Þjóðviljinn - 02.06.1973, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 2. júni 1973.
MEIN ATÆKNIR
ÓSKAST
ísafjarðarkaupstaður óskar að ráða
meinatækni við Fjórðungssjúkrahúsið á
ísafirði. fbúð fylgir starfinu. Umsóknir
berist undirrituðum fyrir 25. júni, sem
veitir nánari upplýsingar.
ísafirði, 28. mai 1973
Bæjarstjóri
ORÐSENDING
til viðskiptavina
Sjóvátryggingafélags
Islands h.f.
Af óviðráðanlegum orsökum verða kvitt-
anir fyrir endurnýjun á bifreiðatrygging-
um ekki tilbúnar á gjalddaga þann 1. júni.
Tilkynningar verða sendar i pósti ein-
hvern næstu daga og verður greiðslufrest-
urinn 15 dagar frá póstlagningu þeirra.
Þeir, sem mæta eiga með bifreiðar til
skoðunar, geta fengið afgreiðslu strax á
aðalskrifstofunni Laugavegi 176.
óskast i eftirtalin tæki, er verða til sýnis
mánudaginn 4. júni 1973, kl. 1—4,hjá gufu-
aflsstöðinni við Elliðaár:
Volvo N88,diesel vörubifreið, árgerð 1966,
230 h.ö. túrbinulaus, með 3,5 tonna HIAB
krana. Burðarþol á grind 7,3 tonn, eigin
þungi 8,3 tonn.
Dodge sendiferðabifreið, árgerð 1966, með
sætum fyrir 7 farþega + bilstjóra.
Landrover, benzin, árgerð 1968.
UAZ sendiferðabifreið, árgerð 1969,
benzin.
Landrover, benzin, árgerð 1968.
Landrover, benzin, árgerð 1968.
Landrover, benzin, árgerð 1967.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl.
5 daga dag að viðstöddum bjóðendum.
Réttur áskilinn til að hafna tilboðum, sem
ekki teljast viðunandi.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍN.I 26844
í p* ' ^ %***» V ' * * f* J* %«*** *
'4 % mX ** U
Hœttur skólastjórn eftir
þrjátíu ár og einu betur
Sigurbjörn Ketilsson, sem verið hefur skólastjóri
i Njarðvikum i þrjátiu ár og einu betur, lætur af
störfum nú i vor.
Skólauppsögn þar syöra var á
sunnudaginn i Félagsheimilinu
Stapa I Ytri-Njarðvik. Hæstu
einkunn á unglingaprófi hlaut
Olgeir Sigmarsson 9.00 og hæstu
einkunn á barnaprófi hlaut Maria
Newman 8.67.
Að lokinni skólauppsögn héldu
skólanefnd og hreppsnefnd skóla-
stjóranum boð. Var honum þar
færð gjöf frá hreppsnefndinni, en
við skólauppsögnina áður höfðu
nemendur fært honum gjafir og
árnaðaróskir, auk nokkurra
annarra, sem kvöddu skólastjóra
með ræðum.
1 kveðjuhófinu voru margar
ræður fluttar og húsvörður
skólans, Guðjón Magnússon,
flutti kvæði til Sigurbjarnar.
Að lokum flutti skólastjóri ræðu
og var þessi mynd tekin undir
ræðu hans, og má af henni sjá, að
sú ræða var ekki sorgarræða.
Vinstra megin við Sigurbjörn
situr formaður skólanefndar
Ólafur Thordarsen, en hægra
megin kona Sigurbjarnar, Hlíf
Tryggvadóttir. (Ljósm. —úþ)
Áskriftarsimi
Þjóðviljans er 18081.
Matvœla-
ástandið í
heiminum
aldrei verra
OSLO Einn af aðstoðar-
framkvæmdastjórum
FAO, landbúnaðar- og
matvælastofnunar
Sameinuðu þjóðanna, lýsti
því yfir í viðtali í Osló að
matvælaástandið í heimin-
um hefði aldrei verið al-
varlegra en nú. AAatvæla-
birgðir hefðu aldrei verið
minni í tuttugu ár og væru í
reynd aðeins til sex vikna.
Um þessar mundir er matvæla-
ástandið einna alvarlegast i sex
rikjum i Vestur-Afriku. Þar hafa
geisað miklir þurrkar og ljós-
myndir, sem teknar eru úr gerfi-
hnöttum, sýna að um þessar
mundir er ekki grænt strá að
finna á stóru belti fyrir sunnan
Sahara-eyöimörkina. Sex til tiu
miljónir hafa haldið suður á
bóginn fótgangandi á flótta
undan hungurdauða.
FAO hefur nú sent 500 þúsund
smálestir af matvælum til
Vestur-Afriku og verður það nóg
til að leysa vanda þessa fólks i
bili. En þá er eftir að koma
þurrkasvæðunum aftur i ræktun.
Þorsteinn sýnir á Mokka
Þessi ágæta mynd af gömlum manni er eftir Þorstein Þorsteinsson, en
hann sýnir nú 20 pastelmyndir á Mokka. Þorsteinn hélt siðast sýningu á
Mokka i desember sl. Þorsteinn sýndi hér fyrst i Bogasalnum árið 1954.