flugvél sina, Gljáfaxa. Afhendingin fór fram i Gunnarsholti i siðustu viku en landgræðslan hefur starfað mikið þar á undanförn- um árum. Nú eru þvi tvær flug- vélar i landgræðslustörfum, TF- TÚN og Gljáfaxi sem nú ber nafniö Páll Sveinsson eftir fyrsta landgræðslustjóranum, sein nú er nýlátinn. Að sögn Sveins Kunólfssonar, iand- græðslustjóra, markar þessi gjöf algjör timamót i sögu þess- ara mála hér á landi. Það var s.l. föstudag að Birgir Kjaran, stjórnarformaður fiug- félagsins, afhenti Halldóri E. Sigurðssyni, landbúnaðarmála- ráðherra, þessa veglegu gjöf. Hann rifjaði þá upp nokkur atr- iði úr æviferli þessarar lifseigu flugvéiar. Hún var smiöuð árið 1943 og notuð i þágu Breta i sið- ari heimsstyrjöldinni. Það var svo 1946 að Flugfélagið festi kaup á flugvélinni og þar hefur hún verið þar til nú. Gljáfaxi hefur þó ekki verið notaöur mik- iðundanfariö — eni22árflutt margan Islendinginn milli staða. llalldór afhenti vélina siðan Sveini Runólfssyni, land- græðslustjóra. Ilaviö Pálsson, sonur Páls Sveinssonar, skirði vélina eftir föður sinum. Páll Sveinsson lagði siðan strax upp i fyrstu landgræðslu- ferð sina. Sáði i Keldnahraun við Gunnarsholt en á þvi svæði voru áður 6 stórbýli sem nú eru farin í eyði vegna sandfoks og gróðurleysis. Flugvél þessi er mörgum kostum búin þótt gömul sé. Hún hefur t.d. áttfalt burðarmagn á við eldri vélina, mun meira flugþol og flughraða. Nú opnast þvi nýjar leiðir fyrir land- græðsluna, hægt er að fljúga lengra frá flugvöllum og vegna meiri hraða verður yfirferðin mun meiri. Landgræðsla hefst 1895 ljög um landgræðslu voru fyrst sett 1895. Starf hófst svo Sveinn Kuiióll'ssoii landgraiðslu- stjóri. Páll Sveinsson i fyrstu flugferð sinni með áburð og fræ. Hér sáir vél- in i Keldnahraun. 1907 með sandgræðslu á suður- landi. Landgræðsla rikisins hef- ur unnið mikið á svæðinu kring- um Gunnarsholt á undanförnum árum og mikið hefur verið sáð i Keldnahraun og heiðarnar þar i kring. Fiugvöllurinn við Gunnars- holter mjög góður.þar eru tvær brautir og sú lengri er 1750 metra löng, eða um 50 metrum stærri en stærsta brautin hér i Rvik. Þverbrautin er 1400 metr- ar. 1 kringum Gunnarsholt voru áður mörg stórbýli en þau eru nú öll i eyði. Fyrir um 40 árum var svæði þetta aðeins svört eyöimörk en nú er nokkuð stórt bú i Gunnarsholti, mikil túnrækt og þarna starfar stór hey- kögglaverksmiðja. Þannig hef- ur miklu verið áorkað á undan- förnum árum með TF-TÚN og vonandi mun enn meira verða gert á komandi árum. Gunnarsholt, sem upphaflega var byggt af afa Gunnars á Hliðarenda, fór i eyði 1923 og landgræðslan keypti jörðina 6 árum siðar. Þar var þá byggt nýtt ibúðarhús og siðan hafizt handa um ræktun og upp- græðslu á svæðinu i kring. Fyrir utan það gras sem búið þarf á að halda eru nú ræktaðir um 1000 hektarar sem selt er af. 1 Gunnarsholti eru um 450 holda- naut. Við Gunnarsholt er starfandi vistheimili fyrir drykkjusjúkl- inga og þeir menn hafa unnið ötullega að landgræðslumálum þarna. Þeir eru einnig aðal- starfskraftur i heykögglaverk- smiðjunni. Brýnasta verkefni i Gunnars- holti nú er að byggja áburðar- geymslu en engin slik er fyrir hendi nú og allur áburður er geymdur i pokum. Félag islenzkra atvinnuflug- manna hefur ákveðið að leggja fram nannskap til að fljúga Páli Sveinssyni og munu meðlimir félagsins skiptast á um að manna vélina. GSP

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.