Þjóðviljinn - 02.06.1973, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. júni 1973.
HORN
í SÍÐU
Semja þarf ný
lög um ráðningu
embœttisnwnna
Það olli nokkuriaaaiugaveiklun
hjá ákveðnum emwettismönnum
og sérlegu málgagni þeirra og
millistéttarinnar, Alþýðublaðinu,
þegar undirritaður lét þá skoðun
sina i ljós i siðustu viku að skipta
bæri um i vissum embættum i
stjórnkerfinu þegar ráðherra-
skipti ættu sér stað i ráðuneytum,
svo trúnaður gæti haldizt milli
ráðherra og slikra starfsmanna.
Þar eð skoðun þessi var látin
fylgja tveimur viðtölum við einn
embættismann kostaöi það
minnstahugsunaðálykta sem svo
að verið væri að ráöast á þann
embættismann einan og sér, sem
viðtölin voru við. Þó er það
skoðun undirritaðs að sá
embættismaður hafi sizt staðið
verr i stykkinu en ýmsir aðrir
starfsmenn hins opinbera sem
fylgdu sem heimanmundur til
þessarar rikisstjórnar frá við-
reisn.
Það orkar ekki tvimælis að
æðstu embættismennirnir i rikis-
kerfinu, hvort sem þeir starfa við
valdamestu banka landsins eða i
ráðuneytum geta haft gifurleg
áhrif á gang mála. Það er þvi full-
komlega óeðlilegt að fyrrverandi
rikisstjorn eða ráðherrar fyrr-
verandi rikisstjórnar, hver sem ,
hún er i það og það skiptið, eigi
trúnaðarmenn i hverri stöðu inn-
an ráðuneyta, menn sem þeir
völdu sér að samstarfsmönnum
meðan þeir fóru meö völd.
Eftir tólf ára setu viðreisnar-
stjórnarinnar, og eins setu
Emiliustjórnar, og þar áður
rúmra tveggja ára setu Alþýðu-
flokksins i vinstristjórn, voru viss
ráðuneyti og rikisfyrirtæki orðin
yfirfull af flokksbundnum krötum
og sjálfstæðismönnum. Inn i
þennan frumskóg ihaldssamra
embættismanna með sjónarmið
viðreisnarstjórnarinnar gengu
svo ráðherrar þessarar stjórnar,
en vegna helgi þeirrar sem fylgir
þvi að vera opinber starfsmaður,
máttu ráðherrar ekki losa sig við
embættismennina, fyrir það eitt
að vera annarrar skoðunar i
helztu málum en þeirrar, sem átti
að framkvæma. Þetta þýðir þó
ekki að skipta hefði þurft um alla
embættismenn stjórnkerfisins.
Vissulega eru þar margir sem
gegna störfum sinum með sóma.
Um ókosti þess fyrirkomulags,
sem hér rikir ætti að vera ástæðu-
laust að fjölyrða. Þó er rétt,
vegna taugaveiklunar, sem gripa
kynni um sig hjá verjendum
óbreytts ástands i þessum efnum,
að benda fólki á augljós dæmi
þess hversu bagalegt slikt fyrir-
komulag er.
Tryggingastofnun rikisins hafði
i áratugi heyrt undir yfirstjórn
Alþýðuflokksins. Alþýðu-
flokkurinn var harla ánægður
með gengi þeirrar stofnunar. Svo
gerist það að ráðherra vinstri
stjórnar lætur fara fram könnun á
rekstri stofnunarinnar og þá
kemur i ljós að þar hefur um ára-
raðir verið hin mesta óráðsía á
öllum hlutum, yfirstjórnin slak-
leg og greiðslur i formí
óunninnar yfirvinnu skiptu
hundruðum þúsunda til einstakra
manna. Enginn embættismanna
þessarar stofnunar sá ástæðu til
að segja af sér þegar þetta komst
upp. í stað þess kom forstjóri
Tryggingastofnunarinnar i rikis-
fjölmiðla og taldi rekstur
stofnunarinnar hinn ágætasta.
Viðreisnarpostulum og spilltum
embættismönnum þykir ef til vill
svo, en ekki þeim sem studdu
núverandi stjórn til valda, — svo
hægt væri, meðal annars, að
draga úr spillingu embættis-
mannakerfisins. — og ekki sóma-
kærari hópi embættismanna.
Það er einnig hjárænulegt að
vinstristjórn skuli þurfa að
dragnast með I utanrikisþjónust-
unni lágkúrulegasta utanrikis-
ráðherra sem landið hefur alið,
Guðmund I. Guðmundsson. Og
ekki vekur það traust á stefnu-
marki stjórnarinnar í hermálum,
að til viðræðna við Bandarikja-
menn skuli valdir þeir menn inn-
an ráðuneytisins, sem staðið hafa
að því árum saman að tryggja
veru herliðsins i landinu.
Lik dæmi þessum væri hægt að
telja upp i tugavís um það hvert
óhagræði það er fyrir stjórnir að
fá upp i hendurnar embættis-
mannakerfi sem aðrar stjórnir
með ólik stefnumið hafa byggt
upp. Til þess er þó ekki ástæða að
sinni. Til hins er aftur á móti full
ástæða að rikisstjórnin semji lög
um æðstu embættismenn rikisins
á þá lund, að þeir sitji ekki um
aldur og ævi i embættum sem
misvitrir ráðherrar skipa þá i,
heldur séu þeir ekki ráðnir lengur
en ráðherrar sitja, sem þá skipa
til starfa, þó að endurráðning
hæfra manna verði ekki útilokuð:
Eftir slikar breytingar á
embættismannaráðningum mætti
búast við meiru af hverri rikis-
stjórn, þvi ráðherrar með sam-
valið lið og samhuga hljóta að
koma meiru i verk, en ráðherrar
sem hafa allt i kring um sig menn
sem tortryggja stefnumið þeirra,
menn sem ráðherrar geta ekki
treyst nema til smávægilegustu
verkefna. —úþ
Sóðaskapur
Sunnudaginn 27. mai 1973 er
grein með þessari fyrirsögn á 3ju
siðu Þjóðviljans. Mér datt i hug
að þið á Þjóðviljanum hefðuð átt
að koma vestur á Hringbrautina
við Bræðraborgarstig og ganga
þar svolitinn spotta af Bræöra-
borgarstignum i rigningartið. Þá
gæfist nú á að lita, þvi að þar eru
niðurföll svo gjörstifluð, að ekki
sígur dropi niður. Eitt er við
gluggann hjá mér, og ég hef veriö
að rifast út af þvi i þau 5 ár, sem
liðin eru siðan ég flutti hingað.
Fyrst talaði ég við verkfræðinga
hjá borginniJgg,s.iðarvi6svonefnd-
an gatnamálastjóra i sima, en allt
hefur komið fyrir ekki. Gatna-
málastjórinn virðist vera lengi aö
athuga málið, eða hafa litinn á-
huga.
Ég bauð honum að koma og sjá,
en hann hefur ekki lagt i það enn-
þá. En annað hefur verið gert.
Tvisvar hefur verið bætt malbiki
ofan á malbik bæði á Bræðra-
borgarstig og Hringbraut, án þess
að athuga niðurföllin. Það getur
ýmislegt skritið komið fyrir hjá
þessum Ihaldsvitringum, sem
stjórna borginni nú i seinni tið.
Þetta er reyndar meira en
sóðaskapur, þvi að hér fer að
verða bein slysahætta, einkum ef
svo viðrar að vetrinum að vatnið
kemst ekki út á göturnar.
Margur hefur drukknað i minna
vatni en hér getur orðið i leysing-
um á vetrum.
Sylverius Hallgrimsson
Ég ákœri
(J^accuse)
Eg ákæri:
(J’accuse)
Halldór Þorsteinsson, textaþýð-
anda Dreyfus-málsins i sjón-
varpi, fyrir lélegustu textaþýð-
ingu, sem hingað til hefur sézt i
sjónvarpi, og fyrir að sjá til þess,
að fólk, sem áhuga hefur á þætt-
inum, og ekki getur beitt saman-
burðarmálfræði, geti ekki fylgzt
með honum.
AF RÁÐHERRAVÆNDI
,,A horse! a horse! my
kingdom for a horse",
æpti Ríkharöur þriðji i
samnefndu leikriti eftir
Shakespeare rétt áður en
honum var stútað.
Mér komu þessi orð í
huga, þegar ég frétti af
nýjasta kynsvalli brezku
ráðherranna.
Það hefði að vísu farið
betur á því að Lampton
og Jellico hefðu hagrætt
orðum Ríkharðs þriðja
og Shakespears og hróp-
að: „A hore! a hore! my
kingdom (ministry) for
a hore Hvað sem öðru
liður þá eru þessir vesa-
lingar víst bæði búnir að
missa hórurnar sínar og
ráðuneytin og er trúlegt
að þeir finni hjá sér nýj-
ar hvatir, eins og fyrir-
rennari þeirra Profumo,
en hann mun vera tekinn
upp á því að ala upp
munaðarlaus börn og
það er sjálfsagt ágætt,
þó að það sé vafalaust
meira púður í því að láta
léttklæddar læraskellur í
svörtum nærklæðum, að
ógleymdum svörtu
sokkaböndunum, lemja
sig með hnútasvipu
svona til frekari yndis-
auka, þegar gamla að-
ferðin þykir orðin úrelt.
Gestur vor, Nixon, er
að sjálfsögðu í sjöunda
himni útaf kynsvalli lá-
varðanna brezku, enda
Watergate málið á góð-
um vegi með að stein-
gleymast i skugganum
af berrassaköstum
brezku ráðherranna.
Allur heimurinn skelli-
hlær að brezku ríkis-
stjórninni útaf því hvað
ráðherrarnir eiga erfitt
með tippið á sér og hér er
raunar komið að mergn-
um málsins.
Ég er sem sagt þeirrar
skoðunar að við eigum
að reyna að einbeita
okkur að því að lát al-
heiminn hlæja sig mátt-
lausan að stríðsrekstri
brezka heimsveldisins
við (slandsstrendur, því
að það er nú einu sinni
svo, að grínið getur oft
verið sterkara vopn en
það sem hershöfðingjar
og flotaforingjar kunna
að álíta vænlegt til sig-
urs.
Annars verður maður
að vera pínulítið sann-
gjarn og undrast yfir
því, hvað karlmönnum
leyfist nú í raun og veru
lítið. Ég er ekki að segja
að lafði Tweedsmuir sé á
neinu bólakafi í stóðlífi
eins og sumir félagar
hennar í ríkisstjórn Sir
Douglas Home, en það
þori ég að ábyrgjast, að
þó að hún laumaðist af
og til á ástarfund við
einhvern kynorkunagla
til að gera það, sem Þór-
bergur kallaði stundum í
gamla daga „hitt", þá
yrði henni það fyrirgefið
eins og ekkert hefði í
skorizt. Auðvitað vita
allir að lafði Tweeds-
muir gerir aldrei svo-
leiðis lagað, heldur er
hér aðeins um dæmisögu
að ræða um misréttið
milli kynjanna.
Ég gerði það að gamni
mínu að fletta upp í til-
tölulega nýútkominni
orðabók (íslenzk —
enskri) á orðunum:
maður og kona, og ég
trúi ekki öðru en fleirum
en mér finnist útkoman
spaugileg í meira lagi,
enda engu líka ra en
orðabókarhöfundur sé að
fjalla um tvær ólíkar
dýrategundir:
Maður: man, person,
human being, creature.
djöfulóður maður:
demoniac
drukkinn maður: drunk-
en, intoxicated man
eiginmaður: husband
maður (eins og gengur
og gerist): the man in
the street..
maður (gamall í hett-
unni): old hand
gamalær maður: dotard
gangandi maður:
pedestrian
heimarfkur maður: cock
on his own dunghill
— og áfram heldur upp-
talningin: „maður í
hárri virðulegri stöðu, ó-
stjórnlega drykkfelldur
maður, maður, ráðkænn
í samningum, maður,
sem reykir ekki, maður,
sem gengur kæruleysis-
lega yfir götu, sofanda-
legur maður, sykursjúk-
ur maður, undirförull
maður, maður utan
þjóðkirkjunnar, skygn
maður, maður útlítandi
eins og fuglahræða,
maður á launum, maður
með tvær konur, maður,
sem kemur í annars
stað", og að lokum „allir
sem einn maður".
Hér er sem sagt talið
upp flest það sem
„manninn" prýðir, en
hins vegar er svo sannar-
lega annað upp á ten-
ingnum, þegar
(kven)maðurinn á í hlut.
Kvenmaðurinn er væg-
ast sagt af öðru sauða-
húsi en maðurinn:
Kona: woman, dame,
wife
kona — (faileg og
heimsk): doll, pretty and
silly woman
kona (falleg og venus-
fögur): Venus, beautiful
woman, beauty
kona (íturvaxin og
þrýstin paradísarkona
Múha meðsma nna):
houri
kona (fráskilin):
divorcee
og síðan heldur upptaln-
ingináfram. Þarer,,lát-
laus kona, ósmekkleg
kona, kona með brókar-
sótt, ósmekklega klædd
kona, kona sem duflar,
kona sem illt orð fer af,
kona sem sviptir sig
klæðum, sóðaleg kona"
o.s.frv.
Sem sagt. Það er eitt
og annað sem konan hef-
ur framyfir karlmann-
inn að minnsta kosti í
orðabókum og því ekki
við öðru að búast en „ít-
urvaxnar og þrýstnar
paradísarkonur" haldi
áfram að lokka brezka
ráðherra til fylgilags við
sig og því ekki nema von
að sir Douglas Home
(frb. Hjúm) sé dálítið
hnípinn þessa dagana,
enda hvað segir ekki
gamli húsgangurinn:
Daufur er orðinn
Douglas Hjúm
því dálítið er það
slæmur skellur
þegar ráðherrar fara
uppí rúm
og ráðfæra sig
við símamellur.
Flosi
Elin Hjaltadóttir